Mosfellsblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 10

Mosfellsblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 10
I ÞR Umsjón Pétur Berg - Þeir sem vilja koma upplýsingum og fréttum í blaðið geta haft samband í sfma 8618003 það eína sem okkur við” Bjarki Sigurðsson einn þekktasti handknattleiksmaður síðasta áratugs tók við stjórnartaumum Afturelding- ar í vor er Skúli Gunnsteinsson hætti sem þjálfari. Bjarki kom til Aftureld- ingar árið 1995 frá Víking, en það hef- ur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og Bjarki m.a. spilað er- lendis en það var tímabilið 1997-1998. Þegar Bjarki kom í Mosfellsbæinn fyrir 5 árum síðan þá voru hér handboltahetjur á borð við Róbert Sighvatsson, Jóhann Samúlesson, Viktor (slátr- ari) Viktorsson og fleiri góð- ir menn. Mosfellsblaðið ákvað því ná tali af Bjarka og heyra í honum hljóðið fyrir komandi átök. Hvernig leggst veturinn í Þ'g? Mjög vel mjög vel, ég er sáttur við liðið, við erum bún- ir að æfa vel og hópurinn er búinn að leggja sig vel fram. Byrjunin lofaði góðu en svo kom þama smá bakslag í þetta hjá okkur á móti ÍR en það er eitthvað sem maður hefur engar verulegar áhyggjur af, við verðum bara að vinna okkur út úr því. Veturinn leggst vel í okkur. Hvernig metur þú fyrstu þrjá leikina? Við æfðum mjög vel og vorum lítið í bolta til að byqa með en síðan bara skall á æfingaferð á Laugarvatn, æfingaferð norður á Akureyri og síðan Reykjavíkur- mót og við vorum bara komnir á fullt í handbolta. Menn kannski ennþá mjög þungir. Við unnum Stjömuna með einu marki eftir framlengingu og þar vomm við ekki að spila vel, svo áttum við glim- randi leik á móti FH en svo kemur bak- slag á móti IR. Eg var ekkert sáttur við það en þetta er hlutur sem við eigum eft- ir að slípa betur saman. Hvernig flnnst þér munurinn á leik- mannahópnum núna miðað við síð- ustu tvö ár? Yngri, hann er mun yngri. Við höfum misst alveg gríðarlega mikið og það er nú hlutur sem mér finnst margur hver í handboltageiranum á Islandi hafa svolít- ið gleymt, það em einir 6-8 leikmenn famir frá félaginu eða hættir og við fáum einung- is þrjá til baka. Það er mjög slæmt að missa svona marga á einu bretti en hins vegar fyrir ungu strákana nú eru þeir reynslunni ríkari og búnir að vera með þessum hóp í tvö ár. Ég sé það frá degi til dags að þeir em vel tilbúnir í slaginn og enda líka koma þeir til með að reynast vel í vetur. Hvaða markmið hefur þú sett þér og liðinu fyrir vetur- inn? Við höfum ekki mikið rætt þá hluti en ég set mér alltaf markmið og það er að vinna næsta leik. Ég er mikill keppn- ismaður og ég sætti mig aldrei við að tapa en veröldin er ekk- ert fullkominn og það getur allt farið á anna veg en þú ætlaðir þér. Ég set stefnuna á toppinn og von- andi mun liðið skila sér þangað en til þess að komast þangað verða menn að leggja sig fram. Það er kalt á toppnum við vitum það, Afturelding er lið sem all- Bjarki œtlar að spila jyrir Aftureldingu eins lengi og líkaminn leyfir. ferslfur og freistandi ir vilja vinna og því koma þau tvíefldari til leiks er þau mæta okkur og við getum ekki leyft okkur að slaka á á móti neinu lið. Sigur er það eina sem við sættum okkur við. Hvað flnnst þér um nýju reglurnar? „Ég var sáttur við hana á móti Stjömunni en ég var á móti henni á móti ÍR.“ segir Bjarki og hlær. Þessar reglur geta hjálpað til en þetta getur eyðilagt Iíka. Þetta lengir leikina og t.d. núna eru nokkrir leikir búnir að fara í framleng- ingu í deildinni og það sést að dómarar eru ekki tilbúnir í þetta og leikmenn eru gjörsamlega búnir. Það er spumingar- merki sem ég set við þetta hvort það sé rökrétt að framkvæma þetta. Það hefði mátt keyra þetta í gegn í Reykjarvík- umótinu. Svo er annað mál með þessar tvær mínútur sem em komnar á bekkinn þetta er í rauninni bara til að leyfa dóm- umm að leika sér að spjalda og það tel ég ekki sniðugt. Dómarar em hluti af leikn- um og þeir eiga að láta hann rúlla en ekki leika sér með einhver spjöld og eyði- leggja hann svoleiðis. Hver eru eftirminnilegustu augna- blikin á ferlinum? Ég á mörg góð augnablik, mér er nátt- úrulega alltaf minnisstætt úrslitaleikur- inn í B-keppninni 1989 það var eitt af skemmtilegustu augnablikum sem ég hef upplifað. Islandsmeistaratitillinn með Aftureldingu og bikarinn þetta eru svona hlutir sem maður gleymir seint. Hvað á leikmaðurinn Bjarki Sigurðs- son mörg ár eftir í boltanum? Hugurinn er ennþá á fullu í handbolta en skrokkurinn hann leyfir ekki eins mikið og áður. 1 rauninni læt ég hvem dag nægja sína þjáningu og verð bara að sjá til hvort ég nái að halda út. Ég ætla mér að vera með í vetur, ekki það að fólk haldi að ég sé að hætta þessu. En svo er spuming hvað ég geri eftir það, ég veit að ég þarf að fara í aðgerð og það verð- ur bara að koma í ljós. Eitthvað að lokum? Ég verð eiginlega að segja það að mér finnst leiðinlegt að sjá hversu fólk mætir illa á leiki. Það er hálftómt húsið og fólk- ið er alltaf að bíða eftir einhverri úrslita- keppni. Af hveiju kemur fólk ekki og styður við bakið á okkur. Ég tel okkur hafa veitt mikla ánægju héma inn í bæj- arfélagið og út af hveiju er ekki hægt að endurgjalda það til okkar leikmanna með því að mæta og hvetja okkur áfram, þó svo að gangi illa á móti. Við vitum það að gleðistundirnar geta verið miklu fleiri. O MoHlcllNbluAlð

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.