Vísir - 12.08.1969, Blaðsíða 10

Vísir - 12.08.1969, Blaðsíða 10
V I S I R . Þrifyjudagur 12. ágúst 1969. 70 WflBS Minning: ? Séra Sigurbjörn Á. Gíslason f. 7. jan. 1876 d. 2. ágúst 7969 I lok aprilmánaöar áriö 1951 lá Dettifoss viö landfestar í Haifa, hafnarborg ísraels. Veöur haföi ver- ið einkar notalegt fyrir íslending- ana, áhöfn og farþega. En einn daginn varö skyndilega veöurbreyt- ing. Hitabylgja austan frá eyöimörk unum flæddi yfir landið, loftiö var heitt, sólargeislarnir brenndu og hvergi var svala að fá. Heimamenn kveinkuöu sér, og Norðurlandabú- ar töldu öruggast að dvelja á skips fjöl, þar sem naut skugga og skjóls fyrir sárum sólargeislum Þegar brunahitinn var kominn í algleym- ing þennan dag, var mér litið frá skipsfjöl upp á hafnarbakkann. Þar sá ég einn mann á ferö, íturvax- inn, grannan, spengilegan. Hann bar höfuð hátt og gekk upp í borg ina, diarfmannlegur, stoltlegur í fasi, léttur i spori, hreyfingarnar stæltar, fjaöurmagnaðar. þetta var íslendingur, 75 ára gamall, Sigur- björn Ástvaldur Gíslason, kominn til Landsins helga. Af mörgum myndum, er ég á í minni, af kærum vini og vígslu- bróöur, kýs ég aö dvelja viö þessa öörum fremur nú við hinztu kveðju. Þannig kom hann mér fyrir sjónir þann hluta ævi hans, sem ég þekkti hann allnáið og naut vináttu hans. Hann gekk uppréttur, einaröur og geiglaus sína eigin leiö, sem hann hafði valið, hvað sem aörir giöröu margir kusu aöra leið en hann og margur kaus aö sitja kyrr í náðum fremur en að ganga ótil- neyddur út í hita og þunga dags- ins. Æfidagur hans var miklu lengri en almennt gjörist, og starfsdag- ur hans svo langur, að mjög fátítt má teljast. Hann hófst árla dags og stóð langt fram á kvöld. Fáar vikur eru liðnar síöan við lukum seinustu samstarfsstund okkar. Starfsæfi hans frá kandidatsprófi nær yfir þvi sem næst 7 áratugi. Þar viö bætist, að stundirnar voru vel nýttar og helgaðar þrotlausu starfi með stakri reglusemi af ein- beittum áhuga. S.tarfsorkan var mik il og hugurinn hraövirkur, og em- bættisstörfin hafa, að ég hygg, ekk’ tekið nema tiltölulega litinn hluta starfsstunda hans fyrr á árum. En honum var ekki verkefna vant því aö hann var alla ævi auðugur aö hugsjónamálum, og það var hann vegna þess að honum bjö í brjósti ein helg hugsjón, sem átti hug hans allan, aö mega þjóna Drottni. Fyrir það uröu augu hans skyggn og eyru hans næm og hjarta hans ríkt af samúö og höndin fús til verka þar sem líkn mættti veita og Iiösemd eða kærleiksorði sá til huggunar og styrktar. Hann var maöur til þess að láta mikla og góöa konu njóta sín, og var í þeim efnum sem mörgum öör- um langt á undan samtíð sinni. Verkefnin voru margþætt og mik il aö vexti og þess eðlis að aldrei gat þau þrotirt. Þyrfti langa rit- gerð til að gveina frá starfsferli hans, og enga tilraun geri ég til þess. Prestum ýmsum var hann víst stundum strangur i orðum og harö ur í dómum, einkum fyrr á árum. En fáa mun ég þó hafa heyrt tala með meiri skilningi og samúð um starfsskilyrði og aðra aðstööu og ein angrun presta á afskekktum stöð- um en hann geröi. Hann vann líka mikiö fyrir prestastéttina, ferðaðist fyrr á árum um landið, heimsótti sóknarpresta til þess að uppörva þá með samtölum og útvega þeim guðfræðileg rit til Iesturs. Og það var ekkj ómerkilegt hlutverk sem hann innti af höndtim i kirkjunni, með þvi að afla erlends lestrar- efnis fræöilegra og uppbyggilegra rita, handa mörgum prestum lands- anna. Hún er dauö án kærleiks- verka, án kærleikans. — Hann boö aði réttlætingu af trú, vegna þess aö sjálfur hafði hann hlotið þá reynslu. Sú trú var ekki dauö varajátning, heldur lifandi samfé- lag við hinn upprisna Drottin, sam- félag kærleikans. Hver sem steig fæti inn fyrir dyr skrifstofu síra Sigurbjörns Á. Gíslasonar, sá blasa viö augum andspænis sér þessi orð: Sannleik- anum trúr i kærleika, einkunnarorð húsbóndans, eftirminnileg ávarps- orð til gestsins. Lífsstefna og ævilangt markmiö. Yfirskrift lífsins og undirskrift, rit- uö með Drottins hendi á hjarta af holdi og blóöi: Sannleikanum trúr í kærleika. Meö þakklæti. í huga kveö ég Sigurbjörn Ástvald Gíslason. — Blessuð sé minning hans. Ingólfur Ástmarsson. ins. Er mér kunnugt um, aö margir prestar, einkum ungir menn, áttu gjarnan leið til hans i Reykjavíkur feröum til að velja sér bækur og eiga við hann uppbyggilegt viðtal, og telja sig standa í mikilli þakkar skuld við Síra Sigurbjörn Ástvald. Og þaö er tæplega áratugur síö an hann hætti að hafa með höndum útvegun allra hjálpargagna við sunnudagaskóla og annaö barna- og unglingastarf kirkjunnar. Síra Sigurbjörn Ástvaldur var af- kastamikill bréfritari, því að ekki var hann pennalatur — en mjög reglusamur að svara bréfum án dráttar. Hann stóð í stöðugum bréfaskiþtuni. við mikinn fjölda er- lencjra rrianná', einkum kirkjulegra. áhrifamanna i mörgpm Iöndum og átti stóran hóp vina, sem dreifður var um lönd og álfur. Er mér sér- staklega minnisstætt, hve hjartan- lega honum var fagnaö sem kærum vini í aðalstöðvum Brezka og er- lenda Biblíufélagsins í London, er ég eitt hinn kom þangað með hon- um. Hann skrifaði einnig greinar i útlend tímarit og þannig gegndi hann í tugi ára mikilvægu starfi sem tengiliöur milli hinnar íslenzku kirkju og erlendra kirkjudeilda. Síra Sigurbjörn var sem kunnugt er heimatrúboös-maður. Hann haföi ungur orðið fyrir sterkri trúarvakn- ingu i Danmörku. Og þegar heim kom, hóf hann predikunarstörf 1 anda danska heimatrúboðsins og ferðaöist um sem eldheitur vakn- ingapredikari, og varð víst töluvert ágengt. Hann mun hafa þá og á- vallt síðan lagt megináherzlu á þau trúaratriði, sem hæst ber í kenningu vorrar kirkjudeildar, og þá auðvitað ekki hvað sízt rétt- lætingu af trú. Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn. Og það fór um hann sem marga aðra slika, að hann mætti andstöðu, stundum harðri og óbilgjarnri. — Og sú andstaöa stóö lengi og oft með þungum ásökunum: Sama hvernig menn breyta, ef þeir aðeins játa dauðri varajátningu. Ég hef oft hugsað um það á síð- ari árum, hve slík ásökun var rang lát og ósönn, að því er S. Á. G. snerti, eins og raunar ýmsa fleiri. Marga kosti hans met ég mikils, en engan eins og þann fágæta eig- inleika að vera, að því er virtist, alltaf vakandi, ávallt á verði, sífellt reiðubúinn til samúöar á réttum tíma, samúðar, sem ekki var aðeins hugblær, og ekki oröin tóm, nei, samúðar, sem ávallt tjáði sig í at- höfn, til hughreystingar, huggunar, aðstoðar, hjálpar með einhverjum hætti. Og jafnvel hans sára reynsla og djúpa sorg varð afl öörum til líknar. Hann virtist mér öðrum fremur hafa gert sér grein fyrir merkingu orðanna: Trúin er dauð án verk- Heimþró — '■izv—> 9 Slöu þetta sama fólk, eftir að það kom aftur til ættjarðar sinnar, hefur hafizt handa viö að spara saman farareyri á nýjan leik til þess að komast aftur til Ástral- iu! Ekki er öll vitleysan eins! — munu menn kannski segja, en manneskjan er nú einu sinni til finningum sínum háö. hvaðan sem hún kemur og hvert sem hún fer. Svo langt hefur þetta gengið, að hið opinbera hefur neyðzt til þess að viðurkenna þetta tilfinn ingaspil og ganga að því, sem hverri annarri óþægilegri stað- , reynd. sem finna verður ráð -viö. Til að byrja með vinna sér- fræðingar ríkisins af fullum krafti að því að leita meðala, sem duga víð heimþrá. Lágum fargjöldum hefur verið komið á fyrir ættingjana heima. sem vilja heimsækja innflytjendurna. í ráði eru stórfelldar byggingar framkvæmdir, þar sem séö verði fyrir húsnæðisþörfum innflytj- enda, sem margir hverjir verða að hírast í kofahreysum og ó- hrjálegum bröggum fyrstu mánuði sína í Ástralíu, meðan þeir komast yfir betra þak yf- ir höfuðið, íbúö eða einbýlishús. Á þetta er lagt mikiö kapp, því að Ástralir líta sjálfir svo á, að efnahagsleg framtíð þeirra byggist að miklu leyti á inn- flytjendaáætlun þeirra, en þeir stefna að því að flytja inn í landiö um 200.000 nýja borgara á ári. Þeir hafa stofnað á síðustu mánuðum nokkurs konar neyt- endasamtök innflytjenda, sem sjá aðkomufólkinu fyrir ýmiss konar aðstoð, svo sem eins og lögfræðilegri. ráðgefandi um bú setu, atvinnu og allra handa. Nú hafa þeir á prjónunum óætlanir um lækkun fargjalda eða fararstyrki til handa þeim Ástralíuförum, sem snúið hafa heim aftur, en vilja komast ti' Ástralíu í annað sinn. Vafalaust eru þessar ráðstaf- anir allar iíklegar til einhvers árangurs, en hitt er vafasam- ara, að heimþrá landnemanna verði svæfð alveg niður, þótt það megi deyfa hana með þv að draga úr harðræði frumbýlis ársins. Það er alltaf eitthvað í útflytiandanum, sem kallar i ættjörðina, sem sést svo vel á þeim tengslum, sem Vestur-Is- lendingarnir halda alltaf við Frón, og þó hafa næstum orð- ið heil kvnslóöarskipti i land- nemahyggðunrim þar vestra. Það er varla mikið öðruvísi, þött inenn setjist að í Ástraliu. I I DAG I j KVÖLD B VI I R jyrir ); ii’um Frú Ida M. Jónsson syngur í Bárubúö í kvöld 12. ág. kl. 8,30. Aögöngumiðar á 3.50, stæði. 2.50 verða seldir f bókaverzlunum Isa- foldar og Sigfúsar Eymundssonar. SOFNIN Frá 1. júní til 1. sept. er Þjoð- minjasa... íslands opið alla daga frá kl 13.30-16.00 Þá vil) Þjóðminjasafn Islands vf .ja athygli almennings á þvi. að brúðarbúningur sá og kven hempa. .e i fengin voru aö lám frá safn Viktorit og Alberts Londor vegna búningasýningai Þjóðminjasafnsins síðastliðinn vei ur. verða til sýnis f safninu fram eftir sumri. flLKYNNINGAR BELLA Nú hef ég sparað nákvænilega kr. 8.627.50 fyrir afmælisveizluna mína, en hvað get ég boðiö fólk- inu upp á, sem kostar aðeins kr. 127.50 — ef ég gæfi sjálfri mér þessa kápu, sem ég hef svo lengi óskað mér? VEÐRIÐ iDAG Hæg noróaustan átt, léttir heldur til. Hiti um 10 stig. Árbæjarsafn Opið kl. 1—6.30 alla daga nema mánudaga. — Á góöviðrishelgum ýmis skemmtiatriði. Kaffi í Dill- onshúsi. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opii. alla daga nema laugar- daga frá kl. 1.30—4. Náttúrugripasaínið Hverfisgötu 116 er opiö þriðjudaga, fimmtu- daga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 1.30—4. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga frá kl. 13.30 — 16. Gengiö inn frá Eiríksgötu. Fíladelfía, Reykjavík. Samkoma í kvöld kl. 8.30. Allir velkomnir. Sundlaug Garðahrepps við barnaskólann er opin almenningi mánudag til föstudags kl. 17.30__ 22. Laugardaga kl. 17.30—19.30 og sunnudaga kl. 10-12 og 13— 17. Bókabillinn. Sími bókabílsins er 13285 kl. 9-12 f.h. Viökomustaðir: Mánudagar. Árbæjarkjör, Árbæjarhverfi kl. 1.30—2.30 (Börn). Austurver, Háa leitisbraut 68 kl. 3.00—4.00. Mið- bær, Háaleitisbraut 58 —60 kl. 4.45 — 6.15. Breiðholtskjör, Breið- holtshverfi kl. 7.15—9.00. judagar. Blesugróf kl. 2.30-3.15. Árbæjar- kjör, Árbæjarhverfi kl. 4.15— 6.15. Selás, Árbæjarhverfi kl 7.00—8.30. Miðvikudagar. Álftamýrarskóli ld. 2.00 — 3.30. Verzlunin Herjólfur kl. 4.15-5.15 Kron v. Stakkahlíð kl. 5.4S-7.00. Fimmtudagar. Laugalækur/Hrísateigur Id. 3.45 — 4.45. Laugarás kl. 5.30—6.30. Dalbraut/KIeppsvegur ki. 7.15— 8.30. Föstudagar. Breiðholtskjör, Breiðholtshverfi kl. 2.00 — 3.30 (Börn). Skildinga- nesbúðin, Skerjafirði Id. 4.30- 5.15. Hjaröarhagi 47 kl. 5.30—7.00 Háteigskirkja. Daglegar kvöld- bænir i kirkjunnj kl. 18.30. Séra Amgrímur Jónsson. Langholtsprestakall. Verð fjar- verandi næstu vikur. Séra Sig- urður Haukur Guðjónsson. Hundavinafélagið. Uppl. varð- andi þátttöku og skráningu i sím- um 51866, 50706 og 22828. Leiðbeiningastöð húsmæðra verð- ur lokuð um óákveðinn tíma vegna sumarleyfa. Skrifstofa Kvenfélaga- sambands íslands er opin áfram alla virka daga nema laugardaga kl. 3—5, sími 12335. Sundlaug Garðahrepps við Barna skólann. er opin almciiningi mánudag til föstudags kl. 17.30—22. Laugar- daga kl. 17.30—19.30 og sunnu- daga kl. 10—12 og 13—17. Kvenfélag Laugafhessóknar. — Fótaaögerðir í kjallara Laugames kirkju byrja aftur 1. ágúst. Tíma- pantanir ; síma 34544 og á föstu- dögum 9 — 11 í síma 34516. BIFREIÐASKOÐUN R-12601 R-12750 BÓKHALDSSKYLDIR AÐILAR, ATHUGIÐ! Tökum aö okkur að færa vélabókhald ryri” einstakl- inga og smærri fyrirtæki ásamt gerð söluskatts- skýrslna og uppsetningu efnahags- og rekstursyfirlita til skattsuppgjörs. Útvegum öll tilheyrandi gögn. — Uppl. í sima 32638.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.