Vísir - 07.01.1970, Blaðsíða 6
6
V f SIR . Miðvikudagur 7. janúar 1970.
©> Notaðir bílar til sölu
Höfum kaupendur að Volkswagen og
Land-Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu
Tii sölu í dag:
Volkswagen 1200 ’56 ’59 ’63 ’64 ’65 ’68
Vtilkswagen 1300 ’66 ’67 '68
Volkswagen 1600 TL ’67
Volkswagen sendiferðabifr. ’66 ’68
Land-Rover bensín ’62 ’63 ’64 ’65 ’66 ’67 ’68
Land-Rover dísil ’62 ’66
Willys ’62 ’66 ’67
Fíat 124 ’68
Fíat 600 T sendiferðabifr. ’66 ’67
Toyota Crown De Luxe ’67
Toyota Corona ’67
Chevy-van ’66
Chevy Corver ’64 sjálfskiptur m. blæju.
Volga 65
Singer Vogue ’63
Benz 220 ’59
Skoda Octavia ’65 ’69
Moskvitch ’68
Renault ’65
Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot
af rúmgóðum og giæsilegum sýningarsal okkar.
cTVlenningarmál
Simi
21240
HEKLA hf
Lougavegi
170-172
. ■ .v. ■ ■.’f'Zywrpp.
Laust starf
Vegagerð ríkisins óskar eftir að íáða verk-
fræðing til starfa. Starfið er einkum fólgið
í eftirliti með meiri háttar vegaframkvæmd-
um, og er æskilegt, að umsækjendur hafi
reynslu í slíkum eða hliðstæðum störfum.
Sigurður Jakobsson skrifar um kvikmyndir:
Gamansemi og þrœiahald
Stúlka sem segir sjö.
(Woman times seven).
Leikstjóri: Vittorio De
Sica.
Handrit: Cesare Zavattini.
Aöalhlutv.: Shirley Mac-
Laine.
Nýja bíó.
Jjað er sjaldan að hér sjást
frambærilegar gamanmynd-
ir. Ég man ekki til að hér hafi
sézt gamanmynd sambærileg
þessari nema „Fíflaskipið“ og
„Herrar mínir og frúr“ sem
svipar raunar að mörgu til þess-
arar myndar.
Vittorio de Sica og Zavattini
eru ásamt fleiri brautryðjend-
ur neo-realismans f kvikmynda-
gerð, sem talinn er eiga upphaf
sitt á Ítalíu um 1945 og reis
hvað hæst f mynd Rosselinis
„Paisá“. De Sica og Zavattini
hafa átt langt og árangursrfkt
samstarf sem m.a. hefur fætt af
sér myndir eins og „Ladri di
biciclette“ (Reiðhjólamaöurinn
1945) og „Miracolo a Milano“
(Kraftaverk f Mflano 1948). Eftir
1955 er þeir luku myndinni „II
Tetto“ (Þakið), sem gerði Sófíu
Loren fræga, hefur fátt merki-
legt úr þessari átt komið. De
Sica sneri baki að neo-realism-
anum og reyndi að græða pen-
inga á myndum eins og „í gær,
í dag og á morgun". „Hjónaband
uppá ftölsku", „Boccaccio 70“
og „After the Fox“, sem allar
hafa verið sýndar hér á landi.
Shirley MacLaine leikur sjö
konur (ekki stúlku sem segir
sjö) sem fátt annað eiga sam-
eiginlegt en vera ýmist giftar,
trúlofaðar eða nýorðnar ekkjur.
Myndin er svo byggð utan um
sjö smásögur af þessum konum,
og eru þær allar ágætlega
skemmtilegar. Sem dæmi mætti
taka söguna af Paulette sem er
að fylgja nýlátnum manni sínum
til grafar. Jean (Peter Sellers)
er gamall heimilisvinur og geng-
ur hann viö hliö Paulett^ f lík-
fylgdinni. Á leiðinni tekur Jean
að tjá Paulette ást sína og verða
þau svo upptekin af framtíðar-
áformum sínum að þau yfirgefa
óvart líkfylgdina. öllum til mik-
illar hrellingar.
Flestar sögurnar eru í svip-
uðum stíl. Þær eru hversdags-
legar og láta lítið yfir sér, en
eru fullar meö kfmni og skemmti
legheit og svipar eins og fyrr
greinir talsvert til „Herrar mín-
ir og frúr“.
Ég held að sú mannvera sem
ekki gæti haft eitthvert gaman
af þessari mynd hljóti að vera
torfundin, þvf myndin hefur
flest til þess að bera nema fs-
lenzkan texta.
Kofi Tómasar frænda.
(Uncle Tom’s Cabin).
Leikstjóri: Geza Rad-
vanyi.
Kvikmyndun: Heinz
Hölscher.
Handrit: Fred Denger eft-
ir sögu Harriet Beecher
Stove.
Aðalhlutv.: J. Kitzmill-
er, M. Demongeot, H.
Lom.
Austurbæjarbíú.
T^ofi Tómasar frænda er ein
V af þessum myndum sem
fólk fer að sjá vegna þess að
það hefur lesið eða heyrt um
bökina, og ætlast þá ekki til
annars en myndin rifji upp fyrir
sér söguþráðinn og ýmsa þætti
bókarinnar. Myndin er auðsjáan-
lega gerð með þetta fyrir aug-
um: henni er ætlað að lifa eins
konar sníkjulífi á bókinni og
færa aöstandendum fé úr vösum
fólks sem þekkir bókina af orð-
spori eöa eigin raun og narrast
því til að sjá myndina.
Myndir af þessu tagi eiga lítið
erindj til almennings, nema ef
þær gætu orðið einhverjum
hvatning til þess að kynna sér
bók þá sem viðkomandi mynd er
byggð á. Það ætti einnig að gefa
auga leið að mynd sem fjallar
um þrælavandamálið í Ameríku
á dögiun Lincolns hefur haria
lftið að segja í dag og hlýtur að
vera gerð af nokkrum vanefnum
þar eð leikstjóri eða leikendur
hafa varia kynnzt þrælahaldi
nema af afspurn. Bók H. B.
Stove var á sínum tíma merkileg
þjóðfélagsádeila sem hæfði í
mark, en kvikmynd um sama
efni er lítils virði sýni hún ekki
nýjar hliðar á málinu eða hafi
ekki eitthvert listrænt gildi, en
hvorugu er f þetta sinn til að
dreifa. Það nægir ekki að fylgja
fallegum söguþræði til að gera
fallega mynd; kvikmynd og
skáldsaga hlíta engan veginn
sömu lögmálum.
Árangurinn af þessum flatn-
eskjulega eltingaleik við sögu-
þráð H. B. Stove er sem sagt
fremur fátæklegur þó eflaust
mætti finna eitthvað bitastætt
sé leitað með logandi Ijósi. Ef
Ieikstjóri hefur haft í hyggju að
gera mynd um negra og þeirra
vandamál hefði honum verið
öllu nær að færa myndina í nú-
tímanlegan búning og hreyfa
við negravandamálinu eins og
það horfir við okkur í dag.
Stefán Edelstein skrifar um tónlist:
Merkar hljómplötur
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
fyrri störf þurfa að berast eigi síðar en 19.
jan. n.k.
Vegagerð ríkisins, Borgartúni 7.
AXMINSTEÉ býður kjör við allra hœfi..
SIMI 30676.
GRENSASVEGI 8
TTér á íslandi eru komnar á
markaöinn hljómplötur með
efni, sem höfðar til þeirra, sem
hlusta á alvarlega tónlist. Þetta
er slíkur merkisatburður, að
hann verðskuldar nokkrar línur.
Er þá fyrst að nefna Alþingis-
hátfðarkantötu (1930) eftir dr.
Pál ísólfsson við hátfðarijóð
Davíðs Stefánssonar. Verkið var
flutt f tilefni 75 ára afmælis dr.
Páls þann 5. desember 1968, og
er hljómplatan, sem hér liggur
fyrir, gerð eftir hljóðritun á
þessum tónleikum. Flytjendur
eru Sinfóníuhljómsveit íslands,
Kariakórinn Fóstbræður, Söng-
sveitin Fílharmónía, einsöngvari
er Guðmundur Jónsson, fram-
sögn er f höndum Þorsteins Ö.
Stephensen og stjómandi er dr.
Róbert A. Ottósson. Otgefandi
hljómplötunnar er íslenzk tón-
verkamiðstöð, en hljómplatan er
þrykkt hjá FMI í Englandi.
Smekkleg útlitsteikning er eftir
Friðriku Geirsdóttur.
Hljómplata þessi er öllum
flytjendum til sóma. Hljóðritun
in er góð miðað viö aöstæður,
og anda verksins er vel borgið
f höndum hins vandvirka stjóm-
anda. Er mjög ánægjulegt, að
þessi hljómplata er komin á
markaðinn, og mun vafalaust
marga langa til að eignast hana.
Ber að þakka íslenzkri tónv&rka
miðstöð þetta merka framtak.
Þá era komnar á markaðinn
fjórar hljómplötur undir titlin-
um Nordiska Musikdagar 1968.
Er hér um að ræða norræna sam
tfmatónlist eftir tónskáld frá öll
um Norðurlöndunum. Hljómplöt
ur þessar komu út samtfmis á
öllum Norðurlöndunum í ágúst
sl., nema á íslandi, þar sem hinn
venjulegi seinagangur olli þvf,
að þær komu meira að segja of
seint fyrir jólamarkaðinn.
1 október 1968 voru haldnir
„Norrænir tónlistardagar" í
Stokkhólmi. Verkin á þessum 4
plötum eru úrval af þeim verk-
um, sem flutt voru við þetta
tækifaeri. Elzta verkið er frá
1918, hin 11 verkin hafa öll ver
ið samin á sl. 10 árum. Þótt
þessj ,,æska“ sé þeim sameigin-
legt einkenni, þá er hér samt
um margs konar músíkstíla að
ræða. Hér eru því hljómplötur,
sem innihalda sumt af því bezta,
sem samið hefur verið á Norð-
urlöndum sl. 10 ár.
Ég ætla ekki að telja hér upp
»11 verkin og höfunda þeirra,
heldur benda aðeins á þátt fs-
lands. Á plötu nr. 3 er m.a.
strengjakvartett eftir Þorkel Sig
urbiömsson, saminn 1968. Hér
hefur þetta verk heyrzt tvisvar
sinnum: — á tónleikum í útvarps
sal og f Norræna húsinu. flutt
f bæði skiptin af kvartett Björns
Ólafssonar.
Ég tel þennan kvartett Þor-
kels framúrskarandi gott verk
og vafalaust eitt merkilegasta
nútimaverk, sem hefur verið
samið á fslandi. Er flutningurinn
á hljómplötunni til fyrirmyndar.
Fyrir músikunnendur, sem hafa
lagt rækt við að hlusta á kamm-
ermúsik, t.d. kvartetta Beethov-
ens og Bartóks, er kvartett Þor-
kels aðgengilegur og óblandin
heymaránægja.
Á plötu nr. 2 er Adagio fyrir
flautu, hörpu, pfanó og strengja
sveit eftir Jón Nordal. Verk
þetta er samið 1965 og hefur ver
ið flutt áður hér á landi, á tón-
leikum. Það er f eðli sínu lyriskt
og aðgengilegt, og get ég ekki
ímyndað mér annað en það sé
öllum til ánægju.
Hljómplöturnar fjórar era
gerðar hjá EMI (His Masters
Voice) og bera titilinn Nordiska f;
Musikdagar/Nordic Music Days
Stockholm 1968. Hlióöritunin er
gerð af Norræna tónskáldaráð-
inu með fjárhagsstuðningi Nor-
ræna menningarsjóðsins. Tækni-
leg gæði eru afburða góð.
Hér eru því komnar eiguleg-
ar hljómplötur á markaðinn. Von
andi sleppir enginn, sem ann fs-
lenzkri tónlist cgamalli sem
nýrri) því tækifærj að eignast M
þessar hljómplötur.