Vísir - 07.11.1969, Side 2

Vísir - 07.11.1969, Side 2
VIS IR . Föstudagur 7. nóvember 19BÍ» HAUKAR eða FRAM? ■ Eru það Haukar eða Fram? spyrja handknatt leiksáhugamenn strax í upphafi 1. deildarinnar í handknattleik. — Fram vann FH naumlega, en Haukar unnu gríðarstór- an sigur yfir KR-ingum. Hvað skyldi þetta boöa? Spurningin er sú hvort Hauk ar meö sitt jafna og góða lið komi betur út heldur en „þeir stóru::, þ.e. FH og Fram, því óneitanlega hefur barátta þess ara liða sett sterkan svip á hand knattleikinn undanfarin ár. Svar við þessari spurningu fæst e.t.v. að einhverju leyti um helgina, því á sunnudagskvöldið leika Haukar og Fram í Laugar- dalshöllinni, og óneitanlega hef- ur sá leikur mikið að segja. Þar munu topparnir mætast, og vissu lega hafa Haukamir blandað sér verulega í toppstríöið undanfar in ár skoðunar að Haukar muni nú loks fara með Islandsbikarinn til síns heima, enda staðreynd að í því' liði eru ekki neinir fúnir hlekkir, liðið nokkuð jafnt og einstaklingarnir sterkir. Þessi leikur, sem örugglega verður í sviðsljósinu um helgina er seinni leikurinn, en fyrri leik- inn leika Valur og Víkingur en að auki fer fram 2. deildarleikur milli Akraness og Keflavíkur og hefst hann kl. 19.15. Tíu leikkvöld fara fram í 1. deild fram að áramótum, síðasta miðvikudaginn 17. desember. — Þessir leikir eru: Miðvikudagurinn 19. nóv. KR- Valur og FH—Víkingur. Sunnudaginn 23. nóv. Haukar — Valur og KR—FH. Miðvikudaginn 26. nóv. Fram —Víkingur og Haukar—FH, sem sannarlega er einn stóm leikj- anna, leikur úrslitaliðanna í Reykjanesmótinu. Sunnudaginn 14. des. verður aftur tekið til við 1. deildina eftir hlé vegna landsleikja ytra og leika þá KR-Víkingur og Fram—Valur, en það em úrslita liðin í Reykjavíkurmótinu og Miövikudaginn 17. des. leika má búast við hörkuspennandi síðan Haukar og Víkingur og KR leik ekki síður en þegar Valur —Fram. vann Rvíkur-mótið á dögunum. • VIÐAR SÍMONARSON, Haukum, er orðinn einn bezti handknattleiksmaðurinn okk- ar, léttur og frískur. Áður var hann talinn „Hálogalandsmað ur“, þ. e. leikmaður, sem að- eins náði árangri í litlum sal. Hér flýgur hann inn af lín- unni i leiknum gegn Honved. M Ei'lvndav fréttiv • Austurriki sigraði Skotland i undankeppni HM í fyrrakvöld í Vín með 2:0. I þessum riðli HM- knattspyrnunnar hafa V-Þjóðverjar þegar tryggt sér sigur og þar með úrslitasæti í Mexíkó með 15 þjóð- um öðrum. Þeir hafa 11 stig, Aust- urrfki 7 Skotar 6 og Kýpur ekkert stig, en keppninni er nú lokið. O Dregið verður um leikina í úr- slitakeppnj HM í knattspymu í Mexíkó 11. janúar n.k. Alþjóðasam band knattspyrnumanna lét frétt um þetta frá sér fara i gær. • Ungverjar unnu írland 4:0 í HM knattspyrnunni í fyrrakvöld í Búdapest. Ungverjar og Tékkar uröu því efstir og jafnir í riölinum með 9 stig. Leika liöin aukaleik um Mexíkó-ferðina, en ijúki þeim leik með jafntefli mun markatalan ráða Ungverjar hafa markatöluna 16:7 en Tékkar 12:6. Markatala Ungverj anna er heldur betri og nægir þeim því jafnteflið. Danir urðu þriðju í þessum riöli með 5 stig, írar fengu aðeins eitt stig. • Moskvuliðið Kuntsevo sigraði hollenzka liðið Sittardia í Evrópu- bikarkeppninni í handknattleik með 31:11 eftir að hafa yfir 14:8 í hálf leik. Leikurinn fór fram í Moskvu. • Júgóslavar unnu Austurríki með 2:1 í Evrópubikarkeppni fyrir áhugamenn í knattspymu. Leikurinn fór fram f Osijek í Júgó- slavfu. 9 George Young, gamall fyrirliði Glasgow Rangers, mætti á landsliðsæfingunni á miðvikudagskvöldið og horfði á liðið æfa. Young er kunningi Alberts Guðmundssonar og var hér með tveim Skotum öðrum. Vöktu þeir máls á meiri samskiptum Islands og Skotlands á íþróttasviðinu. „Ég tel litlar líkur á að ís- lenzkir dómarar komi til álita þegar valið verður til Mexí- kóferðar,“ sagði Magnús Pét- ursson knattspymudómari, þegar við spurðum hann að því í gær, hvort íslenzkir dóm arar kæmu ekki til greina á HM f knattspymu. Magnús kom í vikunni frá Florens á Italíu, þar sem hann og tveir félagar hans í milliríkjadóm- arastétt, Hannes Þ. Sigurðs- son og Guðmundur Haralds- son, sátu fyrsta Evrópuþing knattspymudómara. , Magnús kvað það hafa veriö mikið baráttumál dómara í Flór ens að ota sínum tota í sam- bandi við „draumaferöina" til Mexíkó, en nú er lögð áherzla á að dómaramir komi ekki frá þeim 16 þjóðum, sem eiga lið f úrslitum, eða eins lítið og hægt er. — Mundu íslenzkir dómarar þora að standa i þessu? „Jú, auövitað, hótanir brazi- líska þjálfarans Saldanha vegna ekki mikið upp á móti hundrað þúsund króna ferðalagi til Mexí kó. Það er vel þess virði að láta kasta sér út af vellinum, ef eitt hvað mistekst“. — Hver vora helztu málin á þinginu í Flórens? „Fjölmargir fyrirlestrar voru fluttir á þinginu og of langt mál yrði að tíunda þá f stuttu spjalli, Þama var farið yfir helztu reglur og þær túlkaðar af frægum kunnáttumönnum. Þaö nægir e.t.v. að nefna nöfn eins og Stanley Rous, Matt Busby, Helmut Schön og Hans Bang- erter. Þingið var haldið frá þvi snemma morguns þriðjudaginn 28. okt. og hélt áfram miðviku- dag og fimmtudag fram á kvöld". Á ráöstefnunni komu saman 100 evrópskir dómarar frá 33 lðndum. Ráðstefnan er fyrir „Top-Class Referees", eins og segir f bæklingnum frá ráðstefn- unni, enda voru margir helztu dómarar heimsins þarna, t.d. Lo Bello og Istvan Zsolt frá Ung- verjalandi, auk portúgalska dóm arans Antonio Ribeiro, sem er eini atvinnuknattspyrnudómar- inn í heiminum. Hefur hann sem dæmi fyrir 4 mánaöa ferð til Brazilfu 10 þúsund dollara og all an kostnað greiddan, fyrir að dæma f atvinnuknattspymu þar f landi Ítalíumeistararnir í knatt- spyrnu, félagið Fiorentino í Flór ens hélt okkur veglega veizlu og leysti okkur út með gjöfum, seg ir Magnús. „Helzti ávinningur inn var þó að fá tækifæri til að ræða viö dómara af ýmsum þjóð emum. Vandamál þeirra eru á- kaflega svipuð og okkar vanda mál, og því var það einstakt tækifæri að bera saman bækur sínar við þá. Við erum ákaflega þakklátir fyrir þetta tækifæri, sem við fengum“, sagði Magnús að lokum. Þess skal getið að Evröpusam bandið (UEFA) hafðj allan veg og vanda af ferðinni og kostaði hana að öllu leyti. Þr'ir 'islenzkir knaftspyrnudómarar á ráðstefnu i Flórens: „Draumaferðin" til Mexíkó baráttumál erlendra dómara

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.