Vísir - 07.11.1969, Page 8

Vísir - 07.11.1969, Page 8
ts VISIR Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f._________________________ ... ...II M I illl i IIWIIMI——— Hver tekur v/ð tólkinu? J>ótt vetur sé genginn í garð, er atvinnuleysi ekki farið að aukast í Reykjavík né í öðrum kaupstöðum, þega'r á heildina er litið. Hins vegar hefur atvinnu- leysi aukizt í kauptúnum við sjávarsíðuna, og segir þar minni fiskafli til sín. í heild er atvinnuleysið á íslandi aðeins rúmt 1% mannaflans, sem er lægra hlutfall en í öllum nágrannalöndum okkar öðrum en Noregi, þar sem hlutfallið er svipað. Nú er von, að menn spyrji, á hvaða hátt hafi tekizt að halda atvinnuleysinu svona mikið í skefjum. Or- sökin er að sjálfsögðu sú, að atvinnulífið er að rétta við eftir áföll undanfarinna ára. Upphaf batans var gengislækkunin í fyrra, sem myndaði nýjan starfs- grundvöll fyrir atvinnuvegina. Flest bendir til þess, að atvinnulífið hafi styrkzt verulega á þessu ári. Sú viðreisn lýsir sér í aukinni framleiðslu og aukinni þörf fyrir starfsfólk. Frá því að atvinnuleysið var mest í fyrravetur, hafa nokkur þúsund manns bætzt við á vinnumark- aðinn í samræmi við venjulega fólksfjölgun. Og í sumar tókst atvinnuvegunum að mestu að veita verk- efni þeim þúsundum skólafólks, sem leituðu vinnu í skólafríinu. Þessum árangri ber að fagna. Það er að öllum líkindum iðnaðurinn, sem á mestan þátt í rýrnun atvinnuleysisins. Hann hefur blómstrað töluvert á þessu ári, eins og koma mun í ljós, þegar athugun verður gerð eftir áramót á ársframleiðslu iðnaðarins. Það eru hinn venjulegi iðnaður og fisk- iðnaðurinn, sem hafa tekið við mestum hluta aukning- arinnar. Athyglisvert er, að sumir trúa því ekki, að fram- leiðsla sé að aukast í iðnaði. Þeir hafa fest sig við þá nauðungarhugsun, að sífelldur samdráttur sé í iðnaðinum. Þingmenn Framsóknarflokksins flytja á hverju þingi, ár eftir ár, tillögur um, að athugaður verði „samdrátturinn“ í iðnaðinum. Þessi samdráttur hefur ekki verið til, þegar litið er á iðnaðinn í heild. Framleiðsla hans hefur um langt árabil aukizt frá át-i til árs, nema árið 1967, þegar hún var svipuð og árið áður. Upplýsingarnar um þessa framleiðsluaukningu verða ekki hraktar. Sum árin hefur meira að segja verið um að ræða stórfellda framleiðsluaukningu og svo virðist einnig ætla að verða í ár. Og bjartsýnin og baráttugleðin er að aukast í iðnaðinum. Útflutningur iðnaðarvöru eykst hröðum skrefum. Undirbúinn er stórfelldúr út- flutningur á afurðum ullariðnaðar og skipasmíða, og fleiri greinar fylgja á eftir. Og svo mun væntanlega koma til sögunnar hinn mikli, norræni iðnþróunar- sjóður og auðvelda útþenslu iðnaðarins. En það er einnig ljóst, að verkefni iðnaðarins eru erfið. Framundan er þátttaka í Fríverzlunarbandalag- inu og sú harða samkeppni, sem því fylgir. En efast nokkur um það í hjarta sínu, að iðnaðurinn verði vandanum vaxinn, ef allir leggjast á eitt um að gera þátttökuna að sigurgöngu íslenzks iðnaðar? V1SIR . Föstudagur 7. nóvember 1969. Jjað hafa orðið miklar lita- breytingar á landabréfi heimsins á síðustu árum. Áður fyrr þöktu sömu litirnir stór iandsvæði í suðlægum heimsálf um og mprkuðu þannig hin vold ugu nýlenduveldi á landakortin. Bleikur litur brezka heimsveldis ins þakti mestalla Suður-Asíu og breiða landræmu alla leið frá Níl arósum til Góöravonarhöfða meðan hinn græni einkennislitur franska nýlenduveldisins þakti stærstan hluta Vestur-Afríku. Nú er orðið erfiðara að læra landafræöi. Hinum víðáttumíklu nýlenduveldum hefur verið skipt upp í óteljandi skræpóttar skák ir og allir möguleikar ólíkra lit brigöa bráðlega uppeyddir hjá landabréfagerðum. Tugir nýrra sjálfstæðra ríkja hafa risið upp eftirmargvíslegum lögmálum tungumála, kynþátta, trúarbragða eöa tilbúinna efna- hagskerfa. Hvarvetna hafa menn fagnað fengnu frelsi, þjóðlegar baráttur hafa leitt til sigra, ótelj andi sjálfstæðisdagar hafa verið haldnir hátíðlegir með fögrum hátíðarræöum um frelsi og rétt læti, og síðan hafa virðulegir full trúar þeirra, oft kolsvartir blá menn í snjóhvítum, stífuðum flibbum tekið sér sæti á allsherj arþingi Sam. þjóðanna. — Þar með hafa sumir ímyndað sér, að hinu háleita markmiði værj náö og allar þraut:r og þjáningar væru sigraöar, um leið og ein- hver nýr skræpóttur þjóðfáni væri dreginn að húni. Víða hafði sú skoðun verið ríkjandi, að allt böl hinna vesölu nýlenduþjóða væri kúgurunum að kenna, ekki þyrfti annað en stjórnmálalegt frelsi til þess að leysa úr öllum vandræðum. j^n eftir flugeldasýningar og J skálaglaum hátíðanóttanna hafa komið stírur og stirðleiki næsta morguns, valdastreita og illdeilur innan hinna nýsjálf- stæðu þjóða, byltingar, stjórnar kúpp, blóðugar erjur og borgara styrjaldir. Óg jafnvel þó ekki hafi brotizt út slík átök, þá er þó víðast sömu söguna að segja að vonir fólksins á þessum svæð um hafa ekki rætzt. I þeim er viö svo stórkostlega erfiðleika að etja, að þeir virðast bókstaf lega vera óyfirstíganlegir. Víða í þessum löndum hafa hreinlega orðið afturfarir og þau eygja sum hver enga leið út úr ógöng unum, stööugt hlaðast upp meiri og verri vandamál, sem þau hafa engin ráð til að leysa úr, eink- um sakir vanþekkingar og fiár- skorts, en einnig blandast inn í það stjómleysi og spilling með al þeirra stétta, sem hrifsað hafa völdin. Tjað er einn ömurlegastj þátt- urinn í landsstjórn þessara nýju ríkja, að mannfjölgun er stærsta vandamálið í þeim. í stáð þess að fjölgun íbúanna ætti að leiða til síaukinnar at- hafnasemi, aukinnar framleiðslu og framfara, sjá menn engin ráð til að veita fleiri einstaklingum atvinnu eða fleiri munnum brauð. Þess vegna stefnir víðast hvar hröðum skrefum í áttina til hungursneyöar. Hagfræöingar geta rennt augum yfir hagskýrsl- ur og komizt að þeirri niður- stöðu, aö ef svo heldur áfram, munj hungursneyð hefjast í einu landinu 1990 og í öðru árið 2000 o.s.frv. Þannig stefnir allt aö því, að um næstu aldamót, eða árþús- undamót muni mestallur heimur inn hanga á barmi hungursneyð ar, sá hluti heimsins sem ekki hefur komizt ýfir þau mörk að veröa fær um að bjarga sér sjálfur Þar mun allt hjakka í sama farinu, og smám saman sakka aftur úr, svo eymdin mun hefja innreið sína í æ alvarlegri mæli En á sama tíma er talið útlit fyrir, aö sá hluti veraldarinnar, sem hefur tileinkað sér fullkomn ustu tækni og framleiðsluaðferö ir muni á næstu áratugum rísa meö eldflaugarhraða til æ meiri auðæfa, framleiðsluaukningar og lúxuslifnaðar. Þannig muni bil ið á milli ríkra og örsnauöra þjóða fara síbreikkandi þar til ó- brúandi ginnungagap skilur þær að. jjins vegar mun flestum véra ljóst við nánari umhugsun hvílík hætta er fólgin í slíkri mis skiptingu veraldargæða. Þess vegna hafa verið lagðar fram á ætlanir um að bæta úr þessum vandræðum, snúa viö þessari ó- hugnanlegu þróun. Það verði að líta á hinar fátæku þjóðir sem meöbræður í sameiginlegu heims þjóðfélagi og það sé óhjákvæmi legt að framkvæma félagslegar aðgerðir til að lyfta þeim og hjálpa upp úr vonleysisaðstööu þeirra. í þessum tilgangi var t.d. fyrir nokkrum árum samin áætl un á vegum Sameinuðu þjóð- anna, þar sem komizt var að þeirri niðurstöðu, að ef nokkur bót ætti að verða á þessari vandræðaþróun, þá verðj aö skattleggja hinar ríku þjóðir og láta þær greiða nokkurs konar jöfnunargjald til þeirra fátæku. Og það varð niðurstaðan, að ef nokkur árangur ætti að nást, þyrftu ríku þjóðirnar aö leggja fram 1% af heildarþjóðartekjum sínum í þessum tilgangi. Síðan hafa verið höfð góö orö um aö þetta yrð; framkvæmt með nokk urs konar frjálsum framlögum og var víða miðað við það að þessu marki yrði náð kringum 1975. jVú fer að nálgast að áratugur sé liðinn frá því þessar áætl anir voru gerðar og í tilefni þess hefur sérstök nefnd, sem,hefur starfað undir forsæti Lester Pear sons kanadíska stjórnmála- mannsins fræga nýlega fram- kvæmt rannsóknir á því, hvern ig þessu máli hefur miöað áfram. N'ðurstaða nefndarinnar er hin ömurlegastu Hún leiðir það í Ijós, að stefna hinna frjálsu framlaga ríku þjóðanna hefur augsiáanlega mistekizt. Á þess um áratug, sem nú er að líða hafa riku þjóðirnar orðið æ nízk ari á fjárhagsaðstoð, bundið hana fleiri sköyröum og snúið auknum hluta hennar frá óaftur kræfum framlögum yfir í lán sem skulu endurgreiðast. Á sama tíma hafa lánin orðið æ óhagstæðari, vextir hækkað og auka-þjónustugreiðslur, sem nálgast það að vera afföll, farið í vöxt. Það er n'öurstaða Pearsons- nefndarinnar, að síðan 1960 hafi fiármagnsstraumurinn til fá- tæku bióðanna lækkað úr r-,39- í 0,77% af heildarþjóðartékjum ríku þjóðanna. í þeirri tölu er allt innifaliö bæöi lán og fram- lög. Og séu tölurnar nánar at- hugaðar, þá kemur það í ljós, að óafturkræfu framlögin fara sí- minnkandi. Um helmingur af Föstudagsgreinin I VmíV tlii I I i I t- f í:: {v ■ y 7 * '

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.