Vísir - 29.11.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 29.11.1969, Blaðsíða 16
Laugardagur 29. nóvember 1969. ^iorslc vinátta á Austurvelli # Frændur vorir Norðmenn munu vera vinsælastir allra Norðurlandaþjóða hér & Islandi. Þeir eru auðfúsugestir hér á I landi og íslendingum vel tekiö f | beirra landi. # Oslóarjólatréð, sem árlega Iýsir upp Austurvöll, hjarta borg I arinnar, i dimmasta skammdegi | ársins, er árleg ábending um, þetta góða samstarf. © í gær var verið að koma trénu fyrir á Austurvelli, en i það kom með Gullfossi. Væntan lega verður kveikt á því um aðra helgi. RIISTJÓRN UkUGAVEGI 17« SÍMI 1-16-60 ULTRfl+LfíSH Mjög mikid úrvat af snyTtivörum og jólagjafavörum PÉTUR PÉTURSSON HEILDV. - SUÐURGÖTU 14 Prentum stórt sem smátt Frsyjuaötu 14* Sjmi 17447 55 * Utlendingar vötn viö ar og — segja stangaveibimenn „Aukin ásókn og eftirspurn veiðiréttareigenda erlendra veiðimanna í íslenzk veiðivötn er alvarleg þróun fyrir islenzka stangaveiði- menn", segir í ályktun aðal- fundar Landssambands stangaveiðimanna. „Ráðstöf- un veiðiréttinda ætti að fara fram innan félagasamtaka og neyt- enda veiðiréttinda f landinu sjálfu“, segir þar ennfremur. Fundurinn Ieggur sérstaka á- herzlu á aðkallandi nauðsyn þess, að stofnaður verði og starf ræktur hið fyrsta öflugur fisk- ræktarsjóður, sem verði þess megnugur að skapa jafnvægis- grundvöll í umræddum málum og um leið stóraukin verðmæti veiðiréttareigenda í ám og vötn- um landsins. Þá lýsir fundurinn yfir að brýna nauðsyn beri til að banna allar laxveiðar í sjó i Norður-Atlantshafi og trevstir því að rfkisstjórn íslands svo og íslenzkir fulltrúar í Norður- landaráði beiti áhrifum sínum til að mál þetta verði tekið fyrir á næsta fundi í Norðurlanda- ráði. Einstæðar mæður og feð- ur þrífylltu fundursalinn Héldu hluta- veltu í bílskúr — og gáfu vangetnum 7 þúsund krónur • Nýlega komu nokkur 12 ára skólasystkin á skrifstofu Slyrktsr- félags vangefinna og færðu félaa- inu kr. 7.279,20, sem var hagnaður af hlutaveltu, sem þau héldu í bíl- skúr við Bólstaðarhlíð • Styrktarfélag vangefinna er. þessum ungmennum mjög þakklátt og metur framtak þeirra og gjöf þessa mjög mikils. Ánægjulegast er að vita til þess, að börnin hafa hug- leitt vanmátt þessara fórnarlamba örlaganna og gert sér grein fyrir því, að þeir heilbrigðu þurfa að styrkja þá, sem alla ævi búa við vanmátt bernskunnar. — mikill áhugi rikjandi — Jóhanna Krist- jónsdóttir, blaðakona, kj'órin formaður ÁHUGINN á stofnun félags- skapar fyrir einstæðar mæður og feður var mikill, þvf í fyrra- kvöld komu alls um 300 manns í Tjarnarbúð, salurinn troðfull- ur, enda ekki ætlaður nema um 100 manns svo vel sé. Margrét Margeirsdóttir flutti þama fróðlegt erindi um mæðra- hjálpina ( Danmörku, Sigurður Óla son, hrl., talaði um lagalega hlið málsins, og Jódfs Jónsdóttir sagði frá aðdraganda og undirbúningi að stofnun félagsins. Eftir dagskrá voru fjörugar um- >Föngum" fcoð/ð fil móttöku ræður og mikið um fyrirspurnir til undirbúningsnefndar og Sigurðar Ólasonar Kosið var í stjóm fé- lagsins, og er Jóhanna Kristjóns- dóttir blaðaíona formaður, en aðr- ir í stjórn eru: Jódís Jónsdóttir, Guðrún Birna Hannesdóttir, Vigdís Ferdinandsdóttir, og Gunnar Þor- steinsson, og varastjórn, Adda Bára Sigfúsdóttir og Ólöf Einarsdóttir. Stjórhin hefur ekki skipt með sér verkum, né heldur hefur verið fuiid ið heppilegt nafn á samtökin. Fund- arstjóri var Margrét Thors og fund- arritari Rannveig Tryggvadóttir. Skorið ár um bensínstöðvarmál- ið í næstu viku NÚ dregur að endalyktum f bens- instöðvarmálinu í Silfurtúni. í næstu viku veröur fundur með sveit arstjóra Garðahrepps og BP og sam kvæmt því sem Ólafur G. Einarsson sveitarstjóri sagði í viðtali við blað ið þá mun þessi fundur skera úr um það hvort af byggingu bensín- stöðvarinnar verður eða ekki. Sagöi sveitarstjóri að úrslit máls ins gætu allt eins orðið þau, að bensínstöðin yrði byggð og að hún yrði þaö ekki. Undanfarið hefur ekkert verlð • unnið f bensínstöðvargrunnintim 1 Silfurtúni. Fyrir rúmum áratug var áhöfn á einu varðskipanna í haldi um borð í brezka herskipinu Eastborne, eins og mönnum er líklega f fersku minni. Þetta var á dögum „þorska- stríðsins“ svonefnda, en þá ríkti óvinátta millum þjóðanna vegna réttinda á fiskimiðum umhverfis landið. Mennirnir voru nokkra daga í góðu atlæti í „fangelsinu" í East- borne, en þeir höfðu verið að gegna skyldustörfum og ætláð að taka brezkan togara innan landhelginn- ar, sem sá brezki varnaði að yrði framkvæmt til fulls. Á morgun kl. 11.30 hefur þess- um söimu mönnum verið boðið í móttöku um borð í Eastbome og munu þeir mæta þar. Áhöfn skips- ins mun að mestu önnur nú en áð- ur, en Bretarnir vilja sýna þessum Ásturdrykkurinn sg Anton og Kleó- patra um jólin Óperan Ástardrykkurlnn eftir Donnicetti verður flutt á annan jóla dag i sjónvarpinu, en óperan var i tekin upp í haust og koma fram I i henni flestir okkar þekktustu ó- i perusöncvara. Ekki er endanlega búið aö ganga frá jóladagskrá sjón varpsins að öðru leyti 1 útvarpinu verður jólaleikritið Anton og Kleó- patra eftir Shakespeare f þýðingu Helga Hálfdánarsonar. en bókin er nýkomin út, Verður leikritið flutt i heilu lagi á þriðja jóladag. Þá verður einnig flutt nýtt leikr.t um jólin eftir Odd Bjömsson i leik- stjóm Sveins Einarssonar. fyrrum ,,föngum“ vináttu, enda er þetta atvik nú að mestu orðin skemmtileg minning. Islenzkar frétta- myndir sýndar í kvikmyndahúsum VÓK-kvikmyndagerð hefur hafið framleiðslu íslenzkrar fréttakvik myndar fyrir kvikmyndahús. Sýn- ingar hefjast laugardaginn 29, nóv- ember f Tónabíói og fljótlega f Há- skólabíói lfka. Verður kvikmyndin sýnd á öllum sýningum næsta mán uð. Hún er 5 mínútna löng, tekin á 35 mm svart-hvíta kvikmyndafilmu Wide-Screen. Efni fyrstu fréttakvikmyndarinn- ar er: Setning Alþingis, torfæru- keppni, popphátíð í Laugardalshöll, íslenzkur fatnaður og Sabfna fær kvef. Gerð fyrstu kvikmyndarinnar ann aðist Vilhjálmur Knudsen og þul- ur er Jón Ásgeirsson. Framköllun og vinnsla kvikmynd arinnar fer fyrst um sinn fram er- lendis en VÓK-kvikmyndagerð hef- ur fest kaup á framköllunarvél fyr- ir bæði 16 og 35 mm svart-hvítar kvikmyndafilmur, Kópferingarvél fyrir 35 mm kvikmyndafilmur er væntanleg til landsins innan skamms. Með fyrstu . fréttakvikmyndinni verður sýnd þriðja kvikmyndin um íslenzkan iðnað gerð á vegum Iðn- kynningarinnar Að öðrum verkefn um VÓK-kvikmyndagerðar má nefna Vestmannaeyjakvikmyndina „Úr Eyjum“, sem sýnd var síðast- liðið sumar, og nú er í smíðum landkynningarkvikmynd fyrir Loft- leiðir h.f. Komst sjálfur út úr bílnum eftir 10 metra fall í urð • Það var enn margt um manninn við óhappsstaðinn í Súðarvogi, þegar Vísis- menn renndu þar aftur við, rúmlega fjögur f gærdag. Dráttarbíll var í þann veginn að draga Skodabíl Magnúsar Gunnarssonar af staðnum, sem hann hafði lent á, eftir að hafa fallið niður snarbrattan bakkann frá Súðarvoginum Bíllinn hafði lent rétt framan við stórgrýti á Sandeyri f Elliðavoginum. — | Fólkið var þögult, einstaka undr unarupphrópun heyrðist. Það mátti greina feginssvip á mörg- um. „Ég held bara, að hann sé eins og upprúllaður bolti“, sagði einn viðstaddra, um leið og hann leit niður á bílflakið. Skammt þar frá er Trabant- verkstæðið, sem Magnús ætlaði á. Við hittum þar fyrir Brand Sigurðsson, bifvélavirkja sem sá þegar billinn fór út af. — Ég var hér í bíl og ætlaði að fara að keyra hann út á stæð ið, en þá kemur hann með sinn bíl og ég beið náttúrulega á með an hann var að bakka upp í stæð ið. Svo bakkaði hann upp á stæð ið og alveg ákveðið á grindverk ið og í gegnum það, og fram af Brandur Sigurðsson bakkanum. Ég hljóp náttúrlega strax af stað og sagði að það hefði farið bíll þarna fram af. Ég hljóp fyrst fram á brúnina og sá að einhver hreyfing var inni í bílnum, fór svo niður. Þegar ég var kominn niður, þá var hann kominn út. Ég bjóst ekki við að hann kæmist svona af sjálfs dáðum út, enda er bíllinn líka þannig útlítandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.