Vísir - 29.11.1969, Blaðsíða 6

Vísir - 29.11.1969, Blaðsíða 6
VISIR . Laugardagur 29. nóvember 1969. cTMenningarmál I miðju kafi ■Dókaútgáfan virðist ætla að verða með minna og fá- breyttara móti f ár og bækumar enn seinna á ferðinni á jóla- markað en oft endranær; er þá mikið sagt. Það er ekki fyrr en nú á síðustu dögum að bókaflóð er tekið aö falla að svo nokkm nemi, og mörg forlög þó ókomin fram með sínar bækur. Fáum mun verr við orðið „bókaflóð“ en bóksölum og útgefendum, og telja þeir að atvinnu sinni sé háðung ger með hinu óvirðulega orði. Engu að síður reynist bóka- flóð jólanna þeirra langhelzta haldreipi þegar syrta virðist i álinn framundan. Bókaverð hækkar víst vemlega á þessu hausti, þó bækur verði þar fyrir sizt dýrari hér en annars staðar gerist, og jafnframt em bóksal- ar eins og aðrir kaupmenn ugg- andi um kaupgetu almennings. Við þessum kreppuótta bregðast margir útgefendur með því að blína enn fastar en fyrr á hinn fomhelga jólamarkað, miða út- gáfu sína enn nákvæmlegar við söluvonir jólanna; hið síðbúna bókaflóð bendir einmitt til hve nákvæmlega þessi viðmiðun sé tekin. Vera má að dæmið sé rétt reiknað. Jólagjafavenja upprætist ekki þó minna sé um- leikis en stundum áður, og við minnkandi fjárráð kann bókin að reynast handhægari jólagjöf en dýrkeyptari vara. Þar á móti kemur að vísu að gengis- lækkanir og annar aukinn til- kostnaður bókagerðar kemur nú fyrst fram með fullum þunga í verðlaginu. 4 uövitað ber bókaflóð hausts- 1 ins fram með sér margs konar góðar og þarflegar bók- menntir. Þó fyrirfram virðist skáldskaparárið ætla að verða með fábreyttara móti eru þegar komin á markað eða væntanleg á næstunni ýmis skáldrit sem á- huga vekja fyrirfram og vafa- laust reynast forvitnileg við- kynningar. Með hinni nýju skáld sögu Svövu Jakobsdóttur, sem getið var hér í blaðinu í fyrra- dag hefur eftirminnilegur atburð ur orðið I „formbyltingu" skáld- sögunnar, enn ein staðfesting þess að framvinda lsl. nútima- bókmennta fer um þessar mund- ir fram í skáldsagnagerð Ann- ars hefur til þessa mest kveðið að stærri verkum, ýmislegum safnritum á bókamarkaði hausts- ins. Getið hefur verið hér í blað inu um nýtt bindi Shakespeare- þýðinga Helga Hálfdanarsonar sem Heimskringla gefur út i fallegum bókum, og hina mynd- arlegu íslendingasagnaútgáfu Skuggsjár i Hafnarfirði sem haf- in var í fyrra. Ritsafn Guðmund- ar Kamban er nýlega komið út hjá Almenna bókafélaginu, heil sjö bindi i einu lagi, og er út- gáfa þess að sjálfsögðu meiri- háttar bókmenntaviðburður. Með henni er Guðmundur Kamb- an alkominn heim úr útlegð og loks unnt að gera sér grein fyrir verkum hans i samhengi íslenzkra bókmennta. Og þó — þó minnir ritsafnið einnig á þaö sS ýms leikrit Kambans hafa alls ekki verið leikin á íslenzku sviði, hvort sem það verður nokkru sinni úr þessu. Tjegar sky'ggnzt er um bóka- " flóð haustsins kemst maður ekki hjá að taka eftir því hve tiltölulega lítill hluti þess telst til eiginlegra, alvarlegra bók- mennta, skáldskaparverk eða önnur sem eftirtekt og umræðu vekja vegna bókmenntalegra verðleika. Um bókaflóð á að sönnu við hin slitna samliking við ísjaka sem níu tíunduhlutar hans eru í kafi. í meginfarvegi bókaflóðsins byltist fram þungur straumur alls konar afþreying- arbóka, skáldskapar og svokall- aðra sannra frásagna, ævintýra EFTIR ÓLAF JÓNSSON og mannraunasagna, flest af þessu erlent og þýtt, innlendra frásagna og fróðleiks af mörgu tagi og hreinna og beinna hjá- trúarrita. Sárafátt af þessu efni getur talizt né gerir það tilkall til að teljast til listrænna né fræðilegra bókmennta. Og um þessar bækur er sáralítið rætt í heyranda hljóöj þó sannarlega væri það fróðlegt um bókmenn- ingu þjóðarinnar að gera eitt sinn ærlega athugun og úttekt á bókaflóðinu öllu eins og það leggur sig. 1^1 að vanda lætur koma út á nokkrum vikum fram að jólunum svo sem 300—400 nýj- ar bækur, þar af að minnsta kosti fjórðungur bækur handa bömum og unglingum. Bókaút- gáfa handa ungum og yngstu lesendunum virðist fullkomlega einskorðuð við jólamarkaðinn og sjaldan eða aldrei borið við að gefa út slíkar bækur aðra tíma ársins. Mjög verulegur hluti þessara bóka eru erlendar reyf- arasögur af ýmsu tagi, oft og tíðum harla óvandlega af hendi leystar f sinni íslenzku gerð. Sama á raunar oftlega við um þýddar reyfarasögur handa full orðnum lesendum sem jafnan fer mikið fyrir f hverju bókaflóði. En Islendingar munu vera meðal þeirra þjóða sem allramest þýða tiltölulega af erlendum skáld- skap á sitt mál. Þessi staðreynd um íslenzka bókaútgáfu kann að koma ýmsum á óvart sem þó fylgjast vel með nýjum bók- menntum, enda hefur oft verið yfir því kvartað hve fátt komi út á íslenzku af góðum erlend- um bókum og hve slælega sé fylgzt meö nýjum erlendum skáldskap hér á landi. Enda er það mála sannast að erlendur skáldskapur sem hér kemur út í þýðingu er nær undantekning- arlaust léttvægustu afþreyingar- sögur. í þessu bókaflóði man ég ekki eftir að hafa enn heyrt getið um nema eina markverða skáldsögu erlenda og hana al- deilis ekki nýja af nálinni: Heimeyjarfólkið eftir Ágúst Strindberg Og tilefni þess að sagan sú er þýdd og gefin út mun vera hin vinsæla sjónvarps- mynd eftir sögunni sem sýnd var í íslenzka sjónvarpinu fyrir nokkru. Tnnlendir höfundar bama og unglingabóka kvarta einatt undan því að þeirra hlutur sé fyrir borð borinn um laun og styrki og hvers konar viður- kenningu aðra, eftirtekt, gagn- rýni og umræðu um verk þeirra. Hefur meira borið á þessari ó- ánægju í haust en oft endranær, einkum f tilefni af rithöfimda- þinginu í haust þar sem höfund- ar bama og unglingabóka töluðu sköralega sínu máli. Vera má að nokkuð sé til í þessu: bók- menntir barna og unglinga era t.a.m. skammarlega afræktar í blöðunum — sem þó fyllast af bókafréttum þennan tíma árs og bókmenntagagnrýni verður fyr- irferðarmikill efnisþáttur þeirra allra. Tvimælalaust er vert að ræða í fullri alvöru um innlend- ar bama og unglingabækur, eins og hverjar aðrar bók- menntir, veita þeim sömu eftir- tekt og gera þá um leið til þeirra sambærilegar kröfur sem gerðar era til annarra bóka og höfunda. En misskilningur hygg ég það sé að bama og unglingabækur og höfundar þeirra eigi ein- hvem sérstakan „rétt“ til fyrir- greiðslu sér í lagi á grandvelli einhvers konar „jafnræðis" við aðrar „tegundir“ bókmennta: Góðar bókmenntir af þessu tagi eiga auðvitað einn og óskiptan rétt við aðrar góðar bókmenntir sem samdar em í landinu. Því miður óttast ég, eftir nokkra at- hugun undanfarin ár, að það væri aðeins mjög óverulegur hlutj innlendra bama og ungl- ingabókmennta sem stæðist neina bókmenntalega kröfugerð. Ætli sannleikurinn sé ekki sá, því miður, að slðan Stefán Jónsson leið höfum við fáa höf- unda eignas't sem skrifa af list, semja fullgildar bókmenntir handa bömum og unglingum — og engan sem standist honum snúning. Höfundar bama og unglingabóka hafa hins vegar nokkra sérstöðu að því leyti til að þeir skrifa fyrir markað sem vera mun til muna öruggari og tryggari höfundum sínum en flestir eða allir aðrir rithöfundar eiga í landinu. Þegar kjör og hagsmunir rithöfunda era til umræðu, eins og nú í hauwt. hefði verið gaman að fá upplvs- ingar um útbreiðslu bókanna, launakjör höfunda og önnur hagræn atriði á þessu markaðs- svæði, En um þau efni var alls ekki rætt í nýlegum útvarps- þætti, sem drengilega tók ann- ars málstað bamabókahöfunda, né heldur annars staðar. Tjað er þar fyrir vissulega rétt að bæði gagnrýnendum og fræðimönnum um bókmenntir ber að fjalla um bama og ungl- ingabókmenntir í miklu meiri mæli en gert hefur verið til þessa. Og að það sem vel er gert á þessu sviði verðskuldar sann- arlega uppörvun og viðurkenn- ingu. En hinar afræktu bók- menntir bamanna era ekki nema eitt þeirra bókmenntalegu viðfangsefna sem hvarvetna blasa nú við í bókaflóðinu miðju. Pétur Friðrik: Frá Grindavík. Hjörleifur Sigurðsson skrifar um myndlist: Landslagssýningar Undanfamar vikur hafa stað- ið í Reykjavík nokkrar lands- lagsmyndasýningar — eða að minnsta kosti sýningar þar sem landslögin ráða lögum og lof- um. Sýning Guðmundar Karls Ásbjömssonar er liðin, samt langar mig til að geta hennar. Ég hygg að gallar verkanna og þá um leið heildaryfirbragðs sýningarinnar liggi nokkum veg inn í augum uppi. Hverjir eru þeir? Fyrst og fremst ofdýrkun á smáatriðum, sem sannarlega Magnus Á. Áraason: Fosslækur eru hrein og klár aukaatriði — ekki síður £ tækninni en á til- finningaplaninu og fyrir bragð- ið dregur strax úr vexti ým- issa plantna. Reglan sú er þó ekkj algild og undantekningar- laus fremur en aðrar reglur, sem við þekkjum úr samfélög- unum. Ég minnist sérstaklega lágreists bæjar undir fjalls- kambi, þar sem allt er dregið saman í eitt, málverksins vegna og ekki annarra hluta: litimir, brúnir formanna, hnykkir áferðarinnar, meira að segja er litasamnefnarinn að því kominn að stíga syngjandi út úr móðunni. Eitthvað svipað gerist í kventeikningunni með hæsta númerinu í sýningar- skránni, reyndar kannski líka hjá Pétri ritstjóra en alltof oft er Guðmundur Karl smeykur við að láta litina hljóma sam- an, sterka og heita eftir atvik- um eða rekast á, óþyrmilega. Ætli hið síðamefnda sé ekki á- móta nauösynlegt fyrir málverk ið? Skylt er að geta þess, að Klúbbsalurinn var orðinn miklu hlýlegri á sýningu Guðmundar, þótt gesturinn eigi bágt með að þola óhljóðin úr blásaranum. Ekkert slíkt þýtur fyrir í Boga- sal Þjóðminjasafnsins hjá Pétri Friðriki Sigurðssyni. Málverk Péturs eru nákvæmlega eins og þau hafa lengi verið: byggð á einni og sömu aðferðinni, sem klofnar samt oftast í tvo eða þrjá þætti við betri skoðun. Hér er fyrsti þáttur yfirgnæf andi, þurrar og næsta einhæfar myndir úr sölum fjallanna eða borgum hraunanna. Undantekn- ing er gatan úr bænum. Hún er hvort tveggja f senn fyllri og heilli en ekki verður sagt með sanni, að hún bjóði viðmæl- endum sínum upp á marga og góða kosti. Að lokum komum við til Magnúsar Á. Ámasonar myndhöggvara og málara á þessari stuttu ferð okkar um sýningarhúsin í Reykjavík, og er skemmst frá að segja, þar em tvö málverk, sem bera af verkum hans öllum, að minnsta kosti eins lengi og ég man þau. Hið fyrra og betra er frá Veiði- vötnum og heitir enda nafninu (nr. 1 á skránni), hitt: Vatna- hvísl. Er það ekki rétt hjá mér, að Magnúsi hafi tekizt að koma lotningu sinni fyrir tign ðræf- anna, björtum kulda landsins .... að nokkru leyti fyrir í þess ari mynd, þótt hvorki verði hún talin ffnn né hrikalegur vefur forms og litar? í sumum öðram víkur hvort tveggja fyrir fjólu- bláum og rauðum blöndum, sem fremur vinna að þvf að draga úr en auka reisn og veldi. Hjörieifur SigUrðsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.