Mosfellsblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 11

Mosfellsblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 11
Glæsilegur árangur Þarvar mikil stemning hjá þessum strákum er Afturelding mœtti KS í síðustu umferðinni. Meistaraflokkur Aftureldingar stóð sig heldur betur vel á nýafstöðnu leik- tímabili. Fyrir leiktíðina þá var liðinu spáð 8. sæti og fannst mörgum það ekkert slæm spá því liðið nýkomið upp og engar sérstakar væntingar gerðar til liðsins. Annað kom hins veg- ar á daginn og var liðið lengi vel í öðru sæti deildarinnar og hrein óheppni að liðið skyldi ekki fara upp um deild. Mörg stig töpuðust á móti slakari lið- um sem urðu liðinu dýrkeypt á lok- asprettinum er lykilmenn í liðinu þurftu Þrumur og eld- ingar segja irá velrarslarflnu Eftir örlitla hausthvfld, svona rétt til að safna kröftum eftir Fló og fjör, þá er vetrarstarf foreldrafélagsins að komast í gang og boltinn kominn á fleygi ferð. Á aðalfundinum sem haldinn verður í íþróttahásinu 18. okt. verð- ur nánar farið yfír verkefni komandi vetrar. Æfingar eru nú hafnar af full- um krafti og er í mörg hom að líta hjá þjálfurunum enda aðsókn á æf- ingar mjög mikil. Þjálfari fjórða, fimmta- og sjötta flokks er Bjarki Már Sverrisson og honum til að- stoðar er Hilmar Gunnarsson. Þjálf- ari 7. flokks er Guðrún Rfldtarðs- dóttir. Foreldrafélagið kann þeim sínar bestu þakkir fyrir einstaklega gott starf með okkar ungu knatt- spymumönnum. Margt stendur til Stefnt er að því að fá einn til tvo æfingaleiki á mánuði í vetur. Einnig er áformað að halda innanhússmót að Varmá í nóv/des, fyrir alla flokk- ana. Eftir áramótin er verið að und- irbúa æfingaferð þar sem farið verð- ur í heimsókn í nágrannabyggð, gist þar, æft og keppt við heimaliðið. Fyrri ferðir hafa vakið mikla ánægju meðal leikmanna jafnt sem aðstand- enda. Skemmst er að minnast slfkra ferða bæði á Akranes og í Keflavík síðastliðinn vetur. Ekki má gleyma þátttöku okkar í jólamótinu og svo Islandsmótinu innanhúss í lok jan- úar. Svo höfum við auðvitað eitt pizzakvöld fyrir jól svona rétt til að halda uppi skemmtilegri stemmingu mitt í öllu æfingaatinu. Hér höfum við það helsta sem for- eldrafélagið er með í undirbúningi í yngriflokkastarfi knattspymudeild- arinnar. Hér má glögglega sjá að starfið stendur í miklum blóma og ber þar helst að þakka skemmtilegri samvinnu fjölda dugmikilla for- eldra. En efdr sem áður er það mark- miðið að það sé skemmtilegast að æfa fótbolta með Aftureldingu og vera einn af hópnum. Því segjum við í lokin: Lengi býr að fyrstu gerð, fótboltinn er á fljúgandi ferð. Áfram Afturelding! að fara erlendis í nám og leikmannahóp- urinn því þunnur undir lokinn. Möguleikinn var hins vegar fyrir hendi og þurfti liðið aðeins að vinna síð- asta leikinn sem var gegn KS á heima- velli. KS var í öðm sæti fyrir síðustu urn- ferðina og því vitað að þeir mynda reyna allt til að ná stigi að Varmá. Leikurinn fór á annan veg en Mosfellingar vonuð- ust og tapaði Afturelding leiknum 1-2. Það vom því Þór og KS sem fóm upp, Selfoss náði þriðja sætinu og við enduð- um í því fjórða sem verður að teljast góður árangur miðað við vonimar og væningamar. Nýr þjálfari Zoran Micovic sem þjálfað hefur lið- ið síðastliðin tvö ár mun ekki þjálfa liðið á komandi leiktíð en samningur hans við liðið rann út fyrir stuttu. Nýr þjálfari hef- ur verið ráðinn en það Sigurður Þórir Þorsteinsson og hefur verið gerður við hann tveggja ára samningur. Sigurður er íþróttakennari að mennt og hefur undan- farinn ár verið íþróttafulltrúi Fylkis í Ár- bænum. Jafnframt hefur hann verið yfir- Stuttar fréttlr Vetrarstarfið í íþróttahúsinu er nú komið í sitt gamla horf eftir sumatið og em allar deildir búnar að fá úthlutaðan tíma. Fimleikadeildin sem hóf starf sitt á þessu ári er með tíma á föstudögum og laugardögum. Á föstudögum frá kl. 17-19 og á laugardögum frá 11-14 en þess ber að geta að deildin er búin að aldurskipta í tímana svo að fólk verður að fá nánari upplýsingar um hvenær böm em í tíma. Badmintondeildin þessi rótgróna deild er með sömu tíma og hún hefur verið með undanfarin ár og er Jóhann Kjartansson þjálfari. Karatedeildin hefur einnig hafið æfing- ar og er með tíma á mánudögum, þriðju- dögum, fimmtudögum og laugardögum í litla salnum. Þjálfari er Vincente Carrasco en hann hefur verið þjálfari deildarinnar síðastliðin ár. Sunddeildin hefur ráðið þjálfara fyrir veturinn og er það Ragnheiður Sigurðar- dóttir og mun hún sjá um þjálfun A og B hóps. í A hóp em 13 ára og eldri og æfa þeir alla virka daga. B hópurinn er fyrir þá sem em 8-12 ára gamlir og æfa þeir mánudaga, þriðjudaga og föstudaga. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast í íþróttahúsinu. þjálfari knattspymudeildar Fylkis og verið sjálfur með 2.flokk félagsins síð- astliðinn 3 ár. Stefnt hátt Mikill hugur er í leikmönnum og að- standendum meistaraflokks karla í kanttspymu og stefnan tekin á að komast upp í 1. deild. Æfingar munu hefjast í lok október og hefur deildin tekið á leigu tíma á gervigrasvellinum í Laugardal og Reiðhöllinni í Víðidal til að búa meistar- aflokkinn sem best undir átök komandi tímabils. Stefnt er að því að fara erlendis um páskanna í vor. Knattspymudeildin hefur nú ráðið þjálfara fyrir alla yngri flokka félagsins og er vaxandi gróska þar líkt og hjá meistaraflokknum. Það stendur til að endurreisa 2. flokk- inn og hefur Geir Rúnar Birgisson verið ráðinn þjálfari hans. Grfðarleg fjölgun hefur átt sér stað innan knattspymudeild- arinnar síðastliðinn ár og byijunin í haust gefur til kynna að ekkert lát sé á þeirri Qölgun. Blóð, svili og tár Nú er handknattleiksvertíðin komin á fullt og allt lítur út fyrir gríðarlega spennandi vetur. Eftir fyrstu umferðirnar má spá því að það verði nokkur lið að berjast á toppnum og með nýju reglunum þá má búast við að allir geti tekið stig af hvor öðrum þegar í fram- lengingu er komið. Afturelding hefur byrjað tímabilið ágætlega, tveir sigrar og eitt tap, þar af tvær framlengingar þannig að ef þú mætir á leik með Aftureldingu þá eru 66 % líkur á því að leikurinn verði framlengdur. Það er augljóst að baráttan um stigin verður blóðug og álag á leikmenn muni aukast. Tveir af lykilmönnum Aftureld- ingar síðustu ára þeir Sigurður Sveinsson og Einar Gunnar em en meiddir og má búast við að þeir verði ekkert með liðinu í vetur. Þetta er mikill missir fyrir liðið þar sem fæmi og reynsla þessa leikmanna hefur átt stóran þátt í velgengi liðs- ins. Nýr leikmaður bættist í hópinn fyrir skemmstu en það er Vilhelm Sigurðsson áður leikmaður með Fram. Vilhelm er 21 árs línumaður og leikstjómandi, en hann mun án efa reynast dýrmætur liðinu í vetur. & Starfsmann vantar í íþróttamiðstöðina við Varmá Óskað er eftir karlkyns starfsmanni. Starfið felst m.a. í baðvörslu, ræst- ingum, ásamt almennri þjónustu við gesti miðstöðvarinnar. Um er að ræða heilsdagsstarf, sem unnið er á dag-, kvöld- og helgar- vöktum. Lögð verður áhersla á að starfsmaðurinn hafi góða þjónustulund og samstarfsvilja og eigi gott með að umgangast börn jafnt sem fullorðna. Um kjör fer samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfells- bæjar og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður, Sigurður Guðmundsson. IHosfcllsblaðiA O

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.