Vísir - 06.10.1969, Side 3
VlSIR - Mánudagur 6. október 1969.
Landsliðið missti „örugga44
forystu og náði aðeins jöfnu
Q Ekki lagfærðu lands-
liðsmenn okkar álit
okkar á úthaldi íslenzkra
handknattleiksmanna nú á
haustnóttum, þegar Evr-
ópubikarkeppni, landsleik-
ir og heimsmeistarakeppni
standa fyrir dyrum. Lands-
liðið féll í sömu gryfju og
fyrri mótherjar sænsku
meistaranna frá Hellas,
höfðu örugga forystu, en
misstu hana og máttu raun
ar þakka fyrir jafnteflið að
lokum. Reyndar áttu Hell-
asmenn mun lakari leik í
gærkvöldi en í fyrri leikj-
um sínum, en það er önn-
ur saga.
Svíar skoruðu fyrsta markið úr
víti, en eftir 21 mínútu leik haföi
landsliðið yfir 3:1. Fimm mín. síð-
ar var staðan á ljósatöflunni orð-
in 5:2 fyrir landann og hálfleiks-
staðan 6:3.
Strax í upphafi seinni hálfleiks
jöfnuðu Svíar með 3 mörkum í
röð. Einar Magnússon skoraði 7:6
og heldur lagaöist útlitið aftur, því
um miðjan seinni hálfleik var stað-
an 11:8 fyrir landsliðið. En þá
kom aftur 3 marka skorpa, 11:11
var þá staðan en Island hélt frum
kvæðinu, það koma 12:12 og 13:13
og loks 14:13 eftir laglegan leik
Geirs, en þegar 53 sek. voru eftir
missa íslendingar boltann og Sví-
arnir bruna fram og jafna 14:14.
Þau urðu úrslit leiksins.
Einar Magnússon var vel nýtt-
ur í þessum leik. Það eru stórtíð-
indi því eins og oft hefur verið
bent á, hefur hann allt til að bera
til að skora mörg mörk í hverjum
leik, — en til þess þarf hann sér-
staka menn til að leika á sig réttu
stöðunni hverju sinni. Hann skoraði
5 mðrk, eða eins mörg og Geir. Ol
afur Jónsson skoraði 2 og Vlðar
og Björgvin sitt hvort.
Áhorfendur voru márgir i gær-
kvöldi og greinilegt er að áhuginn
f ár ætlar að verða meö meira móti.
En þá veröa landsliðsmenn, — og
handknattleiksmenn yfirleitt, að
koma til móts við þetta áhugasama
fólk. Og það veröur gert með því
móti einu að æfa betur en verið
hefur. Þannig mun árangurinn
koma, og fyrr ekki.
FH sprakk eftir 45 mín.
og Hellas silgdi framúr og sigrabi 21:17
— Metabsókn að leik FH og Hellas á
laugardaginn — 2500 manns
Björgvin Björgvinsson skorar fyrir landsliðið í leiknum í gær.
FH hafði lítið að segja í
Hellas með sína 6 sænsku
landsliðsmenn á laugardag
inn. Um 2500 manns höfðu
mætt í Laugardalnum, það
var engu líkara en að lands
leikur ætti að fara fram,
enda neru Þróttarar hönd-
unum saman af ánægju,
því heimsókninni var vel
borgið fjárhagslega úr
þessu.
í stuttu máli var leiksagan sú,
að FH og Hellas börðust hníf-
jafnri baráttu og hafði FH öllu
betur, því í hálfleik var staðan FH
jákvæð um eitt mark.
Seinni hálfleikurinn var öllu
meiri sorgarsaga. Ragnar Jónsson
hafði verið stjörnumaöur FH í fyrri
Sjálsmark lokaði endanlega
leið Kópavogs í 1. deildina
Akureyri vann i spennandi leik með 3:2 i gær
• Eftir frækilega baráttu
verða hinir komungu Kópa-
vogsmenn með eina 6 leik-
menn úr 2. aldursflokki að
iáta sér lynda 2. deildina aft-
ur á næsta ári. Akureyri mun
halda 1. deildarsætinu áfram
en sannarlega urðu norðan-
menn að taka á öllu sínu
til að halda því. I gærdag var
ástandið ekki meira en svo
tryggt á heimaveiii Akureyr-
inga, þar sem hundruð manna
hvöttu lið sitt gegn ungling-
unum úr Kópavogi.
Á 43. mfn. hálfleiks munaði
aðeins sentimetrum að Kópavog
ur jafnaði og fengi framlengd-
an leikinn. Tveir Kópavogsmenn
sluppu inn fyrir, en skot Guð-
mundar Þórðarsonar, eins bezta
manns leiksins í gær, geigaði, og
fór framhjá markinu. Þetta at-
vik úr leiknum verður eflaust
flestum minnisstæðast, því
þarna fór von Kópavogsmanna,
sem höfðu sótt markvörð sinn
alla leið austur fyrir járntjaldið
fræga.
Kópavogsmenn voru mun
frískari í fyrri hálfleik og eftir
3 mínútur voru þeir þúnir að
skora sitt fyrra mark. Þór Hreiö
arsson skoraði eftir varnar-
rugling Akureyringa. Á 14. mfn-
útu skora þeir enn, en þá var
réttilega dæmd rangstaða.
Á 26. mín. skorar Eyjólfur
Ágústsson, bezti maður Akur-
eyrar ásamt Skúla bróður sín-
um, Sævar gaf boltann fyrir og
Eyjólfur var ekki lengi að nota
sér frið og ró sem gafst í nokkr-
ar sekúndur.
Á 30. mín. náði Kópavogur
enn forystunni. Þetta var falleg-
asta mark leiksins. Einar Þór-
hallsson skoraði þarna glæsilega
með skalla í bláhomið.
Fyrstu mínútur seinni hálf-
leiks gerðu aftur á móti út um
þennan úrslitaleik. Á 3. mín.
skorar Magnús Jónatansson af
vítateig eftir homspymu. Mikið
var deilt um þetta mark. Logi
hafði stokkið upp og Eyjólfur
sótt að honum. Allavega lenti
boltinn í fingurgóma Loga og
hrökk út á teiginn. Logi hélt
þvf fram eftir leikinn að Eyjólf-
ur hefði ólöglega unniö að sér í
Ioftinu og þvf hefði hann ekki
getað höndlað boltann.
Á 7. mínútu var gert út um
leikinn, — og það á örlagaþrung
inn hátt. Kópavogsmenn settu
nefnilega sjálfir markið, sem
varð til þess að loka þeim end-
anlega leiðina í 1. deild í ár.
Fast skot Akureyringa að mark-
inu lenti í Kópavogsmanni, bolt
inn fór í boga upp í loftið og
yfir Loga markvörð, sem var
framarlega í markinu, 3:2 fyrir
Akureyri.
Tækifæri vom mörg f leikn-
um, Akureyringar sóttu tvíveg-
is það fast að Kópavogsmenn
björguðu naumlega á línunni.
Og i þrjú skipti komust Kópa-
vogsmenn einir inn fyrir vöm
Akureyrar, tvfvegis bjargaði
Samúel með tímabæru úthlaupi,
og f þriðja skiptið, 2 mín. fyrir
leikslok, lenti boitinn örskammt
utan hjá.
Þar með var útilokað fyrir
Kópavog að verða meðal 1. deild
arliðanna að sinni, en eflaust sjá
Kópavogsmenn fram á bjartari
daga.
hálfleik. Hann skoraði fimm sinn
um úr 8 skotum, en öllu lakari varð
nýtingin hjá Geir Hallsteinssyni að
þessu sinni.
Hellas sýndi í seinni hálfleik yf-
irburði sfna, þeir höfðu kraftinn
og úthaldið, sem þarf til að vinna
leik, það hafði FH ekki. Greinilegt
er að okkar lið eru ekki í góðri æf-
ingu, enda þótt margir vilji láta
menn halda að svo sé. Skammt und
ar em stórir leikir f HM, — og á
þeim vikum sem eftir eru, verðum
við að ná upp því „fórmi“, sem
þarf til að sigra í okkar riðli.
FH komst í 5:2. Geir skoraði fyrst
síöan Svíar tvívégis, þá Birgir og
■loks Ragnar þrjú í röð. í hálfleik
var staðan 11:9 fyrir FH, og það
var ekki fyrr en undir miðjan hálf
leik að Svíar jafna 14:14 og eftir
það reyndu FH-menn að hamla á
móti, tókst að jafna 15:15, en misstu
síðan algjörlega af mótherjunum
sem komust í 20:15 og unnu 21:17.
Hraðinn, þetta vopn FH, virtist al
gjörlega úr sögunni upp úr miðj-
um seinni hálfleik og margir leik-
manna liösins virtust alls ekki hafa
„púst“ nema í helming leiksins. —
Kemur þetta nokkuö á óvart, því
búið var að fræða fólk á því að
æfingar yröu í allt sumar, og stefnt
að því að menn kæmu til keppni
meö haustinu f betri æfingu en
dæmi væru til áður. Þetta er sem sé
ékki raunin.
Ragnar Jónson var langbeztur
Hafnfirðinganna og Erickson hjá
Svíunum.
Grótta
vann
Hauka!,
Úrslit í Reykjanesmótinu í hand
knattleik um helgina:
FH — Keflavík 50:18
Grótta — Haukar 24:23
Úrslit síðamefnda leiksins komu
mjög á óvart, en Grótta var tvíveg
is með 5 mörk yfir og var mikil
harka í leiknum, og undir lokin
léku Haukar maður gegn manni.
íþróttir
einnig á
bls. 5
,Sparkaðí4 eftir 10
ára gifturík störf
• Eftir 10 ára starf í Hand
knattleikssambandi íslands
var Axel Sigurössyni, einum
vinsæiasta stjómarmanni
HSÍ og nokkurs konar „hægri
hönd“ formannsins, Axels
Einarssonar, hreinlega „spark
að„ úr stjórninni án þess að
nokkur gagnrýni hefði komið
fram á störf hans. enda munu
flestir á einu máli um gott
starf hans fyrir sambandið á
liðnum árum, en hann hefur
gegnt mikilvægu starfi, verið
blaðafulltrúi og annazt bréfa
skriftir sambandsins, sem er
ekki lítið starf.
1 stað Axels Sigurðssonar var
kjörinn Hafnfirðingur, Gissur
Kristjánsson, og er það auðvitað
vonandi að hann fylli skarð Ax-
els í stjórninni og vel það, sem
er þó engan veginn vandalaust.
Axel Einarsson, formaður HSl
var fjarverandi frá ársþinginu,
vegna veikinda, en skýrsla
hans og stjórnar hans vitna um
viðburðaríkt ár. Samskiptin við
útlönd voru meiri en oftast áð-
ur, — og þau leiddu einnig til
þess að allverulegur halli varð
á rekstrarreikningi sambandsins
um 350 þús. krónur, en þrjár
landsliösheimsóknir færöu aö-
eins um 300 þús. krónur í aðra
hönd. Alls léku landsliðin okkar
15 leiki á árinu við erlend lands
liö, þar af 8 A-landsleiki, 6
heima og 2 erlendis. Unglinga-
liðin léku 7 leiki, alla utanlands.
Stjórn HSÍ var öll endurkjör-
in, utan Axel Sigurðsson. Varð
talsverður úlfaþytur vegna
þessa á þinginu, en framboð
Gissurar var borið uppi af Ak-
urriesingum, og stutt af mörg-
um Reykjavíkurfélögunum.