Vísir - 14.10.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 14.10.1969, Blaðsíða 13
VI S IR . Þriðjudagur 14. október 1969. 13 Þrír bflar í aftaná- akstri, þegar sá fremsti vék fyrir sjúkrabílnum. • Þrír bílar, sem óku í sömu stefnu eftir Reykjanesbraut á laugardagsmorgun, lentu i árekstri, þegar sá fremsti stöðvaði snögg- lcga vegna sjúkrabíls, sem ók út frá slökkvistöðinni. Sá, sem næst kom, ók aftan á þann fremsta, og sá síðasti ók aftan á miðbílinn, en í honum var lftil telpa, tveggja ára, sem meidd- ist lítillega og var flutt á slysa- varðstofu. Frá Háskóla íslands ÁRLEG SKRÁNING allra stúdenta Háskól- ans fer fram frá 16. til 23. október n.k. Skrán- ingin nær til allra stúdenta Háskólans, ann- arra en þeirra, sem voru skrásettir sem ný- stúdentar á s.l. sumri. Við skráningu skulu stúdentar afhenda stúdentaskírteini frá síð- asta ári, svo og ljósmynd, að stærð 35 x 45 mm. Skráningargjald er kr. 1000.—. Hárgreiðslustofa í fullum gangi til leigu vegna frekara náms eiganda erlendis. Stofan er vel staðsett við miðborgina. — Tilboð sendist augld. Vísis merkt „Hárgreiðslustofa 10“ Iðnskólinn í Reykjavík. Námskeið i tækniteiknun 1. og 3. bekkur Teiknaraskóla Iðnskólans í Reykjavík verða starfræktir í vetur, ef næg þátttaka fæst. Innritun fer fram í skrifstofu skólans, á venjulegum skrifstofutíma, og lýkur laugar- daginn 18. október n.k. Námskeiðsgjald kr. 700 fyrir 1. bekk og kr. 2.000 fyrir 3. bekk, greiðast við innritun. Skólastjóri. Sjúkrabíllinn hafði verið á leið- inni til þess að sinna slysakalli af Skólavörðustíg, en þar hafði kona stigið út úr bifreið og gengið út á götuna, beint í veg fyrir aðra bif- reið, sem kom aðvífandi. Hún meiddist þó ekki alvarlega. Meö svipuðum hætti varð enn eitt slys í umferðinni á laugardag, þegar maður yfirgaf bifreið sína á Langholtsvegi á móts við hús nr. 3, og hljóp frá henni út á götuna, en varð þá fyrir bifreið, sem ók hjá einmitt í því. Slasaðist á skautum. • 9 ára telpa slasaðist í Skauta- höllinni á sunnudag. Hafði skauti rekizt í annan fót hennar fyrir ofan hné, og hlaut hún af því nokkurt sár. Varð að flytja hana á slysavarðstofuna til læknismeð- ferðar. 2 milljón króna kröfur — en engar eignir fundust. • Engar eignir fengust á móti 2 milljón króna kröfu skuldar- eigenda þegar skipti fóru fram í búi Handbóka hf., sem gaf út kvennablaöið Hrund á sínum tíma og seldi mönnum alfræðibækur frá Ameríku. • Alls voru forgangskröfur upp á 768.691.50 kr. en almennar kröfur voru að upphæð 1.262.247.- 97 kr. Forgangskröfur eru kröfur starfsmanna um laun, sem voru um 185 þús., 553 þús. í skatta og gjöld til borgarinnar og 29 þús. krónur í húsaleigu. 9 Áfengi fyrir 492 milljónir 9 Áfengissalan fyrstu níu mánuöi þessa árs varð tæpar 492 milljónir króna. Á sama tíma í fyrra varð salan tæpl. 425 milljónir króna og haföi því aukizt í krón- um um 15%. Hæpið er að um magnaukningu hafi verið að ræða, þar sem veröhækkun á áfengi varð nokkur á þessu tímabili. MkþS&iGotnr i Merk og nytsöm félagsstarfsemi. Þó félögin á íslandi séu bæði mörg oh stór, sem hafa ótrúleg t ustu fjölbreytni í stefnumarki, 7 þá er óhætt aö fullyrða, að fá 1 félög hafa göfugra og nytsam- ( ara verkefni í sínum verkahring Í’ en Ferðafélag íslands. Félag þetta á drjúgan þátt í aö kynna landið, og veitir örugga leið- sögu í ferðum sínum. Ferðir Ferðafélagsins eru hvatning til útivistar og útiveru, sem hverj- um er hollt og heilsusamlegt, og veitir einstaka ánægju, hverj um þeim sem njóta kann fagurs lands og könnunar þess. Mörg félög veita slíka þjón- ustu, en ekkert þeirra hefur svo umfangsmikla starfsemi sem Ferðafélag íslands. Eitt hundrað og níu ferðir í sumar bera vott um gróskumikið starf, og telst til undantekninga, ef nokkurn tfma falla niður ferðir, hvemig sem viðrar. Auk hins beina starfs, þá njóta margir ferðalangar húsa- skjóls í skálum Ferðafélagsins, sem standa víða um landið, þar sem annars er lengst til byggða. Þrátt fyrir öfluga starfsemi ger- ir Ferðafélagið of Iítið að því að auglýsa starfsemi sfna og hvetja almenning til þátttöku. Starf- !semi þessi er þó af því tagi, að almenningur ætti að gera meira af því að gerast beinir þátttak- endur í ferðum Ferðafél. Þó margir bileigendur telji sig full- færa til að flytja sjálfa sig þang að, sem hugur þeirra girnist, þá er oft áhyggjuminna að fara f hópferð, þar sem séð er fyrir öllum þörfum. Leiðsagan gefur einnig feröum gildi, bæði í sögu- legu og náttúrufræðilegu tilliti. Þó hugur margra hafi opnazt fyrir þvi, að hverjum manni er mikil nauðsyn á hæfilegri hreyf- ingu, þá vantar mikið á, að al- mennt sé stunduð útivera eða einhvers konar íþróttir til holl- ustu. Ferðafélagið kemur gjam- an til móts við þá, sem langar til að gera beinir þátttakendur í hæfilega erfiöum ferðum tll skemmtunar og hressingar. En þó flestar ferðir séu ein- ungis miðaðar við sumarferöir, þá er það mesti misskilningur, að ekki sé hægt að ferðast þó á haustdegi sé eða á vetrum. Gönguferðir um helgar í ná- grenni höfuðborgarsvæðisins væri flestum nýnæmi, og mörg- um er það hulið, hve sögustaðir eru margir og merkir hér á næstu grösum. Það hefur nefni- lega margan hent að ferðast Iangt yfir skammt. Ferðafélagið mun hafa einhverjar ráðagerðir um að hefja vetrarferðir um nágrennið og er vonandi að af þvi veröi. Einniv er vonandi að almenningur virði hið merka og nytsama starf Ferðafélagsins með því að gerast beinir þátt- takendur, sjálfum sér til hress- ingar og fróðleiks. Þrándur í Götu. STALHUSGÖGK húSuS meS hinu sterka og áferSarfallega RILSAN (NYLON 11) FramleÍSandi: STÁLIÐN HF„ Akureyri 01 bi B1 51 51 51 51 30435 Vélaleiga Steindórs, Þormóðsstöð- um. — Loftpressur, kranar, gröfur sprengivinna. Önnumst hvers konar múrbrot, sprengivinnu í húsgnmn- um og ræsum. Tökum að okkur lagningu skolpröra o.fl. Tímavinna — ákvæðisvinna. sími 10544, 30435, 84461. ÁHALDALEIGAN SÍMI13728 LElGœ YÐUR múrhamra með borum og fleyg j um, víbratora fyrir steypu, vatnsdælur, steypuhrærivél ar, hitablásara, borvélar, slípirokka, rafsuðuvélar. Sent og sótt ef óskað er. — Áhaldaleigan Skaftafelli viö Nesveg, ; Seltjarnamesi. Flytur fsskápa og pfanó. Sími 13728. BÓLSTRUN — SÍMI 83513 í Klæði og geri við bólstruð húsgögn, læt gera viö póler- ingu ef óskað er. Bólstrun Jóns Amasonar, Skaftahlíð 28. Simi 83513. BÓLSTRUNIN BARMAHLÍÐ 14 Klæði og geri við bólstruð húsgögn. Fljót og vönduð vinna. Úrval áklæða. — Svefnsófar og sófasett til sölu á verkstæðisveröi. Bólstrunin Barmahlíð 14, simar 10255 og 12331. Hafnfirðingar — íbúar Garðahrepps Hreinsum fljótt og vel allan fatnað einnig gluggatjöld, teppi o. fl. Leggjum áherzlu á vandaða þjónustu. Revniö viðskiptin. Þurrhreinsunin Flýtir, Reykjavíkurvegi 16. LOFTPRESSUR TRAKTORSGRÖFUR Tökum að okkur allt múrbrot, sprengingar f húsgrunn- um og holræsum. Gröfum fyrir skolpi og leggjum. ÖIl vinna f tfma- eðá ákvæðisvinnu. Vélaleiga Símonar Sírn- onarsonar, sími 33544. PÍPULAGNIR - — Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerðir, breytingar á vatns- leiðslum og hitákerfum. Hitaveitutengingar, Þétti heita og kalda krana. Geri við wc-kassa. Sími 17041. — Hilmar J. H. Lúthersson, pípulagningameistari. ‘ i FLUTNINGAÞJÓNUSTAN Við tökum að okkur alls konar flutninga. Innanbæjar og utan. Búslóðir, skrifstofuútbúnað, vélar, píanó, peninga- skápa o.fl. Leitið upplýsinga. Vanir menn. Reynið við- skiptin. Sími 25822. ___________ ER STÍFLAÐ? Fjarlægi stíflur úr vöskum, baðkerum, WC rörum og niöurföllum. Nota til þess loftþrýstitæki, rafmagnssnfgla og fleiri áhöld. Þétti krana set niður brunna. geri við biluö rör og m.fl. Vanir menn. Valur Helgason. Sími 13647. RADÍÓVIÐGERÐIR s.f. Grensásvegi 50 -- Sími 35450. — Við önnumst allar við- gerðir á útvarps-, sjónvarps-, segulbandstækjum og plötú- spilurum. Komum heim ef óskaö er. Næg bílastæði. — Sækjum, — Sendum. — Reynið viðskiptin. LOFTPRESSUR TIL LEIGU Geymið auglýsinguna. GLUGGA OG DYRAÞÉTTINGAR Tökum aö okkur að þétta opnanlega glugga, útihurðir og svalarhurðir með „Slottslisten" innfræstum varanlegum þéttilistum, nær 100% bétting gegn vatni, ryki og drag- súg. Ölafur Kr. Sigurðsson og Co. Sími 83215 frá kl. í öll minni og.stærri verk. Vanir menn. Jakob Jakobsson, sími 17604. 9—12 f.h. og eftir kl. 19 e.h. NÝSMÍÐI OG BREYTINGAR Smíða eldhúsinnréttingar og skápa, bæði í gömul og ný hús. Verkið er tekiö hvort heldur er f tfmavinnu eða fyrir ákveöiö verð. Einnig breyti ég gömlum innréttingum eftir samkomulagi. Góðir greiðsluskilmálar. Fljót afgreiösla. Símar 24613 og 38734. ER LAUST EÐA STÍFLAÐ? Festi laus hreinlætistæki. Þétti krane og WC kassa. — Hreinsa stífluð frárennslisrör með loft og hverfibörkum. Geri viö og legg ný frárennsli. Set utöu brunna. — Alls konar viðgeröir og breytingar. Þjónusta allan sólarhring- inn. Sími 25692. Hreiðar Ásmundsson. LÉTTIR VINNUPALLAR TIL LEIGU, hentugir við viðgeröir á húsum o. fl. úti eöa inni. — Sími 84-555. VERKFÆRALEIGAN HITI S/F Kársnesbraut 139, sími 41839. Leigir hitablásara, máln- ingarsprautur og kíttissprautur. KSBS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.