Vísir - 29.11.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 29.11.1969, Blaðsíða 1
ICfP JL JL JL% Árangurslaus leit oð týndum Vestmanna- eyingi --------- --------- - l Síðast spurðist til mannsins, sem er Vestmannaeyingur á fertugs- aldri eða um fertugt, niðri viö höfnina á þriðjudagskvöld. Skátar og froskmenn leituðu mannsins, auk þess sem haldið var uppi eftirgrennslan um hann. Lögreglan f Vestmannaeyjum veitti blaðinu þessar upplýsingar, og var skýrt frá því um leiö, að talið sé að maðurinn hafi ekki far- ið frá Vestmannaeyjum. F.ftir- grennslaninni ve’rður haldið áfram. Myndin sýnir vel hversu ótrúleg gifta hvíldi yfir ökumanninum. „Ég bjóst ifii að sjá son minn látinn" tókst ekki, og fór þvi út um afturgluggann. Svo segir Magnús um mestu skrámuna að hann hafi lent með höfuðið í hurðarhúninn Hann bregður á glens, en er þó hálf vandræðalegur yfir þessu öllu, og segir: — Ég hef helzt varizt því að vera ekki talinn með öll- um mjalla hér upp frá. Sjúkra- liðsmennirnir voru eitthvað að tala um 30—40 metra fa.ll. Gunnar tekur við frásögninni óg segir: — Ég bjóst við því að sjá son minn látinn þarna. Ég ætlaði að koma þama og taka hann með niður í bæ, með- an viðgerðin stæði yfir, en fann ekki verkstæðið strax. Þegar ég kom þarna að, sá ég bflinn og mannsöfnuð i kring. Ég vildi ekki spyrja neinn og klifraði niður klettana og heyrði að bíll væri aö taka manninn og heyrði einhvem segja: „Ja, hann gekk héma upp!“ Þá fannst mér að gerzt hefði kraftaverk. Það þarf minna til að slys verði á fólki. Svo ljómar Gunnar upp og segir: — Hvað er bíllinn á móti lífinu, ég kalla þetta stórkost- • Umfangsmikil lelt fór fram í Vestmannaeyjum f fyrradag að manni, sem nú er áttazt, að hafi farið í höfnina. Bar leitin engan árangur. Fræg blaöakona á íslandi Franska blaðakonan Brigitte Friang varð fræg fyrir nokkr- um árum, er hún var tekin föst af Víet Cong, Nú er hún stödd á ís- landi í stuttri heimsókn, en hún er að skrifa stóra grein um Island fyrir franska tímaritið „Le Monde ------- ----------------------------'------------ - --------'--- Diplomatic" Hún kom hingað í síð- ustu viku og hefur haft viðtöl við ýmsa framáméhn, m. a. ráðherra og bankastjóra. Hún fór á miðviku daginn til Akureyrar, en heldur siðan utan aftur f dag. — sagði Gunnar M. Magnúss rith'ófundur, er sonur hans slapp ómeiddur eftir tiu metra fall i bil sinum 14 árekstrar á 2/4 tíma Fjórtán árekstrar voru skráðir hjá lögreglunni i Reykjavfk á tima bilinu frá hálfeitt til þrjú í gaer- dag og er slíkt einsdæmi. Enginn þessara árekstra varfi mjög harður og slys uröu ekki á mönnum, en þeir komu fyrst og fremst til af hálkunni. Mikil hálka myndafiist upp úr hádeginu og að sögn lögreglunnar virtust menn eiga erfitt mefi að átta sig á henni og keyrfiu sumir hverjir eins og sumardagur væri. — Þessi tveir og hálfur tími varð þvf einhver mesti árekstratími i sögu lögreglunnar. — Ég tel þetta krafta- verk, ekkert annað, seg- ir Gunnar M. Magnúss, rithöfundur, þar sem hann stendur við hlið sonar síns Magnúsar Gunnarssonar — eftir að hafa heimt hann úr helju. Þeir feðgar eru í þann veginn að stíga inn í bíl Gunnars, sem stend ur á bílastæði Borgar- spítalans, en á meðan er dráttarbíll að draga klesst bílflak Magnúsar upp úr Elliðavoginum, eftir tíu metra fall frá bakkanum á Súðarvogi og I því brestur grindverkiö. Ég hefði átt að setja bílinn í fyrsta gír strax, en um leið greip mig ótti, ég fann hvað ég var kom- inn náiægt bakkanum og um leið fer skynjunin. Það var ekki nema .metri út af bakkanum frá grindverkinu. Ég hélt það væri aflíðandi, en það er snarbratt. Ég fann það, að ég myndi ekki geta gert neitt nema hlífa sjálf- um mér. Ég grúfi mig strax niður beygi mig yfir framsætið og held mér föstum með því að taka undir það. Mér fannst hann taka tvisvar á sig á leiðinni, en get ekkj verið viss um það, því að fallið tók ekki nema 2 — 3 sekúndur. Samt held ég að hann hafi lent fyrst á afturend- anum og síðan hoppað upp og á hvolf Bakkinn er snarbratt- ur og stórgrýti fyrir neðan og bíllinn skorðaðist millj steina. Ég fann ekkert högg að ráði og vissi af mér allan tímann Fyrst ætlaði ée að revna að onna en Sjónarvottar og aðrir þeir, er komu fyrst á staðinn rétt fyrir kl. þrjú i gær, þeirra á meðal Gunnar, munu varla hafa búizt við að sjá bflstjórann koma óskaddaðan að telja út úr flakinu, sem þó varð raun- in á. En einu sjáanlegu verksum- merkj á Magnúsi er plástur á gagnauga, og það lítil skráma á hnúanum, að ekkj hefur veriö búið um hana Hann segist þó að auki vera marinn á lærum. Þeir feðgar segja Vísismönn- um frá fyrstu viðbrögðum sín- um. — Það voru nýfarnar hjá mér bremsur, segir Magnús, og ég var búinn að panta pláss á bif- reiðaverkstæðinu við Súðarvog 16 og siðan ætlaði ég að leggja bfinum í stæðið fyrir framan verkstæðið. Af því að þetta hafði nýlega gerzt, gleymi ég þvf í augnablikinu að ég er bremsu- laus auk þess sem ég var með innsogið á og bfllinn gekk hratt, —r*rr->r-T^-T*T*T*T*T*T*T*T*r*T*T*T*T*r-r-T*r*T*T-T-r*r-T*T*r*F*r*r*r-T*T-T-T*r-r*r*r*r-r-r Popp-ópera í sjónvarpi Það mun heldur óvenjulegt, að poppóperur séu fluttar, a. m. k. hér á landi. Ein slík verður á sunnudagskvöldið í sjónvarpinu. Tommy heitir hún og það er hljómsveitin Náttúra, sem flyt- ur. Sjá bls. 11. Einleikið ó ritvélina Fáir menn skilja betur þegar talað er uth einleik á ritvél en þeir menn, sem skrifa f blöðin. Daginn út og inn einleika þeir á þetta „hljóðfæri“ sitt til að segja frá því sem fréttnæmt er í heiminum. 1 blaðinu í dag er fjallað um leikrit með þessu nafni eftir kunnan blaðamann, Gísla J. Ástþórsson. Sjónvarpið kvikmyndaöi, og munu eflaust margir fagna þvf hversu mikil aukning virðist á þessari fram- leiðslu fslenzkra leikrita fyrir sjónvarp. Sjá bls. 9. Er madurinn að tortíma sjólfum sér? Þessi spurning er ekki óeðlileg með stóraukinni mengun á láði, legi og í lofti. Þegar 123 þús. tonn af olíu rekur um höfin að landi er ekki furða þótt menn verði skelkaðir. Sjá bls. 8. Landslagsmólarar Undanfarið hafa aðdáendurlands lagsmálverka haft nóg að gera, því einar 3 sýningar a.m.k. hafa v?rið helgaðar túlkun á lands- lagi, eins og listamennimir hafa viljað sýna fólki það. f blaðinu í dag fjallar Hjörleifur Sigurðs- son, listgagnrýnandi Vísis um þessítr sýningar. Sjá bls. G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.