Vísir - 01.10.1969, Page 8

Vísir - 01.10.1969, Page 8
8 V I S I R . glZgQiSBSSði Otgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099 Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Aftur íþróttaandi? fþróttamennska hefur farið út í hreinar öfgar, hér á landi sem annars staðar. í brennidepli íþróttanna er heilsuspillandi metastríð. Erlendis nær enginn ár- a'ngri í frjálsum íþróttum eða sundi, fyrr en eftir gíf- urlega þjálfun og sérhæfingu, sem líkaminn hefur ekki gott af. Hástig þessarar öfugþróunar eru Ólympíu- leikarnir, sem upphaflega áttu að vera tákn hins sanna íþróttaanda. Þróunin í íþróttunum hefur verið þríþætt. í fyrsta lagi hafa þróazt hinir sérhæfðu fagmenn í íþróttum. í öðru lagi hefur fjöldinn orðið að óvirkum áhorf- endum, sem ekki taka sjálfir þátt í neinu. f þriðja lagi eru svo þeir, sem hafa gert uppreisn gegn þess- ari íþróttastefnu og stunda hófsamlegar íþróttir utan ramma íþróttahreyfingarinnar. Þeir stunda hesta- mennsku, golf, sund eða eitthvað annað slíkt. Það er þessi þriðji hópur, sem varðveitir áfram hinn sanna íþróttaanda, sem íþróttastjórar heimsins hafa verið að drepa niður. uíu1i . ^ <T íslenzk íþróttahreyfing stendur andspænis þessum vanda eins og systurhreyfingar hennar erlendis. Að vísu nær hin einstrengingslega sérhæfing ekki eins langt hér og víðast erlendis, en í rauninni hefur meta- stefnan verið hin sama. Norræna sundkeppnin er eini verulega ljósi punkturinn í þessu starfi. Þar er stefnt að sem almennastri þátttöku en ekki að nein- um „afrekum“. Forustumenn íþrótta hér á landi gera sér grein fyrir nauðsyn þess að skipta um markmið, þótt þá bresti ef til vill kjark til að stefna ákveðið að nýju marki. Um það er of snemmt að dæma. Þeir ætla nú að hefja sókn í þá átt að auka breiddina í íþróttum og gera þær að almenningseign, hvað þátttöku snertir. Er von- andi, að þessi barátta takist vel og að um varanlega stefnubreytingu verði að ræða. Fenginn hefur verið hingað til lands til skrafs og ráðagerða norskur maður, sem hefur unnið að þess- um málum í Noregi. Það var mjög vel til fundið að bjóða þessum manni hingað, því að alkunnugt er, að Norðmönnum hefur tekizt umfram aðrar þjóðir að gera íþróttir að almenningseign. Líklega er hvergi í heiminum meira um það, að allur almenningur stundi hóflegar íþróttir eftir vinnu, bæði sumar og vetur, en einmitt í Noregi. Við getum örugglega lært mikið af Norðmönnum í þessu tilliti. Iþróttahreyfingin þarf að finna leiðir til að fá unga og aldna til að stunda íþróttir, án tillits til meta og „afreka“. Það þarf að fá menn til að skokka, hjóla eða synda góðan spöl á degi hverjum. Það þarf að koma mönnum á sporið í fjallgöngum og skíðaferðum. Á siíkum sviðum á starf íþróttahreyfingarinnar að vera. A þann hátt geta forustumenn hennar helzt snúið við öfugþróuninni og innleitt áftur íþróttaanda, sem var- ið er L ii 1 » V /I 5? er hörkutól, sú gamla □ Amman, sjötíu og eins árs gömul, var kjör- in forsætisráðherra ísra- elsríkis fyrir hálfu ári. Golda Meir lýsti þá „ó- endanlegum efasemd- um“ um hæfni sína til að stýra þessu ríki á tímum stöðugs styrjald- arástands. Án efa voru ísraelsmenn jafnefa- blandnir og gamla kon- an. □ Nú eru efasemdir að mestu horfnar meðal þjóðarinnar, þótt Golda Meir eigi enn sem fyrr harða keppinauta inn- an Verkamannaflokks- ins um æðsta embættið. Golda Meir lýsti þegar í upp- hafi stálvilja sínum, að sætta sig ekki við neina lausn deilumála, sem ekki væri „sannur friður". „Ef þið lítið á hana, þegar hún gengur til ráðherrafundar,“ seg- ir einn ráðherrann, „þá sjáið þið hana vaxa við hvert fótmál.“ Hún kvartar ekki um heilsu- leysi, heldur er fyrirmynd þjóð- arinnar, sem telur sig hafa heil- aga skyldu og guösvilja til að halda ríki sínu, umkringd fénd- um. Amman sameinaði Verkamannaflokkinn Golda Meir hefur unnið tvö afrek þessa sex mánuöi, sem minnzt verður I framtíö. Hún sameinaði Verkamannaflokkinn, sem sundraöist í lok valdaferils Golda Meir, forsætisráðherra, hefur komið tvennu til leiðar, sem eftirminnilegt má teljast. Fóðurinnflytjendur sumeinust Eins og kunnugt er af fréttum er hafinn undirbúningur að bygg ingu kornhlöðu við Sundahöfn í Reykjavík, og er gert ráð fyr ir að í fyrsta áfanga verði byggð ar 10 hlöður, sem samtals taki um 6.000 tonn, með möguleika til svipaðrar stækkunar í fram- tfðinni. Hafa þrír stærstu fóðurinn- flytjendur iandsins, Fóðurbland an hf. Mjólkurfélag Reykiavíkur og Samband ísl. samv:nnufélaga same nazt um byggingu þessara mannvirkja. 'l nágrenni við komhlööurnar er gert ráð fvrir fóöurblöndunar stöövum og er reiknað með því að þessi samvinna muni stuðla að lækkuðu fóðurverði til bænda. Samvinna þessara aðila hefur nú tekizt á breiöari grundvelli og hafa þeir nýverið gert sam- eininleg innkaup á 7.000 lestum af lausu korni aöallega byggi, frá Frakklandi. Þessi sameiginlegu innkaup og flutningar munu væntanlega lækka verð á möluðu og sekkj uðu byggmjöli um nær 10%, en gert er ráð fyrir að sölu- verö þess verði um kr. 6.000 tonnið. Miðvikudagur 1. október 1969. ffl— Ráðuneytisfundur var hald- inn i eldhúsinu. Ben Gurions, og hún hefur vakiö traust alþýöu manna á stjómar- stefnunni. Skoöanakannanir sýna nú, að 73 af hundraði allra ísraelsmanna eru fylgjandi stefnu Golda Meir og ríkisstjóm arinnar. Golda Meir var frá byrjun staðföst f þeim ásetningi að sætta andstæðumar í flokki sín- um. „Menn munu ekki minnast mín,“ sagði hún, „sem þess flokksforingja, sem horfði að- gerðarlaus á þennan mikla flokk sundrast á háskastundu þjóöar- innar." Hún neyddi beinlínis sem drottning þegna sina til að slíöra sverðin og' setja niður deilur sínar. „Hún er hörkutól, sú gamla," segir gamalreyndur hershöfð- ingi. Negldi fyrir dymar til að verjast kósökkum Golda Meir fæddist í Kænu- garði, og hún man vel eftir þvi, þegar faðir hennar negldi fyrir dymar til þess að kósakkar ryddust ekki inn f hús þeirra í miður friösamlegum tilgangi. Sfð ar ólst hún upp í Milwaukee í fátækt og basli. Til Palestínu fluttist Golda árið 1921. Það voru erfið ár. Golda Meir hófst til virðingar og naut þar þéirra eiginleika, sem sameinar kosti hins harösvíraða stjómmála- manns og Gyðingaömmunnar. Þetta fellur þeim ísraelsmönn- um vel. Amman heldur stundum ráðu- neytisfundi sína f eldhúsinu. Ný- lega boðaöi hún fund heima hjá sér undir miðnættið, útbýtti smákökum og gaf kaffi og út- listaði fyrir ráðhermm sínum. hvemig Jórdanir heföu aukið skemmdarverk á yfirráöasvæði ísraels. Þaö mun ekki ofsagt, að stjórnarákvarðanir komi beint úr eldhúsinu hennar Goldu. Hún er hvassyrt og ómyrk í máli, segir uppskafn'ngum og hentistefnumönnum til synd- anna. Fátt fellur henni verr en yfirborðsmennska. Henni þykir vænt um böm. „Ég gæti jafn- vel fyrirgefið Aröbunum ■ aö drepa syni okkar,‘‘ segir hún, „en ég get aldrei fyrirgefið þeim að þeir hafa neytt okkur til aö kenna okkar eigin börnum að deyða." Land sitt og þjóö elskar hún þó öllu fremur. „Ríki Gyð- inga“, segir hún, „ó, guð, hversu unaðslegt og óviöjafnanlegt." Golda Meir var ekki í náðinni hjá Moshe Dayan, hermálaráð- herra, sem barðist við hana um æðstu völd eftir lát Eshkols, for- sætisráðherra. Nú verður ekkí séð. að hnífurinn eanei á milb þeirra f helztu st.efnumálum. Hin „harða" stefna er ráðandi i af- stöðunni til Araba, og með tals- verðum árangri.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.