Vísir - 19.01.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 19.01.1970, Blaðsíða 9
V r SIR . Wfánúdagur Í9. Janúar 1970, Þaö fer greinilega ekki amaiega um þá ketti, er slökkviliðsmenn bjarga úr ýmsum „hæöar- lífsháskum“. Hann hefur níu líf og „mannlegatf' — Jafnvel á að vera hægt að krefjast bóta fyrir drepinn kött, bar eð þeir geta á stundum kostað skildinginn lljjann hefur 9 líf, og meira að segja kannski fleiri. Ef þú ekur yfir hann, þá er eins víst að hann spretti upp sprelllifandi, svolítiö skrámaður, en sjaldan steindauður, þar eð verið getur að hann hafi ekki hlotiö nema fimm eöa sex „andlát", og þá eru alténd nokkur lífin eftir til góða. Seiökonur nota hann gjaman viö myrkraverk sín og þá verð- ur hann að vera svartur á litinn og mala vel og mikið, því að kötturinn á að geta magnaö hugsaðar óskir seiðkonunnar og flutt þær til réttra aðila. Börnin gera kisu að leikfélaga sínum og þykir afar vænt um hana, jafnve] eins og væri hún systkini. Fulloröið fólk bereinnig hlýjan hug til kisu, það er að segja heimiliskisu, og getur það jafnvel farið út í algjörar öfgar, eins og til dæmis konan, sem var haldin þvílíkri kattarást að hún átti ekki færrj en 30. Undi konan sér lengi vel á- samt sinnj „mannmörgu" fjöl- skyldu, en tímarnir breyttust og og versnuöu hin siðarj ár og brátt varö það konunni ofviða að ala önn fyrir sinni stóru „fjöl- skyldu“. Hún neyddist til að aö láta „koma þeim fyrir kattar- nef“ Geta allir imyndað sér, að slíkt hlýtur að hafa tekið á kon- una sem þá var orðin gömul og fólk gerist einmitt mjög tilfinn- inganæmt á efri árum, en al- kunna er að sálfræðingar halda þvf fram, að tilfinningatengsl bau sem skapazt geta á milli manna og svokallaðra húsdýra geta orðiö það náin, að séu þau rofin geti það haft ófyrirsjáan- legar sálrænar afleiðingar. Að minnsta kosti eru víst fáir foreldrar, sem vildu verða fyrir því að heimiliskötturinn yrði skotinn í viðurvist bama þeirra, enda þótt kisa hafi gerzt svo djörf aö klifra upp í ljósastaur. Það er nú einu sinni eðli kisu að gera slíkt. Kettir hafa „mannleg- ar“ tilfinningar og eðli. Að mörgu leyti er eðli kattar- ins svipað og mannfólksins. Heimiliskettj getur þú til aö mynda alið upp i hina mestu teprumennsku, og kisa veröur sífellt að þvo sér og þolir ekk- ert óhrein sér nærri. Hún getur jafnvel veriö skemmtanafikin, að minnsta kosti áleit konan það sem átti sér eina indæla læðu. Og þegar vinur hennar bauð henni til kvöldgleðskapar, þá fannst konunni, að kisu hennar væri sko ekkert of gott að koma með og skemmta sér líka. Vinurinn átti nefnilega högna, stóran og myndarlegan. Og konan tók kisu sina með þegar báðar höfðu farið í sitt fínasta „púss“. Kvöldið og nóttin leið i glaum og gleöi hjá femingunni, það er að segja hjá vininum og vinkon- unni á fyrstu hæð og hjá kis- unum í kjallaranum. Bjarga að minnsta kosti einu kattarlífi. Ef þú sæir nú kött í dauðans angist hátt uppi f Ijósastaur, hvað er þá til ráða? Undir venju legum kringumstæðum getur þú ekki fremur en aðrir almennir vegfarendur klifrað upp í ljósa staur svona rétt eins og ekki neitt. Þá skaltu bara hringja í lögregluna. Hún hringir síðan i slökkviliðiö og þeir eiga þessa ágætu kranabíla og stiga. Vert er að þakka öllum þessum á- gætu mönnum fyrir djarflega og vasklega framgöngu I björgun katta úr ýmiss konar „hæðar- lifsháska". Það þarf svo sannarlega hug- hraustan mann til að klifra 10—15 metra upp til að ná í nauðum stöddum kött, því að venjulega hrjáir hann geigvæn- leg lofthræðsla og hann heldur heljartaki sinni klófestu og vill ekki sleppa af hræðslu við að hrapa. Stundum lenda líka hinar beittu klær I bjargvættinum og jafnvel í höndum eða andliti svo að úr vætlar blóð. Bjarg- vætturinn tekur hlutverk sitt hins vegar grafalvarlega og er staðráöinn í að bjarga, að minnsta kosti einu kattarlífi, á hverju sem gengur. Hann á sér óvin. Nú mætti halda, eftir þess- um skrifum, að aðeins væru til góðir kettir og góðir menn, er væru innilegir kattavinir og að- dáendur og allt þar af leiðandi I ró ,og spekt á milli katta og manna. Málið er alls ekki svo einfalt. Kettir eiga sér óvin og hann i líki meindýraeyðis. Meindýra- eyðirinn varð til, af því að menn voru til, þó að ótrúlegt megi þykja, sem ekki hirtu nægilega um sína heimilisketti og urðu þá heimilskettimir að útilegu köttum, réttdræpir hvar sem til náðist En hvað flokkast undir útileguketti og hvað heimilis- ketti? Eru til dæmis heimiliskettir orðnir útilegukettir um leið og þeir voga sér út og klifra kannski upp í næsta ljósastaur og þvi réttdræpir, jafnvel að börnum áhorfandi? Ekki erú til neinar lágaregl- ur um ketti og ekki er katta- hald bannað. Virðist þvi hver og einn, sem hefur með þessi mál að gera, setja sér sínar starfsreglur. Á einum stað úti á landi veröa til dæmis allir heimiliskettir að ganga meö hálsband, annars réttdræpir. Köttur eign rétt eins og ibúð og sófasett. Á þá vesalings kisi engum réttindum aö fagna hér í mann heimi? Jú, þaö hlýtur að vera hægt að flokka hann með eign um, ja, rétt eins og íbúöin okk- ar og innanstokksmunir eru eign. Þá nýtur kötturinn vemd- ar 67. gr. stjórnarskrárinnar, er fjallar um eignarrétt. Þá leið ir af sjálfu sér að ætti aö vera hægt að leita skaðabóta vegna drepins kattar. Burtséð frá lagalegu sjónar- miði er þó að minnsta kosti hægt að fetta fingur út f það af öryggisástæöum, að tilteknir embættismenn fái óáreittir að skjóta af færi á útileguketti. Þaö hlýtur þó að teljast hættu- legt, þar eð þar sem kettir eru, bar eru börnin venjulega ekki langt undan. M. V. -0' Ö ■ timm Finnst yður að banna ætti kattahald í þéttbýli, eða hafa þá háða sér- stöku leyfi líkt og hund- ana? ' V“ k Jóhann Kristmundsson, múr- ari: „Já, mér finnst alveg sjálf- sagt að banna þá, það er helv. sóöaskapur og óþverri, sem fylgir þessum dýrum, hvort sem' þeir teljast til útilegukatta eða þeirra með heimilisforskeytinu." Tómas Bergsson. nemi í Kí: „Nei, mér finnst bara alls eng- in ástæða til að banna þá. Þetta eru alveg ágætis grey!“ Guðmundur Sigurðsson, bif-' reiðarstjóri: „Ég held aö málin megi standa áfram svipað og þau standa í dag. Mér er vel við kettina!“ Össur Aðalsteinsson, verzlun-' stjóin „Nei, nei, nei! Ég sé ekki' nokkra ástæðu til að banna þá,, eða setja i spennitreyju ein- hverra kreddulaga. Þetta eru' dásamlegar skepnur.“ Jón Rafn Jóhannsson, land- mælingamaður: „Alls ekki ’ Kettir eru mestu dásemdardýr.“ Ingibjörg Bragadóttir: „Banna ketti. Nei. það finnst mér sko ekki. Þeir eru svo ósköp in- dælir.“ ■PgWiHiWi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.