Vísir - 07.11.1969, Page 5

Vísir - 07.11.1969, Page 5
V Í‘S I R . Föstudagur 7. nóvember 1969. 1 Svona lítur nýja tízkan í kvöldklæðnaði ka rlmanna út. Flegið hálsmál á skyrtum og jökkum, efnin flauel, brókaði og silki, skrautkeðjur um mitti og háls. Bylting i karl- mannafaiafizkunni: Gegnsæjar náttskyrtur með púff- ermum |Z venfatatízkan er alltaf ann- J aó slagið til umræöu hér á síðunni, hins vegar hefur karl- mannafatatízkan orðiö mjög út undan og á það sínar orsakir Aöalorsökin er sú aö karlmenn hafa nú árum saman gengiö í eins konar „einkennisbúningi", þaö er aö segja jakkafötunum klassísku og hafa breytingar á þeim veriö sáralitlar, síöustu áratugina. Engin bylting hefur oröiö þar eins og gerist nærri á hverju hausti í kvenfatatízk- unni, fyrr en síðustu tvö til þrjú árfn. Þær breytingar, sem hafa orðiö á karlmannafötunum þann tíma eru hins vegar miklar. Þaö var ekki óvenjulegt aö karlmenn klæddust tízkufötum fyrr á tímum, en nútíminn (íKVENN&Sjflí breytti því, og þannig hefur það veriö þar til nú. Tveir þekktustu tízkuteiknar- ar Bandaríkjanna, þeir Bill Blass og John Weitz hafa nú innleitt nýja karlmannafatatízku þar í Iandi. Sú tizka er all byltingar- kennd, eins og sést á þvi, aö línan, sem þeir gefa fyrir karl- mannaföt. næsta sumars, segir: „ekkert aö ofan“ og vetrartizk- an, „flauel yfir nöktu brjósti — og eins flegið hálsmál og hver treystir sér til að bera“. Eða eins og Weitz spáir „gullið tæki færi fyrir bringubreiöa karl- menn“ Þessi tízkulína, að karlmenn- imir eigi að hafa skyrtuna vel flegna frá bringunni er alþjóö- Ieg. í Austurríki hefur karl- mannafataframleiðandinn Lic- ona komið með á markaöinn mjög nýtizkuleg, svört kvöld- föt, sem sýna vel bringu þess, sem ber þau. Jafnvel það gam- algróna, viröulega tízkufyrir- tæki, Tízkustofnunin í Köln hef ur komið með herrajakka úr silf urlame á markaðinn og trekvart jakka úr rósóttu brókaöi og „Hamlet-stílinn“ í karlmannaföt um þar sem púffermar eru not- aöar, svart flauel og flegið háls- mál. ítalinn Samo hefur sýnt gegn sæjar náttskyrtur meö púfferm um eða ermum í trompetstil, mjög flegnar og úr gullofnu ind versku silki. Kollegi hans, Val- entino hefur hins vegar komiö fram með mikið útsaumaöa ból erójakka, og eru skyrtur stund- um notaöar viö þá og stundum ekki. Þessi þróun karlmannafata- tízkunnar er e. t. v. ösköp eðli- Ieg. Kvenfólkiö hefur gengið hart fram í því á seinni árum, aö yfirtaka ýmislegt frá karl- mannafatatízkunni, nú síðast er það buxnadragtin t. d. Engan skal því furða þótt karlmenn næli sér í eitthvað, sem kven- fólkið hefur haft einkarétt á, samkvæmt heföinni, undanfarna áratugi, og eflaust mun kven- þjóðinni finnast það skemmti- leg tilbreyting að sjá karlmenn- ina breyta ti! frá hinum óásjá- legu jakkafötum i skrautlega búninga. Hipparnir hafa haft mikil áhrif á karimannafata- tízkuna. Því er ekki að fiirða, þótí tízkuherr- amir á rnyndinni klæðist eins og þeir gera á frum- sýningu hippa- söngleiksins „Hár“ í Hamborg á dogunum. ídýfur, þægilegar í veizlum Tjaö aö nota ídýfur í smáveizl ■*" um, sem maöur efnir til fyr ir kunningjana er oröið vinsælt, viðar en hér. Danir hafa nú upp götvað hversu þægilegt er að bera fram ídýfur, og kex, til aö hafa meö á veizluboröinu, fyrir veizlukvöldverðinn eða í smá- veizlum fyrir kunningjana. Nú eru Bandaríkjamenn einn- ig farnir að útbúa ídýfur í pökk um, sem afar fljótlegt er aö búa ta. Hér hefur saltkex mikiö veriö notaö til aö dýfa í, en hjá Dön- um er þaö nýjasta hrökkbrauð, sem er skoriö í smábita og dýft í. Hér eru þrjár danskar upp- skriftir aö ídýfum: Tóniatídýfa: 3 dl. súr rjómi, 1 msk. tómatkraftur, úr dós, 1 tsk. hvítlauksduft, 2 msk. fint- saxaður grænn piparávöxtur. Ostaídýfa: 1 dl. rifinn, sterkur ostur, 3 dl. léttþeyttur rjómi, !/2 tsk. salt, 2 tsk. franskt sinnep, 1 tsk. kúmen. Kaviarídýfa: 3 dl. súnnjólk, of- urlítill þeyttur rjómi, 3 tsk. rif- in, ný piparrót og V/2 msk. kavíar. Og ein uppskrift, sem hefur verið notuö hér, i lokin: Laukídýfa: Einum pakka af lauk súpu er blandaö saman við þeyttan rjóma. Bragðið verður sterkara viö geymslu. idýfurnar eru settar i skálar. Gestirnir fá hver um sig litla diska til að fá sér kex og ídýfu á. Rauövín hæfir vel í „smá- ídýfuveizlu", en allar tegundir léttra vína og kokkteilar eru ein ig tilvaldir „ídýfudrykkir." Nýtízku gluggatjaldabrautir frá Gardinia og allt til- heyrandi. — Þær fást með eða án kappa, einfaldar og tvöfaldar, vegg eða lóftfestingar. Úrval viðarlita, einnig spónlagðir kappar í ýmsum breiddum. §ardinia Gardínubrautir sf. Laugavegi 133, sími 20745. j_ i»l 1.111 1» FERÐAFÓLK! Athugið, að 8 beztu herbergin með baði eru opin til útlána á vetrarverði. HÓTEL VARÐBORG AKUREYRI SÍMI 96-12600 n Einum sthu Fóið þér: L ELDAVÉLASETT KÆLISKÁPA FRYSTISKÁPA ELDHUSVIFTUR ' BORÐKRÖKSHÚSGÖGN ELDAVÉLAR Hf. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 SÍMI 14275

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.