Vísir - 07.01.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 07.01.1970, Blaðsíða 1
Álfar leiddu dansinn ■ Margir unglingar söfnuðust að álfabrennunni við skautahöil- ina í gær, enda var þar glatt á hjalla þrátt fyrir frostið og næð- ingin. Álfadrottning og kóngur leiddu dans. Blys voru á lofti og álfalög sungin. ■ Þessi þrettándagleði var einhver hin fjöimennasta í bænum, en víða voru skemmtanir í tilefni dagsins og danshúsin höfðu opið til klukkan eitt um nóttina, þar sem fleiri kunnu betur við að dansa jólin út í upphituðum sölum heldur en með álfum úti á svellum. Hvað hafa forsætisráðherrar í laun? Olof Palme, forsætisráö- herra Svía. Hann er sam- kvæmt þessu bezt launað ur ráðherranna. Hefur hann 3 milljónir og 120 þúsund krónur á ári. Með aukatekjum. Hilmar Baunsgaard, for- sætisráðherra Dana. — Hann hefur í árslaun 2 milljónir og 340 þúsund íslenzkar krónur. Með þessu eru reiknaðar auka tekjur. Mauno Koivisto, forsæt- isráöherra Finna. Hefur eina milljón og 740 þús- und krónur í laun á ári. Hann er í orlofi sem bankastjóri Þjóðbankans. Per Borten, forsætisráð- herra Noregs. Hann hefur í árslaun eina milljón og 512 þúsund krónur. Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráöherra íslands. Hann hefur í árslaun, seg ir BT, 624 þúsund krón- ur Það er minna en helm ingur af launum Per Bort ens í þessum samanburði. Danska blaðið BT gerði ný- lega athugun á launakjörum forsætisráðherranna á öllum Norðurlöndum. Hefur blaðið birt iaun þeirra og reiknað með' hinu opinbera gengi á einstökum gjaldmiðli. Sam- kvæmt könnuninni hefur OI- of Palme, forsætisráðherra Svía, hæst Iaun, eða yfir þrjár milljónir islenzkra króna á ári. íslenzki forsætisráðherr- ann fær hins vegar um fimmta hluta af þessu á ári, rúmar 600 þúsund íslenzkar krónur. Blaðið segir, að erfitt sé að bera saman iaunin og ekki nægi legt að nota hiö opinbera gengi. Taka yrði tillit til kaupmáttar- ins. Ennfremur verði að reikna með hvers konar fríðindum, til dæmis fríu húsnæði, ráðherra- bíl og því um líku. Um forsætisráðherra íslands, sem verður langsamlega neðst- ur [ samanburðinum, segir blað- ið: „Verðlag og tekjur á I’slandi eru ekki sambærilegar viö önn- ur Norðurlönd, en samt. þetta er lítilræði." Svo segir danska blaðið BT. Kveiktu í bensíni á Hafnfirzkir unglingar með þrettándasprell Þegar unglingadansleikjum, sem ■ kvöldi á þrettándanum, lauk um haldnir voru í Hafnarfirði í gær-1 eitt-leytið í nótt, þyrptust ung- Mikið síldarmagn fannst út af Jökli i nótt — Skipin náðu Jb<5 abeins smáslötíum Talsvert síldarmagn fannst um 40 mílur út af Jökli f nótt og þar voru um 15 skip að reyna að kasta fram undir morgun. Mikið var unn iö alla nóttina, en árangurinn varö ekki eftir því. Tvö eða þrjú skip höfðu tuttugu tonn upp úr krafs- !nu, önnur rinna, niður í sára lítið aöa ekkí neitt. Hafþór leitaði sfldar á öðrum slóðum í nótt en fann ekki neitt. Hann var að nálgast flotann í morg un. — Síldarmagn hefur ekkert fundizt út af Jökli neitt að ráði síðan fyrir jól op er fyrsta síldin sem veiðist á þessu ári. Sjó menn kvörtuðu eitthvað undan því að þessi síld væri öflu lélegri og minni en sú sem áður veiddist þarna við Jökul. menni á Strandgötu með hávaða og ærslum, eins og jafnan hef- ur viljað brenna við í Bafnar- firði þetta kvöld. Meðan dansleikirnir stóðu yfir, en þeir voru haldnir í Alþýðuhúsinu og Tómstundaiðjunni, var allt með kyrrð og spekt, en að fenginni reynslu fyrr; ára, var lögreglan við öllu búin og hafði m. a. fengið 7 manna liðsauka úr Reykjavík. Hjá Alþýðuhúsinu og Apótekinu safnaðist svo hópurinn á Strand- götu með kínverjasprengingum og sprelli sem þó var stillt í hóf vegna nærveru lögreglunnar. Þótt lög- reglumenn hefðu haft vara á sér fyrir kvöldið og t.d. fjarlægt tunn- ur úr nágrenninu, tíndu einhverjir unglingar til tvær eða þrjár tunnur, sem skyndilega birtust á sjónar- sviöinu, og kveiktu í rusli í einni þeirra, en allt þetta var fjarlægt jöfnum höndum. Einhver ungmenn; höfðu komizt yfir bensín og helltu yfir götuna, en kveiktu síðan í. Eldurinn var þó slökktur, áður en hann olli neinum skaða, en umferð um götuna var beint á aðrar brautir meðan þetta stóö yfir. Einstaka unglingur var undir á- hrifum áfengis, en það heyröi til undantekninga. Alls varð lögreglan að taka 12 unglinga úr umferð til að stilla hópinn, sem að Iokum guf- aði allur upp og hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar einn lögregluþjónn kom á vettvang meö myndavél og ,,flash“ og mundaði sig til þess að taka myndir. í Garðahreppi varð lögreglan einnig að hafa gæzlu, en þar báru ungmenni sig að því. að draga tunnur út á umferðarbrautir, og var þó bæ't niður og haldið í skefjum, án þess að neinn órói næði að breiöast út. Línuaflinn upp í 12 tonn Suðurnesjabáiar voru með allt upp í 12 tonna afla á línu í gær, en flestir voru á sjó og höfðu sæmileg- an reyting eftir lögnina. Akranes- bátar voru með þetta 5—7 tonn, en þeir eru nú byrjaðir tíu á línu. Það var langræöi hjá Keflavíkur- bátunum, sem mestan afla höfðu í gær, þvi þeir komu ekki að fyrr en klukkan tólf til eitt í nótt. Ví&s þreffán sticga gaddur í morgun — W stiga frost / Reykjavík Norðannæðingurinn færir okkur nistandi kulda. Hörku- frost er víðast hvar á landinu. Meira aö segia var 11 stiga frost í Vestmannaeyjum í morgun, sem er mjög óvenjulegt svona úti i sjó. Upp í landinu var víða 13 stiga frost, til dæmis á Hellu og nyrðra á Nautabúi í Skaga- firði var einnig 13 stiga frost, en mest var það á Grímsstöðum á Fjöllum 17 stig. Þar nyrðra var einnig éljagangur og jafnvel stöð ug snjókoma og eins austan- lands, og þar var vindur þetta 6 — 8 stig, en hér vestra var bjartara yfir og vindur hægari. ísinn virðist lítið hafa hrakið nær landi þrátt fyrir norðanátt- ina, en af honum hafa litlar fregnir- farið að undanförnu, nema þá um gervitungl, sem sýna ekki nákvæmlega dreifingu hans, einkum þar sem um dreifð- an ís er að ræða. Reykvíkingar' vöknuðu viö 10 stiga frost í morgun og eflaust hefur mörgum gengið erfiðlega að koma sér og bílnum sínum í gang. — Varla hefur kuldinn bætandi áhrif á það heilsuleysi, flensupest og kvefsótt, sem gengur yfir um þessar mundir. — Sjá Visir spyr á bls. 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.