Mosfellsblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 2

Mosfellsblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 2
„Haleluja" LEIÐARI: HELGI SIGURÐSSON Athyglivcrdur lcidari birtist í 3. tölublaði Mosfellsfrétta sem út kom í síðustu viku. Leiðarinn sem ber yfír- skriftina „Að hausti“ ber þess merki að víðar virðist hausta að en í sjálfri náttúrunni nema hér sé um náttúrulögmál að ræða. Leiðarahöfundur byijar leiðarann á nokkrum hástemmdum lýsingum á haustinu og fegurð Mosfellsbæjar, en síðan virðist „hausta" í huga hans því fjórða málsgrein leiðarans ber það með sér að höfundur ber ekki skynbragð á grundvöll lýðræðis og prentfrelsis. Nauð- synlegt er að endurtaka það sem segir í leiðaranum til að lesendur öðlist skilning á hvað hér um ræðir: „En það er nú þannig með blessað mannlífið að ávallt eru þeir til sem aldrei vilja viðurkemta að sumir hlutir ganga vel, ótrúlega vel. Allir vita að mikið hefur verið bókað hjá minni hlutanum í bœjarstjóm, svona bara til að minna á að he'r er starfandi minnihluti. Eiginlega fer oft í taugar á mönnum sem sjá að hœgt er að reka bœjarfélag og það vel án þeirra. Mosfellingar furða sig oft á því hver er eiginlega málsvari minnihlutans, þeir sem kalla sig sjálfstœðismenn eða hina svokallaða óháða mótmcelalista sem gengur undir leynibókstafhim M. Ekki að það tengist M í 007 kvikmyndunum en eitt er augljóst, að forsprakki M-listans reynir mikið til þess að ná athygli minnihlutans. Mdistablaðið (gjörsamlega óháð blað) hefur gert mikið úr stöðu heilsugœslu hér í bœ og er hissa að starfsfólk- ið þar á bœ fái ekki að loka þessari þrœlamiðstöð ogflytji allt draslið til Reykjavíkur". Hér eru á ferð mjög athygliverðar fullyrðingar hjá ritstjóranum og augljóst að hann skilur ekki þetta með andskotans lýðræðið. Af þessu má draga þá ályktun að hann vilji að meirihlutinn sé látinn í friði og fái að gera það sem hann vilji og það án þess að minnihlut- inn eða blöð bæjarfélagsins séu að skipta sér af málefnum líðandi stundar hér í bæjarfélaginu. Ritstjórinn er ef til vill þeirrar skoðunar að það eigi að banna minnihluta, enda er hann bara til óþurftar og aðeins að reyna að minna á að hann er starfandi með alls konar bók- unum sem „allir" í Mosfellsbæ vita. Svo viss er ritstjórinn um ágæti stjómunar á bæjarfélaginu að umfjöllun Mosfellsblaðsins og bók- anir minnihlutans um málefni líðandi stundar eru merki um að ástandið fari í taugamar á þeim. Þá virðist ritstjórinn telja að allir aðrir en þeir sem em í stjórn bæjarfélagsins séu öfundsjúkar sálir sem gengur það eitt til að gera meirihlutanum lífið leitt og væla. Ritstjór- inn leggur því til í leiðara sínum í Mosfellsfréttum að „menn œttu að reisa grátmúra svo hœgt vœri að væla meira, svona bara af ást- úð og umhyggjufyrir náunganum. Þetta er hálf grátlegt allt saman “. Já, það er grátlegt að sjá í ritstjórastól Mosfellsfrétta, málgagns framsóknarmanna, mann sem virðist hvorki skilja hugtakið prentffelsi né tjáningarfrelsi, hvað þá að hann skilji þetta fyrirkomulag með stjóm og stjómarandstöðu eða meiri og minnihluta. Nei við skulum segja eins og sagt er á sumum samkomum „haleluja". Slaðbundinn ..tossalisti" 21. aldarínnar Boðað var til kynningarfundar um Staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ þann 26. sept. síðastliðinn og mættu á fundinn um 40 manns. Tilgangur fundarins var að kynna þau markmið sem verkefnisstjóm Staðardagskrá hér í Mosfellsbæ er að vinna að og liggja drög að skýrslu fyrir. Fram kom í máli Stefáns Gíslasonar fram- kvæmdastjóra Staðardagskrár á íslandi, en hann var jafnframt fundarstjóri að orðið Staðardagskrá 21 væri dálítið óþjált hugtak sem vildi flækjast fyrir fólki en þetta væri bein þýðing á "local agenda 21". í raun þýddi þetta staðbundinn tossalisti tuttugu og fyrstu aldarinnar þ.e. við setjum niður fyrir okkur og setjum á blað hug- myndir um hvemig það þjóðfélag á að líta út sem vænt- anlegir erfingjar okkar eiga að taka við. Segja má að hugtakið Staðardagskrá 21 standi á þremur stólpum þ.e lífríkið og vistkerfið, félagslega hliðin og sú efnahags- lega. Þróun er ekki talin vera sjálfbær nema öll ofan- greind skilyrði em uppfyllt, enda kom fram á fundinum að verkefninu er ekkert mannlegt óviðkomandi. Framtíðarsýnin er að árið 2025 verði umhverfis-og lífsgæði í Mosfellsbæ ekki minni en árið 2000 og því er þessi „tossalisti“ nauðsynlegur og mun hann bráðlega liggja fyrir sem skýrsla í máli Ólafs Gunnarssonar for- manns verkefnisstjómar kom fram að um 60 manns hafa komið að undirbúningi þessa verkefnis og hafa hugmyndimar birst í þeim tveimur blöðum af Sólar- geislanum sem þegar hefur verið gefínn út og borist inn Útgefið af Samtökum óháðra í Mosfettsbæ Ritstjórar, ábyrgðarm., blaðam.: Helgi Sigurðsson og Gylfi Guðjónsson, s. 696 0042, fax S66 681S 8, íþróttir: Pétur Berg Matthíasson, ry s. 861 8003 Dreifing: Niels Hansen, s. 566 6446 Framkv. stj. og blaðam.: Karl Tómasson, s. 897 7664 www.ktomm@isi.is 6. tbl. 2000 - 3. árgangur á öll heimili í bænum.Verkefnisstjórinn Jóhanna B. Magnúsdóttir gerði á fundinum grein fyrir þeirri vinnu sem þegar hefur átt sér stað og helstu markmið Staðar- dagskrárinnar hér í Mosfellsbæ. Hjá Jóhönnu kom fram að með gerð skýrslunnar sem bráðlega verður lögð fyr- ir bæjarstjóm til umfjöllunar er ætlunin að setja núllpunkt sem seinna væri hægt að fylgjast með. Tveir íbúar hér í Mosfellsbæ lýstu framtíðardraumum sínum þ.e. hvemig þeir vildu að Mosfellsbær liti út í framtíð- inni. Fyrst talaði Linda Björk Jóhannsdóttir 11 ára nemi í Varmárskóla og fórst henni vel úr hendi. Hún taldi framtíð Mosfells- bæjar bjarta og að hér vildi hún búa í ellinni. Linda taldi að það vantaði göngu- stíg til Reykjavíkur þótt hún vildi ekki að Mosfellsbær yrði hveríi í Reykjavik. Vala Friðriksdóttir húsmóðir og líffræð- ingur sagði margt vera jákvætt hér í Mos- fellsbænum og að hér liði sér vel. Hins vegar væru hér margir hlutir sem mætti bæta s.s. umferðaröryggi og umgengni, en Vala sagði að umgengnin væri ekki alltaf nægjanlega góð. Þannig væri sums staðar ekki hægt að hjóla fyrir glerbrotum. Þá lagði Vala áherslu á virðingu og umhyggju fyrir fólki, mannvirkjum og umhverfi. „Það sem ég geri skiptir máli“ sagði Vala Friðriks- dóttir. Linda Björk Jóhannsdóttir taldi framtíð Mosfellsbœjar bjarta, hún er 11 ára og býr í Teigahverfi. Full búð af nýjum vörum á börn og unglinga Vorum að taka inn OSHKOSH, CONFETTI, LEGO og CHECKIN. Gœða vara á góðu verði 10 % afsláttur af húfum frá fímmtudegi til laugardags SÍMI 586-8181 ♦ ÁsgerðurPálsdóttir í||4l jóíamýs - jóíatrísóróctT o.fí. ; ** Simi: 5667763 SSM: 8617763 e MosrdlsblaAið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.