Vísir


Vísir - 19.01.1970, Qupperneq 16

Vísir - 19.01.1970, Qupperneq 16
VISIR Mánudagur 19 janúar 1970. Strandaði við björgunarskýli Unnið að björgun Þerneyjar við Keflavikurhöfn Garðar Sigurðsson formaður björgunarsveitarinnar Stakks. □ Starfsmenn Björg- unar h.f. unnu í alla nótt við að þétta vélbát- inn Þerney KE-33, sem liggur í fjörugrjótinu við Keflavíkurhöfn, þar sem hann strandaði aðfara- nótt laugardags. Báturinn er nokkuð brotinn eftir veltinginn á grjótinu og mikið verk að þétta hann, enda var ekki gert ráð fyrir, að unnt væri að ná honum á flot fyrr en í fyrsta lagi á flóðinu annað kvöld. Báturinn stóð fastur á milli tveggja kletta, og stóö þar rétt- ur en björgunarmennimir hafa hallað bátnum, svo að þeir kæmust að bakborðssíðunni til að þétta hana. Síðan verður honum hallað á hinn veginn og stjórnborössíðan þétt. Báturinn var að koma úr róðri á línu, þegar hann strandaði kl. 1 aðfaranótt laugardags. ,,Við vorum svo að segja komnir að bryggjunum, þegar „kúplingin" bilaði," sagöi Sig- urður ■ S. Guðmundsson, skip- stjóri, „en stýrið var einnig í ólagi — það hafði farið olían af stýrisvélinni og þegar „kúpl- ingin" fór gátum viö ekki stjórn aö bátnum". Vindur stóð beint á land og var nokkuð hvasst — ein 7 vindstig — og á nokkrum mín- útum hafði bátinn rekið upp í fjöruna, áður en aðrir bátar fengju brugðið við og komið til hjálpar. 15 mfnútum eftir að báturinn var kominn í fjöruna, var komiö gat á síðuna á honum. Um borð f Þemey voru sex menn, allir nýbyrjaðir á bátnum og var þetta fyrsti róður þeirra. Sigurður S. Guðmundsson skipstjóri á Þerney. Sænskir Rauða kross-menn hafa staöfest, að f Nfgerfu séu 10—12 rmÉmm ísúnos Fyrsta dómbingið á frimerki ® I'yrsta dómþing Hæsta- . .,wv,................ réttar íslands kom sam an 16. febrúar 1920, en 6. október árið áður var Hæstiréttur stofnaður með lögum. Þá hafði æðsta dómsvald í málum Islend- inga verið í höndum útlend inga frá því 1281. Myndin á frfmerkinu er af fyrsta dómþingi Hæsta- réttar, sem hinir reglulegu dómendur sátu. Þeir eru essir, taldir frá vinstri: Lárus H. Bjarnason (1920—1931), Haildór Daní- elsson (1920—1923), Kristján Jónsson forseti réttarins (1920—1926), '.ggert Briem (1920—1935) og Páll Einarsson (1920—1935). Til hllðar icngst til vinstri er ritari réttarins, Björn Þórðarson (1920—1929). þúsund tonn af matvælum skammt frá ófriðarsvæðinu. Flutningur er aðalvandamálið, en ekki fjármagn- ið. Þetta sagði í skeyti, sem ís- lenzka Rauða krossinum barst í gær frá höfuðstöðvum alþjóðlega Rauða krossins i Genf. Stjórnandi hjálparinnar í Nfg- eríu hefur leitaö til þess manns, sem stjórnaöi starfi Rauða kross- ins í Bíafraríki á vegum Bíafra- stjórnar. Var þessi Bíaframaður beðinn aö hafa nú þegar samband við sína fyrri starfsmenn og fara inn á svæðin, sem verst hafa orðið úti, og skipuleggja hjálparstarf þar. Rauði krossinn f Nígeríu á að annast allt hjálparstarfið. Sænski Rauði krossinn hefur fengiö Rauða krossi Nígeríu bifreiðir sínar þar í landi til umráða, og búizt er við, að hjálp frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjunum fari um hendur Rauða kross Nígerfu. „Borgin44 kostaði 1.3 milljónir með innbúi — en þá kostuðu köldu krásirnar bara 3 kr. Minnzt 40 ára afmælis Hótel Borgar i gær Fyrsta stórhótelið á íslandi, Hótel Borg, varð 40 ára f gær. Á sínum tíma var það stórvið burður, þegar hótelið var tek- ið í notkun á merkisárinu 1930, en þá var von fjölda gesta erlendis frá vegna al- þingishátíðarinnar, en ekki f mörg hús að venda, ef ekki hefði komið glæsilegt hótel í hjarta bæjarins. Það var glímukappinn Jóhann es Jósefsson, sem reisti Hótel Borg. Hann kom heim frá Am- eríku eftir atvinnumennsku í glímum meö 100 þúsund dollara upp á vasann. Þetta nægði víst langt frá því til að reisa „Borg- ina“ og þurfti hann mikil lán til þessa, því húsið kostaði 1,3 milljönir, sem hefur veriö gevsi mikið fé, eins og sést af því aö góður miðdegisverður kostaði þá ekki nema 2.50 og kalda borðið 3 krónur. Hótelið opnaði meö dansleik Nýársklúbbsins 18. janúar 1930 og daginn eftir opnaði það fyr- ir almenningi. Um áramótin 160 seldi Jóhannes Jósefsson hótelið núverandi eigendum, hlutafélagi undir stjórn Arons Guðbrandssonar, en hótelstjóri nú er Pétur Daníelsson. 1 gær bauð hótelstjómin nokkrum gestum upp á afmælis kaffi í gömlum og góðum stíl, en við það tækifæri voru 7 starfsmenn heiöraðir fyrir langa og dygga þjónustu á hótelinu, 30 ár og lengur. Margrét Jónsdóttir hefur starfað í 39 ár, Jóna Þorbjarn- ardóttir 39 ár, Margrét Ás- mundsdóttir 38 ár, Jórunn Ingv- arsdóttir 37 ár, Bóthildur Helgadóttir 31 ár, Ólafía Jóns- dóttir 30 ár, og Henry Hansen. sá sem gestum Borgarinnar er örugglega kunnastur, í 35 ár, en hann hefur um mörg undanfar- in ár ráðið ríkjum á barnum. „Fjörutíu mínútum eftir að okkur barst kalliö, var fyrsti maður kominn í björgunarstól- inn, og höfðum við þó beðið eftir þeim í 10 eða 15 mínútur," sagði formaður björgunarsveit- arinnar Stakks, Garðar Sigurðs- son. „Tíu mínútum síðar voru allir komnir í land." Eitthvert ólag hafði verið um borð, því að á leiðinni í land hafði skipstjórinn kallaö í land í gegnum talstöðina og látið vita af þvf, að dælur heföu bilaö og sjór væri farinn að safnast í bátinn. „Við fengum ekki háldið hon- um þurrum, eftir að „lensumar" biluðu og þá slokknaði á ljósa- vélinni," sagði Sigurður skip- stjóri. Allan laugardaginn og fram á sunnudag var hvass vestan eöa suðvestan vindur á strandstaðn- um, og óttuðust menn að bát- urinn myndi brotna í fjörugrjót- inu, en í gærdag hægöi og er nú logn þar. Gera menn sér góðar vonir um, að bátnum verði bjarg- að, ef veöur helzt hið sama á- fram. ,i /'/ 10-11 þús. tonn mat- ar rétt við Bíafra Vandamálið er flutningar, ekki fjármagn Þemey á strandstaðnum á Iaugardagsmorgun. (Ljósm. Vísis, B. G.) Benóný hrellir stórmeistarana! — Gerði jafntefli i gær við Matulovic • Mesta athygli á skákmótinu I gær vakti skák Benónýs Benediktssonar við hinn fræga stórmeistara Matuiovic frá Júgó slavíu. Varð skákin jafntefii eft- ir fórnfæringar og slíkan „has- ar“, að fátítt er á skákmótum, Benóný er alræmdur- „kónga bani“ frá fyrri tíð, einkum frá viðureign hans við rússneska stórmeistara fyrir nokkrum ár- um. Skákin er birt á bls. 10 í biaðinu í dag. Úrslit í gær uröu annars þesi: Bragi Kristjánsson gerði jafntefli við Ghitescu, en Padevsky vann Hecht, Freysteinn vann Björn Sig- urjónsson, Friðrik vann Vizantiad- es og Amos vann Björn Þorsteins- son. Biðskákir urðu hjá Ólafi Krist- iánssyni og Jóni Torfasyni og Guð- mundi Sigurjónssyni og Jóni Krist- inssyni. Á laugardag urðu úrslit þessi: Ghitescu og Guðmundur Sigurjóns- son geröu jafntefli, Björn Þorsteins son vann Jón Kristinsson, Amos vann Vizantiades, Friörik vann Freystein, Björn Sigurjónsson vann Benóný Benediktsson, Matulovic vann Ólaf Kristjánsson, Padevsky vann Jón Torfason og Hecht vann Braga Kristjánsson. Röðin er þessi: 1. Amos, Kanada, 3 vinninga, 2, Friörik 2]/2, 3. Pad- evsky, Búlgaríu, 2 og biöskák, 4. Matulovic 1 y2 og biöskák, 5.—7. Gitescu, Rúmeníu, Hecht, V-Þýzka- landi, og Björn Þorsteinsson iy2, 8.—10. Guðmundur Sigurjónsson, Jón Torfason og Ólafur Kristjáns- son 1 og biðskák. 11. Freysteinn Þorbergsson, Benóný Benediktsson, Björn Sigurjónsson 1 v. 14. Bragi Kristjánsson V2 vinning, 15. Jón Kristinsson 0 og 2 biðskákir og 16. Vizantiades 0 og 1 biðskák. í kvöld tefla til dæmis Amos og Guðmundur Sigurjónsson. Sjá skák Benónýs og Matulovic — bls 10

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.