Vísir - 21.08.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 21.08.1969, Blaðsíða 16
VISIR Flmmtudagur 21. ágúst 1969. PREMT verkI BOLHOLTI 6 SlMI 82143 Okmihst m shísii . fíffllUH CasiS.-' tíiSW . tjömBTA SVANS-PRENT SKEIFAN 3 - SÍM AR S2605 OG STOl TRYGGIftG SIE * * * YftlGÍ LAUGAVEGI 17* KÍ SÍMI 21120 JB raRa'iai Stjómmálatengsl ekkl tímabær — segir sendiherra S-Vietnam. Er hér aðeins til oð kynna styrjaldarreksturinn • Það gerist nú æ tíðara, að þeir, sem í styrjöidum eiga, sendi fulltrúa sína út um heim til kynningar stefnu miðum sínum bæði til smárra landa og hinna máttarmeiri. Eins og menn munú minnast kom talsmaður Bíafra-stjórn- ar hingað fyrir skömmu og leitaði eftir stuðningi ís- lenzkra stjórnvalda. Nú er hér staddur sendiherra Suð- ur-Víetnam-stjórnar í Lund- únum, Le Ngoc Chan. Hann hefur þegar átt r^krar við- ræður við utanríkisráðherra og íslenzk stjórnvöld. 1 gær gafst blaöamönnum kostur á að ræöa við sendiherr- ann fyrir milligöngu Bjarna Guðmundssonar, blaðafulltrúa ríkisstjómarinnar. Sendiherrann er lögfræðingur að mennt, ættaöur frá héraði í Norður-Víetnam, sem nú er undir yfirráðum kommúnista. Hann hefur lengi tekið virkan þátt I stjórnmálum og fylgt Þjóðernissinnaflokknum að mál- um. Hann var varnarmálaráð- herra í stjórn Diems forseta ár- ið 1954, en sat í fangelsi frá á árunum 1960-1963 vegna and stöðu við forsetann. Árið 1965 varð Chan sendiherra lands síns í Túnis og síðar í Lundúnum. Hann hefur og átt sæti í fjölda sendinefnda frá Suður-Víetnam á erlendum vettvangi. Á blaðamannafundinum 1 gær skýrði Chan sendiherra gang styrjaldarinnar í Víetnam frá sjónarmiði stjórnarinnar í Sai- gon og sagði hana vilja sam- einingu landsins og frjálsar kosningar undir alþjóðlegu oftir- liti, en kommúnistar í norðri væru þvermóðskufullir, enda þótt þeim væri þaö fullljóst, að þeif gætu ekki framar vænzt hernaðarsigurs í landinu. Þá skýröi hann og frá friöarviðræð- unum í París og kvað þær verð- ugar að því leyti, að þar væri að minnsta kosti rætt um frið. Sendiherrann sagöist einvörö- ungu vera hér kominn til þess að skýra íslenzkum stjórnvöld- um frá stefnumiðum stjórnar- innar í Saigon, styrjaldarrekstr- inum þar syðra og friöarviðræð- unum í París. Hann sagöist ekki vera aö leita eftir því, að löndin tvö ísland og Suður-Víetnam, tækju upp stjórnmálasamband sín á milli enda væru viðskipti engin, en örðugt um vik með rekstur sendiráða, nema þar sem rík nauðsyn kreföi. T. Le Ngoc Chan sendiherra á blaðamannafundinum í gær. 55 Staðreyndir‘* um Y íetnamstríðið Menn koma sjónarmiðum sín- um fram á mismunandi vegu. Sumir eru „óþreytandi“ viö að kynna „staðreyndir“ um Víet- namstríðið sem annað, bæði með dreifimiðum og æsingafundum. Hér sjást nokkrir félagar úr hinin frómu Æskulýðsfylkingu, þegar áróður samtakanna var kyrjaður við Lækjargötuna I gær í anda „frelsisástar“ og ,,hlutleysis“, enda er nú ár liöið frá því Tékkóslóvakía var lögð undir járnhælinn. GAMLA SKREIÐIN FLUTT UTAN ■ Samningar hafa nú tekizt um sölu á allri gömlu skreiðinni eins og Vísir hefur áður skýrt frá. Hafa flutningaskip Sam- bandsins farið nokkrar ferðir á- leiðis til Bíafra síðustu 4 mán- uði með skreið. Eftir eru hér 1900 tonn af skreið, ;t:m sala hefur tekizt á, og verða þau flutt til Bíafra, þegar nýskipun hefur komizt á mál þar syðra og fluglr"' n verður í lagi. Helgafelliö og Mælifelliö hafa fariö hvort um sig eina ferð með skreið til Bíafra, Langá og Grjótá eina ferð hvort um sig með skreið til .ifríkulanda. Skreiðin er seld af Sambandinu og Samlagi skreiðar \ framleiðenda. EFTA-aðild verði auðveld- uð með — norrænir embættismenn hefja fund i Reykjavik um hugmyndina # Sú hugmynd hefur komið fram í viðræðum íslenzkra aðila við aðildarlönd EFTA, Fríverzlunar- bandalagsins, að stofnaður verði hér norrænn iönþróunarsjóður, í þvf skyni að auðvelda aðlögun ís- lenzks iðnaöar að EFTA-markaðn- um, ef af aöild Islands að EFTA verður. Embættismenn frá hinum Noröurlöndunum koma til Reykja- víkur á morgun til þess að ræða þessa hugmynd á fundi. I fréttatilkynningu frá viðskipta- málaráðuneytinu kemur fram, að öll tækifæri hafi verið notuö und- anfarið tæpt ár, eða síöan Alþingi samþykkti heimild ríkisstjórnarinn ar til að sækja um aðild að-EFTA, Vesturlandsvegur opnaður um helgina Góðviðrisdagarnir hafa verið nýtt ir til hins ýtrasta við gerð stein- steyptu brautarinnar á Vesturlands vegi, en óþurrkamir og vond tfð hafa heldur tafiö fyrir brautargerð inni. Stefnt er að bví að opna Vestur landsveginn, sem hefur verið lokað- ur við Ártúnsbrekku um nokkurn tíma um þessa helgi, því brautin er það langt komin, að ætlunin er að mála akreinalínurnar á hana í dag — ef ’fnn bara hangir þurr. Á hvor um vegarhelmingi verða tvær ak- reinar, sem renna svo saman í eina þar sem steypta brautin endar við Höfðabakka. Nú er verið aö ganga frá „öxl- unum‘‘ svonefndu meðfram braut- inn, en sitt hvorum megin hennar verða olíumalarbelti meðfram henni. Um leið er unnið að upp- setningu umferðamerkja og er þá fátt eftir annaö en tengja steyptu brautina við Vesturlandsveginn hjá Ártúnsbrekkunni, en það er að minnsta kosti sólarhringsverk. að ræða þessi mál við aðildarþjóðir EFTA. Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóri og Einar Benediktsson, deild- arstjóri, hafa annazt um samninga- viðræður i Genf, eftir að umsókn um aðild var lögð fram. WVWWWWVWWWSA Hvar er eldurinn? I Þannig spurðu vegfarendur hverja aðra niðri í Austur- stræti í gær og fjöldi fólks safnaðist utan um slökkviliðs- bflana,.sem þangað voru komn ir með vælandi sírenur. ( En það bara var enginn eld- ur, heldur hafði ljósastæði í verzlun einni hitað fá sér og lagöi við það lykt um verzl- unina, sem minnti ískyggilega á brunalykt, og verzlunarstjór inn hafði ekki viljað eiga neitt á’ hættu viðskiptavinanna vegna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.