Vísir - 02.01.1970, Blaðsíða 6
V1SIR . Föstudagur 2. janúar 1970
cTVÍenningarmál
Sigurður Jakobsson skrifar um kvikmyndir:
Jólamyndir
að var svo sannarlega ekki
um auðugan garö að gresja
í kvikmyndahúsunum nú fyrir
jólin, nóvember- og desember-
mánuö voru eingöngu endur-
sýndar gamlar myndir og frum-
sýndar nýjar 3-flokks myndir,
fáum til ánægju. Það var því
von margra að jólamyndirnar
yrðu með skárra móti, enda vart
ósanngjarnt að ætlast til þess
eftir það sem á undan haföi
gengið. En því er ekki að heilsa.
Kvikmyndahúsin virðast vera að
rétta af eftir fjárkröggurnar í
sumar og hafa nú illu heilli aft-
ur efni á að bjóða bíógestum
að styrkja glansmyndafram-
leiðslu stórþjóðanna. Eina á-
hugaveröa myndin sem nú er
til sýnis er síöasta mynd Chap-
lins í Laugarásbíói, Greifynjan
frá Hong Kong (Countess from
Hong Kong), sem stendur á
margan hátt fyrir sínu þrátt fyr-
ir ýmsa ágalla.
Natasja (Sophia Loren) er
rússnesk hefðarmær, sem ein-
hverra ástæöna vegna heldur að
sér takist að byrja nýtt og betra
líf í Bandaríkjunum. Hún gerist
laumufarþegi í skipsklefa Ogd-
en Moars (Marlon Brando) með
það fyrir augum að komast ó-
séð til Honolulu og þaöan til
meginlands Bandaríkjanna. Er
Moars kemst að veru Natösju í
klefa sinum, bregzt hann hinn
versti við og hótar að afhenda
hana yfirvöldum skipsins til
meðhöndlunar. Svo fer þó að lok
um að hann ákveður að hjálpa
Natösju, bæði vegna umhyggju
fyrir pólitískum ferli sínum svo
og vegna ástar á henni.
Það fer ekki á milli mála að
meistarinn Chaplin er nú tek-
inn að gamlast nokkuð. Þó
„Greifynjunni" svipi að mörgu
til fyrri mynda Chaplins nær
hún hvergi þeirri hæö sem ýms-
ar þeirra. Að vísu eru mörg
brosleg atriöi í myndinni og sum
jafnvel stórskemmtileg, en allt
um það er eins og Chaplin tak-
ist aldrei að skapa eðlilega heild
úr þessum atriöum. Mörg þeirra
eru i gamla „Chaplin-stílnum“,
svo sem snemma í myndinni,
þegar dyrabjallan hringir hvað
eftir annað meö stuttu millibili
og Moars felur Natösju í skáp
um og nærliggjandi herbergjum.
Þessari senu svipar mjög til
margra annarra úr fyrri mynd-
um Chaplins, og hefði efalaust
sómt sér vel í einhverri þeirra.
En Brando og Loren tekst eng-
an veginn aö gera þessu full-
nægjandi skil, þau eru bæöi tvö
þunglamaleg og óeðlileg, nokkuð
sem aldrei hefði komiö fyrir ef
Chaplin hefði verið annar leik-
ara. Chaplin virðist hafa ætlazt
til að þau leiki þarna á sama
hátt og hann gerði foröum, en
báöum er það gersamlega of-
viða, og árangurinn er aöeins
langdregið atriði sem varla er
fyndiö nema til að byrja með.
Svipað má segja um myndina í
heild, hún hefði ugglaust orðið
stórfengleg með Chaplin í að-
alhlutverki, en í meöferö þess-
ara leikara verður allt miklu
smærra í sniðum.
En hins vegar eru í myndinni
atriði, sem takast prýðilega.
Margareth Rutherford leikur
Gaulswallow, gamla, karlæga
maddömu mjög eftirminnilega,
og sömuleiöis er þjónninn Hud- '
son einhver mannlegasta og >
jafnframt skemmtilegasta per-
sóna myndarinnar.
Það er ekki hægt að segja að '
„Greifynjan 'rá Hong Kong“ sé ■
vel heppnuð mynd þó margt '
megi gott um hana segja. Það 1
fer ekki á milli mála, að Chap- \
lin hefur ekki tekizt eins vel (
upp og ástæða var til að ætla, (
honum virðist engan veginn i
falla eins vel að leikstýra öðr- }
um leikurum og sjálfum sér.
Eina
peningahappdraettið
241.9 milljónír
Geysileg fjölgun vinninga.
Þriðjungur þjóðarinnar á
nú kost á að hljóta vinning.
Heildarfjárhæð vinninga
hækkar í 241,9 milljónir.
4 milljónir
hæstí möguleikinn
Þér getið unnið 4 milljónir
í einum drætti á sama
númer í öllum flokkum.
Verð miðanna er óbreytt.
Miðaraðir
Nú er loks hægt að
sinna hinni stöðugu
eftirspum eftir röðum,
semhafaverið ófáanlegar
undanfarin ár.
HAPPDRÆTTl
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Nótt hers-
höfðingjanna
(The Night of the Generals)
Leikstjóri: Anatole Litvak.
Handrit: J. Kessel og P. Dehn
eftir sögu H. H. Kirst.
Aðalhlutverk: Peter O’Toole,
Omar Sharif, Tom Courtenay.
Stjörnubíó.
„Nótt hershöfðingjanna" er
eins . konar samsull úr öllum
þeim tegundum glansmynda,
sem vinsælar hafa oröið. Hún er
allt 1 senn, stríðsmynd, ástar-
mynd, gamanmynd og leynilög-
reglumynd, og greinir þar að
auki frá sannsögulegum atburö-
um; sem sagt eitthvað fyrir alla.
Gleðikonur eru myrtar á
hryllilegan hátt i Varsjá, París
og Hamborg, og þrír þýzkir hers
höfðingjar eru hafðir grunsam-
ir um ódæðin. Grau lögreglufor-
ingi (Omar Sharif) ákveöur að
finna glæpamanninn og láta
hann gjalda illverka sinna. —
Myndin greinir svo nánar frá
leit Graus og vina hans að fól-
inu. Með ákveðnu millibili er á-
horfendum gefinn kostur á að
sjá ástarævintýri, tilræði við
Hitler, „úrkynjaða list“ o. s. frv.
Þetta er óvenju vel gerð
skemmtimynd og ætti engum að
leiðast, sem á annað borð hefur
gaman af myndum af þessu
tagi.
Peter O’TooIe leikur Tanz
hershöföingja einstaklega vel,
en Omar Sharif er aftur á móti
fremur flatneskjulegur í sínu
hlutverki.
Það búa
litlir dvergar
(The Gnome mobile)
Leikstjóri: Robert Stevenson
Handrit: E. Kaddison eftir
sögu Upton Sinclair.
Aðalhlutv.: Walter Brennan,
Matthew Garber, Karen
Dotrice.
Gamla bíó.
Gamla bíó heldur enn tryggð
við Walt Disney þótt ýmsir aör-
ir séu raunar farnir að þreytast
á fjáröflunartilraunum Walt
Disney Productions.
í þetta skipti segir frá D. J.
Mulrooney timbursala, sem Iæt-
ur öll sín viöskipti lönd og leið
og fer aö hjálpa dvergnum Jasp-
er, sem er viðþolslaus af kven-
mannsleysi, að finna sér eigin-
konu af heppilegri stærö. Hon-
um til aðstoðar eru „krakkarnir
úr Mary Poppins" (Those Mary
Poppins kids). Eftir mátulegan
misskilning og hættur tekst
þeim að finna eiginkonu handa
dvergnum og eru þá allir glaðir
og reifir og syngja fallega,
skemmtilega lagið um Dverga-
bílinn (The Gnome-mobile).
Það er fulldjarft af Gamla bíói
aö bjóða fullorönum upp á þessa
mynd, til þess eru á henni of
margir vankantar. Hins vegar
má ætla að börn geti haft af
henni nokkurt gaman, þar sem
þau láta ekki slæman leik eða
önnur slík ómerkileg smáatriöi
vefjast fvrir sér. „Það búa litlir
dvergar“ cr þvi tilvalin mynd
fyrir börn eða aðra þá, sem án
mikilla tilfæringa geta sett sig
í þeirra spor.
\
(
I
)
i
1.