Vísir - 07.11.1969, Síða 7
VISIR . Föstudagur 7. nóvember 1969.
7
I MORGUN ÚTLÖIMDÍ MoAGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
Árangursrikir fundir Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna am Súez-deiluna
Ríkisstjórn Bandaríkjanna I Sovétmanna“ um deilur
kallaði blaðafréttir um Israels og Araba í gær-
„samkomulag hennar og I kvöldi „ýktar“. Hún viður-
kenndi þó, að mikill ár-
angur hefur náðst í viðræð
unum við Sovétmenn.
28 fc>ús. hermenn tilbúnir
vegna „motmæladaganna" /
Bandaríkjunum 13.-15. nóv.
Joseph Sisco, aðstoðarutanríkis-
ráðherra, og Anatolij Dobrynin,
sovézki ambassadorinn, hafa átt
með sér nokkra fundi. Lausafregn-
ir hafa hermt, að þeir hafi samið
friðartilboð, sem þeir hyggist leggja
fyrir deiluaðila.
Talsmaður utanríkisráóuneytisins
í Washington segir, aö Bret'um og
Frökkum sé jafnóðum skýrt frá
gangi mála. Ennfremur hafi ísra-
elsmönnum og Aröbum verið greint
frá nýjum sjónarmiðum, sem fram
hafi komið í viðræðunum til lausn-
ar vandanum.
Talsmaðurinn kvaðst vona, að
þessar viðræður yrðu upphaf fjór-
veldaviðræður um Mið-Austur]ö,nd
innan tíðar og Gunnar Jarring gæti
hafið störf að nýju sem sáttasemj-
ari austur þar.
55. Star-
fighter-
flugmaðurinn
ferst
| Flugmaöur fórst í Vestur-Þýzka-
Iandi í gærkvöldi, er orrustu-
flugvél af Starfighter-gerð hrap-
aði í ána Weser. Þetta er 55.
flugmaðurinn, sem lætur lífið i
flugslysi í þessari tegund flug-
véla í Vestur-Þýzkalandi.
© Miklar ýfirfgar hala verið í
Vestur-Þýzkalandi um Starfight
er, og varð Strauss, fyrrum ráð-
herra, að þola margar ákúrur
af hálfu andstæöinga út af þeim,
einkum meðan sósíaldemókrat-
ar voru í stjórnarandstöðu. Ekk-
ert lát virðist enn ætla að veröa
á hrakförum þessara véla.
Ríkisstjórnin og héraða-
stjórnir um öll Bandaríkin
búa sig nú undir, að til á-
Læknirinn dr. Spock er í farar-
broddi „mótmælenda“ í Bandarikj-
unum og í stöðugri streitú við
yfirvöld.
taka kunni að koma eftir
viku, þegar „m-dagar“
verða í landinu til að mót-
mæla styrjöldinni í Víet-
nam, en það eru 13.—15.
nóvember.
28.000 hermenn eru tilbúnir að
skerast í leikinn, deildir úr þjóð-
varðliðinu verða kallaðar „til æf-
inga“, og lögreglumenn í Washing-
ton fá ekki leyfi.
Leyfð hefur verið „gangan í dauð
ann“, sem byrjar á fimmtudag. Þá
munu 40 þúsund manns ganga í
tveimur röðum frá kirkjugarðinum
í Arlington til Hvíta hússins. Fólk-
ið mun bera Ijós og spjöld með
nöfnum fallinna Bandaríkjamanna
í Suður-Víetnam og þeirra þorpa,
sem eytt hefur verið í Suður-Víet-
nam.
Nixon forseti verður þá í Florída
og fylgist meö ferð Apollo 12 til
tunglsins.
Farþegaflugvél
tekur sig á loft
í lóðrétta stefnu
«1 Flugvélasmiðjan Flugzeugbau í
Hamburg hefur teiknað farþegavél,
ein mun taka sig á loft í lóðrétta
tefnu og geta flogið með allt að
000 kílómetra hraða á klukku-
stund.
• Framleiösla á að hefjast 1977—
1978. Áttatíu farþegar eiga að rúm
ast í flugvél þessari, og kostnaður-
inn verður milli 500 og 600 millj-
ónir íslenzkra króna á vél, ef tekst
að selja 300 flugvélar.
tveir metrar ... Jbr/r ..
„Einn metri.
Af myndinni má marka, að Nix-
on forseti' hafi talið í metrum
(eða frekar í jördum) skeyti þau,
sem honum bárust eftir Víetnam
ræðu hans. Þótt sumir kalli
hann „hreinan hégóma og vað-
al“. sýna skoðanakannanir, að
77% þjóðarinnar eru ánægöir
með hana og stefnu forsetans í
Víetnam. Þar er þö allra veðra
von, og mikil átök framundan i
Bandarikjunum, enda markar
ræða Nixons engin þáttaskil i
þessu hörmulega stríði.
Saigonstjórnin vill leyni-
viðræður við kommúnista
# Utanríkisráðherra S-Víet-
nam, Tran Man Lam, upplýsti í
morgun, að stjórn hans hefði
margsinnis reynt að stofna til
leynilegra viðræðna við komm-
únista, bæði Hanoistjórnina og
þjóðfrelsishreyfinguna í Suður-
Víetnam.
Kvaðst ráðherrann sjálfur
hafa í Paris reynt að ná sam-
komulagi við andstæðingana til
þess að finna mætti einhverja
lausn, sem báðir gætu sætt sig
við.
„Ríkisstjórnin hefur ekki gef-
izt upp við þetta, „sagöi ráð-
herrann. Hann íullyrti, að Sai-
gon-menn hefðu alls ekki í
hyggju að draga sig út úr frið-
arviöræðunum í París, þótt Iít-
ill árangur væri af þeim til
þessa. Hann taldi, að þær kynnu
að vcra upphaf að árangursrík-
ari viðræðum við kommúnista
síðar meir.
Vinarkveðjur. milli
Kínverja
# Það hetur verið lítið um vin-
semd milli „bræðraþjóðanna“ Kín-
verja og Rússa i seinni tíð. Þó er
ef til vill breytinga að vænta. Kína
hefur sent Sovétmönnum stutta
kveðju vegna 52ja ára hátíðar októ-
berbyltingarinnar. Segir þar, að ósk
andi sé, að „vinátta þjóðanna
tveggja muni ha!dast.“
0 Ekki er búizt viö neinum nýj-
um tiðindum í vígbúnaði, sem fram
komi við hátiöahöldin i Moskvu,
eins og stundum hefur gerzt viö
og Rússa
slík tækifæri. Leiðtogi þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar í Suður-Víetnam,
dr. Nguyen Huu Tho, mun standa
á heiþurspalli og horfa á hersýning-
una í hópi æðstu manna Sovétríkj-
anna.
0 Nikolaj Podgornij, forseti, var-
aðist í gær í ræöu að særa Kín-
verja á nokkurn hátt. Lét -hann von
í ljós, að samningaviðræöurnar við
Kína bæru góöan árangur. Hins veg
ar skammaöi hann mjög Bandarík-
in, segja fréttamenn.