Mosfellsblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 6

Mosfellsblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 6
Jón M. Guðmundsson hetðursborgari Mosfellshæjar ártð 2000 Bæjarstjórn samþykkti einróma á fundi sínum 30. ágúst s.l. að Jón M. Guðmundsson yrði heiðursborgari Mosfellsbæjar. Með þessum heiðri er lagt fram þakklæti sveitarfélagsins og viðurkenning á hinu mikilvæga framlagi Jóns til upp- byggingar sveitarfélagsins, en Jón var oddviti Mosfellshrepps frá árinu 1962 til ársins 1981 á miklum umbrota- tímum í sögu sveitarfélagsins og síðan var hann hreppstjóri frá árinu 1984 til 1990. Hann hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi innan og utan sveitarfé- lagsins og nafn hans verið samofið sögu þess um áratugaskeið. Hann varð áttræður þann 19. september s.l. Jón M. Guðmundsson er annar borgari sveitarfélagsins sem hlýtur þessa nafn- bót, en sá fyrsti var Halldór Kiljan Lax- ness, Gljúfrasteini, sem gerður var að heiðursborgara Mosfellssveitar árið 1972. Jón M. Guðmundsson á Reykjum fæddist í Reykjavík 19. september 1920. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Pétursdóttir af Svefneyjarætt, f. 20. sept- ember 1892 í Svefneyjum á Breiðafirði og Guðmundur Jónsson f. 12. júní 1890 í Reykjavík, skipstjóri og útgerðarmað- ur. - Þau festu kaup á jörðinni Reykjum í Mosfellssveit árið 1916 og fluttu þangað 1926, en þá var Jón fimm ára. Hann ólst þar upp í hópi fimm bræðra, elstur var Pétur sem varð skip- stjóri, þá Jón Magnús bóndi og stjómmálamaður, Andr- és lyfjafræðingur, Sveinn garðyrkjubóndi og síðan Þórður vélfræðingur og stöðvarstjóri Dælustöðvar H.R. Reykjum til margra ára. Sjósókn og útgerð fyrir stafni Guðmundur Jónsson var í 20 ár skipstjóri á togaran- um Skallagnmi hjá Kveld- úlfi h/f í Reykjavík, en 1935 stofnaði hann ásamt fleirum útgerðarfyrirtækið Mjölni h/f oo festu kaup á 7 ára gömlum 700 tonna tog- ara frá Bologne í Frakk- landi sem notaður hafði verið til úthafsveiða á fjar- læg mið. Togarinn var með 60 kojum, en Frakkamir þurftu mikinn mannskap um borð vegna mikillar vinnslu á fiskinum. Islend- ingamir rifu burt 20 kojur í káetu aftast í skipinu og Jón var á jyrri árum oft fenginn sem fararstjóri við ýmis tœkifœri til útlanda. Hér er hann fararstjóri með frjáls- íþróttamönnum í september 1957 á Ráðhústorgi í Kaup- mannahöfn. F. v. Gunnar Huseby kúluvarpari, Jón M. Guð- mundsson og Svavar Markússon, millivegalengdarhlaupari. K3WANISKLUBBURINN MOSFELL í MOSFELLSBÆ heldur glæsilegt villibráðarkvöld með grænlensku ívafi í Hlégarði, föstudagskvöldið 10. nóvember nk. kl. 19:30 Öllum opið, körlum og konum Ir,lrKrÍStjámsonmat- ZSmemariogveitinga. ðurserumveitingan8lar Reynir Traustason fréttastjóri, les úr nýrri bók sinni um íslendinga á Grænlandi Villibráðarhlaðboi'ð: Saiiðnant í einiberjasósu • Glóðarsteikt selkjöt • Villibráðarpaté • Grajin violligœsabringa m/Balsamic jurtasósn • Glóðarsteikt jjallalamb með villisveppasósti • Rjúputerrine með rífsberjahlaupi • Langvía i gráðostasósu • Logaudi hreindýrasteik • Heil- steiktar villigæsir • Léttsteiktar lundabringur í púrtvínssósu • Anda confite • Reyktur lundi • Marinerað hrefnukjöt • Heilsteiktar rjúpur m/rauðvínssoðnum perum Miðasala og borðapantanir í Hlégarði - sími 566 6195 settu þar upp fyrstu fiskimjölsverk- smiðju landins í skipi. Skipinu var vahð nafnið Reykjaborg eftir miklu felli ofan við Reyki og Guðmundur Jónsson varð skipstjóri þess. Reykjaborgin varð frægt skip í útgerðarsögu íslendinga. - Jón var á Reykjaborginni með föður sínum fimmtán ára gamall, frá árinu 1936 til 1940, í fyrstu að sumarlagi vegna skóla- göngu, en hann útskrifaðist gagn- fræðingur frá Flensborgarskóla í Hafnar- firði 1937. Hann drakk í sig alla umræðu á heimilinu sem snerist mest um sjósókn og útgerð, en síður landbúnað þó búið væri í sveit. Hann heillaðist mjög af föð- ur sínum og útgerðarmálum og stefndi á útgerð og sjósókn. Faðir hans sneri hins vegar þeirri ætlan við og beindi áhuga Jóns að jörðinni Reykjum, með öllum möguleikum sem þar blöstu við. Þessi umræða fór fram í brúnni á Reykjaborg- inni, þegar Jón var við stýrið og skýrði faðirinn fyrir syni sínum að einhver þeima bræðra yrði að taka við Reykjum. Jón M. Guðmundsson tók ákvörðun í samráði við föður sinn. Bændaskólar og búskapur Jörðina Reyki áttu saman Guðmundur Jónsson og mágur hans, Bjami Asgeirs- son þingmaður og ráðherra. Þeir voru með sameiginlegan hefðbundinn bú- rekstur, með mjólkurframleiðslu sem að- algrein og ört vaxandi garðyrkjustöð. Báðir voru þeir mikið fjarverandi, annar við útgerð og sjósókn, hinn í stjómmál- um. Þeir réðu því til sín bústjóra og með- al ágætra manna var um tíma Sigsteinn Pálsson, sem síðan varð stórbóndi að Blikastöðum. - Jón fór í Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist búfræðingur þaðan 1942. Árið 1944 varð hann bú- stjóri á Reykjum í eitt ár, en að því loknu bauð faðir hans að kosta framhaldsnám í Bandaríkjunum. Frá 1945 til 1947 var hann við Búnaðarháskólann í Madison í Wisconsin fylki og að því loknu tók hann við sínum parti Reykja, sem var erfitt verkefni en hann leysti það og var þar bóndi til ársins 1997, er tveir synir hans tóku við. - Reykjabúið vann braut- ryðjendastarf í ræktun kjúklinga og kalk- úna hér á landi og með byggingu vél- vædds fuglasláturhúss að Reykjum sem tók til starfa í febrúar 1963 var brotið blað í búnaðarsögu landsins hvað varðar meðferð á fuglakjöti. I dag er búið þekktast fyrir kalkúnaframleiðslu sína sem er yfir 150 tonn á ári og umfangs- mikill hluti af búrekstrinum. Árið 1999 fengu þau hjón landbúnaðarverðlaunin úr hendi Guðmundar Bjamasonar land- búnaðarráðherra, fyrir árangursrík störf í þágu landbúnaðar á Islandi. Félagsmál og íþróttir Á áranum kring um 1950 sigldi Jón M. Guðmundsson inn í félagsmálin með .því að vinna í Búnaðarfélagi Mosfells- hrepps og meðal trúnaðarstarfa var hann kosinn fundarritari árið 1951 og var Q tlosti'llslilaúið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað: 6. Tölublað (01.10.2000)
https://timarit.is/issue/237289

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. Tölublað (01.10.2000)

Aðgerðir: