Vísir - 06.10.1969, Qupperneq 2
V í SIR . Mánudagur 6. október 1969.
Hallur Simonarson skrifar um ensku knattspyrnuna:
Mikil ólga / WEST HAM
og PETERS á sölulista
— Sami dómari fær aftur lögregluvernd — nú i Wolverhampton
• Þafl var mikll spenna í Austur-London á laugardaginn og á Ufton Park-leikvelli West
Ham — fylgdust áhorfendur lítt meö leik heimaliðsins gegn Burnley, en alls staflar var rætt
um sama manninn, Martin Peters — einhvern frábærasta lelkmann í enskri knattspymu. —
Hann haföi verið settur úr liði WH, en þafl kom ekki að sök f leiknum, því West Ham
sigraði meS 3—1 og Clyde Best frá Bermuda skoraðl tvö af mörkunum. En kemur það að
sök í framtíðinni? — Peters, sem leikið hefur með West Ham í 10 ár, og er fæddur og uppal-
inn spölkom frá Ufton Park, hefur óskað eftir því að verða seldur til allars félags, því hann
eigi enga framtíð hjá WH lengur, þar sem samkomulag hans og framkvæmdastjórans, Ron
Greenwood, hefur verið slæmt síðasta árið. Og orðrómur var á kreiki á ,pöbbum‘ og hverju
götuhomi f Austur-London, að „erkióvinurinn“ í Norður-London, Tottenham, mundi í dag
(mánudag) bjóða 200 þúsund pund í Peters. En Tottenham fær áreiðanlega harða samkeppni
frá mörgum öðmm félögum — því leikmaður á borð við Martin Peters er ekki til sölu á
Hinir frægu landsliðsmenn West Ham. Frá vinstri Martin
Peters, Bobby More og Geoff Hurst. Leika þeir ekki framar
saman með West Ham?
hverjum degi.
Martin Peters hefur aðeins
misst fimm leiki með WH slð-
ustu fjögur árin og ávallt verið
annar markhæsti leikmaður liðs
ins, þótt hann sé framvörður.
Og hann hefur einnig lengi verið
einn af máttarstólpum enska
landsliðsins, leikið 29 leiki og
skorað 11 mörk, og eitt þessara
marka skoraði hann í úrslitaleik
siðustu heimsmeistarakeppni,
þegar England vann Vestur-
Þýzkaiand 4:2. Á laugardaginn
sagði sir Alf Ramsey, þjálfari
Englands: „Það er sama hvaða
knattleik Peters hefði lagt fyrir
sig — hann hefði hvar sem er
orðiö I fremstu röð. 1 knatt-
spyrnu er hann snillingur — og
verður einn þýðingarmesti leik-
maður Englands í heimsmeistara
keppninni í Mexíkó aö ári“. —
Ramsey er fámáll maður og
þessi ummæli hans um leikmann
eru algjör undantekning.
Það er því von, að félagar
West Ham séu á nálum þessa
dagana — því skarð Peters verð
ur vandfyllt, en allt verður þó
gert til þess að hann breyti á-
kvörðun hinni. Ron Greenood
— sem lék hér heima með Brent
ford 1951 — sagði: „Peters hef-
ur leikið illa að undanfömu. —
Hann hefur leikið allt of mikið
sfðustu árin — og þarfnast
hvíldar,
□ ÓVÆNT ÚRSLIT.
Annars voru úrslit óvænt I
mörgum leikj umá laugardakinn
t.d. tapaði Arsenal heima og
Newcastle van« sinn fyrsta úti-
sigur. Og við skulum aðeins
líta á tölurnar áður en lengra
er haldið.
1. dcild.
Arsenal—Coventry 0:1
C. Palace—Newcastle 0:3
Derby—Manch. Utd. 2:0
Ipswich—Sheff. Wed 1:0
Leeds —Stoke City 2:1
Liverpool—Nottm. For. 1:1
Manch. City-W.B.A. 2:1
Southampton—Tottenham 2:2
Sunderland—Chelsea 0:0
West Ham—Bumley 3:1
Wolves—Everton 2:3
2. deild.
Aston Villa—Preston 0:0
Blackbum —Norwich 3:1
Blackpool—Cardiff 3:2
Bolton — Swindon Town 0:1
Briston C.—Birmingham 2:0
Carlisle—Huddersfield 0:2
Charlton—Portsmouth 2:2 , ,
Leicester—Watford 3:1
Oxford—Millvall 0:0
Q.P.R.— Middlesbro 4:0
Sheff. Utd.-Hull City 3:0
Ken Walker, dómarinn, sem
dæmdi leik WBA—Liverpool
fyrra laugardag, varð nú aftur
að fá lögregluvemd, þegar á-
horfendur I Woiverhampton ætl
uðu að láta hendur skipta eftir
leikinn við Everton Þetta Liver
pool-lið, sem er I efsta sæti 1 1.
deild, náði tveggja marka for-
skoti I f.h. gegn Ulfunum. Royle
skoraði úr vítaspymu og síðan
Morrisey. Curran jafnaði stöð-
una I 2:1 skömmu eftir hléð —
en á 61 mln. var miðherji Ulf-
anna, Irski landsliðsmaðurinn
Derek Dougan, rekinn út af
vegna þess að hann gerði at-
hugasemd við llnuvörð. „Mér
hefur aldrei fallið við Walker
sem dómara, og brottrekstur
Dougans var fráleitur" sagði
þulur BBC. Þetta er óvenjulegt
þvi þulir BBC gagnrýna sjald-
an. Og áhorfendur vom á sömu
skoðun, og mikið var púað á
dómarann. það sem eftir var
leiks. (Þeir hljóta þó aö elska
hann I Liverpool!).
Harway skoraði þriðja mark
Everton, en Curran skoraði aftur
fyrir UÍfana úr vítaspyrnu, og
ekki að vita hver úrslit heföu
orðið ef hinn snjalli Dougan
hefði leikið allan leikinn. Ann-
ars er þetta mál alvarlegt fyrir
Norður-lra. Þeir eiga eftir að
leika viö Sovétríkin I undan-
keppni HM og hafa mikla mögu
leika I riðlinum. Þetta er I annað
skipti í haust, sem Dougan er
rekinn út og gæti svo farið, að
hann fengi sex vikna dóm.
□ FRÁBÆR MARKVARZLA
GREEN
Hver einasti aðgöngumiði seld
ist í Derby og leikurinn við
Manch. Utd. var að mörgu leyti
skemmtilegur United tapaði I
fyrsta skipti I 10 leikjum — og
það var vegna frábærrar mark-
vörzlu Leslie Green hjá Derby.
Manch. Utd. var betra liðið all
an fyrri hálfleikinn, en þríveg-
is bjargaði Green á ótrúlegan
hátt. Á síðustu sek. hálfleiks-
FLUGNEMAR
Bóklegt námskeið fyrir einkaflugpróf hefst mánudag-
inn 6. október í skólastofunni á flugvellinum.
Námskeiö fyrir atvinnu og blindflugspróf hefjast
eftir áramót. Væntanlegir nemendur hafi samband viö
skólann sem fyrst.
Flugskóli Helga Jónssonar, sími 10880.
Hef opnab lækningastofu
í Garðastræti 13, sími 16195. Viðtalstími í október verð
ur mánudaga og fimmtudaga kl. 14—14.30. Frá 1. nóv.
verður viðtalstími eftir beiðni eða klukkan 10—11 alla
daga og miðvikudaga kl. 17.30—18. Símatími hálf
klukkustund. fyrir viðtalstíma f stofusíma.
___ Bergþóra Sigurðardóttir, læknlr.
Er knattspyrnuferli Nobby Stiles lokið? — Þessari spurningu
velta nú margir fyrir sér, en Stiles meiddist í vor, þegar
Manch. Utd. lék gegn Milan í undanúrslitum Evrópubikar-
keppninnar og hefur ekki leikið síðan. Hann var skorinn í hné
í sumar og heppnaðist sú aðgerð fullkomlega — en hann lagði
of hart að sér við æfingar og hnéð er illa bólgið. Sérfræðingar
standa ráðþrota, en Stiles er stöðugt undir handleiðslu þeirra.
Nobby Stiles hefur verið einn svipmesti knattspyrnumaður
heims undanfarin ár — og var beinlínis dýrkaður á Englandi
eftir sfðustu heimsmeistarakeppni. Milljónir manns muna
tannlaust bros hans á sjónvarpsskerminum og enginn lagði
sig betur fram fyrir England í leikjunum á HM en hann. Hann
var „stöðvari“ í sérflokki — sérfræðingur í að „taka leikmenn
úr umferð“ eins og þeir vita, sem séð hafa hann leika gegn
Euseblo. Ég hef nokkrum sinnum séð Nobby Stiles á leikvelli
og alltaf hrifizt mjög af honum. Einkum þó á Old Trafford
haustið 1967, þegar Manch. Utd. sigraði Tottenham 3:1 og
Stiles hafði slík tök á Jimmy Greaves, að honum tókst aldrei
að leika á Stiles, hvað þá koma spymu á markið. Á myndinni
hér að ofan sést hið fræga bros Stiles — og Bobby Charlton
horfir spozkur á hann. Það er ekki furða þó þeir séu glaðir
Manch. Utd. hafði sigrað Benfica í úrslitaleik Evrópubikars-
ins — og Stiles en einu sinni „tekið“ Eusebio úr umferð.
ins fékk Derby hornspymu og
Hector skoraði. Strax í byrjun
s. h. skoraði Fitzpatrick sjálfs-
mark og þannig urðu úrslit leiks
ins. M. U. sótti þó mikið —
Aston skoraði, en markið var
dæmt af og I annað sinn bjarg
aði markvörður Derby, Robson,
á marklínu frá Aston. George
Best var ekki upp á sitt bezta
í þessum leik.
Þaö leit lengi vel út fyrir, að
Nottm. Forrest ætlaði aö endur
taka sigurinn frá 1 fyrra gegn
Liverpool. Liðið sýndi góða
knattspymu I fyrri hálfleik og
náði forustu með marki New
ton. Og lengi vel leit út fyrir
að þetta mark mundi nægja til
sigurs — en svo varð þó ekki.
Chapmann skoraði sjálfsmark
og Liverpool hlaut annað stigið.
Eitthvað meira en lítið virðist
nú aö hjá Arsenal — og liðið
tapaði nú heima fyrir Coventry,
sem. hefur sýnt heldur slaka
leiki aö undanfömu. Og fyrr 1
vikunni tapaði Arsenal á írlandi
— fyrir Dundalk i Borgakeppni
Evrópu — og tókst ekki frem
ur að skora mark I þeim leik —
en heldur þó áfram I þeirri
keppni, þar sem heimaleikur-
inn vannst með 3—0.
Leeds Utd. sigraði Stoke og
Johnny Giles skoraði bæði mörk
Leeds úr vitaspyrnum. Neil
Young og Colin Bell skomðu
mörk Manch. City gegn WBA.
1 þeim leik var Krzywicki,
welskum landsliðsmanni hjá
WBA, vísað af leikvelli. Faðir
hans er pólskur og settist að á
Englandi á stríðsárunum. Sheff.
Wed. keypti Tony Coleman' frá
Manch. City I síöustu viku fyr-
ir 30 þúsund pund og lék hann
sinn fyrsta leik 1 Ipswich —
en ekki hafði það mikil áhrif,
því Sheff. Wed. tókst ekki að
skora í leiknum. Þá má geta
þess, að Barry Jones hjá Card
iff fótbrotnaði í Blackpool, og
er þetta mikið áfall fyrir Card-
iff. Barry — bróðir hins fræga
Cliff Jones, sem lengi var hjá
Tottenham — hefur oft leikið
I landsliöi Wales og var aðal-
uppbyggjarinn hjá Cardiff.
Staða efstu og neðstu liða I
1. deild er nú þannig:
Everton 13 11 1 1 29-12 23
Derby 13 8 4 1 21-5 20
Liverpool 13 8 4 1 28-14 20
Leeds Utd. 12 6 5 1 22-13 17
Ipswich 13 3 3 7 12-19 9
Southampton 13 2 4 7 21-27 8
Bumley 13 1 6 6 11-20 8
Sheff. Wed. 13 3 2 8 12-23 8
Sunderland 13 2 4 7 9-23 8
I 2. deild er QPR efst með
19 stig og hefur stigi meira en
Sheff. Utd. í 3 deild hefur Luton
21 stig og þremur stigum meira,
en Bamsley, sem er I öðm sæti.
I. 4. deild er Port Vale I efsta
sæti með 19 stig — en Wrex-
ham, Brentford og York hafa 18
stig. hsím.