Vísir - 19.01.1970, Page 1
Grímseyjarbjörninn
setur sýningarmet
1400 manns fóru að sjá hann á fyrsta
degi sýningarinnar
Húsavíkurbjöminn í Bogasaln-
um dró að sér fleiri sýningar-
gesti en nokkru sinni hafa heim-
sótt Bogasalinn á einum degi,
í gær. Á annað þúsund manns
komu aö sjá bangsa eða 1400
manns og skiptist sú tala nokk-
um veginn jafnt í fullorðna og
börn. Allmargir lögðu leið sína
um sali Þjóðminjasafnsins um
leið, og er talið að 1500 manns
hafi skoðað safnið.
Blaðið talaði við Björn Friðfinns
son bæjarstjóra á Húsavík í morg-
un, en hann er hér staddur í sam-
bandi við sýninguna í Bogasalnum.
— Á sýningunni eru örfá dýr úr
safni heimskautadýra, sem við höf
um komið upp á Húsavík og aðal
gripurinn er bangsi, sagði hann.
Þetta er þyngsti isbjörn, sem vigt
aöur hefur verið í heiminum, en
hann vó 370 kíló.
Þá sagði Björn, að aðgangseyrir
sýningarinnar myndi renna til safn
húss, sem er £ byggingu á Húsa-
vík. Þar á að vera saman í bygg-
ingu náttúrugripasafn, héraðsbóka-
safn, héraðsskjalasafn og aðstaða
fyrir vísindamenn, sem vinna að
rannsóknum á Húsavík. Verið er
að múrhúða safnbygginguna, sem
er 3740 fermetrar að stærð, en pen
ingamálin ráði því hvenær hægt
verður að taka bygginguna í notk-
un. — í safninu verður ennfremur
sérstakt selveiðisafn, en Húsavik
var selveiðibær um a'daraðir.
Á sýningunni í Bogasalnum eru
einnig m.a. nokkrir íshafsselir, sem
veiddir voru í Skjálfandaflóa í
fyrravetur, sagði Bjöm þá vera
sjaldgæfa seli, en þó árvissa fyrir
Norðurlandi.
Það mun ekki sizt vera nýlunda
fyrir marga að sjá hvítabjörninn,
en talið er að ekki séu
und ísbirnir eftir í heiminum og er
farið að friða þá í mörgum lönd-
um.
Sýningin í Bogasal verður opin
daglega frá kl. 2-10 fram á sunnu Um 700 krakkar og annað eins af fullorðnum skoðuðu hvítabjörninn í Bogasalnum í gær. Bangsi
dagskvöld. varð þess valdandi að sett var met í aðsókn að Bogasalnum.
ÞRIR UNGIR SKIPSTJÓRAR
DRUKKNA VIÐ STOKKSEYRI
Árabát beirra hvalfdi úti á legunni — Einn
komst lifs af, mjög þrekaður — Niu
b'órn f'óðurlaus
Þrír ungir skipstjórar á
Stokkseyri drukknuðu í
innsiglingunni í Stokks-
eyrarhöfn Iaust fyrir há-
degi í gær, þar sem þeir
voru í litlum árabáti að
endurbæta siglingaljós-
in inn í höfnina. Menn-
imir voru fjórir í bátn-
um, en sá fjórði, Tóm-
ar Karlsson vélstjóri,
komst af við illan leik.
Þeir höfðu verið að vinna við
að endurbæta siglingaljósin og
ætluðu að ljúka því verki í gær.
Þeir fóru út á fjörunni klukkan
tíu, en slysið mun hafa orðiö
á ellefta tmanum. Vindur var
allnokkur, þegar slysiö varö og
dálítið brim. Mun bátnum lík-
lega hafa hvolft með þeim, en
innsiglingin í Stokkseyrarhöfn
er viðsjál mjög aðeins læna
milli skerja.
Mennimir sem fórust voru all
ir frá Stokkseyri:
Arelíus Óskarsson, 27 ára,
kvæntur og átti 3 böm.
Geir Jónasson, 29 ára, kvænt
ur og átti 2 stjúpböm.
Jósep Geir Zóphaníasson, 33
ára, kvæntur og átti 4 böm.
í dag em fjömr gengnar á
Stokkseyri til þess að leita lík-
anna. — Þetta hörmulega slys
er mikið áfall fyrir kauptúnið,
þar sem miklar vonir hafa.ver-
ið bundnar við þessa þrjá ungu
skipstjóra.
Jénatan Hallvarðsson látinn
Jónatan Hallvarðsson fyrrver-
andi forseti Hæstaréttar, lézt í
nótt 66 ára að aldri. Hann var
fæddur í Skutulsey, Hraunhreppi,
Mýrum árið 1903. Foreldrar hans
vom Hallvarður Einarsson bóndi
og kona hans Sigríður Gunnhildur
Jónsdóttir. Jónatan Hallvarðsson
varð stúdent frá M. R. árið 1925,
lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Is-
lands árið 1930. Hann gegndi stöðu
lögreglufulltrúa í Reykjavík árin
1930 — 36 og embætti lögreglu-
stjóra 1936—40. Sakadómari í
Reykjavik' 1940—45. Hæstaréttar-
dómari frá árinu 1945. Hann lét af
embætti forseta Hæstaréttar um
síðustu áramót. Jónatan Hallvarðs-
son varennfremur rikissáttasemjari
í þrjú ár og átti síðar sæti í ýmsum
sáttanefndum í vinnudeilum. 1
sendinefnd íslands á Allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna 1950.
Hann var kvæntur Sigurrós Gísla-
dóttur.
Helgi hafnar „hestinm
//
Helgi Hálfd.ánarson hefur
hafnað „Siifurhestinum“, sem
gagnrýnendur ’ dagblaðanna
veittu honum fyrir þýðingar
hans á erlendum leikritum og
ljóðum, en á síðasta ári kom út
fjórða bindi þýöingar hans á
Ieikritum Shakespeares. Helgi
hefur áður hafnaö hliðstæðri
viðurkenningu, það er bók-
menntaverðlaunum ríkisút-
varpsins, sem falia áttu í hans
hlut f fyrra.
Þetta er I fjórða skipti, sem
Silfurhesturinn er veittur. Hall-
dór Laxness hlaut hann í fyrra,
en þar áður þeir Guðbergur
Bergsson og Snorri Hjartarson.
I atkvæðagreiðslu bókagagn-
rýnenda dagblaðanna við þessa
úthlutun fengu þýðingar Helga
Hálfdánarsonar 350 stig. Leigj-
andinn, skáldsaga Svövu Jakobs-
dóttur fékk 250 stig og Himin-
bjargarsaga Þorsteins frá Hamri
hiaut 175 stig, en Innan hrings-
ins Ijóð Guömundar Böðvars-
sonar 125 stig. Aðrar bækur
hlutu minna.
Silfurhesturinn er hinn vænstj
•
smíðisgripur gerður af Jóhann- •
esj Jóhannessyni. •
Helgi mun þegar, er honum J
var tilkynnt niðurstaða úthlut- J
unarnefndar, hafa sagzt ekki •
mundu taka við verölaununum •
þar sem hann tæki aldrei viö •
slíkum verðlaunum. Helgj Hálf- •
dánarson er löngu kunnur fyrir •
þýðingar sínar, ekki sízt á leik- •
ritum Shakespeares. — Um J
þessar mundir er verið að sýna •
Antigónu eftir Sófókles í þýö- •
ingu hans hjá Leikfélagi Reykja- J
víkur 1 Iðnó. •
„TJtilokað að
Oswald hafi
verið einn“
— segir einn meðlimur Warren-nefndarinnar
„Ég tel útilokað, að Lee Harvey verkið. Nefndin skilaði niðurstöð-
Oswald hafi verið einn um morðið um fyrir fimm árum.
á Kennedy, forseta". Þetta sagði
Richard Russel öldungadeildarmaö-
ur, í sjónvarpsviötalj í morgun, en
hann var einn meðlima Warren-
nefndarinnar, sem á sínum tíma
rannsakaði morðið á John Kennedy.
„Margt bendir til þess, að fleiri
hafi átt þátt í ráðabrugginu," sagði
Russel. Minntist hann á dvöl Os-
walds í Monsk í Sovétríkjunum,
þar sem voru aðalstöðvar Kúbu-
manna, og einnig ferðir Oswalds til
Mexico City.
Áöur var talið, að allir nefndar-
menn heföu verið sammála um nið-
urstöðuna, þar sem sagt var, að Lee
Harvey Oswald heföi verið einn um
ALBERT
VERÐUR
Verður, veröur ekki, verður,
verður ekki...“ Áramótaskaup
:ð um formann KSÍ þótti all-
skemmtilegt, og í gær kom það
sem sé á daginn að „Albert verð
ur.“ Hann var klappaður til
formanns mjög hraustlega á
knattspymuþingi f Sigtúni. —
S;á nánar íbróttasfður 2, 3 og 5.
ii