Mosfellsblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 5

Mosfellsblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 5
Aðsent bréf, Bókabúðin Namaste. sniðgengur heimabyggð Aðalfiindur Foreldra- félags Varmárskóla var haldinn 5 okt.sl. í sal skólans. Farið var yfir starf síðasta skóla- árs, bæði hjá foreldrafél. og foreldraráði. Kynning var á sálfræðiþjónustu við skól- ann, nýr skólafulltrúi Birgir Einarsson kynnti sig og sitt starf og Þórdís Ásgeirs- dóttir djákni, kynnti sitt starf við Vina- leiðina og er ljóst að hún er að vinna mikið og þarft starf í þágu bama okkar. Á hún skilið þakkir okkar allra. Undanfarin ár hefur foreldrafélagið staðið fyrir ýmsum uppákomum og þeir peningar sem safnast notaðir til að bæta aðstöðu nemenda. Hefur upphæðin farið ört vaxandi milli ára og var að þessu sinni 300.000 kr. og er það mjög gott mál. Að þessu sinni ákvað stjómin að af- henda ekki gjafabréf heldur sjá sjálf um innkaupin. Það kom því fundargestum og for- svarsmönnum skólans skemmtilega á óvart þegar afhjúpaðar vom veglegar gjafir. Þeim veittu viðtöku: Herbert fyrir hönd smíðastofu, Jóhanna M. fyrir vest- ursvæði og Þyri Huld fyrir austursvæði. Þau lýstu notagildi gjafanna og þökkuðu kærlega fyrir. Að lokum var fráfarandi stjómarmönnum þakkað fyrir gott og skemmtilegt samstarf og nýtt fólk kynnt. Þrúður Sigurðar. fonn. foreldrafél. lilkynning frá Lars Sláhl Leðusmíði Lars Stáhl flytur um næstu mánaðamót frá Háholti 24 að Blika- stöðum 1 í Mosfellsbæ. Sími og fax 5667145. Kynningarfundur ITC Miðvikudaginn 18. október n.k. kl. 20:00 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3. 3.hæð. Allir velkomnir Mosfellsbær Mosfellsbær ætti að sýna sóma sinn í að versla meira í sínu byggðarlagi. Ljóst er að skrifstofur Mosfellsbæjar em að versla inn vömr frá Reykjavík sem ég get boðið á jafnvel hagstæðara verði og þykir mér það einkennilegt fordæmi. í mína verslun er aðeins komið ef vantar eitthvað lítilræði. Hins vegar em ýmis fyrirtæki og aðil- ar í Mosfellsbæ og nágrenni sem versla mikið í ritfangaverslun minni, má þar nefna Bamaskólann og sé varan ekki til útvega ég hana samstundis. Ennfremur Reykjagarður h/f, sem er stórt fyrirtæki og sér hag sinn í verslun í heimabyggð sinni. Það er vitað að stórir aðilar í Reykja- vík em að bjóða kostakjör - en þau kjör get ég einnig boðið. Það er minn hagur að veita góða þjónustu fyrir alla Mosfell- inga og nágranna, enda hlýtur að vera ákjósanlegt fyrir alla að verslun mín og þjónusta sé til staðar fyrir fólkið í hérað- inu. Með laerri kveðju, Sólveig Hafsteinsdóttir. A Hugmyndasamkeppni ÖS um gerð minjagripa Atvinnu- og ferðamálanefnd og Atvinnuþróunarsjóður Mosfellsbæjar efna til hugmyndasamkeppni um gerð minjagripa. Óskað er eftir hugmyndum að gripum sem er hagkvæmt að fjöldaframleiða og fela í sér íslenskt handverk. Gripirnir skulu minna á sögu, menningu, landslag, staði eða náttúru í Mosfellsbæ. Grip- irnir þurfa að henta sem minjagripir fyrir ferðafólk og til tækifærisgjafa. Tillögum skal skilað fullunnum. Með tillögunum skal fylgja lýsing á framleiðslu, frumgerð, tillaga að umbúðum og skrifleg tillaga að markaðssetningu minjagripsins. Verðlaun fyrir bestu hugmyndina eru kr. 300.000,- sem er stuðningur við að koma minjagripnum í framleiðslu. Tillögum skal skilað til atvinnu- og ferðamálafulltrúa Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, fyrir 15. desember nk. Nafn höfundar, ásamt heimilisfangi og síma skal fylgja í lokuðu umslagi merkt dulnefni höfundar. Atvinnuþróunarsjóður og atvinnu- og ferðamálanefnd áskilja sér rétt til að velja hvaða tillögu sem er eða hafna öllum. Mosfellsbæ, 12. október 2000 Atvinnuþróunarsjóður og atvinnu- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi Fjölbreytt og spennandi framtíðarstörf í Mosfellsdal Gerðu samanburð á réttindum og kjaramálum áður en þú ræður þig til starfs. Við ger- um skriflega ráðningasamninga við alla starfsmenn með þeim réttindum sem kjara- samningar hljóða upp á. Við bjóðum fjölbreytt og spennandi störf fyrir þroskaþjálfa og ófaglært starfsfólk á heimili fyrir fatlaða unglinga í Tjaldanesi og á Tjaldanesheimilinu í Mosfellsdal. Um er að ræða 50-100% störf í vaktavinnu. Sérstaklega óskum við eftir karlmönnum til starfa á heimili fyrir unglinga. Við leitum eftir áhugasömu fólki með færni í mannlegum samskiptum. Við veitum nýju starfs- fólki vandaða leiðsögn og fræðslu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum, m.a. réttur til sumarorlofs, veikinda, álag greitt á kvöld-, nætur- og helgarvinnu, kaffitímar greiddir í yfir- vinnu, frítt fæði og fleira. Upplýsingar um ofangreind störf eru veittar í síma 564-1822 á skrifstofutíma. Umsóknareyðu- blöð eru á skrifstofunni að Digranesvegi 5 í Kópavogi og á vef Svæðisskrifstofu á Netinu, http://www.smfr.is MoKléllshlaöiö Q

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.