Vísir - 19.01.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 19.01.1970, Blaðsíða 7
V 1 S I R . Mánudagur 1«. janúar 1970. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Nýir bardagar Kínverja og Rússa Kínverskar og sovézkar hersveitir hafa háð bar- daga að nýju við landa- mæri ríkjanna, að sögn Hongkong-blaðsins Ming I títt orðið átök, en þó var Pao í morgun. Þama hafa | ekki vitað um bardaga, frá því að viðræður hófust milli rikjanna í haust. Blaðið gaf ekki dagsetningu. en sagði, „að ekki væri langt síðan“ þama var barizt. Aðrar heimildir í Hongkong herma, að miðlungi sterkar her- sveitir hafi barizt við landamæri Kína og Mongólíu um miðjan des- ember. Hvorug ríkisstjórnin hefur nefnt slíka bardaga frá byrjun viðræðna hinn 20. nóvember, en stærsta blaö kommúnista í Hongkong, Te Kung Pao, hefur ákært Rússa nm brot á samkomulagi um frið við landa- mærin. ^ W.svsis-íív.'ivXÍÍ „Megi páfi brenna í bel" Eitthvað á þá leið voru hrcp Nígeríumanna, eftir að páfi hafði lýst ótta sínum, að þeir mundu fremja þjóðarmorð í Bí- afra. Nú hefur páfi aftur á móti sagzt „vongóður“ um horfur í málefnum Nígeríu, og er þá ó- séð, hvort hann verður hyllt- ur á götum Lagos næstu daga., 44 „Ástandið skárra í Nígeríu Fréttamenn fil Biafra — 5 flutningavélar til Ntgeríu og brezk hjálparsveit ; ERLENDIR fréttamenn fengu í gær að fara tfl Bíafra, f fyrsta sinn frá því að bardögum lmnti. Margir ' telja horfur f fandrnu skárri en ætlað var í fyrstu. Páll páfí sjöttí sagði í gær, að . „horfur færu batnandi í Nfgeríu". Aðeins fáir dagar hafa liðið, síðan páfi lét í Ijós ótta um þjóðarmorð á Bíaframönnum, og leiddi það td mikilla mótmælaaðgerða gegn páfa í Lagos. Einar fhnm flutningavélar eru . væntanlegar til Lagos í dag með matvæli og lyf. Koma þær frá Bret- landi og Sviss. Þá hafa fyrstu hjálp arsveitirnar komið til landsins frá Bretlandi. Tveir læknar og ein hjúkrunarkona lögðu af stað í gær- kvöldi. Alls eru í þessum sveitum 25 læknar og 35 hjúkrunarkonur.: Alþjóða Rauöi krossinn hefur fengið samþykktar tvær flugferöir tli landsins, og er sú seinni vænt- anleg frá Sviss síðar í dag með lyf. Brezkur lávarður er kominn úr ferð um Bíafra, sem nú er kallað Austur-Nígería. Hann segir, að á- standið „sé hvergi nærri eins slæmt og hann haföi óttazt.“ Margir af embættismönnum Bí- afrastjórnar eru nú landflótta í rik inu Gabon, meðal þeirra yfirmaður landhersins og sjóhersins. Sumir hafa þegar farið aftur á leið til lands í í Evrópu og Ameríku. Samkvæmt fréttum frá Moskvu líta Nígeríumenn á Ojukwu hers- höfðingja sem stríðsglæpamann, og má liann eiga von á dauðadómi, falli hann einhvern tíma í hendur Nígeríumönnum. Gowon, leiðtogi Nígeríu, er vænt anlegur í opinbera heimsókn til Egyptalands innan tíöar. Hefur Nasser boðið honum heim. Mótmæli á sýningu ,My Fair Lady“ 55- Ungur Belgíumaður fylgdi í gær fordæmi norska stúdentsins Har old Bristols frá f haust og hlekkjaði sig við svalir í leikhúsi í Moskvu, meðan hann dreifði flugritum, þar sem þess var kraf izt, að látnir yrðu lausir þeir menntamenn, sem sitja í fang- elsum í Sovétríkjunum fyrir gagnrýni á stjórninni. Kastaði hann þessum ritum niður yfir áhorfendur. Lögregluþjónar, borgaralega klæddir, losuðu handjámin og fjarlægðu Belgíunianninn. Veriö var að sýna „My Fair Lady“. Belgíumaðurinn stökk á fætur, þegar ljós var kveikt, og hrópaði: „Sleppið Grigorenko". Nafn mannsins er Viktor van Brantegem, og hann er frá Ghent i Belgiu. Hann er fullírúi flæmsku baráttunefndarhmar fyrir Austur-Evrópu. Daginn eftir höfðu tveir ítafir gengizt fyrir svipuðum mótmæl- um. Ekki-árásarsamningur 1 uppsiglingu? Beðið var með mikilli eftir- væntingu blaðamannafund arins, sem leiðtogi Austur- Þýzkalands, Walter Ul- brieht, heldur í dag. Þetta verður í fyrsta sinn í meira en níu ár, sem Ulbricht ávarpar fulltrúa heimsblað anna. Búizt er við, að hann svari síð- asta boöi Wiiiy Brandts, kanslara Vestur-Þýzkalands, um gagnkvæm- an ekki-árásarsamning. Brandt til- kynnti í fyrri viku, að hann mundi senda tiiboð um slíkan samning til foreætisráðherra Austur-Þýzka- lands, Wiliy Stoph. Ulbricbt hefur þó ekki beðið eftir þessu, og hef- ur sú afstaða komið fréttamönnum á óvart. Fréttastofa Austur-Þýzkalands til kynni í gærkvöldi, að Ulbricht mundi ræða um gagnkvæman samn ing þýzku ríkjanna, sem hefði al- þjóðlegt gildi. Svo virðist, að gagnkvæmur ekki -árásarsamningur sé hið eina, sem rfkin eru sammála um. Nýja stjórn in I Bonn hefur vísað á bug öðrum kröfum Austur-Þjóðverja. Þessar kröfur eru til dæmis um fulla við- urkenningu á Austur-Þýzkalandi, úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu og . þjóðaratkvæði um það. Báðir aðiiar hafa hins vegar lagt til, aö gerður verði ekki-árásarsamningur, sem þýðir, að Vestur-jóðverjar ’munu virða landamæri Austur- Þýzkalands og öfugt. Ulbricht — fyrsti blaðamanna- fundur í níu ár. ITT SCHAUB-LORENZ GELLIR sf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.