Vísir - 14.10.1969, Side 5

Vísir - 14.10.1969, Side 5
V í Srf R . Þriðjudagur 14. október 1969. 5 Heimatilbúnir síldarréttir „JTftirspurnin hefur aukizt eft- ir því sern síldin hefur orð ið dýrari", varsvar.sem Kvenna siðan fékk, þegar hún forvitnað- ist am framboö og eftirspurn eftir síld, fyrir skömmu. Eftir þessu aö dæma ætti aö koma mikiTl fjörkippur í síld- arsödu — ef síldin veröur þá á markaöinum fyrir íslendinga. Þaö getur nefnilega hent, að viö verðum aö bíta í þaö súra epli að standa uppi síldarlaus vegna þess, að aörir þjóöir, sem vilja fá sild hvað sem þaö kostar hióða þaö mikiö í hana, aö sild- in veröi eingöngu útflutnings- vara, eða þá að hún fari ein- faldlega í beitu. „Ööruvísi mér áöur brá“, seg- ir orðtækiö. Árum saman hefur veriö fussaö og sveiaö yfir síld- inni og hún varla talin boöleg á matarboröíö, þótt aörar ná- grannaþjóöir hafi notfært sér hana sem lostæti á meöan. Þá var hægt að fá sildina ödýra. Til skamms tíma hefur Ora selt 'frá sér saitsild í 15 lítra plastfötum á 600 krónur. Nú má búast við aö veröiö hækki nokkuö. Kvennasiðan hafði einn ig tal af einum fisksala og var hann með saltsíld á boðstólum á 11 kr. stykkið. Ef hægt veröur aö fá síld og þótt hún hækki eitthvað, má gera góö kaup á síld með þvi aö kaupa meira magn af henni. — „Síld á morgunveröarboröið,“ segja nágrannar okkar á Norður löndunum, sem þekkja bezt til þess hvaö hægt er að gera úr síld. Sildarborö einu sinni í viku ætti að vera vel þegið af fjöl- skyldunrri, þegar hún kemst á bragðið. Hér koma nokkrar uppskrift- ir að síklarréttum, og er miðað við saltsíki. Eyrst eru uppskri'ftir aó sihiar- salötum. Síldai'salatrð hennar ömmu Ein sild eöa tvö flök, 5 dl sax- aðar rauðrófur, 2 dl saxaöar soön ar gulrætur, 1 dl, saxaöar, soðn ar kartöflur, 1—2 söxuð epli, 1 sultuö og söxuö agúrka, 2 msk sykur, rauðrófusafi, pipar. — Skreytt meö 2—3 harðsoðnum eggjum, 2 dl rjóma. Flökin afvötnuð yfir nóttina. Sneiöiö niöur sild, rauörófur, gul rætur, kartöflur epli og gúrkuna í smáa teninga. Blandiö vel sam- an. Bragöbætiö með sykri, pipar nokkrum matsk. rauörófusafa. Setjiö salatið í skál, skreytið meö eggjabátum og þeyttum rjóma. Beriö afganginn af rjóm anum fram í annarri skál. Síld í tómat 2 sildar eöa 4 flök, lögur: 4 msk. tómatkraftur, 1 /2 dl mat arolía og 1 msk edik blandaö saman, 1 msk sykur, 1 saxaöur laukur, 2-3 msk söxuð stein- selja, pipar. Afvatniö sildina i 8—12 klst. Þurrkið flökin vel og skerið niö ur í tveggja cm breiöa bita. — Blandiö saman öllu, sem á aö fara í löginn og hellið yfir eöa kringum síldina. Látið standa yf- ir nóttina. Skreytið meó litlum steinseljugreinum. Síldarkokkteiil Uppskriftin er ætluð fjórum. Ein sild eða tvö flök, 1 salat- höfuð, 2 msk saxaðar rauörófur, 2 msk kapers, 2 msk saxaður Iaukur, 2 msk saðaöur graslauk ur, 4 eggjarauður. Sósa: 2 msk tómatsósa, 1 msk rjómi, rifin piparrót. Hreinsið síldina og afvatnið í um það bil 12 tíma. Flakið síld ina og skerið i mjög litla bita. Rífiö salatiö f ræmur og skiptið því í litlar skálar. Skiptiö síldinni rauðrófunum, kapes, lauk og graslauk á skálarnar og setjið eina eggjarauöu í hverja skáí. Blandið sósuna og hellið oftir- litlu af henni yfir hvern skammt. Síld á brauðl Fjórir fjóra. Tvö vel afvötmtð sildarflök, 4 ristaöar brauösneið ar, 1 msk smjör, 1 harösoöiö egg, 1. msk saxaöur laukur, 50- 75 gr majones, 2 msk rifinn ostur. Smyrjiö brauðsneiöarnar og setjið í ofnfast fat. Skerið síld- ina í litla bita. Stappiöeggiðmeð gaffli, deilið niður sild, egginu og lauknum á brauösneiðarnar. Smyrjiö majonesinu yfir brauö- sneiöarnar, stráið ostinum yfir og bakiö í heitum ofni. Síldin er ennþá holl fæða, þótt hún kunni að vera dýrari nú en áður, og eftirsótt er hún af nágrannaþjóðunum, sem gætu kennt íslendingum heilmikið um meðferð síldarinnar og hvern ig eigi að borða þennan lúxusmat. KVÍMNASffiÁ Kvöldverðarsíld Tvær síldar eöa 4 flök, 1 stór laukur, 3 dl súr rjómi, 3 msk kavíar, 2 harösoðin egg, 1 tómat graslaukur,- Hreinsið og flakið sildina, af- vatnið í 8 klst. Skerið laukinn i þunnar sneiðar, setjið hann í botninn á fati. Þerrið síldarfiök- in, skerið i breiða bita og leggiö í röð ofan á laukinn. Blandið saman súra rjómanum og kaví- arnum og setjið yfir. Skerið egg og tómata niður í báta. Skreyt ið fatiö meö bátunum og með miklu af klípptum graslauk. — Berið síldina fram vel kalda meö soðnum kartöflum. Síldarbúðingur meö karrý. Tvær síldar eöa 4 flök, 1—2 meðalstórir laukar, 1—2 epli, 1 —2 tsk karrý, 1 dl rjómi, 2 msk smjör eða smjörlíki, 2 msk rasp. Hreinsið og flakið síldina. Af- vatniö yfir nóttina. Skerið iauk- inn í þunnar sneiöar. FlysjiÖ epl in og takiö kjarnann úr og rífió eða skerið í smáa teninga. — Smyrjið ofnfast fat eða form meö smjörlíkinu, stráiö raspinu yfir. Setjið eplin í botninn, látið renna af sildinni og setjiö hana í röð vfir eplin, stingið lauksneiö unum niöur milli sildarflakanna. Blandið saman karrý og rjóma og hellið yfir. Stráiö raspi yfir og afganginum af smjörlikinu. — Bakió í ofninum í um það bil 20 min. við 225 gráða htóa. BORÐKRÓKSHUSGOGN ELDAVÉLAR SKOLAVORÐUSTIG 16 SÍMI 14275 n Einum sthð FáiS ELDHUSVIFTUR ELDAVELASETT KÆLISKÁPA FRYSTISKÁPA 1 I I I I 1 | VEKKTAKAR! — HÚSBYGGJENDUK!| MAGNUS FBAMKVÆMU.M ALLS- KONAR JARÐÍTUVINNU utanboRGAR SEM INNAN 2005-82972 ARINÓ SF I 1 I I Seljum bruna- og annað fyllingarefni & mjög hagstæðu veröi. Gerum tilboö i jarðvegsskiptingar og alla flutninga. ÞUNGAFLUTNINGAR h/f . Sími 34635 . Pósthólf 741 :------------ . J ® Notaðir bílar til sölu ® Höfum kaupendur að Volkswagen og Land-Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu. Til söiu í dag: Volkswagen 1200 ’58 ’59 ’61 ’65 ’68 Volkswagen 1300 ’66 ’67 ’68 Volkswagen 1500 ’67 ’68 Volkswagen Fastback ’66 ’68 Volkswagen sendiferðabifr. ’63 ’65 ’68 Volkswagen station ’63 ’64 Land-Rover bensín ’62 ’64 ’65 ’66 ’67 Land-Rover dísil ’65 Saab ’65 ’67. Willys ’42 ’66 ’67 Fiat 600 T sendiferðabifr. ’67 Toyota Crown De Luxe ’66 Volvo station ’55 Chevy-van ’66 Vauxhall 2000 station ’69 Volga ’65 Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot af rúmgóðum og giæsilegum sýningarsal okkar. Stmi 21240 HEKLA hf Laugaveqi 170-172

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.