Vísir - 29.11.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 29.11.1969, Blaðsíða 13
V í S IR . Laugardagur 29. nóvember 1969. 13 » Jólaþreytan og jólastreitan — og jólaundirbúningurinrt Tjað þarf víst ekki að minna neinn á það að jólin séu í nánd — eftir tæpan mánuð. Sumir eru þegar byrjaðir á jóla undirbúningnum í hefðbundnum skilningi. JólauiKlirbúningur og jól. — Þessi orð vekja mismunandi svaranir hjá fólki. Viðbrögð flestra, og þá er átt við full- orðna fólkið, eru neikvæð, á þann hátt, að vinnan í kringum jólin, bakstur, hreingemingar, þvottar, val á jólagjöfum og ann að slíkt og útgjöldin, allur sá aukakostnaður, sem fylgir jóla undirbúningnum og e.t.v. ekki sízt jólahefðimar, jólagjafir, jóla kort, jólaboð koma fyrst upp í hugann. Þetta gerist ár eftir ár. Hús- mæður kvarta undan jólaundir- búningnum, matarstússinu, bakstrinum og sumar þeirra, sem harðast ganga fram í að viðhalda venjunum em svo dauð þreyttar þegar jólin ganga í garð að ánægjan yfir afrakstrinum verður sáralítil Sama sagan endurtekur sig æ ofan I æ. Auðvitað á að gera endurbæt ur, hafa minna fyrir jólunum en hefðimar vinna sigur og nýjar kröfur sem fylgja verður eftir bætast við. Jólaþreytan og jólastreitan gera vart við sig löngu fyrir jól. Jólaþreytan barst í tal meðal nokkurra starfsmanna á vinnu- stað í borginni og þeirri spum ingu var varpað fram hvaða lið jólaundirbúningsins og jólahalds ins þeir vildu helzt losna við. Sameiginleg niðurstaða varð — jólaboðin, fyrst og fremst, en jólagjafirnar lentu í öðm sæti, vegna kostnaðarins við þær. Við skulum aðeins ímynda okkur, hvað liggur að baki jóla- þreytunni. Jólaboðin vom efst á listanum Þau em einnig afar viðkvæmt efni því þar er um að ræða samskipti fólks. — og kröfumar, sem fólk gerir til hvers annars. Þegar betur er aö gáð eru jólin ekki að öllu leyti sú hátíð mannkærleikans og fórnfýsinnar svo sem svo mjög er haldið fram. Tökum nokkur dæmi — Eitt heimili býður hinum í fjöl- skyldunni í jólaboð og auðvitað ætlast hún til þess að það jóla- boð sé endurgoldið með öðm og hringferðin er hafin. Nefn- um annað dæmi, ung hjón, er hafa ekki losnað úr tengslum við gamla heimilið, Bæði fjöl- Nýja herraskyrtan — losar karlmennina v/ð bálsbindið skylda konunnar og mannsins gera tilkall til þess að hafa þau hjá sér á jólunum — helzt á að- fangadagskvöld, og hin herleg- asta togstreita byrjar. Jólaboðin kref jast einnig hefð bundins undirbúnings af hálfu heimilanna. Með þau í hugá verða kökukassamir helmingi fleiri, og undirbúningurinn viða meiri. Fólkið heimsækir hvert annað, í neikvæðasta skilningi til að éta og drekka og áður en jóladagamir em liðnir hugsar fólkið með hryllingj til næsta jólaboðs. Einhverjar fjölskyldur hafa leyst þennan vanda með sam- komulagi t.d. því að öll fjöl- skyldan hittist aðeins einu sinni f hóp, aðrir kunna að hafa sín- ar lausnir, fyrir utan þá lán- sömu sem hafa gaman af öllu tilstandinu. Jólaboðin voru ofarlega á list- anum, sem sá liður er flestir vildu losna við, en einnig kom það fram að auðvitað hafði eng- inn neitt á móti því að fá gesti — með þvf skilyrði að þeir væm skemmtilegir. Og þar með sjá- um við sjálf okkur á jólunum. En kröfurnar er hægt að gera til sjálfs sín og í því er e.t.v. hinn eiginlegi jólaundirbúningur falinn. s.b. Tjað hefur þé nokkuð losazt um karlmannafata- tizkuna frá því sem var fyrir nokkrum árum, og karlmenn einskorða sig ekki lengur við jakka- fötin, skyrtuna og hálsbindið. Sam- kvæmisskyrtur eins og þessi á mynd- inni eru nú taldar sjálfsagðar eða a. m. k. ekki sérstæð- ar um of. Við sjáum að stífi flibbinn og stífu ermalíningam ar em algjörlega horfnar og það gerðu þær reyndar fvrir nokkrum ár- um, og nú er röðin komin að hálsbind- inu, sem er á hröðu undanhaldi fyrir skyrtum í svipuð- um dúr og þessi sem er með rúlln- kraga og úr munstr uðu efni. —0 Trésmiðjan VÍÐIR hf. auglýsir: Bjóðum yður að skoða útskorin sófasett ROCOCO og sófaborð, sem við höfum hafið framleiðslu á. Getum aðeins afgreitt nokkur sófasett fyrir jól. Mikið úrval af fallegum pluss- efnum. Gjörið svo vel og lítið inn til okkar, og berið saman gamla og nýja tímann í hús- gagnagerð. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. VERZLIÐ í VÍÐI — TRÉSMIÐJAN VÍÐIR h/F Laugavegi 166 — Símar 22222—22229 I SILD & Op/ð til kl. 6 e.m. á laugardögum ÞJONUSTfl LOFTPRESSUR TIL LEIGU í öll minni og stærri verk. Vanir menn. Jakob Jakobsson, simi 17604. HUSAÞJÓNUSTAN SÍMI 19989 Tökum að okkur fast viðhald á fjölbýlishúsum, hótelum og öðrum smærri húsum hér I Reykjavík og nágrenni. Límum saman og setjum í tvöfalt gler, þéttum sprungur og rennur, járnklæöum hús, brjótum niður og lagfærum steyptar rennur, flísar, mosaik og margt fleira. Vanir og vandvirkir menn. Kjörorð okkar: Viðskiptavinir ánægðir. Húsaþjónustan. Sími 19989. HANDRIÐASMÍÐI Smfðum allar gerðir járnhandriöa, hring og pallastiga. Húsgagnagrindur og innréttingar úr prófílrörum. m verðtilboða. Fagmenn og löng reynsla tryggir gæöin — Vélsmiöja H. Sigurjónssonar, Skipasundi 21. Sími 32032. | ÁHALDALEIGAN StMl 13728 LEIGIR YÐUR múrhamra með borurö og fléyg um. vibratora fyrir steypu, vatnsdælur, steypuhrærivj*!-, ar, hitablásara, borvélar, slípirokka, rafsuðuvélar. Sent og. sótt ef óskað er. — Ahaldaleigan Skaftafelli við Nesveg, Seltjamarnesi. Flvtur lsskápa og planó. Sími 13728. RÖRLAGNIR. Tek að mér nýlagnir, breytingar, uppsetningu á hrein- lætistækjum og hitaveitutengingar. Vanir menn. Leander Jakobsen, pípulagningameistari. Sími 22771. HUSGAGNAVIÐGERÐIR: RAFTÆILIAVINNUSTOFAN Sæviðarsúndi 86. Simi 30593. — Gerum við þvottavélar, , feldavélár, hifetivélar og hvers konar raftæki. Elnnig nýlagnlr og' þreytlngar á gömlum lögnum. — Haraldur ;ypUðmúndssbn.lðgg. rafverktaki. Sími 30593. ÉR STÍFLAÐ? Fjarlægi stíflúr úr vöskum, baðkerum, WC rörum og niðurföllum. Nota til þess loftþrýstitæki, rafmagnssnlgla og fleiri áhöld. Þétti krana set niður brunpa, geri við biluð rör og m. fl. Vanir menn. Valur Hejg^son. Slmi 13647 og 33075. Geymið auglýsinguna. Viðgerðir á gömlum húsgögnum. Bæsuð og póleruð. Vönd- uð vinna. Húsgagnaviðgerðir Knud Salling Höfðavík v/Sætún. Sími: 23912. BÍLAÞVOTTUR OG BÓNUN hvæ og bóna bila. Vönduð vinna Sæki og sendi. Pantiö . síma 23637 eftir kl. 4 á daginn. Ný þjónusta: INNRÉTTINGAR — SMÍÐI Tökum að okkur smfði á eldhúsinnréttingum, svefnher- bergisskápum, þiljuveggjum, baðskápum o. fL tréverki. — Vönduð vinna, mæhím upp og teiknum, föst tilboð e§a tímavinna. Greiðsluskilmálar. — S.Ó. Innréttingar að Súðavogi 20, gengið inn frá Kænuvogi. Uppl. 1 heimaslm um 14807, 84293 og 10014.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.