Vísir - 14.10.1969, Blaðsíða 4
Þýzki glaumgosinn Gunther
SacVs.
Brigitte Bardot hefur nú feng
ið skilnað frá manni sínum þýzka
glaumgosanum, Gunther Sachs.
Segir að málið hafi fyrst komið
fyrir rétt 3. júlí í sumar, en mál-
inu lauk ekki fyrr en 1. október
síðastliðinn. Var hvorugt skötu-
hjúanna viðstatt í réttinum.
Heldur hefur virzt kalt á milli
þeirra hjónakornanna upp á síð-
kastið og hafa þau sézt lítiö sam-
gn, enda þótt talsmenn þeirra
í'iafi sagt, að þau töluðust oft við
í síma og að allt væri í lukkunnar
velstandi.
Brigitte Bardot, kynbomban
heimsfræga, sem er nú hálffertug.
F.ins og mönnum er kunnugt,
var fyrsti eiginmaður B.B. kvik-
myndaleikstjórinn og framleiö-
andinn Roger Vadim, sem mótaöi
hana og kom henni á framfæri
kornungri. Sá sem varð eigin-
maður númer tvö, var leikarinn
Jaches Charrier.
Gunther Sachs var ekkill, þeg-
ar hann kynntist B.B. en hafði
veriö náinn vinur Soraya, fyrrver
andi keisaraynju í Persíu.
HÓPHJÓNABÖND í
KAUPMANNAHÖFN
í Kaupmannahöfn, höfuöborg
Danmerkur, stingur mörg djörf og
nýstárleg hugmynd upp kollin-
um. Nú sem stendur má líta á
Kaupmannahöfn sem eina stóra
tilraunastofu, og tilraunadýriö er
sá homsteinn þjóðfélagsins, sem
margir hafa talið aö þyrfti aö
vera sem sterkastur, en þaö er
hjónabandið í sinni gömlu og sí-
gildu mynd. Karl og kona vigö
saman af viðurkenndum embætt-
ismanni, í heilagt hjónaband, heit-
andi hvort öðru eilífri ást og
tryggð. -
1 kóngsins Kaupmannahöfn
finnst víst æriö mörgum þetta
heitbindingarfyrirkomulag orðið
••••••••••••••••••••••••<
heldur gamaldags og þvingandi
fyrir nútímafólk. Lausnin var
ekki lengi að koma. Hóphjóna-
bandið varö til. Þetta hóphjóna-
band samanstendur af fjölda ein-
staklinga, karla og kvenna, sem
mynda þannig „fjölskyldur“.
Stóra „fjölskyldan‘‘ stendur síð
an saman, gegnum þykkt og
þunnt, allt er sameiginlegt, hvort
sem um er að ræöa peninga eða
persónulegar eigur og allir eiga
alla eða kannski mætti alveg eins
orða það, að enginn á nokkra aðra
mannveru. Einstaklingar, sem
hlynntir eru þessum hóphjóna-
böndum finna þar gjarnan lausn
á einstæðingskennd sinni og fé-
>••••••••••••••••••■•••■
HIPPÍARNIR
HAFA KEYPT
SÉR EYJU
Hippíarnir eru aldeilis ekki af
baki dottnir £ búsetubaráttunni.
Sitt eigiö land vilja þeir fá, þegar
ekki dugar aö ætla að setjast að
i tómum byggingum í London.
Eftir að þeir höfðu verið reknir
úr byggingunni í Piccadilly dugði
ekkert minna en að kaupa sér
heila eyju til afnota. Eyjan heitir
St. Patricks-eyja og er skammt út
af borginni Dublin. Er sagt aö
ílii
lagaleysi. Þegar börn verða til í
slíkum hjónaböndum taka.aðsjálf
sögðu allir meðlimir þátt í upp-
eldi þeirra og er von meðlima
hópfjölskyldna að bömin þeirra
verði jafnvel enn frjálslyndari í
þessum málum heldur en foreldr
arnir. Sumir ganga jafnvel svo
Iangt að heimurinn verði í fram-
tíðinni, ef til vill einhvem tíma
„stór allsherjarfjölskylda".
I fjölskyldunni þeirra
eru 8 meðlimir og
þykir hún
fremur „lítil“.
hún hafi kostaö sem svarar til
432.000.00 íslenzkra króna. Ind-
verskur yoga-dulspekingur er
sagöur hafa borgað brúsann svona
til að byrja með.
Hippíarnir, sem munu eflaust
flykkjast til eyjarinnar, ætla sér
að skapa nýtt og betra þjóðfélag,
laust viö hatur, stríö og valda-
ríg, segja þeir.
*2*
"f' 4=
*spa
Spáin gildir fyrir miðvikudaginn
15. október.
Hrúturinn, 21. marz—20. aprfl.
Það litur út fyrir, að þú eigir
í höggi við einhverja þá aðila,
sem einskis svífast, þegar við-
skipti og gróðavon er annars
vegar. Sennilega áttu samt leik
á borði, ef vel er aö gætt.
Nautið, 21. apríl—21. niai.
Álit þitt hefur veruleg áhrif á
ákvaröanir innan fjölskyldunn-
ar í dag, og ættirðu að beita
því þannig, að ekki yrði teflt
á tvær hættur, þar sem afkoma
eða atvinna er annars vegar.
Tvíburamir, 22. maí—21. júní
Þótt erfitt sé í bili, rofar til áð-
ur en langt um líður og geng-
ur þá margt jafnvel betur en
nokkru sinni fyrr. Þannig skipt
ist oft á hjá þeim, sem fæddir
eru undir þessu merki.
Krabbinn, 22. júní—23. júli.
Það lítur helzt út fyrir, að sag-
an endurtaki sig 1 dag— atburö
ir, sem gerðust fyrir nokkru og
þér eru minnistæöir gerist öðru
sinni, í furðulega lítt breyttri
mynd.
Ljónið, 24. júlí—23. ágúst.
Láttu aðra um heimspekilegar
vangaveltur I dag en gerðu þér
far um að komast vafningalaust
að kjarna þess máls, sem um
er að ræða og taka þína af-
stöðu og ákvarðanir samkvæmt
því.
Meyjan, 24. ágúst-23. sept.
Hafðu hægt um þig í dag, þang-
að til þú sérð að þörf er beinna
afskipta af þinni hálfu, eða ein
hver fer þess á leit aö þú látir
það mál, sem um er að ræða,
sérstaklega til þín taka.
Vogin, 24. sept.—23. okt.
Gagnstæða kynið kemur mjög
við sögu 1 dag, og vafasamt að
þaö verði á þann hátt að þér
finnist það til bóta. Láttu und-
an síga aö vissu marki, ef þann
ig verður komizt hjá deilum.
Drekinn, 24. okt.—22. nóv.
Það gerist ýmislegt í dag, en þó
fyrst og fremst sennilega á bak
við tjöldin, og óvíst hvað segir
til sín eða hvernig fyrr en nokk
uð er um liðið. Reyndu samt
að fylgjast vel með öllu.
Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des.
Maöur, sem þú hefur borið tak-
markað traust til, sannar að öll
um líkindum í dag, að þú hefur
tortryggt hann að ástæðulausu.
Það getur valdið þáttaskilum í
kynnum ykkar.
Steingeitin, 22. des.—20. jan.
Þú átt sennilega góðan leik . á
borði í dag, ef þú einungis gef
ur þér tima til að líta í kringum
þig. Ekki er heldur útilokað, aö
þú verðir fyrir heppni í peninga
málum.
Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr.
Farðu ekki síður eftir því sem
þú getur lesið á milli línanna,
en hinu, sem blasir við augum.
Það er ekki ólíklegt, að þú verð
ir nokkurs fróðari í dag, sem að
gagni kemur.
Fiskarnir, 20. febr.—20. marz.
Góður dagur, ef þú tekur hann
snemma og leggur hart að þér
við að ná traustum tökum á
viðfangsefnunum. Þegar á líður
ættirðu að geta slakað nokkuð
á og notað kvöklið til hvíldar.
Hann gengur hér á land í hippíanna éinkaeyju.