Vísir - 12.08.1969, Blaðsíða 8
oo3
VISIR
Utgefandi KevKjaprent Q.t
Framkvæiridastjón Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aóstoóarritsr jön : Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birj;ir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
AuglÝsuigar; Aðalstræti 8 Slmar 15610 11660 og 1509«
Afgreiðsla Aðaistræti 8. Sími 11660
Ritstjóra. Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 linur)
Askriftargjald kr. 145.00 * mánuði innaniands
i tausasölu kr 10.00 eintakið
“rentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Ólíku saman oð jafna
JTréttin um að Brezhnev flokksleiðtogi sovézkra
kommúnista, ætlaði ekki að mæta á flokksþinginu í
Búkarest vakti mikla athygli víða um heim. Var talið
að Brezhnev væri með þessu að láta í ljós vanþóknun
sína á heimsókn Nixons Bandaríkjaforseta til Rúmen-
íu og þeim vingjarnlegu viðtökurr sem hann fékk þar.
Þrátt fyrir deilur sem um hríð höfðu staðið milli
Rúmena og Sovétmanna sótti Brezhnev síðasta
flokksþing rúmen./:ra kommúnista, og er sagt að
þetta sé í fyrsta sinn sem hann láti ekki sjá sig á slík-
um samkundum í ríkjunum austan járntjaldsins.
Formaður sovézku sendinefndarinnar á flokksþing-
inu í Rúmeníu var maður lítt þekktur atan Rússlands,
en ef til vill „upprennandi stjarna", sem síðar á eftir
að skín.i skært á himni xommúnismans. Vafalaust
hefur hann haft ströng fyrirmæli heiman frá um
hvað hann ætti að segja, og það kom í ljós þegar
hann talaði, að hann átti að flytja Rúmenum þá kveðju
að hegðun þeirra öll væri herraþjóðinni mjög óþókn-
anleg. Verzlunarviðskipti sem Rúmenar hefðu tekið
upp við Vesturlönd, væru alvarlegt víxlspor, sem gæti
haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, eins og öll sam-
skipti við vestrænar þjóðir Slíkt bæri að fordæma.
Þá taldi hann alla tilburði í þá átt, að víkja frá stefnu
Sovétríkjanna hin verstu svik við kommúnismann og
tilkynnti að hart mundi verða tekið á þvílíkum af-
brotum.
Þjóðviljinn hefur hamrað á því í mörg ár, að ís-
lenzka ríkisstjórnin sé handbendi Bandaríkjanna
og taki við fyrirskipunum frá Washington. Hann kall-
ar Bandaríkjamenn „herraþjóð" okkar. Af einhverj-
um ástæðum verður kommúnistamálgagninu ekki
eins tíðrætt um afskipti Rússa af málefnum landanna
austan járntjalda. Hér er þó ólíku saman að jafna.
Rússar fara sjálfir ekki dult með það lengur — enda
þýðingarlaust eftir innrásina í Tékkóslóvakíu — að
þeir krefjist þess af ríkisstjórnum þessara landa, að
þær hlýði skilýrðislaust fyrirskipunum frá Moskvu.
Hvenær hafa Bandaríkjamenn hlutazt til um innan-
ríkismál okkar íslendinga? Hafa þeir t.d. lýst yfir
vanþóknun sinni á því, að við hefðum verzlunarsam-
band við Sovétríkin? Það er helber uppspuni, að
Bandaríkin reyni að hefta frjálsræði okkar á nokkurn
hátt. Þær skuldbindingar, sem fylgja aðild okkar að
Atlantshafsbandalaginu eru í samræmi við vilja mikils
meirihluta þjóðarinnar og eru því enginn þvingunar-
samningur.
Sé Þjóðviljinn með þessu að reyna að breiða yfir
meðferð Rússa á þjóðunum austan jámtjalds, þá er
það misheppnuð tilraun. Allir vitibomir menn hljóta
að sjá hvílíkt ógnarvald kommúnisminn er og hve
lánsamar þær þjóðir eru, sem geta bægt þeirri ó-
freskju frá dyrum sínum.
V í S I R . Þriðjudagur 12. ágúst 1969.
Ceauscescu, er hann setti 10. flokksþingið.
Brezhnevstefnan og fylgi-
ríki Sovétríkjanna
• Brezhnevstefnunni er
fylgt áfram í Moskvu og
ekki sjáanlegt aö þar verði
breyting á, þ5tt vitaö sé að
í kommúnistaflokknum í
Sovétríkjunum er unnið gegn
henni' af frjálslýndari öflum,
og ýmislegt sem birt er ‘í
sovézkum tímaritum og blöð-
um, sannar ótvírætt, að þaö
eru ekki eingöngu rithöfund-
ar, sem láta á sér kræla.
Eitt meginatriði Brezhnevstefn-
unnar er ,að íhlutun sé réttmæt
í einstökum kommúnistaríkjum,
gprist þar eitthvaö, sem einingu
og samtökum allra stafi hætta
af.
Þessi íhlutunarréttur er í
reyndinni réttur þess sterkasta
í samtökunum, eða Sovétríkj-
anna, sbr. innrásina í Tékkó-
slóvakíu og allt, sem í kjölfar
hennar hefir komið þar í landi
Ceauscescu, sem er hvort
tveggja í senn ríkisforseti og
flokksleiðtogi hefir boðað ó-
háöa stefnu, ekki aðeins að
hvert land um sig ráði málum
sínum sjálft innanlands, heldur
og hafi fullan rétt til sjálfs-
ákvaröana út á við, sbr. hvern-
ig þetta er í framkvæmd í Rú-
meníu: Afstaöan til Kína, sem
er önnur en Sovétríkjanna, af
neinun Comercconstefnunnar að
vissu marki, aukin viðskipti vió
lýðræðisþjóðir. Allt er þetta
sovétleiðtogum þyrnir í augum,
og þó sviöur þeim sennilega ekk
ert meira en að Ceauscescu bauð
Nixon í opinbera heimsókn til
Búkarest og kom fljótt fram
gremjan í Kreml, þar sem hætt
var við ferð sovétleiðtoga til
Búkarest til undirritunar nýs
vináttusáttmála, en þessi ferð
átti að vera farin fvrir komu
Nixon. Nú hefir Ceauscescu
(sbr. fréttir í fyrradag) stungiö
upp á að sovétleiötogar komi
23. þ.m. til undirritunarinnar, en
búizt er viö í Moskvu, að „þessu
verði kurteislcga hafnaö". Með
öðrum orðum hefir Ceauscescu
ekki tekizt að uppræta gremj-
una úr hugum leiðtoganna. Þeir
eru enn reiðir.
Og þeir eru ekki aðeins reiöir.
Þeir eru áhyggjufullir, vegna
þess feikna áhuga m.. a., sem
koma Nixons til Bukarest vakti
í Póllandi og Ungverjalandi, því
að ekki er þeim um að frjálslynd
is- og umbótaöfl í þessum lönd-
um haldi áfram aö eflast.
Og ekki er það nema mann-
legt, að sovézkum leiðtogum,
sem telja sig sjálfkjörna leiðtoga
allra kommúnistaríkjanna, sviði
vaxandi vegur Ceauscescu, sem
víða nýtur aðdáunar og skki sízt
meðal allra þeirra kommúnista
i Varsjárbandalaginu, sem vilja
aukið frelsi, en hann er £ raun-
inni formælandi þeirra, sem
hvort sem þeir þora að láta þaö
í ljós eða ekki vilja umbætur,
aukið frjálsræöi. Áræði og sjálf-
stæöi eausescu kann að auka
þeim áræði.
En það mun nú svo, að þótt
Ceauscescu sé mikilhæfur leið
togi og hafi vakið almenna aödá
un og sjálfsagt hlakk í hugum
þeirra, sem fagna yfir öllum
erfiöleikum sovétleiötoga halda
margir vestrænir frétta-
menn, kunnir í Rúmeníu því
fram að í engu Varsjárbanda-
lagsríki sé stjórnað heima fyrir
eins „harðri kommúnístískri
hendi“ og i Rúmeníu.
Afstaöa og stefna Sovétríkj-
anna er augljóslega að halda
valdi og áhrifum í löndunum á
vesturmörkum Sovétríkjanna, á-
lit, efnahags, vama vegna þess
aö þetta eru allt jaöarriki og
bíli hlekkur í þeirri keöju getur
allt brostið og þessi lönd eru
enn móttækileg fyrir vestræn á-
hrif, og þar sem um menningar
legan skyldleika er aö ræöa sem
aldrei upprætist, og frelsisdagar
eru ekki gleymdir þjóð sem
fékkum og gleymast ekki né
nafn Masaryks og annarra leið
toga frá lýðveldistímanum.
Auk þess, sem áður var getið
gerðist það nú í fyrsta sinn að
Sovétríkin sendu ekki helztu
leiötoga á flokksþing í landi sam
herja. Undirtyllur voru sendar
og vfirmaður sendinefndarinnar
aðstoöarutanríkisráðherra, sem
lítt er kunnur utan Sovétríkj-
anna en ha,.j er þó sums staðar
getið sem hcekkandi stjömu í
hópi sovézkra stjórnmálamanna.
Hann boðaði framhald Brezhnev
stefnunnar raunverulega
eins trúlega og kröítuglega og
Konstantin F. Katushev.
Brezhnev karl hefði verið þama
sjálfur.
Án þess að nefna nokkur nöfn
gagnrýndi hann hvasslega þá
stefnu, sem Ceauscescu fylgir a.
m.k. var svo að orði komizt um
þetta £ frétt til Herald-Tribune:
„Þessari gagnrýni virðist beint
gegn ríkisforseta og flokksleið-
toga Rúmena Nicolae Ceausces-
cu“.
1 þeirri frétt var sagt að deil-
an um sjálfstæði og íhlutunar-
rétt væri meginorsök óeiningar-
innar í kommúnistalöndunum í
álfunni en aðalmark sovétleið-
toga væri að skapa einingu á
þeim grundvelli að þeir réðu for-
ustunni og gætu gripið í taum-
ana ef hættur væru á ferðum.
Hinum sovézka aðalfulltrúa
Konstantin F. Katushev var
fljótt svarað fullum hálsi, og
gagnrýni hans virtist hafa hrun-
iö af Ceauscescu eins og vatn,
sem skvett er á gæs.
Á hinn bóginn fer þaö ekki
fram hjá neinum að Ceauscescu
kann, um það er lýkur, að verða
að sitja og standa eins og sovét-
leiötogar vilja, þótt þeir viti
að Katushev muni staðfesta það
að Ceauscescu nýtur traustn yf-
irgnæfandi meirihluta allrar rú-
mensku þjóðarinnar. A. Th.
£21
rc.CTT/a'^raiiB-i*:^ .~a-a',MC3a
mm'tii