Vísir - 02.01.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 02.01.1970, Blaðsíða 13
V1S IR . Föstudagur 2. janúar 1970 .■.V.’.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.W .■.v.v.v.v, 13 .V.V.‘..V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V, í í I I Þessi innrauða mynd af heimsálfunum fimm er komin frá Nimbusi 3, veðurfræði-gervi- hnettinum, tekin í sex hringferðum, eða á 10 klst. tímabili, þann 16. apríl s.I. Afríka er í miðið, Asía til hægri, Evrópa efst og Ameríka til vinstri. Þarna má greina eyði- merktti'. fjallgarða og dalL Gervihnettir eru tii margs nytsamlegir — Þjónusta þeirra verður sfóðugt fjólbreyttari T fyrri útdrætti úr grein dr. George E. Muellers, eins af framámönnum Geimvísindastofn unarinnar bandarísku, varðandi það beina og óbeina gagn, sem allur almenningur geti haft og muni hafa af geimsiglingum áö ur en langt um liður, var eink- um skýrt frá ýmsum uppfinn- ingum og tæknilegum búnaöi. í þessum síöari útdrætti verður hins vegarnokkuðminnztáýmsa „starfsemi,< gervihnatta í þágu ails almennings á jörðu niðri, þeim árangri sem þegar hefur náðst f því sambandi og þeim aukna árangri, sem gera má ráð fyrir að náist á næstunni. Þeir gervihnettir, sem gerðir era til að afla upplýsinga um veðurfar og veörabreytingar og senda til stöðva á jörðu niðri — t_d. Ijósmyndir af skýjafari og myndir, sem sýna hitabreytingar — hafa þegar „skilað“ álitleg- um arði ef svo mætti að orði komast, segir höfundur. Það var fyrir slíkar upplýsingar frá gervi hnetti svo dæmi sé nefnt, sem viðvörun um felllbilinn Körlu, ár ið 1968 barst f tæka tfð til þess að 500.000 manns í suðurhluta Bandaríkjanna gat flúið heimili sfn og haft með sér allmikið af verömætum eignum, svo beint efnahagslegt tjón af fellibylnum varð mun minna en ella, auk þess sem gera má ráð fyrir að mörgum mannslffum hafi þann- ig verið bjargað. Og hverjir greiða tjónið af slíkum náttúruhamförum? Vá- tryggingafélögin. Það er þvf harla Iíklegt að þau álíti það skynsamlega fjárfestingu innan tíðar að leggja nokkuð af mörk urp til smfði fullkomnustu veö- urhseði-gervihnatta. En gervihnettimir geta einn ig komið að gagni á öðrum svið um. Egypzkur jarðfræðingur, sem starfar við háskólann í Kali fomíu, komst til dæmis að raun um það við athuganir á Gemini-' myndum af Vesturegypsku eyði mörkinni, að málmsvæði þar und ir yfirborði jrrðar voru aö minnst^ kosti ferfalt stærri en þau í st við jarðfræðilegar rannsu....,, á jörðu niðri. Þannig hafa jarðfræðingar og landfræðingar sannfærzt um að gervihnettimir geta orðiö þeim að ómetanlegu gagni við marg háttaöar rannsóknir Geimljós- myndir af svæöum í Noröaustur Afríku sýna að jarðlög em þar svipuð og á Arabíuskagá, þár sem o! íuhndir 'eru méstar úndir- yfirborðinu. Má því gera fast- lega ráð fyrir að þarna i Norð- austur-Afríku séu einnig auðug olíusvæði, en áður var ekki til þess vitað. Olíufélögin hafa þeg ar nokkuð hagnýtt sér þessa hæfni gervihnattanna við aö leita uppi olíuauðug svæði á hafsbotni. Og þegar tekið er tillit til þess hve olíuleit á jörðu niðri er gífurlega kostnaðarsöm er ekkert líklegra en að hin miklu olíufélög sjái sér hag í þvf að koma á loft gervihnött um, sem sérstaklega verði bún ir tækjum til slíkra rannsókna. Þá geta næm og nákvæm tæki sem gervihnettir em búnir, upp götvað sýki og vanhöld í komi og öðrum gróðri, þegarábyrjun arstigi, sem árlega veldur tjóni svo þúsund milljónum dollara skiptir í bandariskum land- búnaði, svo ekki sé lengra til jafnaö. Bændurogbændasamtök munu því áreiðanlega telja það borga sig að standa fjárhagslega að smiði og gerð gervihnatta, sem búnir væm hinum nákvæm ustu tækjum, er veitt gætu all ar upplýsingar um gróðursýk- ingu, áður en hún næði að breið ast út. Auk þess mundu þessi sömu tæki geta sagt fyrir um uppskemhorfur með mikilli ná- kvæmni. en það yrði mjög mikil vægt í sambandi við framleiðslu markaðinn. Þá má og geta þess að gervihnettir geta gert við- vart um skógarbruna á byrjun- arstigi, en þegar um er að ræða víð skógarsvæði, verður slíkra elda oft ekki vart, þrátt fyrir margháttaða vörzlu, fyrr en allt er um seinan. Og þegar þess er gætt, að slíkir eldar valda ár- lega tugmilljónatjóni, er líklegt að timburframleiðendur vilji eitt hvað til þess vinna að viövaranir berist áöur en það er um seinan. í lok greinarinnar gripur höf undur til hugmyndaflugsins, og ræðir þar hugsanlega möguleika á ýmsum iðnaði um borö í geim stöðvum í lofttómi og þyngdar leysi. Fræöilega sé til dæmis lík lé'gfáð þar ntégi framleiðá 'eins konar frauð-stáli sem verói vio- líka létt í sér og 'Walsaviður, án þéss að nokkuö dragi úr styrk- leika þess, en slíkt sé ógerlegt á jörðu niðri. Við þyngdarleysi taki lagarkennt efni, — t.d. bráðinn málmur — strax á sig fullkomna kúlulögun, og því sé Iíklegt að framleiða megi úti í geimnum fullkomnari kúlur í alls konar legur, en unnt sé í ,,jarðneskum‘‘ verksmiðjum. — Sama sé að segja um alls konar Iinsur og spegla, við þyngdar- leysi sé' unnt að gera slík tæki svo að segja alfullkomin, en slíkt sé ógerlegt þar sem þyngdarlög málið segir til sín. Fyrstu geimstöðvarnar verða sennilega komnar á braut um- hverfis jörðu árið 1975. Þær veröa dýrar, en stofnanir, útbún ár tilsvarandi tækjum á jörðu niðri eru líka dýrar. segir höf- undur, og þessar geimstöðvar eiga að geta enzt lengi, svo kostnaðurinn dreifist á mörg ár. Kostnaðurinn við alla flutninga út f geiminn, segir höfundur að hafi lækkað gífurlega að undan fömu. Þegar fyrsta bandaríska gervihnettinum var skotið á loft 1958, nam kostnaðurinn við þaö 2,205,000 dollurum á hvert kg. Nú nemur sá kostnaður aðeins 1,103 dollurum á hvert kg. „Og þetta er einungis byrjun in. Til þess að öll starfsemi úti í geimnum geti orðið hversdags- legur þáttur í starfsemi manna, eins og væntanlega verður þarf að lækka flutningskostnað þenn an niður í 110 dollara á hvert kg. og seinna niður í 11 dollara“, segir höfundur í lokin, og virðist ekki í neinum vafa um, að þaö megi takast. .y.V.V.V.V,V.V.V.,.V,V,.W.V.V.,AW/.,.V.V.W.V.V.W. © Notaðir bílar til sölu Höfum kaupendur að Volkswagen og Land-Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu. Tii sölu í dag: Volkswagen 1200 ’56 ’59 ’63 ’64 ’65 ’68 Volkswagen 1300 ’66 ’67 ’68 Volkswagen 1600 TL ’67 Volkswagen sendiferðabifr. ’66 ’68 Land-Rover bensín ’62 ’63 ’64 ’65 ’66 ’67 ’68 Land-Rover dísil ’62 ’66 Willys ’62 ’66 ’67 Fíat 124 ’68 Fíat 600 T sendiferðabifr. ’66 ’67 Toyota Crown De Luxe ’67 Toyota Corona ’67 Chevy-van ’66 Chevy Corver ’64 sjálfskiptur m. blæju. Volga '65 Singer Vogue ’63 Benz 220 ’59 Skoda Octavia ’65 ’69 Moskvitch ’68 Renault ’65 Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot af rúmgóðum og glæsilegum sýningarsal okkar. Simi 21240 HEKLA 1 Í1 'i-OUéaý6gti|jj$g :r 170472% Meiraprófsnámskeið veröur haldið í Reykjavík nú í janúar. Umsóknir um þátttöku sendist Bifreiðaeftirlitinú í Reykjavík fyrir 7. jan. n.k. Bifreiðaeftirlit rikisins ^VVAWáflnaaMUB^VIMWWAV.WW.'WV.W/.VA'.VW.'.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.