Vísir - 07.01.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 07.01.1970, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Miðvikudagur 7. janúar 1970. Sundstúlka með krafta bjarnarins Það verður erfitt fyrir nokkra þjóð að þoka Bandaríkjamönn- um um set í sundinu. Þar gnæfa Bandaríkjamenn yfir alla aðra og eiga 22 af 32 viðurkennd- um heimsmetum. Debbie Meyer, hin 16 ára sund- %efur fyrir löngu skráð nafn iyflt kona sitt gyHtu letri í sögu sundíþróttar- innar. Það gerði hún raunar í sund- laug Olympíuleikanna í Mexíkó. Nú á hún 4 heimsmetanna. Þá var ljóst aö hún var bezt í heiminum í skrið- sundi. Og það er hún enn og hefur Getraunir vikulega Fyrsti seðillinn kominn í umferð. Skilafrestur til fimmtudagskvölds. Ath. 10 vikna fastir seðlar hjá íþróttafélögunum eða frá GETRAUNIR íþróttamiðstöðinni, Laugardal jafnframt bætt sig á síðasta ári í þrem greinum skriðsundsins. Sundstjömur verða sjaldnast lengi á toppnum. Þannig varð Don Shcollander heimsfrægur 18 ára gamall, vann 4 OL-gull í Tokyo, en þegar haldið var til Mexíkó 4 árum síðar, — þá var hann of gam- all. Annar maður var setztur í há- sætið, Mark Spitz að nafni, einnig Bandaríkjamaður. Debbie er enn á toppnum. En hversu lengi varir það? „Ég get ekkj svarað þvi,“ segir hrtn, „ég syndi fyrir ánægjuna og það getur hent að næsta ár langi mig ekki lengur til að synda ...“ Heimsmet hennar eru þessi: 200 m skriösund 2.06.7 mín. 400 - — 4.24.5 — 800 - — 9.10.5 — 1500 - — 17.31.2 — Fyrir Debbie þýöir sumarfríið frá skó’lanum lítið annað en bláar sund- laugar, klórlitað hár og sólbrennda handleggi og fætur. Þegar Debbie hitti hinn fræga Þjálfara sinn, Sherm Chavoer fyrst, þá sagði hann henni að synda 20 laugarlengdir, — Debbie gat synt 3 og með naumind- um klifrað upp úr aö því loknu. Þetta gerðist fyrir 5 árum og nú á hún 4 heimsmet og syndir 15 kflómetra á dag. Það era víst fæstir, sem trúa því hversu mikill kraftur og hraöi er í grönnum handleggjum þessarar ungu stúlku með engilsásjónuna og uppbretta nefið, en það sjá menn fyrst, þegar þeir sjá hana synda. En hver er leyndardómurinn að baki svo góðs árangurs: Chavoer, þjálfari segir um það: „... að hún veit ekki almennilega, hversu góð hún er í raun réttri ...“ Fengu beztu dóma fyrir dóma sína / Noregi • Tveir íslenzkir handknatt- leiksdómarar, Magnús V. Pétursson og Valur Bene- diktsson, áttu heldur en ekki góða ferð til Noregs á dögun- um, en þar dæmdu þeir lands leik í kvennaflokki milli Nor- egs og Svíþjóðar. Samkvæmt blaðaúrklippum, sem okkur hafa borizt, er það einróma álit að þeir hafi verið ís- lenzkri dómarastétt til mikils sóma. Það er nokkuö umliöið síðan leikirnir fóru fram, en full á- stæða til aö benda á það sem vel er gert, ekki síður en það sem mönnum kann að finnast ámæl- isvert og því segjum við frá þessu nú. Stærsta blað Noregs, Aften- posten, segir þá Val og Magnús hafa komið alveg óaðfinnanlega út frá fyrri leiknum, og eftir síðari leikinn að þeir fái enn góða einkunn fyrir störf sín. 1 sama streng tekur Moss Avis og Frederiksstad Blad hælir þeim á hvert reipi. Moss Avis hefur iafnvel svo mikið við að myndskreyta síöur sínar með myndum af dómurunum, sem er fremur sjaldgæft, a.m.k. hér á landi, og segir blaðið að dómar- amir að þessu sinni komi frá Sögueynni og beri hin hljóm- fögra nöfn Valur og Magnús! Eyleifur nú aftur með fyrrí félögum Eyleif.ar skorar fyrir landsliðið í leiknum á sunnudaginn var. Þetta var fyrsti leikur Eyleifs sem Akurnesings s.l. 4 ár. ■ Sókndjarfasta fram- línan í 1. deild fær góð- an kraft með sér í vetur og sumar, Eyleifur Haf- steinsson hefur nú skipt um liti, kastar KR-peys- unni, svarthvítu, en tek- ur upp aftur gula bún- inginn sinn, búning Akranessliðsins. Eflaust verður hann góður upp- byggjari sem tengiliður með liðinu, en búast má við að hann verði eink- um í þeirri stöðu með liði sínu. Eyleifur hóf að leika meö Akurnesingum kornungur, að- eins tæpra 17 ára gamall. Eftir að hann hóf nám í rafvirkjun settist hann aö í Reykjavík og undanfarin 4 ár hefur hann ver- ið hér og leikið með KR. Er vart nokkur vafi á að KR hefur notið mjög góðs af vist hans hér f borginni, en að sama skapi hafa Akumesingar saknað góðs krafts. Það vakti mikla athygli, þegar Ríkharður Jónsson tefldi fram hinu unga liði sínu s.l. vor, — en liðinu vegnaði betur en nokk- urn óraði fyrir. Næsta sumarætti að verða gott ár fy.'ir Akurnes- inga, — ekki sízt nú, þegar Ey- leifur hefur aftur snúið heim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.