Vísir - 08.01.1970, Blaðsíða 9
VlSIR . Fimmtudagur 8. janúar 1970.
Q
iiiii
LESENDUR
HAFA
/ákst ORÐIÐ
□ Útvarpsráð og
einvígið
I bréfi sínu til útvarpsráðs
segir Jón Hannesson (afrit sent
Vísi) m. a.: „Ég undirritaður
finn mig knúinn til að skrifa
yður háttvirtir útvarpsráðsmenn
bréf þetta vegna máls, sem upp
kom í lok sl. árs og á ég þar
við hinar þungu árásir Baldvins
Þ. Kristjánssonar á Slysavama-
félagið og forseta þess.“ Rekur
síðan Jón viöskipti þau sem átt
hafa sér stað f málinu, og endar
bréf sitt þessum orðum:
„Ég tel það næstum heilaga
skyldu að gefa forséta Slysa-
vamafélagsins sem bezt tæki-
færi til að hreinsa sig og félag
ið í eitt skipti fyrir öll af þess-
um ásökunum. Slysavarnafélag-
ið skipar þann sess í hjörtum
landsmanna, að hið sanna verð-
ur að koma í ljós. Ef þetta verö-
ur ekkj leyft, verða ætíð fyrir
hendi leiðinlegar, neikvæðar og
að öllu leyti mjög óheillavæn-
legar gmnsemdir I garð félags-
ins, og er slíkt að öllu leyti óvið
unandi, þvf hafa verður í huga,
að þetta er ekkert einkamál
þeirra Baldvins og forsetans
héldur mál allra þeirra sem láta
sig velferð félagsins skipta og
þar með slysavarnir í land-
inu.
Ég vil því að endingu eindreg
ið skora á yður að þér leyfið
viðtalið sem allra fyrst, og það
helzt í sjónvarpinu."
□ „Blessaður sfminn í
Landsbankanum“
„Mikið er hann góöur, bless-
aður síminn í Landsbankanum
f Austurstræti. Þarna hef ég stað
ið ósjaldan og hlustað á unga
menn hringja í vinstúlkur sínar
og biðjast afsökunar á kennderíi
og fleim, og allt fellur brátt í
ljúfa löð. Heimboð eru gerð og
samþykkt f þessum síma, sveita
menn tilkynna komu sína, og er
boöið f mat. Margt fleira hefur
orðið mér til gamans, meðan ég
beið þess að komast í þennan
ágæta og ókeypis síma.
Varla þarf að fjölyrða, hversu
gott það er fyrir lúinn mann
og blankan í dýrtíðinni að eiga
aðgang að þessari þjónustu. Svo
að ég ákvað nú að hringja til
Vísis, svo að allir gætu skilið
gildi símans í Landsbankanum."
Góökunningi Landsbankans.
□ Lögberg bara á
Þingvöllum?
Kona ein úr hópi lesenda Vís
is hringdi skömmu eftir útkomu
blaðsins í gærdag og sagði m.a.:
„Mér finnst að þið ættuð að at-
huga hvort þessi nafngift á nýja
skíðalandinu sé rétt. Mér finnst.
eins og fjöldamörgum öðram
að kalla eigi staðinn Lækjar-
botná eftir að bærinn Lögberg
er horfinn. í rauninni ætti að-
eins að vera eitt Lögberg, Lög
berg á Þingvöllum."
HRINGIÐ í
SÍMA1-16-60
KL13-15
■
■
fflmmí
Þessi mynd birtist i tízkutímaritinu Vogue, af Stefáni Ág. Magnússyni í loðfeldi, en í baksýn
sést hin nýja risaþota Boeing 747, sem framleiðsla er nú að hefjast á.
Setið fyrir Ijósmyndara
í 27 stiga hita í loðfeldi
„Hlýlegar" sumarminningar ungs Islendings i Ameriku
Nú er tíminn, meðan frost
ið og norðannæðingurinn
ríkja utanhúss, sem menn
halda sig innan dyra og oma
sér við endurminningar og
myndir frá sólardögum sum
arleyfa sinna — en skyldi
ekki 4 klukkustunda bið í
þykkum Ioðfeldi úti á opnum
flugvelli, undir ge5slaflðði
sólar í 27 gráða hita og logni
heyra til hlýlegri endurminn
inga, sem menn eiga frá
liðnu sumri.
Ef menn ekki trúa slíku, geta
þeir flett upp i nóvemberhefti
tímaritsins Vogue, sem er eitt
hvert þekktasta og virtasta
tízkutímarit álfunnar, en þar
geta þeií séö mynd, sem tekin
var við ofannefnt tækifæri, og
ef þeir ekki sannfærast við
það, geta þeir spurt Stefá'n
Ág. Magnússon, ungan pilt, sem
er nemi f 3. bekk Kennaraskóla
íslands, en það var hann, sem
var í loðfeldinum.
„Það hlýtur að hafa veriö
meira en notalegt?" sagði blaða
maður Vísis við Stefán, þegar
hann hitti hinn síöamefnda að
málj til þess að forvitnast um
orsakir þess, að auglýsingamynd
ir af einum sona gamla Fróns
prýði síöur stórmagasíns eins og
Vogue. Þaö kom í ljós, að þarna
var um að ræða einn af þessum
skemmtilegu útúrdúmm, sem
stundum þróast upp úr sumar-
leyfum
„Ég var nánast teymdur út í
þetta, án þess að það væri nokk
um tíma ásetningur minn, en
ég fór í byrjun júnf til Banda
ríkjanna f sumarfríinu, en þar
hafði ég áður verið um 3ja ára
skeið, meðan faðir minn var þar
við Iæknisnám“, byrjaði Stefán
„Eins og gengur í ferðalögum
kynnist maður ýmsu fólki, og
eitt sinn í júlímánuði hitti ég
mann f Seattle, sem rekur aug
lýsingafyrirtæki. Þegar tekizt
höfðu með okkur kynni og við
vorum famir að spjalla um dag-
inn og veginn, barst það í tal
hvort ég mundj vilja reyna að
sitja fyrir á ljósmyndum, og ég
auðvitáð hló að því, eins og
hverju öðm spaugi.
Honum var þó ekkert grín í
huga. en ég vísaöi því á bug,
eins og hverri annarri firru,
enda vanur þvf héðan að heiman
að líta ekki á fyrirsætustarf sem
verk, er hæfði fullfrískum karl-
mönnum - og aldrei hafði
hvarflað að mér neitt í þá átt.
Ln þeir líta þetta öðrum augum
þarna vestan hafs, og hann lét
sig ekki. Einhvern veginn fékk
hann talið mig á að láta taka
af mér mynd f tilraunaskyni,
svona til þess að sjá — og und
ir því þvkir mest vera komið —
hvort ég myndaðist sæmilega.
Það þarf harða sölumenn í aug
lýsingaviðskiptin þarna, og Roy
Miller (svo hét maðurinn) hafði
sjálfsagt góða æfingu f að fá
fólk á sitt band. Fyrr en ég
vissi, var búið að koma öllu í
kring. Myndir vom teknar og
þóttu gefa góðar vonir, og Mill
er kynnti mig fyrir umboðs-
manni — reyndar konu Lola
Hallowell að nafnj — sem rak
eitt stærsta fyrirtæki sinnar
tegundar í norðvesturhluta álf-
unnar og svo einn daginn stöö
mér til boða vinna.“
„Og krefst ekki fvrirsætustarf
skólagöngu og reynslu?“
„Jú, það skildist mér, að
flestir hefðu, en ég var ekki
krafinn um slík meömæli, enda
hafði ég þau ekki til að bera.
Mér datt þá í hug, að líklega
væri minna framboð af karl-
mönnum til starfsins, en kven-
fólki sem sægur er af, og eins
sóttust þéir ákaflega eftir Norð
urlandabúum, því að flestir,
sem völ var á, voru ákaflega
suðrænir útlits — dökkir á brún
og brá.“
„Og. fyrsta reynslan ... ???“
„Mér hraus nú svo hugur við
henni, að nærri lá við, að ég
hlypi frá og hætti viö allt sam-
an, þvi að það var myndataka
vegna náttfataauglýsingar. Mér
var rétt búnt af náttfötum og
beðinn að skrýðast þeím, en mér
þótti ekki beinlínis viðkunnan-
legt aö eiga að spóka mig á nátt
fötum fyrir allra augum (og
varð hugsað til kunningjanna
heima), en lfklega hefur blessað
fólkið séð hvemig mér leið, því
að mér var sýnd einskær nær-
gætni, og þetta gekk vel þolan-
lega fyrir sig, enda fullnægði
ljósmyndin ströngustu kröfum
alls siðgæöis. — Reyndar fann
ég þá, að mönnum veitti ekki af
einhverri skólun í þessu starfi,
því að um leið og mér vom feng
in náttfötin var mér sagt, að
á myndinni ætti ég aö vera
hreykinn!!!... af náttfötunum
mínum. Leikarareynslu hafði ég
enga, en þeir gerðu sér mitt
bezta að góðu.“
„Annars reyndist þessi vinna
skemmtileg, þvf að henni fylgdu
ferðalög til ýmissa staða, sem
mér heföj vart annars gefizt
kostur á að sjá, og mörgu fólki
kynntist maður — bæöi
skemmtilegum og einkennileg-
um persónuleikum, sem seint
munu lfða manni úr minni
T.d. fór myndatakan, þar s^m
ég stóð á flugvellinum f 27
gráða hita, fram hiá Boeing-
verksmiðjunum í Evrett, og
myndin var tekin, þar sem við
stóðum framan við nýju risaþot
una, 747, sem nú er í smíðum.
Við 'pnt"rh í noi-kmm érfið'érk
um við að komast þar inn,
vegna spellvirkja, sem reynd
voru þar um voriö, enda heyrði
maður, að það gæti tekið allt
upp f hálfan mánuð að verða
sér útj um tilheyrandi inngöngu
leyfi. En meira báknið var sú
flugvél — 13 sætaraðir að mig
minnir og á tveim hæðum.“
„Hvemig litist þér. að feng-
inni þessari reynslu. á svona
framtíðarstarf?"
„Engan veginn. Þetta er í
reyndinni fgripavinna, sem fólk
begar mi|figöngumað
uriru hefur hringt og látið
vita“, sagði Stefán.
„Nei þetta er eins og hvað
annað. sem hendir menn á
ferðalögum — reynsla til
skemmtilegrar minningar.“
G. P.
mm-
„Hvernig er umgengni
æskufólks, sem sækir
Tónabæ?“
spurðum við nokkra starfsmenn
Tónabæjar.
Steinþór Ingvason, framkvstj.
Tónabæjar: „Sæmileg. Að vísu
veröur eftir hjá þeim sælgætis-
pappír og rusl, en þau skemma
ekki — þótt eölilega megi sjá
slit á húsmunum eftir heimsókn
ir 70.000 gesta á þessum 11 mán
uðum.“
Reynir Karlsson, frkvstj. Æsku-
lýðsráðs: „Mér finnst sem unga
fólkið líti á húsið eins og sitt
húsnæöi, og gangi um það í sam
ræmi við það. Skemmdir á hús-
búnaði eru hverfandi — en þvi
miður fleygja þau hér á gólfið
sælgætisumbúðum eins og þeim
hættir til annars staðar.“
Sævar Sigurðsson smiður: „Hún
er góð miðaö við, hve mikil um-
gengni hefur verið hérna á þess-
um 11 mánuðum."
Guðjón Ágústsson húsgagna-
smiður: „Hún hlýtur að vera
þokkaleg eftir útliti innanstokks
muna aö dæma.“
Hans Sætran, starfsmaður Tóna
bæjar: „Mér finnst hún góð miö
að við fjöldann, sem hingað legg
ur leið sína — og með tilliti til
þess, að í svo stórum hópi hljóti
að vera mislitir sauðir.“
■ras»arots«an3KiEE’_r: r_a, nwn