Vísir - 12.08.1969, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGAR
AÐALSTt>CTI 8
SÍMAR 1-16-60
1-56-10 ofl 1-50-99
BOLHOLTI 6 SÍMI 82143
ÖNKUMST ■ v a / FÚór •
AUA 5M*Rfl PKNTUN 0G CÓD PJÓNUSTA •
r.tniun “ • PJUflUilA •
SVANS-PRENT
SKEIFAN3-SÍMAR 82605 OG 8I?Í4,
" ....... ■' 1 1 ■ ■
Æsa
TRYGGING
Aukning ferðamanna meiri en í fyrra
n
i
Eyðslugjaldeyririrm skilar sér betur inn,
sennilega vegna gengislækkunarinnar, segir
Lúðvig Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri
Ferðamálaráðs
□ Það er sannfæring
mín að aukning ferða-
manna í ár verði ekki
minni en í fyrra, en þá
var aukningin um 7%,
sagði Lúðvíg Hjálmtýs-
son, framkvæmdastjóri
Ferðamáiaráðs f viðtali
við Vísi. — Það er trú
mín, að aukningin sé
enn meiri en í fyrra, þó
að ekki verði fullyrt um
slíkt fyrr en seinna, þeg-
ar tölur liggja fyrir, hélt
hann áfram.
I fyrra gáfu ferðamennirnir at
sér um 10.5% af heildarverð-
mætum útfiutningsins eða 562.6
milljónir króna í gjaldeyri. Er
þarna miöað við það, sem þeir
eyða í fargjald, í Fríhöfninni á
Keflavíkurflugvelli og eyðslueyri
eða þann hluta eyðslueyris, sem
skilar sér inn í banka, en Lúð-
víg segist sannfærður um, að
allur gjaldeyririnn skili sér
ekki inn. — Samkvæmt gjaldeyr
isskilunum eyddi hver ferðamað
ur hér í fyrra að meðaltali 3652
kr., en í ár virðast gjald
eyrisskilin ætla að verða miklu
meiri.
Gjaldeyrisskilin fara að mestu
leyti eftir því, hve mikið svarta
markaðsbrask er með erlendan
gjaldeyri í landinu. T, d. var
ekki skilað nema 193 krónum
á hvern ferðamann 1950, en síð-
an hefur þessi tala verið mjög
breytileg. Hún jókst mjög áriö
1961, þegar gjaldeyririnn haföi
veriö gefinn frjáls, jókst úr 247
kr. 1959 í 1900 krónur 1961.
Bandaríkjamenn voru fjöl-
mennastir ferðamanna í fyrra
um 15 þúsund talsins eða 37.8%
af öllum ferðamönnum. Næstir
komu Danir 11.2%, en síðan
Þjóðverjar 10.5%, Bretar 9,8%
og Sviar 7%. Útlit er fyrir, aö
hlutföllin verði svipuð í ár.
Fnnjbd lokað
á Austfjörðum
— gengur illa að gera
við vegina
Heldur gengur illa aö gera við
vegaskemmdirnar á Austfjörðum,
vegna mikillar bleytu, og er veg-
urinn frá Str.itishvarfi að Núpi á
Berufjarðarströnd -'veg ófær og
Suðurfjarðavegur milli Stöðvar-
fjarðar og Bre:ðdalsvíkur einnig lok
aður Þá eru mjög slæmir kaflar
á veginum í Álftafirði og Hamars-
firði. Alls staðar er verið að vinna
að viðgerðum, og standa vonir til
að hægt verði að gera jeppafært
um Suðurfjarðaveg í kvöld eða
fyrramálið, samkvæmt upplýsing-
um Vegagerðarinnar í morgun.
Rerðamenn á Regina Maris ganga frá borði í gær. Flestir þeirra
fðru að skoða Gullfoss og Geysi, en hópur brá sér alla Ieið til
Kulusuk á Grænlandi.
Einn dag á Islandi —
flugu til Grænlands
Það er heldur sialdgæft að
farþegar á skemmtiferöaskipi,
sem stendur aðeins við í höfn-
inni í einn dag, noti tímann
til að bregða sér til Grænlands,
en það gerðist bó í gær. 20 af
250 farbegum skemmtiferða-
skipsins Regina Maris flugu
með Flugfélaginu í gær til Kul-
usuk á Grænlandi, en hinir 230
farþegarr.ir brugðu sér að skoöa
Gullfoss og Geysi á meðan, sam
kvæmt upplýsingum sem Ragna
Samúelsson hjá Ferðaskrifstofu
rikisins gaf blaðinu í morgun.
Sagði Ragnar að fyrr í sumar
hefði hópur af skemmtiferða-
skipi flogið til Grænlands, en
þá hafði skipið tveggia daga við
dvöl. í þessar ferðir er pantað
bæði ytra, og um borð f
skemmtiferðaskipunum.
N-Víetnamar og Víet-
cong hefj<
Norður-Víetnamar og Víet-
congliðar hófu mikla sókn í
morgun með sprengju- og eld-
flaugaárásum á yflr 120 bæi og
herstöðvar og sérþjálfaðar á-
rásarsveitir ruduust inn í mikil-
væga bæi og var barizt þar á
götunum.
Líkur eru nokkrar fyrir, að þéssi
sóknarlota eigi að ná hámarki eftir
viku eöa 19. ágúst, en þá eru 24
i stórsókn
ár liðin frá valdatöku Ho Chi Minh,
en 2. september 1945 var hann op-
inberlega settur i embætti sem for-
seti N-V,
Árásirnar í nótt voru á bæi og
herstöðvar út um allt S-Víetnam
(sjá nánar f frétt á 7, síðu).
Allt herlið og lögreglulið Suður-
Víetnam hefur fengið fyrirskipun
um að vera við öllu búið og öll
heimfararleyfi hermanna stöðvuð.
Hreindýraveiðin hafin
— Leyft að skjóta 600 dýr
• Hreindýraveiöin er rétt að
hefjast og eru nokkrir menn
komnir austur íil þess aö undirbúa
veiðiferðii;. Koma þessir menn bæði
úr Reykjavík og annars staöar af
landinu. Leiðangrarnir eru enn ekki
lagðir af stað, eitthvað hefur ver-
ið svipazt um eftir dýrunum. Hafa
þau fá fundizt enda þoka og leið-
inda veður fyrir austan þessa dag-
ana.
Veiðitímabilið stendur frá 7. ág-
úst til 20. september og má skjóta
600 hreindýr á þeim tíma. Kostar
það fimm hundruð krónur að skjóta
hvert dýr.
Hreindýrin komu ekki mikið frar.i
til byggða á síöastliönum vetri og
má því búast við að þau séu nokk-
uð Iangt inni á afréttunum. Veiði-
svæðið er allt á fjárrekstrarlönd-
um bænda þar eystra og eru þeir
lítt hrifnir af þessum veiðiskap.
om J. Lomnes, frá fyrirtækinu
Johns-Manville, en það fyrirtæki
mun rannsaka gæði borkjama-
sýnishoma á rannsóknarstofum
sínum ytra. Yfirumsjón meö
verkinu af hálfu ráðuneytisins
hefur ungur jarðfræðingur,
Kjartan Thors, haft með hönd-
um.
Perlít er glerkennt afbrigði af
Iíparíti, ólífrænt og ágætt ein-
angrunarefni. Það er eftir
þenslu notaö bæði til blöndunar
i steypu og múrhúðun, svo og í
létt-steypuveggi og einnig sem
síunarefni, svipaö og kísilgúr.
Unnið að rannsókn perlusteinsins
• Svo kann að vera, að
meiri verðmæti leynist í jarð
veginum íslenzka en nú er
kunnugt um. Það hlýtur því
ævinlega að vera nokkurs
virði, að kosta fé til jarðvegs
rannsókna, ef leiða kynni til
þess, að áður ókunn verðmæti
gætu komið að notum. Þessa
dagana er unnið að rannsókn
um á perlusteinsskriðum í
Loðmundarfirði á Austur-
landi, en einungis þar og við
Prestahnúk á Suð-Vestur-
Iandi er kunnugt um stór
perlusteinssvæði, þótt ein-
hver vottur hafi fundizt all-
víða.
Sjö manna flokkur með jarö-
ýtu og tvo jarðbora hefur að
undanförnu dvalizt þar eystra
við sýnishornatöku á vegum Iðn
aðarmálaráðuneytisins. Auk
þess hefur verið með í förinni
bandarískur jarðfræðingur, Eld-
JARÐVEGSUMRÓT í
LOÐMUNDARFIRÐI
Hér á myndinni er stærri borinn að verki í einum skurðanna sem gerðir hafa verið í Loðmundar-
firði. Á myndtnni sjást m.a. bandaríski jarðfræð ingurinn E. J. Lomnes (á bakkanum til vinstri)
þá Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri Iðnaðarmálaráðuneytisins, Kjartan Thors, verkstjóri og
Hrólfur Ingóll'sson, bæjarstjóri á Seyðisfirði.