Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 11
Hvað segir Tolli gott ?
Ég segi allt gott, ég hef verið frá því í júní s.l í Austur Berlín ásamt eiginkonu minni Gunný og
tveimur bömum okkar Magga og Karen Lísu. Það er ákaflega skemmtileg og góð lífsreynsla að
breyta svona um umhverfi það hleypir í mig miklum krafti. Þetta er sannkölluð heimsborg. Ég
fékk góða heimsókn þegar dætur mínar tvær komu þær Ásdís og Kristín, þær mæla eindregið
með rússíbananum og parísarhjólinu í Berlín. Framundan hjá mér eru tvær sýningar í Berlín,
Bubbi bróðir ætlar að spila nokkur vel valin lög á þeirri fyrri það verður gaman að fá hann.
Næstu sýningar heima á Islandi em fyrirhugaðar á Suðumesjum í mars og april.
Ég reikna svo með að koma aftur heim í júlí.
Það var greinilega nóg að gera hjá Tolla þann stutta tíma sem hann stoppaði heima á íslandi.
Lions gefur í Tjaldanes
Laugardaginn 6. janúar s.l. var tekinn í notkun
stór vatnsnuddpottur af bandarískri gerð í
Tjaldanesheimilinu í Mosfellsdal. Gefendur em
Lionsmenn í Lionsklúbbnum Þór í Reykjavík.
Þeir gáfu allt efni, alla vinnu og reistu nýtt skýli
og aðstöðu fyrir þennan langþráða búnað, sem
heimilismenn í Tjaldanesi kunna að meta.
Lionsklúbburinn Þór hefur styrkt
Tjaldanesheimilið ffá upphafí og er heimilið þeim
félagsmönnum mjög kært. Á heimilinu em 18
þroskaheftir karlmenn á ýmsum aldri, en 3 eru í
sambýli fyrir einhverfa í sérstöku húsi þar rétt hjá.
Á myndinni er Reynir H. Jóhannsson að afhenda þessa gjöf til Sólveigar Ingibergsdóttur,
forstöðukonu heimilisins, en í pottinum era þeir Pétur Sveinþórsson og Magnús Ragnarsson.
Þeir sögðu sér liði svo vel að þeir vildu helst ekki fara upp úr aftur.
Islandspóstur stóð sig í Mosfellsbæ
Mosfellsblaðið leit við hjá starfsfólki íslandspósts í Mosfellsbæ í mesta atinu rétt fýrir
jólin. Islandspóstur hefúr sætt afar harðri gagnrýni fyrir frammistöðu sína um þessi jól,
en ekki er annað vitað en vel haft gengið hjá starfsfólki hér í Mosfellsbæ og blaðinu er
kunnugt um að jólakort sem bárast inn til póstsins eftir tímamörk, bárast viðtakendum
fyrir jól og má því færa starfsfólki hér þakkir fyrir vel unnin störf.
Frábært bókmenntakvöld á bókasafninu
Konur sem starfa hjá Mosfellsbæ í Kjama - svokallaðar Kjamakonur - snæddu saman
hádegisverð á Bókasafninu á kvennafrídaginn 24. október s.l. Þar var óskað eftir
samstarfi við Bókasafnið um sérstakt „kvennabókmenntakvöld" þann 6. des. fyrir konur
sem vinna hjá Mosfellsbæ. Heiðursgestir kvöldsins vora rithöfúndamir Guðrún
Helgadóttir með Oddaflug, Vigdís Grímsdóttir með Þögnina og Oddný Sturludóttir og
Silja Hauksdóttir með Dís. 51 kona mætti og stemmningin var frábær. Fóra
rithöfúndamir á kostum bæði í upplestri og spjalli á eftir. Þykir þetta kvöld hafa
heppnast einstaklega vel.
Keramiknámskeið
r
í Alafosskvos
Námskeið í leirmótun
hefjast í lok janúar.
Kennt verður í 7 vikur.
Byrjendahópur: Miðvikudaga 17:30 - 20:00
Framhaldshópur: Miðvikudaga 20:30 - 23:00
Opið verkstæði:
Einnig verður boðið upp á opið verkstæði
miðvikudaga kl 10:00 - 14:00
þar sem áhugasamir geta komið og unnið
frjálst gegn aðstöðu og efnisgjaldi.
Leiðbeinandi:
Helga Jóhannesdóttir leirlistarkona
Álafossvegi 23 Mosfellsbæ
Upplýsingar og skráning í símum:
566 8228 og 566 8587
Dúndm*
útsala !