Vísir - 08.01.1970, Page 7

Vísir - 08.01.1970, Page 7
V í SIR . Fimmtudagur 8. janúar 197®. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND TVö vitni segja að Mary Jo hefði getað lifað ef Kennedy hefdi tilkynnt slysið strax Loft var i farangursgeymslu og liklega iika i bilnum, segja Farrar og Ahlbom. — „Ég verð hreinbveginn", segir Kennedy Viö réttarhöldin í Kenn- edymálinu hefur kafarinn John Farrar haldið fast við fyrri framburð sinn, að Mary Jo Kopechne kynni að hafa lifað, ef Kennedy hefði tilkynnt slysið þegar í stað. Fékk hann stuðning við þessa staðhæfingu frá þeim manni, sem dró svörtu Oldsmobilebifreið- ina úr vatninu næsta dag, hinum 25 ára John Ahl- bom, sem rekur litla bens- ínstöð í Edgartown. Ahlbom segir í viðtali við blaöiö ■ New York Post, að farangurs- Báaframenn tcskn þrjú þorp • í hörðum bardögum í Bíafra hafa hersveitir Bíafrastjórnar náð aftur þremur þorpum, sem Nígeriu- ' menn höfðu áður tekið. Þorpin eru skammt suðvestur af borginni ’ Owerri. geymslS bifreiðarinnar hafi verið rök þegar biliinn var dreginn upp, en hins vegar hafi verið þar lítið vatn. Segir hann þetta styðja stað- hæfingu Farrars, að myndazt hafi loftrúm í bílnum, sem hefði getað gert Mary Jo það kieift að halda lífi í nokkurn tíma, eftir að bif- reiöin sökk. Billinn lenti á þakinu, og lá lík stúlkunnar þannig í aftursætinu, þegar hún fannst, að höfuðið sneri að farangursgeymslunni. Skilin milli aftursætisins og farangurs- gevmslunnar eru hvorki vatnsþétt eða loftþétt. Báðir telja þeir Farr- ar og Ahlbom, að sennilega hafi verið loft í bílnum, úr því að loft var enn í farangursgeymslunni. Tilgangur réttarhaidanna er að komast að raun um, hvort um hafi veriö að ræöa glæpsamlega van- rækslu af hálfu Kennedys. Reynist svo, kemur til greina, að mál verði höfðað gegn Edward Kennedy. Kennedy hefur áður skýrt svo frá, að hann hafi beðið tvo vini sína að aðstoða sig við að kafa eftir ungfrú Kopechne. Þegar þeir fundu hana ekki, sneru þeir aftur til sumarbústaöarins, og Kennedy synti yfir sundið til meginlandsins. Vinimir segja, að þeir hafi ekki tilkynnt lögreglunni slysið, af því að Kennedy hefði sjálfur sagzt ætla að gera það. Það var ekki fvrr en daginn eftir, að þeir komust að raun um, að Kennedy hafði alls REYNT AÐ MYRÐA DAYAN • ísraelsmenn hafa handtekið sex Araba í Tel Aviv og ákært þá , fvrir að hafa skipulagt morð á Moshe Dayan, varnarmálaráð- herra. — Hugðust Arabarnir sprengja í loft upp veitingastofu þar sem Dayan kemur oft. Þrír Arabanna eru frá ísrael, en hinir frá Gazasvæðinu, sem ísra elsmenn hertóku í júnístríöinu. Hatur Arabanna á Gyðingum óx mjög við þaö kænskubragð, er ísraelsmenn sigldu fimm fallbyssu bátum frá Frakklandi til heima- lands síns. Auk þess stálu þeir heilli sovézkri stöð íyrir framan nefið á Egyptum. Moshe Dayan er í augum Araba tákn hinnar hörðu stefnu. — Hér sjást þrir bátanna frægu. ekki tilkynnt slysið fyrr en tíu iw klukkustundum seinna. Búizt er við, að rannsókn þessari ljúki í dag eða á morgun. Hins veg- ar skal, samkvæmt úrskurði frá hæstarétti Massachusettsfylkis, ekki skýra frá neinum niðurstöð- um, fyrr en útséð er, hvort til frek- ari réttarrannsóknar komi og mál verði höfðað eða ekki. Geta því lið- ið vikur ef ekki mánuöir, segja fréttamenn, áður en það verði gert. Kennedy sagði í gær, að bezt væri að vitnisburðir yrðu birtir strax og unnt væri, heizt innan fárra daga. „Ég reikna með því að verða al- gerlega hreinþveginn, þegar fram- burður vitna veröur birtur, og ég hef fengið tækifæri til að svara öll- um spurningum," segir Kennedy. Þar sem ekki er jafnóðum skýrt frá framburði vitna við þessi rétt- arhöld, reyna fréttamenn að ná tali af sérhverju vitni og fá það til að skýra frá framburði sínum, beint eða óbeint. Síðan verða frétta menn að vinna úr þessum gögn- um til að skapa sér heildarmynd af gangi málanna. Kennedy í erfiöri brekku, , Kennedy glímir nú við erfiða raun, þar sem eru réttarhöldin í í Kopechnemálinu. Fréttamenn segja þó, að hann hafi verið með ' glaðasta bragði síðustu dagana. Um áramótin bjó Kennedy sig ' undir þolraunir ársins með þvi að renna sér á skíðum í fjöllum 1 Kolombíufylkis. 60 af hundraði svertingja- barna í Bandaríkjunum enn í aðskildum skólum UM þrír fimmtu af börnum svert- . þáttanna er mestur í Suðurríkjun- ingja f Bandaríkjunum eru enn í um, þar sem tæpur helmingur skólum, sem ætlaðir eru svertingj- hinna 6,2 milljóna svertingja Iands- um einum. Þessi aðskilnaður kyn- I ins býr. Erfiöastar eru aðstæðurnar Þingmadur sakar foringja námumanna um Yablonskimorðin 0 Mesta leit að morðingjum, frá því að Martin Luther King var myrtur í hittiðfyrra, er hafin í Bandaríkjunum vegna morðsins á verkalýðsleiðtoganum Yablonski, konu hans og dóttur. Formaður sambands námumanna, Tony Boyle, er meöal þeirra, sem kvaddir verða til yfirheyrslu. Lögreglan telur, að morðingjarn ír hafi verið tveir. Hafi Yablonski orðið þeirra var og reynt að grípa til haglabyssu sinnar, en verið skotinn, áður en það tókst. Segír lögreglan, að þarna hafi leigumorð ingjar verið að verki. Ken Techler, þingmaður frá Vest ur-Virginíu, fullyrðir að andstæð- ingar Yablonskis í baráttunni um forystu í sambandi námumanna hafi gripið til hreinnar glæpa- mennsku. Hafin er rannsókn á starfsemi sambands námumanna, en Ya- blonski hafði ákaft deilt á spillingu meðal fo urnanna þess. í ríkjunum Alabama, Louisiana, Missisippi og Suður-Karólinu. Engu siður er greinilegur aðskilnaður einnig í Norðurríkjunum. — Þetta kemur fram í rannsókn, sem menntamálaráðuneytið hefur gert. Bö.rn svertingja eru 14,5% af öll- um skólabörnum í landinu, 9,5% í Norðurríkjunum og 17,1% í rikjum á mörkum norðurs og suðurs sam- kvæmt þessari skiptingu og 26,6% í Suðurríkjunum sem heild. Um fimmtungur svertingjabarna ‘ í Suðurríkjunum er þó nú í blönd-, uðum skölum sem er talsverð breyt ing á því, sém var fyrir nokkrum árum. Eira Flugvél rænt með leikfangabyssu — en mistókst HINUM 18 ára Mariano God- ruguez varð ekki kápan úr því klæðinu að ræna flugvél frá Ib- eríaflugfélaginu í gær. Godru- guez, sem er spænskur stúdent, réðist inn í farþegavélina með byssu á lofti og tók hana her- skildi. Skipaði hann flugmönn- um að fljúga þegar í stað til Kúbu. Var honurn skýrt frá því, að ekki væri nóg eldsneyti til slíkr- ar langferðar, og yrði að lenda á leiðinni. Þegar lent var i Zara- gossa, voru ljós slökkt á vellin- um og lögreglan umkringdi vél- ina. Godruguez reyndi lengi aö halda velli og ógnaði farþegum, en var að lokum handtekinn. Kom þá í Ijós, að byssan, sem hann hafði notað, var leikfanga- byssa!

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.