Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 4
Stórhátíð í Bílastjörnunni
Föstudaginn 22. desember s.l. var mikil uppákoma í Bílastjömunni, sem er með bílamálun og
réttingar við Bæjarflöt í Grafarvogi. Þangað skálmuðu nokkur stórskáld úr Grafarvogi og era
reyndar þekkt á landsvísu einnig. Nokkur skáldanna kynntu nýja „Grafarvogsbók", Brúna út
í Viðey, sögur og ljóð sem þau höfðu samið. Ennfremur lásu skáldin upp úr öðrum verkum
sínum sem komu út þessi jól, nema Thor Vilhjálmsson. Hann kvaðst ekki vera með bók fyrir
þessi jól, en hefði hann vitað af þessari uppákomu hefði hann skrifað eina í hvelli. Fjöldi fólks
lagði leið sína í Bílastjömuna þetta síðdegi, höfðu allir gaman af og voru ýmsar aðrar
uppákomur, en þetta endaði með gífúrlegri flugeldasýningu kl. 18:30. Eigendumir Guðfinnur
og Kristmundur höfðu á orði að hugsanlega mætti hafa þetta árlegan viðburð, svo vel hefði tekist
til. Hið glæsilega málverk í bakgmnni er eftir Tolla og heitir Andleg vakning.
Þeir máttu vera stoltir eigendur Bílastjörnunnar eftir svo glæsilega dagskrá eins og sjá má á
myndunum hér að ofan. F.v. Guðfinnur Ámason, Egill Ámason og Kristmundur Ámason.
F.v. Guðmundur Helgi, Ingunn Bergþórsdóttir, Bergþóra Hlíf, Valgerður Ósk
og aðstoðar pizzabakarinn Guðmundur Ámi Þór.
Það er pláss fyrir tvo pizzastaði
Segja hjónin Guðmundur Helgi og Ingunn Bergþórsdóttir sem rekið hafa
Draumakaffl ásamt dætrum sínum í rúm tvö ár.
Við tókum nýlega við rekstri Pizza 67 og byrjuðum strax á því að breyta og bæta. Yfirumsjón
með Pizzastaðnum hefur ein dætra okkar Bergþóra. Hún ásamt hinum dætmm okkar tveim
Valgerði og Jóhönnu hafa starfað mikið með okkur í rekstrinum. Það má segja að þetta sé
hálfgert fjölskyldufyrirtæki. Við teljum ekki spumingu um að það er pláss fyrir tvo pizzastaði
í Mosfellsbæ því að þegar allt er fúllt að gera hér í bæ þá leitar fólk annað. Frá því að við
tókurn við staðnum hefúr framleiðsla aukist um helming. í byrjun febrúar ætlum við að hefja
framleiðslu á hálfmánum, það er pizzabotn fylltur með fersku grænmeti og ýmiss konar
kjötáleggi. Starfsmenn hjá okkur em átta ýmist í hlutastarfi eða fúllu starfi bæði á
pizzastaðnum og á Draumakaffi. Draumakaffi gengur vel og er gaman að sjá að nú er orðið
nokkuð ljóst að kaffihús sem bíður upp á allt mögulegt í mat og drykk getur gengið í
Mosfellsbæ. Draumakaffi og Pizza 67 em opin alla daga frá morgni fram á kvöld.
Flugumýri 6 • 270 Mosfellsbæ
Sími 566 6705/896 1705
Símboöi 846 1705
Fax 566 7726
Oll almenn rennismíði og fræsun! 1
Viðgerðir og nýsmíði úr járni, áii og stáli!
Þjónusta og ráðgjöf við iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki!
IEinstök gjöf fyrir
veiði- og útivistarfólk
Jíancfsmíðaðir finífar
Páll Kristjánsson
Álafossvegi 29 - 270 Mos.
símar: 5667408 og 8996903
www.knifemaker.is