Vísir - 01.10.1969, Síða 4
naSaNfiSR^Í
A 1
f SI íð an
■ 1 r
„Hvort fólkið hlæi, þegar ég kem
fram í undin'ötunum svörtu? —
Já, iá, cn það veröur líka dálítið
vandræðalegt“, segir Preben Neer
gaard.
Leikur 12
ólík hlut-
verk í
einu og
sama
leikritinu
Hann er fjölhæfur hann Preb-
en Neergaard, og lætur sér ekki
muna um það að skipta 12 sinn-
um um persónu á sama kvöldinu,
þar sem hann stendur á sviöinu
í Boldhús ieikhúsinu, og skemmt-
ir áhorfendum í ieikritinu „Arki-
tektinn og keisarinn af Assiríu."
Neergaard viðurkennir að vísu,
að erfitt sé það, og að heilasell-
urnar þurfi ekki að kvarta yfir að-
gerðarleysi þar sem hlutverkin
séu mjög óiík, m.a. kemur hann
fram í svörtum kvenundirfötum
i einu atriðinu.
Hemingway
lét eftir sig
23 kg af
handritum,
þegar hann
lézt
Nóbelsverðlaunahafinn og rit-
höfundurinn, Emest Heming-
way, sem dó 1961, hefur látið eftir
sig 19.500 blaðsíður af óþekktum
handritum. Er þetta fyrst núna að
koma í ljós, átta árum eftir dauða
hans.
Það var ekkja hans, sem safn-
aði handritunum saman, þar sem
Hemingway, hafði geymt þau
á börum og í bankahólfum. —
Útbúin hefur verið skrá yfir þessi
handrit, sem fyllir 137 síður og
ínnibeldur 332 titia á sjálfstæðum
hanaritum.
Það athyglisverðasta í þessum
fundi er skáldsagan „Jimmy Bree
ne“. Hún segir frá ferðalagi ungs
Ameríkana til Frakklands.
Aðeins það bezta af þessum
handritum verður gefið út, og
verður það ekkja Henjinuways,
sem sér um valiö.
MENGUNí
HEIMINUM
Mengun andrúmsloftsins 'og
náttúru jarðar er mikið og vax-
andi vandamál. Þó að hér sé á ferð
inni svo alvarlegt mál, sem raun
ber vitni, er fjarri því, að almenn
ingur geri sér yfirleitt ljóst, hvað
hér er á ferðinni. Flestir vilja
leiða hjá sér hugsunina um þaö,
að ef til vill verður ógerlegt að
finna nokkum stað á jörðinni á
komandi öld, þar sem hægt verö
ur að draga að sér andann í
hreinu og ómenguðu andrúms-
lofti.
Á okkar tímum eru það aðal-
lega læknar og vísindamenn, sem
reyna að berjast gegn þessari
stórhættulegu þróun, sem er
afleiðing sívaxandi iðnvæðingar í
heiminum. Því miður mæta þessir
baráttufúsu menn sorglega litl-
um s.kilningi hjá almenningi og
forráðarmönnum bæjarfélaga
sinna.
Yfirlæknirinn í Thisted, Dan-
mörku, Svend Kratholm, er gott
dæmi um þessa fómfúsu menn.
Siðan hann kom til bæjarins fyrir
fjórum ámm hefur hann barizt
fyrir því, án árangurs, að fá setta
nokkurs konar síu á reýkháfa
plastverksmiðju, sem er í útjaðri
bæjarins.
Það er haft eftir Kratholm í
blaðaviðtali, að ef- hann hefði
varið öllum þeim tíma, sem far-
ið hefur i þetta mikla baráttumál
hans til að skrifa doktorsritgerð
sína væri hún löngu tilbúin.
En það er svo sannarlega erfitt
um vik fyrir hann að koma máli
sínu í gegn, þar sem lögreglu-
stjórinn á staðnum er forstjóri
plastverksmiðjunnar og á einnig
sæti í nefnd þeirri, sem fer með
heilbrigðismál bæjarins.
Því birtum við þetta hér á 4.
síðu, að okkur fannst þetta eiga
jafnt erindi til okkar hér á ís-
landi. þar sem við hljótum þó að
tilheyra jarðarkringlunni, og þar
með getum við ekki lokað augun-
um fyrir vandamálunum. Enda
þurfa Reykvíkingar í það minnsta
ekki að leita langt yfir skammt,
allir hafa þeir fundið „ilminn“ frá
Kletti. Og einhvern tíma heyrði
4. síðan minnzt á íslenzkan
verkfræðing sem starfað hafði
lengi í Bandaríkjunum við góðan
oröstír, meðai annars vegna þess
að hann fann upp nokkurs konar
lyktar og sóteyöi, þessa uppfinn-
ingu sína vildi hann nota á Kletti
en það var bara ekki hlustað á
hann heldur á erlendan sérfræð-
ing, sem sagði, að byggja ætti
skorsteininn hærri. Virðist þó það
ráðiö ei hafa dugað, sem til var
ætlazt, eða finna Reykvíkingar
ekki „lyktina góðu“ enn?
Nína og Frlð-
rik. Þau eru
dauðþreytt á
því að vinna
saman.
Nina og Friörik heita þau, og
hafa skemmt saman í 13 ár, og
hlotið heimsfrægö að launum. Nú
herma nýjustu fréttir af þeim,
að samkomulagið sé ekki upp á
það bezta.
Friðrik er orðinn þreyttur á
hljóroleikahaldi og vill helzt bara
skrifa og semja músík öðrum til
flutnings, en Nina er á allt ann-
arri skoðun. Hún hefur gaman af
því aö koma fram á sviði og vill
Svend Krat-
holm yfir-
læknir með 37
kg af sóti, sem
hann hreinsaði
upp af þak-
rennum verk-
smiðjunnar,
sem er í út-
jaðri heima-
bæjar hans,
Thisted.
Þeir sækjast eftir
Nínu, en vilja
ekki Friðrik
&
nmiMiuU}
* * *
* *
SP‘d
halda áfram, helzt vildi hún
fá hlutverk f söngvamynd.
Nina hefur fengið nokkur til-
boð, sem hún hefur ekki sinnt enn
þá, en gerir eflaust bráðlega. —
Enginn hefur hins vegar viljað
kaupa tónsmíðamar hans Friðriks
þannig að ekki virðist hjá því
komizt, að þau sem skemmtikraft
ar séu búin að spila og syngja
sitt síðasta vers
Spáin gildir fyrir fimmtudag-
inn 2. okt.
Hrúturinn, 21. marz—20. apríl.
Þú ættir aö varast að halda fast
fram skoöunum þínum í deilum,
jafnvel þótt þú vitir að þú haf-
ir mikið til þíns máls. Þér mun,
gefast betur aö beita lipurð og
lagni.
Nautið, 21. apríl—21. maí.
Vandaðu þig vel við það verkefni
sem þér hefur verið faiið, jafn-
vel þótt þér þyki þaö ekki
skemmtilegt, eða fyrir neöan
þína virðingu. Þú verður dæmd
ur eftir því, hvemig það tekst.
Tvíburamir, 22. maí—21. júni
Það lítur út fyrir að þér bjóðist
gott tækifæri til að auka tekjur
þínar nokkuð á næstunni, og
skaltu ekki láta það ónotað. Þú
færð ástæðu til að tortryggja
einhvern, sem þú hefur haldiö
vin þinn.
Krabbinn, 22. júní—23. júli.
Láttu þér ekki renna í skap
þótt eitthvaö gangi seinna en
þér likar. Dagurinn einkennist
sennilega af töfum og vafstri, að
minnsta kosti fram eftir, og
verðurðu að taka þvi.
Ljónið, 24. júlí—23. ágúst.
Það lítur út fyrir að þú munir
sæta verulegri gagnrýni, og
skaltu ekki skirrast við að bera
hönd yfir höfuð þér, ef þér
finnst hún ganga of langt, eða
verða um of persónuleg.
Meyjan, 24. ágúst—23. sept.
Það er ekki ólíklegt að einhverj
ir af þínum nánustu reynist ó-
sanngjarnir og hafi flest á horn
um sér í dag. Láttu yfirleitt sem
þú heyrir það ekki, andmæli
munu litla þýðingu hafa.
Vogin, 24. sept.—23. okt;
Gættu þess að ekki verði haft
af þér í viðskiptum. Réttast
mundirðu gera að varast bæði
kaup og sölu umfram það, sem
nauösyn krefur. Kvöldið getur
valdið þér nokkrum vonbrigðum
Drekinn, 24. okt.—22. nóv.
Taktu hvert það verkefni föstum
tökum, sem þú þarft að glíma
við, og hikaðu ekki við að krefj
ast fyllstu þóknunar fyrir. Þú
ættir ekki aö gera neinar fastar
áætlanir varðandi kvöldið.
Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des.
Varastu allir fljótfærnislegar á-
kvarðanir, í dag þarftu einmitt
að hugsa málin mun betur en
ella, ef þú átt aö komast hjá
að gera villur, sem gætu haft
alvarlegar afleiðingar.
Steingeitin, 22. des.—20. jan.
Það er ekki ólíkt að þú lendir
á öndverðum meiði við einþvern
í dag, sem heldur fast fram sín-
um sjónarmiðum. Þú ættir að
sýna fulla einurð og festu og
láta hvergi undan síga.
Vatnsberinn, 21. jan. —19. febí.
Reyndu eftir megni að slaka
nokkuð á í dag, hvíla þig og
taka lífinu með ró, þótt það
kunni að reynast örðugt, eins
og allt er í pottinn búið. Hvildu
þig svo vel í kvöld.
Fiskarnir, 20. febr.—20. marz.
Sómasamlegur dagur til flestra
hluta, nema beinna peningavið-
skipta, þeim getur brugðið til
beggja vona. Þú skalt að
minnsta kosti gefa náinn gaum
að því, að ekki verði haft af þér.
I