Vísir - 07.01.1970, Blaðsíða 8
8
Öteerandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simat 15B10, 11660 og 1509H
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sfmi 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
A.skriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
■twr-ratt':
Miklum ekki vandann
„§á er eldurinn heitastur, sem á sjálfum brennur.
Okkur íslendingum finnst þess vegna að vonum mest
til um okkar eigin vandamál og eru þau þó smávægi-
leg miðað við hin, sem ýmsir aðrir eiga við að etja,“
sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í ára-
mótaræðu sinni.
í þessum orðum forsætisráðherra kemur fram sama
skoðun og hjá forseta, íslands, Kristjáni Eldjárn, í
áramótaávarpi hans, en hann sagði: „Oss hættir til
að einblína á háskann og vandann, og oft mætti ætla
af tali manna, að vér íslendingar ættum öllum þjóð-
um fremur við rammt að rjá. Hitt er þó sannara, að
alls staðar og ævinlega er við einhver vandasöm úr-
lausnarefni að fást. Bölmóður stoðar lítt...“
Bjatni Benediktsson sagði í ræðu sinni, að efna-
hagserfiðleikar undanfarinna ára hefðu leitt til lífs-
kjaraskerðingar. Og síðan sagði hann: „Ýmsir hafa
þó magnað skerðinguna fyrir sér, því að þrátt fyrir
hana hafa hinar fjölmennustu launastéttir á þessu
ári notið þriðjungi hærri ráðstöfunartekna en á ár-
inu 1958. Er sú tekjuaukning, þegar litið er á áratug-
inn í heild, sízt óhagstæðari en orðið hefur t. d. í
Bretlandi, Sviss og Bandaríkjunum.“
Forsætisráðherra ræddi nokkuð um brottflutning
fólks af landinu og sagði síðan: „Langflestir hafa og
leitazt við að brjótast hér heima fyrirfram úr örð-
ugleikunum. Sú þjóðhollusta ásamt bættum afla-
brögðum, greiðari sölu og hækkandi verðlagi hefur
leitt til þess, að nú er allt öðru vísi um að litast en
var um síðustu áramót." Minnti ráðherrann í því sam-
bandi á gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar, sem batnaði um
hálfan annan milljarð króna á fyrstu ellefu mánuð-
um nýliðins árs.
Síðan vék Bjarni Benediktsson að framtíðinni og
sagði: „En þótt játa verði, að mikið hafi áunnizt á
þessu ári, þá fer því fjarri, að allir örðugleikar séu
úr sögunni. Þverí á rr.áti veltur mest á því, að menn
kunni sér nú hóf og rjúfi ekki þann grundvöll að betri
framtíð, sem tókst að leggja á árinu 1968.
Metum nú á ný allar aðstæður rétt. Eðlilegt er, að
hver skoði stöðuna frá sínu sjónarmiði, og að þá
verði nokkrar deilur og gagnrýni. Á meðal frjálsra
manna skaðar slíkt sízt, heldur er til hvatningar og
öryggis á meðan hóf er haft á. En höfum hugfast,
að við erum öll í sama bátnum; Oft þarf að bíða lags,
en þegar lagið kemur, ríður á, að sem flestir legg-
ist í einu á árar, svo að skriður komist á. Við meg-
um að vísu ekki ætla okkur meira en við erum menn
til, en umfram allt aldrei láta hugfallast. Því að hug-
urinn getur borið okkur hálfa leið í gegnum brim og
boða til betri tíma.“
Þessi hvatningarorð forsætisráðherra eiga vel við
á þessum tíma, þegar þjóðin sér fram á sízt meiri erf-
iðíeika en hún hefur. áður þekkt, og um leið fram á
margvíslegar sóknarbrautir á þróunargöngu sinni.
V1S IR . Míðvikudagur 7. janúar 1970.
i f WffWMBTwaii ift. rín ibmuuh^
□ Meira en helmingur
hinna 270 milljón
íbúa Suður-Ameríku lýt
ur nú stjórn hershöfð-
ingja, beint eða óbeint.
Herforingjar hafa und-
anfarin ár færzt í auk-
ana í þessum ríkjum og
þingræðisstjórnir vikið
úr sessi. Margir hinna
nýju valdhafa lofa gagn-
gerum umbótum á
stjórnkerfinu og bætt-
I Suður-Ameríku gerast herforingjar æ menntaðri, og her-
skólar búa þá undir að stjórna ríkinu.
HeSmingur Suður-Ameríku
lýtur herforingjastjórn
Herforingjar heita umbótum og segjast vera „menn alþýðunnar"
um lífskjörum allrár al-
þýðu manna.
□ „Ný gerð af
herforingjum“
Herforingjar ráöa ríkjum í
Argentínu, Bólivíu, Brasilíu,
Guatemala, Honduras, Panama,
Paraguy og Perú. Nelson Rocke-
feller, ríkisstjóri, komst að
Lítil merki um umbætur í
Bólivíu.
þeirri niðurstööu á ferðalagi
sínu til Suður-Ameríku nýverið,
aö „ný gerð af herforingjum sé
komin fram á sjónarsviöið." —
„Þeir eru knúðir af vaxandj ó-
ánægju með spillinguna, dáöleys
ið og staðnað stjóhnkerfi. Hin
nýja gerð herforingja er þess ai
búin að nýta einræðið til þess
aö efla félagslegar og efnahags-
•iegar framfarir", segir Rockefell
er.
Samfara hernaðareinræöinu
er oftast þjóöernisstefna og á-
ætlanagerð um efnahagsmálin.
Einnig siöavendni og yfirlýstur
heiðarleiki. Bandarískur þing-
maður líkir þessum mönnum viö
Nasser I Egyptalandi. Slíkir
„byltingarsinnaöir herforingjar"
tóku til dæmis nýlega völd í
Perú, undir forystu Juan Velas-
co Alvarados.
□ „Eins og Peron“
Verkefni skortir ekki í Suður
Ameríku. Þar hefur jafnan ver-
ið gífurlegt bil milli ríkra og
snauöra. Vaxandi ólgu gætir
hvarvetna, og ofstækisstefnur
ryöja sér til rúms. Samt virðist
Fidel Castro hafa mistekizt að
ná stvrkri fótfestu í þessum
rikjum, þrátt fyrir mikla við-
leitni í þá átt, Ekki er ólíklegt
aö margir I þessum löndum
horfi nú til „umbótasinnaðra
herforingja“ til aö bæta úr skák,
eins og sumir telja að Peron
hafi veriö í Argentínu á sínum
tíma. Vissulega var mikil óá-
nægja með stjórn Perons. Lýð-
ræðissinnar steyptu honum, en
veldi þeirra var skammvinnt. —
Síðan hefur jafna veriö her-
foringjastjórn af ýmsu tagi í
Argentínu.
Margir hinna nýju valdhafa
líta Bandaríkjamenn fremur ó-
hýru auga og vilja fara sínar
eigin götur án afskipta þeirra.
Á hinn bóginn æskja þeir fjár-
hagslegs stuönings Bandaríkj-
anna.
□ Lítil merki
um umbætur
Þótt herforingjarnir lofi fögru
eru enn frekar lítil merki um
umbætur þeirra. Þannig er til
dæmis í Bólivíu, þar sem Al-
fredo Ovando Candia tók völd
og stofnaöi „byltingarstjórn".
Þetta sama orö, „byltingar-
stjórn“ nota hinir nýju valdhaf-
ar í Arabaríkjunum, svo sem Líb
íu og 'Súdan. Sagan á eftir að
leiða í ljós, hvort menn þessir
koma á umtalsveröum umbótum
eöa hjakka i sama farinu og
hugsa um það öðru fremur aö
halda völdum.
Þaö er mörgum áhyggjuefni,
að þessar stjómin virðast ekki á
hugamiklar að koma aftur á
þingræðisskipulagi, þótt þær
hafi ósjaldan lofað þvf. Þvert á
móti virðast þær telja að málum
sé bezt komið í þeirra sjálfra
höndum, og sé þaö „allri al-
þýðu manna fyrir beztu". Svo
hefur og verið um fleiri ein-
valda mannkynssögunnar.
Margir athugendur eru þó full
vissir að víða séu þessir her-
foringjar raunverulegir umbóta
menn og góðs af þeim að vænta.
Heimurinn hefur vanizt að líta á
stjórnarskipti f Suður-Ameríku
sem algeran skrípaleik, þar sem
valdhafar hverju sinni leiki hlut
verk trúða. Eina áhugamál
þeirra sé aö berast á og þykjast
„miklir menn“, á meöan það
endist. Svo reyni þeir að safna
fé, til þess að geta átt náðuga
daga í útlegðinni, þegar næsti
trúður kemur til skjalanna og
rekur þá af höndum sér. Til
dæmis lifir Peron, fyrrum for
seti nú á Spáni í vellystingum
praktuglega. Þrátt fyrir að von-
ir séu bundnar við „hina nýju
gerð herforingja", hefur þetta
álit ekki breytzt.
..,,,.
Byltingarmaðurinn Ovando.
Þeir segja...
Viðhorfin næsta
áratug
„Hið raunverulega deiluefni
næsta áratugs verður ekki hvort
frelsi sé æskilegt, heldur hvar
séu mörk þess. Deilt verður um
siðgæði í sambandi viö skurö-
aögeröir og mannslát, eöa vis-
indalegar aðferðlr til að þroska
mannsheilann og sköpun manna
i kerjum á rannsóknarstofum.
Einnig markmið ríkisafskipta,
réttindi minnihlutahópa til að
standa í vegi fyrir „efnahagsleg
um framförum" og persónulegar
skyldur hins efnaöa við hina
gömlu, örkumla og sjúku ...
Okkur veröur auðvitað ógn-
aö af styrjöldum i heiminum,
einkum vegna samkeppni Araba
og Gyðinga i heimskulátum, en
það veróur °kki eyðilagt sem
unnizt hefur Bandaríkin munu
árið 1980 hafa endurheimt
sjálfstraust sitt, eftir að þau
hafa orðiö að hyggja að sjálfum
sér eftir Víetnamstríðið ...
Góðgjarnir menn munu oft ör-
vænta, svo sem jafnan gerist.
En þaö er eins og Burke sagði,
að hiö eina, sem þarf til þess,
að hið vonda sigri, er
að góðir menn gefist upp og að
hafist ekkert. Nauðsynlegt lykil
orð næsta áratugs • verður von-
in“.
Sunday Times (London)