Vísir - 29.11.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 29.11.1969, Blaðsíða 9
V í SIR . Laugardagur 29. nóvember 1969. 9 LESENDUR HAFA ORÐIÐ ■ „Faðirinn“ Mig langar að koma því á framfæri við sjónvarpið, að það endursýni leikritið Föðurinn, eftir Strindberg, sem var flutt næstsiðasta laugardagskvöld. Það hefur þegar komið fram í blöðum um hvers konar úrvals leikrit og flutning var að ræða. Ekki trúi ég ööru en einhverjir hafi misst af þessu leikriti, aðrir en ég, því það eru fleiri en tán- ingamir sem fara út á laugar- dagskvöldum, það kvöld vik- unnar, sem er að jafnaði eina kvöldið, sem allir hafa til um- ráða, án þess að þurfa að taka tillit til þess að þurfa að vakna. snemma morguninn eftir til að fara í vinnu. Leiklistaráhugamaður. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem Vísir aflaði sér hjá dag- skrárstjóra sjónvarpsins hefur ekki verið ákveðið að endursýna ,,Föðurinn“, en samkvæmt dag- skránnj er um ein klukkustund, sem ætluð er til endursýningar á efni, en þar sem Faðirinn var mjög löng sýning, yrði að færa dagskrána fram; allt þetta kost- ar peningaútlát, auk þess sem endursýning á verkinu mundi kosta álíka mikið og sýning þess í fyrsta sinn, þannig að dag- skrárstjóri bjóst ekki frekar við því að verkið yrði endursýnt. Q ■ Fá ekki neitt Ég var á Sögu um helgina að skemmta mér og hitti þá meðal annarra útlendinga og barst þá í tal herseta Bandaríkjamanna á íslandi og hegðan okkar land- anna í sambandj við það. Voru útlendingamir blátt áfram stór- hneykslaðir á þvi hvernig íslend- ingum tekst að fá bókstaflega ekki neitt út á hersetu Banda- ríkjamanna hérna. Og allt út af einhverjum 60 menningum, sem ekki viti einu sinni, hvort þeir eru kommúnistar eða ekki. „Argur“. & B „Goðin“ fallin af stalli. Móðir hringdi skömmu eftir útkomu blaðsins í gær og sagði m.a.: „Mig setti hljóða að lesa um eiturlyfjasvallið á einnj pop- hljómsveitinni. — Er þetta ekki óhugnanlegur glæpur, þeg- ar það er vitað mál að stór hluti æskunnar lítur á þessa pilta sem átrúnaöargoð? Mér finnst þaö blátt áfram furðulegt að menn irnir skuli hafa leyfi til að fara utan. í sjónvarpinu sjáum við menn tekna í gæzlu fyrir minna. ‘ HRINGIÐ í Sl'MA 1-16-60 KL13-15 Jóhanna Norðfjörö og Helgi Skúlason í hlutverkum sínum. hanna hefur tekizt á hendur. ^ Auk þeirra koma þarna fram þau Valur Gíslason, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Jón Sigur- björnsson, Róbert Arnfinnsson, Lárus Ingólfsson og Helga Jóns dóttir. Vinnan við verkið sjálft hefur verið mjög mikil og má | segja, að stanzlaust hafi verið 1 unnið í fjórar undanfarnar vikur I að æfingum og upptökum. En í útsendingu verður sýningartím- inn um ein klukkustund. Hvenær eigi að sýna hana? Ég hef heyrt talað um gamlárs- kvöld, en ekkert hefur nú feng- | izt staðfest um þaö ennþá.“ „Ekkert taugaóstyrk“. „Þetta var óskaplega spenn- andi allt saman og ákaflega ný- stárlegt að vinna þarna allt í einu fyrir framan mvndatöku- vélar í stað áhorfenda eða hljóð- nema, en ég hef töluvert leikið f útvarpsleikritum" sagði aðalleik konan, Jóhanna Norðfjörö, en hún leikur húsmóðurina í verk- inu. „Svona pínulítið bíó“ B „Einleikur á ritvél“, nafnið eitt vekur hjá manni eftirtekt og svo er það eftir Gísla Ást- þórsson, og hann er þekktur fyrir sinn lipra penna og í þriðja lagi hefur sjónvarpið tekið verkið upp á arma sína eijdá þáð‘.^í>nfa^ eingön^u með sjón- varp í huga, þannig að næg virtist ástæðan fyrir blaðamanninn að fara á stúfana og krækja sér í nánari upplýsingar um verkið, höfund og flytjend- ur. „Svona pínulítið bíó“. „Þetta er svona pínulítiö bió, og tekið bæði úti og inni, þann- ig að raunverulega er ekki hægt aö tala um ieikrit, þar eð ekkert er leiksviðið í þess orðs fyllstu merkingu", sagði höfund urinn, Gísli Ástþórsson, er blaða maðurinn náði tali af honum í frímínútum mitt á milli kennslustunda til að forvitnast um verkið, en Gísli kennir i Gagnfræðaskóla Kópavogs. „Þetta er saga úr daglega líf- inu, eins og hún gæti gerzt hjá hverjum og einum hér i Revkjavík, annó 1969. Hér er um að ræða hjón, miðlungsborg ara, sem hafa verið að byggja og eru flutt inn í hálftilbúna og hálfkaraöa íbúöina sína. Og hver þekkir þetta ekki?“ sagði Gísli og hló. „Þetta gekk annars alveg prýðilega, og til fyrirmyndar er samvinnan hjá þeim þarna í sjónvarpinu, en heilmikið stúss er í kringum þetta, tveir á hverri myndavél, stjórna þarf ljósaútbúnaði, og sérstakir hlaupagarpar voru með hljóð- nemana, en þá þurfti sífellt að færa og það þurfti líka að gæta þess vel, að þeir kæmu ekki fram fyrir myndavélina, og ótal margt annaö, þannig að sjaldn- ast voru færri en 15 tæknimenn og aðstoðarfólk á senunni auk leikaranna blessaðra, eftir að allt var komið i fullan gang.“ Er Gísli var spuröur hvers vegna hann hefði skrifað verkið, hvort hann hefði veriö beöinn eða gert það af eigin frumkvæði, svar- aöi hann, að þetta heföi hann nú tekið upp hjá sjálfum sér og með gimgutíminn verið raunverulega eitt og hálft ár. „Ég dundaöi síðan viö að skrifa þetta í sum- ar“. „Var ég lengi, segiröu, ja, mér er sama þótt ég segi þér það, ætli ég hafi ekki verið svona viku til hálfan mánuð, eft ir að ég var setztur við ritvélina og þetta er enginn farsi, heldur fremur alvarlegs eðlis, sagöi Gísli og hló, og þá voru frímínút umar hans og nemendanna bún ar og rúmlega það og skyldu- störfin kölluðu. „Líklega fyrstu skrifin eingöngu fyrir sjón- varp“. Næst náðum við í Ieikstjór- anh BaJð^iji,, Halldórsson, en haijp hefur eínú sinni áður haft leikstjórn £ hepdi í sjónvarps-. sal en það var Jón í Brauöhús- um eftir Halldór Laxness er sýnt var nú á dögunum. „Ég held ég megi segja, að þetta sé fyrsta tilraunin til að skrifa verk, eingöngu með sjón varp í huga og finnst mér, aö vel hafi til tekizt hjá Gísla vini mínum,“ sagði Baldvin er við náðum tali af honum í önn dags- ins, „og eitt vil ég alveg sérstak- lega taka fram að samstarfið við þá þarna í sjónvarpinu var ein stakt, var hrein og bein unun að vinna með þessu fólki.“ „Sjö leikendur eru þarna; I aðajhlutverkum eru Jóhanna Norðfjörð og mann hennar leik- ur Helgi Skúlason, og held ég að megi segja, að þetta hlutverk sé með þeim stærstu sem Jó- „Ég var mest undrandi yfir því að ég var ekkert óstyrk, og kannski er skýringin einfaldlega sú, að þar sem þetta er f fyrsta skipti, sem ég stend í svona lög- uðu gerir maður sér líklega ekkj grein fyrir því, hvað í raun inni er að gerast. En maður er i raun og veru aj3 sjá sjálfan sig með augum annarra." „Hvernig mér fellur viö kon- una? Ég kann prýðilega við hana hún er heilsteypt og sjálfri sér samkvæm, ósköp alþýðleg og mikill dugnaðarforkur, sem vill allt gera til að hjálpa manninum sínum og gerir það meöal ann- ars með því að prjóna peysur í gríö og erg og selja, en maður inn hennar er listamaöur, píanó leikari og því gloppóttar tekjur hans til hins daglega brauðs. Raunar er verkiö í heild ósköp alþýðlegs eðlis og heyröi ég oft strákana við vélarnar segja „ja, þetta gæti nú gott eins veriö heima hjá mér“, Þannig að margt fólk finnur áreiðanlega sjálft sig í mannlýsingunum og atburðarásinni."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.