Vísir - 07.11.1969, Síða 9

Vísir - 07.11.1969, Síða 9
V 1 S IR . Föstudagur 7. nóvember 1969. 9 þessum fjármagnsstraumi hef- ur verið f formi fjárfestingar og verzlunarlána. En mestur hluti mns helmingsins er líka aftur- kræfur og viö hann eru bundin margs konar skilyrði, svo sem vörukaupaskilyrði í þeim lönd- um sem veita lánin sem talið er aö rýri raunverulegt gildi þeirra um 20%. Og um fimmti partur af þessum framlögum voru lán á offramleiöslu-matvæl um, sem segja má að hafi ekki kostað lánveitandalandiö neitt. Þegar allt kemur þannig saman virðist sem raunveruleg framlög ríku landanna nemi aðeins um 0,4% af heildarþjóðartekjum þeirra, og er þar um stórfellda afturför aö ræða. TTér eru mjög alverlegir hlutir að gerast. Við sjáum það m.a. af þv£ að ef sama þróun heldur áfram, sem nú hefur geng ið, verður svo komið árið 1977, að afborgana og vaxtagreiðslur fátæku þjóðanna af þeirri „hjálp“ sem þær hafa notið verða orðnar meiri en fjár- streymið til þeirra, og það þó vonlaust sé, að þessi lönd verði sjálfbjarga um langa framtíð, og þá verður orðiðlítiðúrhjálpinni. Þar með verður „hjálparkerfið" orðið að hreinu fjárráns-kerfi. Það sem sér blasir við er ein- faldlega, að stjórnendur og fjár- málamenn ríku landanna hafa brugðizt mannlegum skyldum sfnum. Þeir hafa ekki haft til að bera þann siöferðislega styrk, mannúð eða réttlætiskennd, sem er forsenda fyrir því að slík á- ætlun frjálsra framlaga geti bor- ið árangur. í stað þess að viður- kenna þá skyldu, sem á þeim hvílir í þessum efnum ríkir stöð- ugt með þeim hinn gamli fjár- plógsandi, í þeirri skammsýni og skilningsleysi er getur leitt mannkynið fram af brúninni. sama tíma hafa þjóðartekjur ríku þjóöanna aukizt stór- um skrefum og er áætlað að þær hafi hækkað úr 1300 í 1700 milljarða dollara á 10 árum. Á sama tímabilinu hefur árlegt fjárstreymi til fátæku landanna minnkað úr 4.5 milljörðum doll ara í 4,1 milljarð. En fjárhagsaö- stoð kommúnistaríkjanna hefur líka minnkað, því núverandi valdhafar Sovétríkjanna eru ekki eins örlátir og Krúsjeff var á sínum tíma. T»að er nú alvarleg áminning og uppástunga Pearsons nefndarinnar, að ríku þjóðirnar sjái að sér. Það er áætlað, að þjóðartekjur þeirra aukist enn um 600 milljarða dollara fram til 1975 og leggur Pearsons- nefndin eindregiö til, aö hvorki meira né minna en 1,7% af hin- um auknu tekjum verði látnar ganga til þróunarlandanna, en það myndi leiða til þess, að 0,7% af heildartekjum þeirra gengju til þeirra fátæku. Þá leggur Pearsons-nefndin líka til, aö lánveitingar verði gerðar hagstæðari, felldar niður þjón- ustugreiðslur og vextir af lánum verði miðaðir við 2% í staö þess að mjög algengt hefur verið aö taka upp 4% og upp i 5% vexti. Þá er það talið mjög mikilvægt að afnema vörukaupaskilyrði til þess að auka gildi lánanna. Loks telur Pearson-nefndin heppileg- ast, að fjárframlög og lán séu látin í auknum mæli ganga í gegnum alþjóðlegar hjálpar- stofnanir. Þaö verður forvitnilegt að sjá hvernig hinar ríku þjóðir heims- ins taka í þessar nýju áætlanir á r.æsta ári. Sífellt nálgast úr- slitastund í þessum alvarlegasta þætti heimsvandamálanna. Af áframhaldandi andvaraleysi og áhugaleysi getur leitt stórkost- legt böl fyrir mannkynið, sem seint eða aldrei fengist úr bætt. Þorsteinn Thorarenseri. Jón Hjartarson skrifar októberannál: 20Jo tollur af hneykslinu Æ, hvað það er eðlilegt aö uppeldishugsjónir skyniborinna manna skuli beinast að hundin- um. Naumast hefur uppeldis- og menningarforsjá „þeirra þama þessara fyrirrennara með því að stofna voldugan sjóð í vörzln rithöfunda, sem verðlauni með honum sjálfa sig. ★ uppi“ sýnt þann árangur að það taki því að halda henni til streitu. Líklega kæmu móral- istar þjóðfélagsins, bæði sjálf- skipaðir og rfkislaunaðir, bezt fram sínum hugsjónum á hund- inum. Þannig mætti sameina kostnaðarsamt fargan menning- armála undir einum hatti þar sem er Hundaræktarfélag Is- lands, stofnsett með pompi og prakt núna á haustmánuöum. ★ Raunar er viðleitni rithöf- unda í þá átt „að bjarga þjóöfé- laginu" allrar virðingar verö, ekki sízt þegar hún veitir al- þjóð jafnóborganlega skemmtun eins og sjónvarpsþættimir þeirra. — Orðflug þeirra um gjörvalla fjölmiðlun þjóðarinnar hlýtur að vekja sauðsvartan al- múgann til vitundar um, að við höfum eignazt ritfæra menn síðan Ari og Snorri gengu fyrir ætternisstapann. — Þetta sýnir meöal annars sú ákvörðun rit- höfundasamkundunnar f Nor- ræna hús^nu, að heiðra átta og níu hundruð ára minningu á almenningsbókasöfnum fái að gera það frftt ★ Nei, það er engum vafa und- irorpiö, að rithöfundasamkund- an er á góðri leið með að bjarga þjóðfélaginu og það hljóta allir að vilja bæta tfu krónum ofan á hverja bók, sem þeir kaupa til þess aö slík þing verði sem flest og söluskatt af bókum hljótum við að eftirláta þeim sömuleiðis, svo rithöfundaséttin megi blómgast og vaxa í ást á guði og mönnum eins og kærleiksrik fjölskylda. ★ Enginn söngur er jafnáhrifa- mikill og fjárlögin, enda er hann alltaf að hækka, minnst eina áttund á ári hverju. Þeir eru reyndar furðufljótir að syngja fjárlögin í gegn f þinginu og þó hljóða þau upp á 40 þúsund krónur á hvert mannsbam f landinu. Mikið má sá þegn vera stoltur, sem veit að svo margar krónur eru hans vegna veltandi inn og út um þessa stóm spiladós, sem köll- uð er ríkiskassi. Þaö er ekki furöa þótt margir vilji sitja að Rithöfundar lýsa að sjálfsögðu mótmælum sínum yfir því að bóka- og blaðapappír skuli toll- aður. — Og þeir undirstrika þessi mótmæli sín með því að bjóðast til þess að stinga þess- um rangláta tolli í eigin vasa. — Slíkt hlýtur að vera mikil huggun fyrir láglaunamanninn, sem kaupir sínar tolluðu bækur fyrir margtollaöa seðla. — Þó að pappírstollurinn sé hreinasta hneyksli, er innflutningur klám- rita og annars bókmenntasora og léttmetis þó ennþá meira hneyksli. — Þess vegna hlýtur það að vera eðlileg krafa ís- lenzkra rithöfunda að heimta 20 prósent gjald af slfkum innflutn- ingi. Og taka þannig toll af hneykslinu. Ekki er heldur nema sjálfsagt að ríkið kaupi fyrir skattpening almennings 500 eintök af hverri bók. Þetta er þeim mun nauðsynlegra, þeg- ar það er margsannað mál að rit margra höfunda seljast naumast í meira en 500 eintökum. Og það er ekkert vit í að fólk, sem er vitlaust í aö lesa slfkar bækur því að trekkja upp þá dós. ★ Fáir leggja heilir heilsu upp í lifsbaráttu þessa vetrar. Flestir alteknir innanísér eftir sumar- langa ótfð og vítamfnleysi. — Og f þokkabót á svo að þynna mjólkursopann og hræða fólk frá þeirri huggun, sem það átti f sfgarettunum með þvf að setja á þær þetta hræðilega merki. ★ Það sem fólk hefur étið um aldur og ævi reynist nú sam- kvæmt beztu manna yfirsýn baneitrað, svo sem svið og hangi- kjöt. Nú má maður varla kyngja ætum bita án þess að finna krabbakraeklurnar fálma innan- um sig allan. — Tólg, smjör og annað feitmeti, sem haldið hefur líftórunni í þessari þjóð á kulda- gjögti hennar gegnum aldimar, hleöur á mann viðsjárverðri inn- anfitu og æðakölkun. — Og meira að segja þessar nýju uppáfinnihgar þeirra, sem ekk- ert áttu að hafa af skaðsemi gömlu góðu fæðunnar til að bera eru hreinasta eitur svo sem eins og cyclamat og ætli ekki fleira og fleira. Þaö er ekki annað sýnna en þessi þjóð verði hung- urmorða með þessu áframhaldi. Ekki sfzt ef þeir gera nú þorsk- inn í sjónum geislavirkan. Þegar svo er komið þorir ekki nokkur maður að éta nokkum skapaðan hlut. ★ Og hvað er svo til huggunar f skammdeginu? — Það er mesta furða hvað menn finna sér til dundurs. Rússnesku hermenn- imir vöktu að sjálfsögðu fögnuð og málaramir frá þvf um árið fóru aftur á stúfana til þess að klappá herskipaskrokkunum. Og austantjaldsdátamir fengu líka að blása lúðra sína f Háskóla- bíói eins og hinir, en aftur á móti fengu þeir víst engin egg þar líkt og kollegar þeirra úr NATO. Kúltúrumræöumar komust á hærra plan við fjaðrafok Þjóð- leikhússins og reyndust áhöld um, hver bar þar hæstan hlut klerkurinn, slorkarlinn ellegar nöldurmennið. — Táningar sungu Einari Ben. pop f eyra. — Gaflaramir fögnuðu brennivín- inu og Garðahreppurinn reis upp á afturlappimar út af bensíninu. — íbúar Breiðholtshúsanna eru sagðir heyra sjafnarmál milli veggja og hlýtur það að auka mjög á vinsældir þessara annars mjög svo vinsælu fbúða. Já, það er mesta furða, hvað fólk á gott með að finna sér skemmtun. Þegar allt um þrýtur er svo hlustað á lúðrahljóm allra landshomasveita í sjónvarpinu. — Og það er mikil gæfa fyrir þjóðina að hafa fylgt Kimbli á flóttanum allan þennan tfma og hún hlýtur að kveðja þennan dauðadæmda guðsvolaða sak- leysingja með tárin í augunum. Nei, það er mörg huggunin í þessu harðbýla landi, ekki vant- ar það. Gjaldeyrisstaðan hefur batnað um margar, margar krón- ur frá þvf í fyrra (að vísu miklu, miklu minni krónur). Landsliðiö okkar í knattspymu er búið að finna í heiminum boltalið, sem það á möguleika á að sigra. Loftleiðir eru að kaupa upp flest flugfélög á Atlantshafsleiðinni. Atvinnuleysið verður auðvitað ekki umflúið hér fremur en í öðmm menningarrikjum og því skyldum við sjá á eftir fáeinum múramm til Þýzkalánds, spum- ing hvort við höfum yfirhöfuð nokkuð við múrara að gera. — Aftur á móti vandast málið hjá einni stétt, rónunum. Þeir hafa gjörsamlega misst atvinnu sína, síðan þjóðfélagslíknsemin klæddi þá upp og kom þeim í húsaskjól. — Eftir slíkar hanter ingu trúir engmn því að þeir séu rónar og það hefur enginn leng- ur efni á að „lána“ þeim sent. Bráðum koma árshátíðimar, spilakvöldin og saumaklúbbarn- ir og jólin, nema þvi aðeins að farið verði að fordæmi þe'rra Castros og bræðranna frá Múla (Deleríum búbónis) að fresta jólunum, guð hjálpi okkur!

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.