Vísir - 14.10.1969, Blaðsíða 6

Vísir - 14.10.1969, Blaðsíða 6
6 V f S I R . Þriðjudagur 14. október 1969. m EINUM STAÐ Fóið þér (slenzk gólfteppl fró: TEPPIíf ’Mcrol lía i: JU bV ZUtíma Ennfremur ódýr EVLAN teppl. SpariÖ tfma og fyrirhöfn, og verzlið á einum sfcð. C X Dag* viku* og mánaöargjald & 220-22 Wjl BÍLALEIGAN MJAIAJltf RAUOARÁRSTÍG 31 —Listir -Bækur -Menningarmál- Hjörleifur Sigurðsson skr'far myndlistargagnrýni: Bundin form og frjáls Cnorri Sveinn kemur nú með sýningu í annaö sinn. Hin fyrri var óvenjulega heilsteypt enda ljóst, aö höf. gekk ekki út úr smiðjunni fyrr en hann hafði leyst verkefnin á sann- færandi hátt og hert svo tengsl verkanna, að þau mynduöu ó- umdeilanlega hlekki í einni og sömu keðjunni .. en einmitt þetta grundvallaratriði gleymist mörgum sæmilega upplýstum myndlistarmönnum. Vitaskuld mátti finna að nokkrum atrið- um. Ég læt nægja að benda á, að ljósu bogalínumar féllu ekki jafnvel inn f heildarmynd- ina og dökku hnoðramir og myrku bakfletirnir. En viö skulum ekki staðnæmast of lengi við fortíðina þótt hún sé gimilegt íhugunarefni. Nú hef- ur veröld hans tekið stakka- skiptum: Fjölmargir safaríkir tónar olíulitanna koma í stað grárrar snertingar á yfirborði teikningar eða grafíkmyndar en þáttur formeininganna og sam- fylkingar þeirra er samt miklu sterkari i viðleitni málárans: að horfa til ýmissa átta f senn. Þaö er hinn feiti og síhreyfan- legi grunnur, sem verður að taka á móti býsna óh'kum ver- um, er koma eins og þjótandi utan úr geimnum. Langbeztur verður árangurinn þegar Snorri Sveinn klippir bæöi hala og bak- hluta af hersingunni. Ef til vill er skringilegt aö lýsa Ljósþrá (nr. 2 á sýningarskrá) á framan- greindan hátt en hún altént miklu þéttari og gimilegri heimur en myndimar á lang- veggjunum austan og vestan. Einnig vil ég nefna Umbreyt- ingu frá 1966, málverkin nr. 4, 16 og 17 sem dæmi um það hvernig málarinn getur sætt formrænar andstæður en not- fært sér skerpuna engu að síð- ur. Aftur á móti er sjöunda málverkið grunnt og fellur út úr rammanum, sem höfundurinn kaus f upphafi Níunda getur miklazt af góðum litum, en skreytingar- eða ofhleðslutil- hneigingin dregur úr áhrifa- mætti hennar. Sýningin leiöir glöggt í Ijós, að Snorri Sveinn ákvað meö sjálfum sér að halda út á torsóttari brautir, sprengja hringinn, sem hann hafði dregiö upp og fyllt lífi af svo mikilli alúð og nákvæmni. Vafalaust hefur hann gert sér grein fyrir þvf, að slfku fylgdi nokkur á- hætta en löngunin til endumýj- únar og framsóknar sigraði þægindakenndina (og deyfðina) er smám saman fylgir því aö hjakka í sama farinu. Við kom- umst ekki hjá aö skoða nýjustu verk málarans í ljósi þessara staðreynda. Hann er góðum hæfileikum búinn, en ákveðinn tónn vefst dálftið fyrir honum, að minnsta kosti í bili. Þó eru nokkur málverkanna í Bogasal fortakslaust ávöxtur bjartra stunda og kynlegs andrúmslofts í völundarhúsi myndlistarinnar. Stefán Edelstein skrifar tónlistargagnrýni: Háfleygustu vonir rættust TTinn prýðilegi bandaríski píanóleikari Ann Schein var búin að sannfæra tónlistar- unnendur með einleik sínum í 3. píanókonsert Rakhmaninoffs s.l. fimmtudagskvöld. Það ríkti því spenningur og tilhlökkun á tónleikum Tónlistarfélagsins s.l. laugardag, þar sem Ann Schein lék verk eftir Schubert, Schu- mann og Elliott Carter. Ég held það sé ekki ofmælt, að háfleygustu vonir hlustenda hafi rætzt. Leikur listakonunn- ar hefur ýmislegt umfram þroska og öryggi: tónninn, sem hún laðar fram úr hljóöfærinu, er meö eindæmum hljómfagur; það eru fyrst og fremst gæöi tónsins, sem hefja leik Ann Schein upp yfir flatneskju venjulegrar spilamennsku. „Cantabiie-leikur“ hennar, t. d. í Schubert, var með þvf fall- egasta, sem ég man eftir að hafa beyrt hér á tónleikapalli. Fyrsti kafli Schubert sónöt- unnar stóö undir bannmerki þessa „syngjandi" tóns. Hinn frekar tilkomulitli hægi kafli sónötunnar varð sannfærandi í túlkun Ann Schein, hún lék hann (heldur of hægt þó, að mínum dómi) eins og hún tryði á innihaldslegt gildi hans. Síð- asti kaflinn tókst ekki eins vel, einstaka ónákvæmni lýtti held- ur leikinn, en þessi kafli er eiginlega hálfgerð vandræða- smíði hvort eð er, og hef ég aldrei heyrt hann vel spilaðan — veilan liggur.frekar hjá tón- skáldinu en hjá túlkanda. Sónatan eftir bandaríska tón- skáldið Elliott Carter er risa- vaxin tónsmíð, sem gerir engar smákröfur til einleikarans. Stöndum við í mikilli þakkar- skuld við Ann Schein fyrir að flytja okkur svo sjaldheyrða tónlist. Þetta er ákaflega sann- færandi og upprunalegt verk eins bezta núlifandi tónskálds Bandaríkjanna. Að lokum heyrðum við són- ötu Schumanns op. 11. Það sem skrifað var um Schubert hér að framan, gildir einnig um Schumann: í nótna- og hljóma- gróðri hinna rómantísku tón- skálda hættir stundum viö, að trén sjáist ekki fyrir skóginum. En túlkun Ann Schein er svo skýr, aðalatriði og aukaatriði svo vel aðgreind, að aldrei vill- ist hlustandinn — og aldrei sofnar hann — tónlistin seytlar ekki áfram, heldur beinir kröf- um sínum til móttakanda - hann verður virkur þátttakandi. Að lokum dynjandi lófatak og aukalög. Hafi Ann Schein þökk fyrir komuna, og veri hún vel- komin aftur. JON LOFTSSON h/f hringbraut 121,sími íosoo ^ ÖKUKENNSLA Útvega öll gögn varðandi bílpróf. Geir P. Þormar. Símar 19896 og 21772. Skilaboð Gufunes, sími 22384. AlfGHlVég hvili *§■, IJh með gleraugum fiú iWilF Austurstræti 20, sími 14566. □SVALDUR DANÍEL 'írautarholti 18 Simi 15585 SKILTI og AUGLYSDMGAR BtLAAUGT VSTNGAR ENDURSKTNSSTAFIR S BlLNÚMER UTANHÚSS AUGLÝSINGAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.