Vísir - 06.10.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 06.10.1969, Blaðsíða 9
V1SIR . Mánudagur 6. október 1969. Vísismenn ræða við Garðhreppinga um bensínstöðina: Eldhætta og ankinn umferðarþys 0 GARÐHREPPINGAR heyja baráttu þessa dagana og vonast eftir sigri. Olíu- og bensínstöð í hverfinu hefur vakið reiði þeirra og mótmæli. Eins hefur sveitarstjóri þeirra tekið málaleitan þeirra vel og forstjóri fyrirtækisins, sem þarna á í hlut, hefur sagt, að þama hafi að- eins verið um þjónustu að ræða. Vísir ræddi við íbúana í nokkrum nær- liggjandi húsum og spurði: ARNI JOHANNSSON, kennari v/ð Vélskóla Islands „Vegna umferðarinnar, sem mun aukast gífurlega við þetta. Þetta mun einnig skapa aukna slysahættu, auk þess mun fylgja þessu argasti sóðaskapur, sem fylgja mun smurstöð og þvotta- p1ani.“ JOHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, húsmóðir „Vegna mikillar eldhættu. Mér finnst líka nóg að hafa eina sjoppu hér í nágrenninu, þó að önnur bætist ekki við. Ég hlakka ekkert til að vita böm in hangandi þama kannski fram eftir öllum kvöldum. Ég tel einnig að verðgildi húsanna minnki vemlega, þar sem hér verður ekki jafn eftirsóknarvert að búa og áður.“ Ekki von á nýju Bjargi — en þörfin fyrir hendi • „Þessi mál eru auðvitað alltaf til umræðu og at- hugunar hjá okkur,“ sagði Björn Björnsson, prófessor og framkvæmdastj. barnavemd- arnefndar í viðtali við blaðið. „En að komið verði upp stúlknaheimili með svipuðu fyrirkomulagi og Bjargi hefur ekki komið til tals. Að sjálf- sögðu lokum við ekki augum okkar fyrir því, að Bjarg, sem stúlknaheimili, var stofnað vegna þess að brýn nauðsyn var á slíku heimili, og sú nauðsyn, sem þá var fyrir hendi er því miður enn á sín- um stað.“ Það er bara meö þetta vanda- mál, sem og önnur þjóðfélags legs efnis að hér vantar sér- menntað fólk til aðstoðar við ungar stúlkur á glapstigum, sem og aðra einstaklinga þjóðfélags ins. sem ei hafa ratað lífsveg inn þrönga. enda eru samskipti einstaklingsins orðin það flókið fyrirbrigði í nútímaþjóðfélagi, að engin vanþörf er á faglegri aðstoð sérmenntaðs félagsráð- gjafa á því sviði. Hér er það einmitt hlutverk fé- lagsráðgjafa að grípa inn í, því segja má, að hlutverk þeirra sé x raun og veru þríþætt: Aðstoö við einstaklinginn, bæði persónu leg og félagsleg, f öðru lagi hópmeðferð og í þriðja lagi að starfa að skipulagningu og samræmingu þeirrar fé- lagslegu aðstoðar sem þjóðfé- lagið hefur upp á að bjóða og að sjálfsögðu að benda á nýjar leið- ir til úrbóta. Félagsráðgjöf er tiltölulega ný starfsgrein á íslandi og enn sem komið er aðeins 10 konur fullnuma í þessari grein. Hingað til hafa eingöngu konur sótt eft ir starfi þessu, líklega vegna launakjaranna. Hefur verið horf ið til þess ráðs, að hafa svo- kallaða „tilsjónarmenn", sem eru þá sem nokkurs konar vin- ir og félagar utanveltufólks í þjóðfélaginu, eru því til trausts og halds á ýmsa lund. „Tilsjón armenn” þessir hafa enga sér- menntun, en starfa í samráði við Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar og sérmenntað starfsfólk hennar. Hins vegar hefur komið fram frá okkur ákveðin tillaga um, að nauðsynlegt virðist að koma upp nokkurs konar mæðraheim- ili. Könnun, sem framkvæmd var í vetur á Heilsuvemdarstöð' inni á félagslegri aðstöðu, ungra ógiftra mæðra sýndi, að meiri hluti þeirra eru mjög ungar stúlkur, sem eru í erfiðri félags legri aöstöðu, lítt sem ekkert menntaðar og frá fátækum heimilum. Oft eiga þessar stúlk- ur eiginlega hvergi skjól né að stoð að finna. Einnig höfum við haft lengi til umræðu og at- hugunar eins og til dæmis kyn- lífsfræðslu í skólum og höfum við góða von um, að úr þeim málum rætist bráðlega, þar sem undirtektir allra sem að málinu standa hafa verið mjög góðar, enda varla verjandi lengur fyrir þjóðfélagið að sjá ungu fólki ekki fyrir nokkurri einustu fræðslu um mikilvægustu starf semi mannslíkamans. Má eigin lega segja, að hér sé komið að kjama orsakanna í öllum þeim glundroða, sem hér ríkir í sam bandi við lausaleiksböm og ungu ógiftu mæðumar, sem sé hinum mjög sláandi skorti á fræðslu í skólum um þessi mál. HALLDORA JÓHANNSDÓTTIR, húsmóðir „Einkum vegna barnanna. — Hér mun skapast mikil slysa- hætta vegna aukinnar umferðar sem af þessu leiðir. En hingað til hafa böm héma verið frjáls, sem í sveit væru.“ Hvers vegna viltu ekki hafa bensín- . stöðina barna ? BRAGI NÍELSSON, læknir „Ég vil bara leggja fyrir ykk ur eina spumingu á móti: — Hversu langt vilduð þaö hafa frá svefnherbergisglugganum yfir í næstu sjoppu? Það skapar vissa eldhættu að hafa bensín- stöð á næstu grösum við íbúða- hverfi ásamt pappaverksmiðju. Þetta skemmir fegurð heildar- skipulags hverfisins, sem ég tel afar fallegt. Hér múh 'ivo' éf- laust rísa sjoppa og henni mun þá væntanlega fylgja hópur ungs fólks, sem gjarnan mun dvelja þar fram eftir síökvöld- um með tilheyrandi hávaöa og tilburöum, sem er jú eðlilegt er það ekki, unglingar eru og verða ætfð unglingar, og þeim fylgir þróttur og fjör, en því fylgir svo aftur óhjákvæmilega hávaði.“ JOHANNA ÞORBJÖRNSDÓTTIR, húsmóðir „Ég vil nú bara fyrst taka það fram, að ég er alveg miður mín að hafa ekki komizt til að vera viðstödd mótmælaaögerðirar, en ég er nýbúin að gangast undir fótaaðgerð og má ekkert reyna á mig, helzt hefði ég samt viljað láta flytja mig niður eftir í sjúkrabíl. Ég er búin að búa hér f 7 ár og hér hefur verið svo friðsælt og dásamlegt. Ég á fjögur böm, en ég hef getað látið þau leika sér héma úti og aldrei þurft að óttast um þau. Sá draumur yrði búinn með þess um aögeröum, þar sem slysa- hætta mundi aukast gífurlega vegna mikillar umferðar. Hér mundi koma sjoppa, sem bömin mundu hanga í á kvöldin. — Hávaði og ófriður mundi fylgja þessu fyrir fbúa hverfisins. Hér kemur þvottaplan, og ég tel vatnsveituna sízt of góða hérna í Silfurtúninu, þó að við færum ekki að missa vatn líka í þvotta plan.“ ’lit ?ík; rr BJARG — stúlknaheimilið umdeilda. — Þörfin fyrir slíkt heimili er enn fyrir hendi, — en þjálfaða starfskrafta vantar. ^jaawa-TaCTewats:.! wma• ** JvO ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.