Mosfellsblaðið - 01.07.2000, Side 7

Mosfellsblaðið - 01.07.2000, Side 7
Frægðarför Sliólahljom- sveilar Mosfellsbæjar Skólahljómsveit Mosfellsbæjar er nýkomin heim úr enn einni frægðar- förinni frá Austurríki og Ítalíu. Það var 40 manna hópur sem flaug til Mun- chen að miðnætti 18. júní og eyddi fyrsta deginum í Salzburg við spila- mennsku og skoðunarferðir. Síðan var dvalið í St. Stefan í tvær nætur og spi- lað í bæjunum þar í kring. Eftir það lá svo leiðin til Pettenbach en þar var hljómsveitin í boði lúðrasveitarinnar á staðnum og tók þátt í hátíðarhöldum bæjarins. Þar var gist í tjöldum í 4 nætur við glæsilegt sveitahótel og spil- að á kvöldin á hótelinu við frábærar undirtektir. Eftir þessa daga í Austurríki var farið í sólina til Ítalíu og slappað af í 5 daga og einum degi varið í skoðunar- ferð til Feneyja. í lok ferðarinnar kom svo hljómsveitin við í Verona. Þar var bæði spilað með lúðrasveit í úthverfi borgarinnar og farið í skoðunarferð um þá fallegu borg. Flogið var aftur heim frá Munchen og komið heim um miðnætti 2. júli eftir mjög góða ferð. - Sjá mynd af hópnum á forsíðu. Barnafataverslunin Fídus Hólmfríður Óladóttir, búsett í Teigahverfinu, festi kaup á versluninni Do-re-me í Kjama 1. maí s.l. Hún skipti um nafn sem nú er Fídus og hefur gert bamafatabúðina afar aðlaðandi. Hún er með föt fyrir aldurinn frá 0 til 12 ára, glæsilegan fatn- að frá Hollandi, góð merki t.d. SORLAC og BAMBÚ KIDS. Þama er komin ný og breytt verslun sem hlýtur að höfða til barnafólksins í bænum. HEILBRIGÐISEFTIRLIT KJÓSARSSVÆÐIS Auglýsing um starfsleyfistillögu Starfsleyfistillögur, fyrir eftirtalin fyrirtæki, liggja frammi til kynningar frá 10. júlí -1. ágúst 2000, í afgreiðslu viðkomandi sveitarfélags, sbr. 7. gr. í reglugerðar um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sem getur haft í för með sér mengun, nr. 785/1999: Fyrirtæki Gildistími starfsleyfis Bílasetrið ehf, (bílaverkstæði) 10 ár Bjarmi bílamálun og réttingar, (bílaverkstæði) 10 ár Eggjabúið Grímsstöðum, Kjós,(framl. á eggjum) 18 mánuðir Flughestar ehf, (hestaleiga) 5 ár Garðagróður ehf, (grænmetisframleiðsla) 10 ár Guðmundur Einarsson, (hestamiðstöð Suðurhlíð) 10 ár Laxnes ehf, (hestaleiga) 1 ár Sæblóm ehf, (kræklingaeldi) 10 ár Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfs- menn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir, skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, fyrir 2. ágúst 2000. 3. júlí 2000 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis Handmennt - handmennt Okkur vantar handmenntakennara/leiðbeinanda í Gagnfræðaskólann í Mosfellsbæ. Hefur þú áhuga? Hafðu þá samband við Ragnheiði Ríkharðsdóttir í síma: 5666186 eða 5666688. Mosfellingar 60 ára og eldri! Komið í skemmtilega göngutúra með Halldóru Björnsdóttur. Gengið frá Þjónustuíbúðum á Hlaðhömrum kl. 16:00 á þriðjudögum. Léttar teygjuæfingar á eftir. Frístundahópurinn skn 1 RÉ TTINGA VERK5 TÆÐI flÓHÍ ehf. o CELETTE GELETTE Fullkomnustu grindarréttinga- og mælitæki sem völ er á hér á landi zzzzzzzz RÉTTINGAR BÍLAMÁLUN al T 9« Flugumýri 20 270 Mosfellsbæ Sími: 566 8200-566 8201 Fax: 566 8202 Netfang: nybil@centrum.is 25 ára BÍLAVERKSTÆÐI Guðvarðar og Kjartans Dnnumst allar almennar bifreiðaviðgerðir, ieppabreytingar, rennismíði, sprautun o.fi. Flugumýri 16 c, Mosfellsbæ Síini 566 6257 - Fars. 853 6057 Fax 566 7157 Moslcllsblaðið 0

x

Mosfellsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.