Vísir - 14.10.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 14.10.1969, Blaðsíða 7
V í S I R . Þriðjudagur 14. október 1969. I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTL.ÖND í MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND „M-dagur" á morgun Á þessari óvenjulegu mynd sjást forsprakkar ,M-dagsins‘ í Banda- ríkjunum, þeir Sam Brown og David Hawk, sem hafa helgað morgundaginn andstöðu við VI- etnamstríðið. Brown vonast til, að í næsta mánuði verði tveir slíkir „M-dagar“ og þrír í des- ember. Búizt er við tíðindum víða um landió. Dr. Ota Sik vikiö úr kommúnistaflokknum Forsætisnefnd slóvakíska kommúnistaflokksins til kynnti í morgun, að dr. Ota Sik hefði vikið úr flokknum. Sik stýrði efnahagsmálum í Tékkóslóvakíu á valdadögum Dubceks og leitaðist við að auka frelsi einstaklinganna. Flokkurinn segir nú, að starfsemi Siks erlendis sé brot gegn stefnu flokksins, en Ota Sik hefur dvalið í Sviss í eitt ár. Forskot Iholdsflokksins minnkar í 4% © Skoöanakönnun í Bretlandi í síð- ustu viku sýndi aöeins 4% for- skot íhaldsflokksins fram yfir Verkamannaflokkinn. Hefur aldr ei munað minna, frá því að stjórn Wilsons laekkaöi gengi pundsins áriö 1967. • Munur þessi var 25% íhalds- mönnum í vil fyrir sjö mánuð- um. © Heath, formanni íhaldsflokks- ins, vegnar ekki vel í skoðana- könnunum. Aöeins 27 af hundr- aði fólks telja, að hann yröi „góður forsætisráðherra". 50 áf hundraöi segja, aö Wilson „standi sig vel í stöðu sinni“. Soiusarnir hafa farið 45, 29 og 13 hringi ® Geimfararnir í Sojusar- förunum vöknuðu um sjö- leytið í morgun. Þá hafði Soj- us 6. farið 45 ferðir umhverf- is jörðu, Sojus 7. 29, og hið síöasta, er skotið var upp í gær, hafði lokið við 13 ferðir. # Vladimir Sjatalov, foringi þessarar ferðar, sagði í morgun, að öllum hinum sjö mönnum liði vel, og heföu þeir tekið til við verkefni sín, eins og ætlað var. Ekki var nánar skýrt frá tilgangi ferð- arinnar, fremur en fyrr. ,Ekki aðgerðir gegn Svíum' — Nilsson til fundar við Rogers og Fulbright. — Fær SAS 30 milljarða? • TalsmaÖur bandarísku stjórnarinnar gaf í skyn í gærkvöldi, aö ólíklegt sé, að gripið verði til nokkurra efnahagslegra gagnað- gerða gegn Svíum, þótt þeir hyggist styrkja Norð- ur-Víetnam. Bent er á það í Washington, að mjög sé ljóst, hvernig Svíar hugsa sér aöstoð þessa. Norömenn og Danir revna nú aö fá Svía til að gangast ásamt þeim fyrir aðstoð við báða hiuta Víetnam, en ekki fyrr en stríðinu er lokið. Málið mun væntanlega skýrast í næstu viku, þegar utanríkisnefnd sænska. þingsins kemijr til Wash- ington. Nefndin ferðast um Ba-nda- ríkin, fyrst til New York og síðan Kanada og dvelst loks nokkra daga í Washington. Torsten Nilsson, ut- anrjkisráðherra, mun ræða við William Fulbright, formann utan- ríkisnefndar öldungadeildarinnar, og reynt er að stofna til viðræðna milli Nilssons og Willi- am Rogers utanríkisráðherra Banda ríkjanna. Mál þetta er einkum mikilvægt fyrir flugfélagið SAS, sem hyggst kaupa nýjar Boeing 747 flugvélar. Var í ráði að lán yrði tekið til kaupanna hjá Export-Import bank- anum í Bandaríkjunum að upphæð á mijli 20 og 30 milljarðar ísl. kr. Bankinn athugar nú, hvort af slíku láni geti oröið. „Stríðið í Norður-írlandi mun standa í mörg ár — segir Dennis Healey Hermálaráðherra Breta, Dennis Healey, sagði í gær kvöldi, að Bretar yröu að minnka herafla sinn hjá Atlantshafsbandalaginu, yrði framhald á átökunum í Norður-írlandi. — Hann taldi, að stríðið þar mundi standa „ekki aðeins í marga mánuði heldur i mörg ár.“ Torsten Nilsson. KÍNVERJAR SLEPPA 3JA BLAÐAMANNINUM Gordonfjölskyldan tvö ár i stofufangelsi Brezki blaðamaðurinn Eric Gordon, kona hans og þrettán ára sonur voru látin laus í Kína í niorgun eftír nær tveggja ára stofufangelsi. Hcldu þau strax yfir landamærin til Hongkong. Gordon er þriðji brezki blaða- maðurinn, sem leystur er úr haldi i Kína í þessum mánuði. Hinir fyrri voru Ánthony Grey og hinn 69 ára Norman Barrymaine. Grey var sleppt hinn 4. október og Barry- maine síðastliðinn laugardag. Barry maine liggur þungt haldinn á sjúkra húsi í Hongkong. Gordon-fjölskyldan var við góða liðan í morgun. Hún hafði komið til Kína árið 1965, og starfaöi Gord- on við fréttamennsku. Þau voru handtekin í nóvember 1967, og ekk- ert spurðist til þeirra þar til í febrúar í velur. Aldrei varð upp- skátt uni ákærur á hendur þeim. Voru þau í stofufangelsi á „vinar- heimilinu", sem var matstofa út- lendinga í Peking. Séra Paisley svaraöi í morgun gagnrýni brezka innanríkisráöherr- ans . Callaghans, og kallaði hann „mann, sem skriði fyrir kaþólsku kirkjunni". Callaghan hafði sagt, að Paisley „notaði sér orðalag Biblí- unnar til aö æsa upp fölk og hylja hin eiginlegu vandamál, félagsleg og efnahagsleg", sem við væri að stríða í Norður-Irlandi. Nokkuð kyrrt var í Belfast í nótt, enda hefur rignt þar mikið og það dregið úr æstu skapi. Þó var slegizt í gærkvöldi á nokkrum stöðum, en fólk hélt heim til sín undír miðnættið. Kona særöist í morgun af slysaskoti úr byssu brezks hermanns. Hermenn stóðu á Verði uppi. á húsþökum í nótt, viða um Belfastborg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.