Vísir - 02.01.1970, Blaðsíða 4

Vísir - 02.01.1970, Blaðsíða 4
Tunglfararnir komu með iólin Hvíta húsið Geimfaramir úr ferð Apollo 12 voru gestir forsetahjónanna í Hvíta húsinu síðustu guðsþjón- ustuna fyrir jól og heimsókn þeirra leiddi því jólin inn á það heimili. Það var engin tilviljun, sem réði þvi, hverjir væru jólagestir í Hvíta húsinu. Guðsþjónustan og myndatakan eftir á, utan húss og innan, var allt framkvæmt eftir aðgát og umhugsun, því að stjóm málalífið leyfir engin mistök í þeim atriðum, frekar en öðrum. Atkvæði kjósenda geta eins olt ið á því, hverjir eru jólagestir fru-setafjölskyldunnar, eins og ein nverju öðru. Á meðfylgjandi mynd sjást við jólatré Nixons (frá hægri talið): Charles Conrad jr., Tricia Nixon, frú Pat Nixon, Gordon og Bean. JACKIE í jólafrí í „midi“kápu Jafnan, meðan Jacqueline var forsetafrú í Bandaríkjunum, hermdi annað kvenfólk eftir henni klæöaburöinn, og í engu hefur það minnkað, slðan hún varð frú Onassis. Hún hefur sjaldan elt tízkuna, heldur hefur miklu frekar tízkan elt hana, og þótt smámeyjar gangi nú um í New York allar klæddar maxi-kápum, þá gengur hún sjálf í midi — (millistærðar)- frakka. Þannig klædd hélt hún til London, þar sem hún hélt jól- in hjá systur sinni, en maður hennar gaf sér hins vegar engan tíma til að fara í jólafrí. Það þarf þvi enginn að verða hissa, ef millistærðarfatnaður kemst í tízku á næstunni. Það yrði bara enn ein eftirherman á klæðaburði skipadrottningarinn- ar. Furðulegur minjagripur Margir ráku upp stór augu, þegar nýlega var auglýst til sölu í Los Angeles klósettseta úr loft- varnabyrgi Adolfs Hitlers í Berlín! Orrustuflugmaður úr seinni heimsstyrjöldinni að nafni Guy Harris auglýsti gripinn falan hverjum sem vildi og fullyrti, að þennan minjagrip — sem er úr mahóní-viöi — hefði hann sjálfur tekið úr einkalbúð þeirra Hitlers og Evu Braun I loftvarnabyrginu fræga. Það er haldið að þau Eva og Hitler haf; framið sjálfsmorð f íbúðinni stuttu áður en hersveit- ir Rússa komu á staöinn. Harris segir, að Rússar hafi látið greipar sópa um loftvarna- byrgið í minjagripasöfnun og ekk ert skilið eftir nema þetta. „Birgið var umkringt af rúss- neskum hermönnum, en þeir leyfðu okkur samt að fara inn. Þar var þó lítið að sjá, því allt hafði verið hirt — meira að segja veggfóðriö — en líklega hefur öll um yfirsézt klósettsetan og ég var sá eini, sem kom hún í hug.“ Guy Harris sagði blaðamönn- um, sem leituðu hann uppi eftir birtingu auglýsingarinnar, að nær stödd hefði verið þýzk kona, og að honum væri enn minnisstætt, hve hjartanlega hún hló, þegar hún sá hann taka setuna. Ekki gat Harris gert sér grein fyrir, hvers virði setan væri „Það mætti nefna 10.000 dollara og eins vel mætti nefna 1000 doll ara. Þetta er svo einstæður hlut- ur, að það er ógjömingur að verð - leggjá hann.“ Fyrst setti hann sétuna í skemmtisnekkju síria, sem sökk 1946 á ánni Thames, en þó var setunni bjargað. Harris, sem var í konunglega brezka flughernum, bjó um þær mundir í Twicken- ham, skammt frá London, og kom hann setunni fyrir á salem- inu í húsi sínu þar, eftir að snekkjan sökk. Á setuna hefur hann látið setja áletraða málmplötu, þar sem sagt er frá uppruna hennar. „Hefur einhver áhuga á að kaupa klósett- setuna hans Hitlers?“ spyr Guy Harris, sem heldur hér á þessum furðulega minjagrip. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.