Vísir - 08.01.1970, Síða 1

Vísir - 08.01.1970, Síða 1
RÚÐUBRJÓTARNIR TEKNIR Hafnfirðingar anda nú léttara siðan lögrf an hafði hendur í hári manna, er valdir voru aö tíðum rúðubrotum i íbúðarhúsum og fyr irtækjum þar, í kringum hátíðam- ar. Kvað all rammt að þessum rúðu- brotum á tímabili og margar nætur í röð voru brotnar rúður, sumar allstórar og verðmætar, ýmist í <é>-------------------------------- ibúðarhúsum, eða hjá fyrirtækjum og stofnunum, eins og hjá skatt- stjóra. Lógreglunni var tilkynnt um rúöubrot á einum 9 stöðum í bænum og þrisvar sinnum var rúða brotin hjá skattstjóranum. Grunur féll á nokkra menn, sem tíöum voru á ferli að næturlagi, og hafa þeir nú játað á sig þessa rúðuskaða. Tveir menn höfðu þann háttinn á, að annar ók bifreið um bæinn, en nam staöar við eitt- hvert húsið, meðan félagi hans kastaöi ölflösku i stofuglugga, og endurtóku þeir þetta nokkrar næt- ur. Aðrir tveir menn voru hins vegar valdir að rúðubrotum í fyrir tækjum, og var þar um allstórar rúður að ræða fjsumum tilvikum, en þeir beittu fyrir sig grjóti. B Boðfeldi í 27 stiga HBTA! Ungur Islendingur var staddur í Ameriku í sumarleyfi sínu. Hann var fenginn til aö gerast ljósmyndafyrirsæta um borð í risaþotu, — klæddist loöfeldi enda þótt 27 stiga hiti væri og eignaðist „hlýlegar" endurminn- ingar frá Ameríku. Myndimar af honum birtust nýlega í ame- ríska tízkublaðinu VOGUE. Sjá bls. 9. Hvað er Biippíi? Eftir morðið á kvikmyndaleik- konunni Sharon Tate hefur álit almennings á hippíunum minnk- að mjög og jafnvel hafa þeir orðið fyrir miklu aðkasti. En var Charles Manson og klíka hans hippíar? Hvað er sannur hippíi? heitir grein í blaðinu í dag. Þar er sagt frá þessu þjóðfélagsfyrir- bæri. Sjá bls. 8. Korríorríó... Fréttamaður Vísis var staddur í Háskólabíói f fyrrakvöld, en þar var huldufólki, draugum, jólasveinum og fleiru slíku fólki helguð kvöldstund með þjóölaga- söng, lestri draugasagna og huldufólkssagna. — Frá þessu segir nánar í blaöinu f dag. Sjá bls. 13. Kaldasta nótt vetraríns — Frostið upp i 21 stig á Akureyri □ Þá höfum við lifað köldustu nótt vetrar- ins (til þessa), en í morgun var heimskautaveður á Norðurlandi með allt upp í 23 stiga frosti í byggð. Mest var það á Grímsstöð- Sakaður um mök við kindur Sýslumannsembættið í Hafn- arfirði hefur til meðferðar furðu- legt mál, þar sem grunur hefur fallið á mann nokkum um að hafa haft kynmök við sauðkind í kindakofa suður í Njarðvíkum. Uppvíst varð um þetta atferli mannsins, þegar hann hafði tek- ið sér ferð á hendur með leigubíl út fyrir þéttbýlið, en slepptj síð- an leigubílnum fjarri öllum mannabyggðum, hílstjóranum til mikillar furðu. Vakti hann at- hygli lögreglunnar á ferðum mannsins. þar eð hann óttaöist að maðurinn hefði í huga kannski að fyrirfara sér. Þegar svipazt var um eftir manninum, var komið aö honum í kindakofa og aðstæður allar vöktu grun manna um, að mað- urinn hefði þar svalað sér á einni kindinni,. sem var særð. Var málið fengið sýslumanni til meðferðar, sem síðan hefur haft manninn til yfirheyrslu og rann- sóknar. um á Fjöllum, en 22 stig voru á Staðarhóli og Ak- ureyringar máttu dúða sig rækilega í morgun því þar komst frostið upp í 21 stig. Þrátt fyrir þennan mikla kulda hefur ekkert orðið vart við hafís enn þá, en veður hefur að vísu ekki verið gott til ísathugana. 1 morgun snjóaði til dæmis á svæð- inu frá Siglunesi og austur að Langanesi, en annars staðar á land inu var bjartviðri. Þetta er jafnmesta kuldakast sem komið hefur í vetur. Frostið var yfirleitt um 15 stig vestan- lands og norðan og þó öllu meira víða nyrðra, en minnst frost var í Vestnv’-maeyjum, 5 stig. Sjóinn leggur nú langt út eftir fjörðum nyrðra, svo manngengt verður yf- ir dýpstu ála. Ekki bætti það úr skák fyrir Vesturbæingum f kuldanum í gær að hitaveitan fór að mestu af nokkrum húsum í kringum HoltS- götu og sátu íbúar þar skjálfandi á beinunum næturlangt, vafðir voð- um og teppum og yljandi sér á rafmagnsofnum, en stífla kom í endaleiðsluna þarna, eins og oft vill verða þar sem allur skíturinn safnast saman í endaleiðslunni. Til þess að gera við þetta þarf að taka hitaveituna af nokkuð mörg- um húsum og biður hitaveitan þess að frostinu linni. — En því miður spá veöurfræðingar bægfara breyt ingum á næstunni. I 6 ára drengur shsast illa Sex ára gamall drengur slasað-. ætlaði yfir götuna, en varð þá fyr- ist alvarlega, þegar hann varð fyrir ir bifreið, sem ók þar hjá i sömu bifreið á Bústaöavegi, austan andránni. Auk opins fótbrots hlaut Grensásvegar, klukkan rúmlega drengurinn áverka á höfði og fleiri ; þrjú í gærdag. Drengurinn hafði I meiðsli. hlaupið aftur fyrir strætlsvagn og Þrefölduðu kaupið sitt emn mu — Góður hagnaður af bónuskerfi við fiskpókkun hjá h.f. Keflavik Við getum rciknað með að kom- ast í svona 600 króna bónus í dag, en við höfuin mest komizt upp í 900 kr. bónus á einum degi frá morgni til klukkan sex, sagði Gunnþórunn Gunnarsdótt ir, sem á sennilega pökkunar- met í Keflavík og þótt víðar væri leitað, en Vísir hitti hana að máli í frystihúsi H.f. Kefla- víkur í gær, þar sem unnið var fram á kvöld í fiskvinnslu. Hjá H.f. Keflavík hefur um alllangt skeið verið unnið við hreinsun og pökkun á fiski sam- kvæmt bónuskerfi. Konurnar eru tvær við hvert borð og hverja vigt, önnur hreinsar fisk- inn, hin vigtar og pakkar. — Félagi Gunnþórunnar er Helga Egilsdóttir, en þær hafa sem sagt komizt nálægt því að þrefalda tímakaupiö sitt meö því að vinna sér inn 900 krónur í bónus yfir daginn, en slíkt mun æði fágætt og raunar eins- dæmi. Yfirleitt komast konurn- ar mest í 5—700 króna bónus, þegar bezt lætur og fiskurinn er stór og góður. Kristinn Pétursson, verkstjóri hjá H.f. Keflavík, sagði, að þetta bónuskerfi heföi gefizt mjög vel. Mun auðveldara væri að fá duglegt fólk til starfa með þessu móti og afköstin yrðu allt önn- ur en í venjulegri tímavinnu. Þeir sem vinna í pökkunarsaln- um við ýmiss konar tilfærslu á fiskinum að og frá fá einnig Gunnþórunn Gunnarsdóttir hefur hraðar hendur við pökk unina, en hennar borð á met- ið í pökkuninni í hraðfrysti- húsinu H.f. Keflavík og sjálf- sagt víðar, en þar var mynd- in tekin í gær. bónus, sem er meðaltal af bón- us pökkunarstúlknanna. Um fimmtíu manns unnu í hraðfrystihúsinu í gær, en ó- venjumikill afli kom á land mið- að við þennan tíma. Meðal ann- ars fékk einn bátanna, sem landar hjá frystihúsinu, Manni, 12,9 lestir, sem þykir afbragðs afli svona í byrjun vertíðar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.