Vísir - 08.11.1969, Page 9
V í S IR . Laugardagur 8. nóvember 1969.
9
Er EFTA-a
okkar hagstæð?
Nokkrir valdir menn segja álit sitt á hugsan-
legri aðild Islands að Friverzlunarbandalaginu
■ Síðasta lotan er nú að hefjast í könnun þess, hvort ís-
land gengur I Fríverzlunarbandalagið í upphafi næsta
árs og verður þar með níunda aðildarlandið í þessum sam-
tökum. Aðild okkar hefur verið á dagskrá meira eða minna
í mörg undanfarin ár, en þegar við stofnun EFTA fyrir 10
árum vaknaði sú spurning, hvort við gætum til langframa
staðið utan bandalagsins eða annarra bandalaga, sem stofnuð
kunna að vera í framtíðinni, hvort við gætum verið „stikk-
frí“ í heimi mikill breytinga. Verulegur skriður komst ekki á
EFTA-málið hér fyrr en eftir að efnahagsáföllin höfðu dunið
yfir þjóðina. Allt þetta ár hafa staðið yfir samningaumleit-
anir við EFTA-ráðið í Genf. Ráðherrar EFTA-landanna hafa
nú tekið jákvæða afstöðu til aðildar okkar og er því næsta
skrefið, að Alþingi íslendinga taki endanlega ákvörðun um
aðildina. — Vísir lagði því fyrir nokkra valda menn eftirfar-
andi spurningu: „Er EFTA-aðild okkur hagstæð?
Kjörin þau hagkvæm-
ustu, sem hægt var að fá
— segir forsætisráðherra
Bjarni Benediktsson
Á fundi, sem Bjarni Benedikts-
son, forsætisráðherra, hélt með
blaöamönnum eftir heimkomu
sína af fundi forsætisráöherra
Norðurlandanna í Svíþjóð, barst
EFTA mjög til tals og komst
ráðherrann þá m. a. svo að orði:
„Lendi íslendingar utan við
EFTA og einnig utan við Nordek
(ef til þess yrði stofnað), sem
flestir álíta, aö yrði grundvallaö
á tollabandalagi, þá kæmust þeir
í mjög erfiða aöstööu með sína
utanríkisverzlun.
Hvert þaö ríki, sem þannig
lenti utangarðs, mundi líka eiga
mun erfiðari samningaaðstööu
um inngöngu síöar meir í slík
bandalög.
Hins vegar er það álit flestra,
að mikilsvert mundi fyrir íslend-
inga að vera orðnir aðilar að
EFTA, áður en umræður hefjast
viö EBE, því aö EFTA-ríkin hafa
bundizt fastmælum um aö skilja
ekkert aöildarríkjanna útundan
í þeim viðræðum.“
Einnig sagöi ráöherrann um
þá skilmála fyrir aðild íslands
að EFTA, sem samið hefur ver-
ið um og lagðir veröa fyrir ráð-
herrafund EFTA í Genf:
„Það er mín persónulega
skoðun, aö þar hafi samizt um
eins hagkvæm kjör og hægt var.
Nú liggur næst fyrir hjá okkur
aö rannsaka, hvaða áhrif þau
skilyrði hefðu á okkar þjóölíf í
einstökum atriöum, ef við göng-
um aö þeim, áöur en við tökum
þá pólitfsku ákvörðun, hvort við
viljum gerast aðilar að EFTA.“
Utflutningsiönaður
óhugsandi án aðgangs
að stórum markaði
— segir Gylfi Þ. Gíslason
viðskiptamálaráðherra
Þýöing aðildar íslands að
EFTA er fyrst og fremst fólgin
í því, að þannig opnast íslenzk-
um iðnaði og íslenzkum sjávar-
útvegi stór tollfrjáls markaöur
fyrir útflutning frá íslandi. Án
aöildar aö EFTA fengjum viö
lægra verð fyrir útflutningsvör-
ur okkar, bæði það sem við nú
flytjum út og nýjar vörur, sem
viö gætum flutt út, en viö fengj-
um ef við væru í EFTA.
Sjávarútvegur verður eflaust
um langan aldur aðalatvinnu-
vegur íslendinga, þó er það orðið
ljóst, að eigi að verða um að
ræða jafnörar framfarir og jafn-
örar lífskjarabætur á komandi
áratugum og á undanförnum
áratugum, verður þar ný útflutn-
ingsframleiðsla að koma til
skjalanna. Sú útflutningsfram-
leiðsla hlýtur aö verða iðn-
aður, sem hagnýtir orkuna í fall-
vötnunum og jarðhitanum, auk
hins ágæta og menntaöa vinnu-
afls, sem við höfum yfir aö ráöa.
En uppbygging útflutnings-
iðnaðar á íslandi er óhugsandi
án aðildar að stórum markað:,
þar sem við getum selt útflutn-
ingsvörur okkar tollfrjálst, því
að öll samkeppnisfyrirtæki e:ga
nú aðgang að slíkum markaði.
ÖIl lönd í V.-Evrópu eru þegar
aöilar að öðrum af tveimur slík-
um bandalögum. Bandaríkin ein
sér er slíkur markaður. Það eru
Sovétríkin einnig og auk þess
hafa þau náið efnahagssamstarf
við önnur A.-Evrópuríki, þannig
að það svipar að ýmsu leyti til
samstarfsins innan viðskipta-
bandalaganna tveggja í V.-
Evrópu.
Beinn hagnaöur þegar í stað
af aöild aö EFTA yrði tollfrelsi
á EFTA-markaðinum fyrir freð-
fisk, lýsi, fiskimjöl, loðnumjöl
og niðursuðuvörur, en hér er um
að ræöa helztu útflutningsvörur
íslendinga.
Ennfremur mundum við geta
flutt út a. m. k. 1700 tonn af
dilkakjöti tollfrjálst til hinna
Norðurlandanna. Ef viö erum
utan EFTA er markaðurinn á
Norðurlöndunum fyrir dilkakjöt
mjög takmarkaður auk þess sem
há innflutningsgjöld eru á kjöt-
inu.
Þá mundum við og geta flutt
hvers konar iðnaðarvörur toll-
frjálst til EFTA-landanna, en
fjölmargir iðnrekendur hafa und-
anfarið látið í ljós þá skoöun,
að ef tollur í EFTA-löndunum á
framleiðsluvörum þeirra félli
niður, þá muni þeir geta hafiö
útflutning þangað.
Nýjar iðngreinar gætu eflaust
risiö upp, þegar tollfrjáls mark-
aður opnaðist fyrir þær í EFTA-
löndunum. Þá mundi iðnþróun-
arsjóöurinn verða stofnaöur, en
í hann munu Norðurlöndin
greiöa rúmar 1200 milljónir í
gjaldeyri.
Erfiöleikarnir við aðild aö
EFTA eru fólgnir í því, að við
yrðum að afnema verndartolla
á 10 árum. Það hefur auðvitaö
ýmis vandamál í för með sér, en
haga þyrfti stefnunin í tollamál-
um og skattamálum þannig og
gera ýmsar aörar ráðstafanir til
þess að iðnaðurinn veröi eft'r
10 ár fær um aö standast er-
lenda samkeppni.
Skilyrðin ákaflega
hagstæð
— segir Úlfur Sigurmunds-
son, hagfræðingur hjá Fél. ís-
lenzkra iönrekenda
„Innganga í EFTA er bæði
kærkomin og ákaflega nauðsyn-
leg, til dæmis fyrir ullariðnað-
inn. Þar hefur mikið undirbún-
ingsstarf verið unnið og viöbrögð
kaupenda erlendis verið svo já-
kvæð, aö miklir sölumöguleikar
bjóðast. Til þess þurfum viö að
ganga í Fríverzlunarbandalagið,
það er beinlínis skilyrði þess, að
við nýtum þessa sölumöguleika.
Ullarðnaðurinn er gott dæmi.
Þar erum við að vísu einna
lengst komnir, en hið sama á
við mjög víöa um iðnaðinn.
Skilyrðin fyrir inngöngu í
EFTA eru okkur ákaflega hag-
stæð. Við fáum frjálsan aðgang
aö þessum miklu mörkuðumfyrir
iönaðarvörur og til viðbótar eitt-
hvað hagstæðari markað fyrir
landbúnaðarvörur en verið hef-
ur, og veitir ekki af.
Ég tel tvímælalaust hagkvæmt
fyrir I'sland að ganga í EFTA
með þessum kjörum.“
Töpum öllum iðnþróun
arsjóðnum á einu ári
— segir Kristján Friðriksson
í Últíma
„Það er mjög óhagkvæmt og
hættulegt að ganga í EFTA nú,“
segir Kristján Friöriksson, for-
stjóri í Oltíma. „Með því erum
við að afhenda markað hér
heima, sem v'ð höfum vald á,
en þurfum í staðinn að afla
markaðar, sem er yfirfullur at'
góöum vörum Fyrirtækin á
EFTA-markaðinum hafa notið
góðra skattakjara um áratuga
skeið og eru trygg í sessi. Þau
framleiða ógrynni af þeim vör-
um öllum. sem við getum fram-
leitt.
Viö stöndum illa að vígi af
þremur ástæðum. I fyrsta lagi
erum við skemmra á veg komn-
ir í iðnaði almennt en þessar
þjóðir. Þá eru íslenzku fyrirtæk-
in illa sett fjárhagslega vegna
óhagkvæmra skattakjara, og
loks gerir fjarlægðin frá mark-
aðinum okkur erfitt fyrir, öll
aðstaða til að selja verður erfið-
ari og kostnaðurinn meiri.
Það kynni að líta svo út, að
með því að ganga í EFTA yrði
framleiðslukostnaðurinn hér
minni og verðiðUægra. Ríkis-
sjóður verður hins vegar að afla
sér sömu tekna óg fyrr, svo að í
staö'nn fyrir þ'ær tekjur, sem
hann missir, koma aðrar álögur
að sama skapi. Það er því engin
aðstaða til, aö vöruframleiðslan
batni við þetta frá því, sem nú
er.
Hefðum við hins vegar tekið
upp iðnaðarstefnu og göngum
ekki í Fríverzlunarbandalagiö,
þá gætum við byggt upp mark-
aði í Bandaríkjunum og Kanada
vegna gengismismunarins, þar
sem verðlag og kaup er þar
hærra en hér.“
— Hvaö átt þú við með „iðn-
aöarstefnu?"
„Fyrst og fremst að koma
málum þannig fyrir, að hér
verði sæmilega hagstætt að. reka
iðnað, bæði um skatta og lána-
kjör. Einnig verði í samráði við
fyrirtækin ákveðið, hvað fram-
leiða skuli, því aö við getum
ekki vafstraö í öllu í einu. Þá
gætu íslenzk fyrirtæki eftir
nokkur ár náö til nýrra markaða,
og miklir möguleikar opnazt.
Ef við göngu í EFTA, tel ég,
að 2800 manns verði eftir 7 — 8
ár atvinnulausir af þeim, sem í
dag starfa í iönaði. Þetta at-
vinnuleysi í iðnaði Ieiðir síðan
til atvinnuleysis í þjónustu-
greinum, svo að ég tel, að 4000
manns verði atvinnulausir. Þetta
er tap í vinnsluvirö; um 1200
milljónir á ári, það er allur iðn-
þróunarsjóðurinn frá Norður-
löndunum eyðist á einu ári.“
Mundi ýta við fullnaðar-
vinnslu afurða fyrir
erlenda markaði
— segir Loftur Bjarnason
hjá LfÚ
„Ég álít alveg sjálfsagt, að
Islendingar gangi í EFTA, eftir
fréttunum að dæma um þau skil-
yrði, sem það er háð,“ sagði
Loftur Bjamason, varaformaður
L.I.Ú.
„Ef við getum ekki verið menn
til þess aö framleiöa vörur úr
okkar hráefni til útflutnings,
hljótum við að lenda aftur úr
öðrum þjóöum í lífskjörum.
Það er hreinlega ekkert aö
óttast viö EFTA-aöild, ef viö
skipuleggjum okkar framleiðslu
nógu vel, og vinnum úr okkar
afurðum af dugnaði, um leið og
við leggjum kapp á vel skipu-
lagða sölu þeirra á erlendum
mörkuðum.
Það er augljós aðstöðumun-
urinn t.d. í Englandý þar sem
viö verðum aö greiða af hval-
kjöti, búrhvalslvsi. hvalmjöli,
freöfiski og fl o. fl. vörum 10%
tolla, sem er enginn smáræðis-
veggur aö klífa yfir, þegar sam-
keppnisþjóðir okkar á Norður-
löndum selja þar vörur sínar
tollfrjálst.
Öllum þykir æskilegt, að við
vinnum okkar sjávarafuröir hér
heima sem mest — í neytenda-
umbúðir o. fl. — áöur en við
sendum þær á erlendan markað,
en fram til þessa hafa þær
hækkaö við þaö í tollflokki er-
lendis, sem torveldar auðvitað
sölu þeirra, en með inngöngu í
EFTA skilst manni, að slíkum
tálmunum verði rutt úr vegi, og
yrði þá hægt að leggja enn meira
kapp á fullnaöarvinnslu afurð-
anna hér heima.“