Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 5

Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 5
‘Mín sfcoðun Aðsendar greinar: Grein um greinar Kæru sveitungar. Af gefnu tilefni langar mig að benda garðeigendum á þá hættu og þau óþægindi sem stafa af greinum trjárunna er skaga langt útfyrir girðingar og út á gangstéttar. Þetta er oft til baga fyrir fótgangandi vegfarendur. Ég vil benda á nýlegt dæmi, þegar vinur minn var á röskri kvöldgöngu og átti sér einskins ills von. Trjágrein ein er skagaði langt útíyrir lóðamörk stakst á bólakaf i aðra nös hans og olli miklum , • sárindum og miklu blóðbaði. Ég skora á garðeigendur að taka þetta til greina. L. Ó Þakklæti Mig langar að koma á framfæri þakklæti til bæjarbúa og bæjaryfirvalda fyrir auðsýndann stuðning í kjölfar skrifa minna í Mosfellsblaðið í nóvember s.l. Sólveig í bókabúðinni Namaste. íbúðamál eldriborgara Svar félagsmálastjóra Mosfellsbæjar við fyrirspum Hallfríðar Georgsdóttur í Mosfellsblaði 8.tbl. 3. árgang desember 2000 I Mosfellsbæ em 20 íbúðir sem em sérstaklega ætlaðar öldmðum, þær em í sama húsi og þjónustumiðstöð aldraðra. I húsinu er fæðisþjónusta og einnig miðstöð félagslegrar heimaþjónustu og félagsstarfs aldraðra. íbúðimar em annars vegar leiguíbúðir og hins vegar svo kallaðar hlutdeildaríbúðir, þar sem íbúinn á helming íbúðarinnar og leigir hin helminginn af bæjarfélaginu. Þjónustuíbúðir eru ætlaðar þeim sem þurfa aðstoð og stuðning til að geta búið á eigin heimili. Öryggiskerfi er í hverri íbúð og vakt allan sólarhringinn. Um úthlutun íbúðanna gilda reglur sem bæjarstjóm hefur samþykkt. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa undanfarin þrjú ár sótt um fé til Framkvæmdasjóðs aldrarða til byggingar hjúkmnarheimilis í tengslum við íbúða- og þjónustuhús aldrarða við Hlaðhamra. Umsókninni hefur frant til þessa verið synjað, en heimild til byggingar og reksturs hjúkrunarheimila er í höndum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Deiliskipulag Mosfellsbæjar frá 23.febrúar 1998 gerir ráð fyrir að húsnæði sem sérstaklega er ætlað eldri borgumm verði reist við við Lækjarhlíð. Ennfremur er í drögum að deiliskipulagi er gert ráð fýrir íbúðum fyrir eldri borgara við Langatanga norðan við íbúða- og þjónustuhús aldrarðra. Félagsmálanefhd Mosfellsbæjar hefur hafið undirbúning að vinnu við stefnumörkun í búsetumálum aldrarða, að þeirri vinnu lokinni er að vænta tillagna um byggingu íbúða fyrir eldri borgara og fyrirkomulag reksturs slíkra íbúa. Mosfellsbæ 9. janúar 2001 Unnur V. fngólfsdóttir félagsmálastjóri Hætta við leikskólana Ég er svo lánsöm að geta gengið í vinnuna hér í Mosfellsbæ. Venjulega geng ég framhjá leikskólanum á Hlaðhömrum. Ég hef veitt því athygli að margir ökumenn skilja bifreiðar sínar eftir í gangi. í morgun fannst mér keyra um þverbak þegar ég sá einn stressaðan faðir korna bmnandi upp að leikskólanum og skilja bílinn eftir í gangi meðan hann hljóp með bamið inn í leikskólann. Á meðan pabbi var inni í leikskólanum, beið annað bam í bílnum. Það var nú aldeils fjör því barnið var á fullu að fikta í stjórnbúnaðinum. Skyldi maðurinn gera sér grein fyrir hættunni? Vonandi er hann með tryggingamar á bílnum í lagi en ekkert kemur í staðin fyrir slasað bam. Vinsamlegast drepið á bifreiðum á meðan farið er inn í leikskólann. Áshildur D. Þorsteinsdóttir Hroki Allt frá þvi að nýr leikskólastjóri tók við á Reykjakoti hefur ríkt óviðunandi ástand þar. Starfsfólki hefur verið sagt upp í stómm stíl og þeint sem hefur ekki verið sagt upp hafa hætt af sjálfdáðun. Samtals em það 14 af 22 starfsmönnum hefur verið sagt upp og eða hafa hætt síðan Margrét Pála tók við fyrir 4 mánuðum. í nokkmm tilfellum hefur legið svo við að losna við starfsmenn að þeir hafa ekki fengið að klára uppsagnarfrestin og verið sagt að fara heim á fullum launum. Sjö fyrrverandi starfsmenn lýstu stjómunaraðferðum hennar á eftirfarandi vegu í bréfi til bæjarráðs. "Stjómunaraðferðir hennar einkenndust af yfirgangi og hroka í garð starfsfólks. Það er trú mín að hagur bama hafi ekki verið hafður i lyrirrúmi þá mánuði sem núverandi leikskólastjóri hefur stjómað Reykjakoti." Við sem foreldrar teljum að ör starfmannaskipti geti ekki þjónað hagsmunum bama okkar. Hvað fínnst ykkur kæru foreldrar ? Sumir foreldrar hafa reynt að spoma við þessari þróun en ekki haft... erindi sem erfiði. Ekki aðeins þurfum við að berjast við leikskólastjóra heldur einnig skóla- og bæjaryfirvöld. Þessir aðilar hafa borið blak af leikskólastjóra, þrátt fyrir að þeir viti að hún hefur borið fyrir sig ósannindum, og gerst brotleg gagnvart lögum og stefnt bömum, sem foreldrar trúa leikskólanum fýrir í stórfelda hættu. Margrét Pála hefur sjö ára háskólamenntun í leikskólafræðum, ( samkvæmt samtali sem greinarhöfundur á átti við hana ) en þar hafði víst gleymst að kenna henni að maður setur ekki 5 ára böm affan á pallbíl og skreppur bæjarleið. Þetta gerði Margrét Pála og þótti ekki mikið til koma. Svo lítið að þegar eitt foreldri kvartaði eftirá, þá sagði Margrét "að hún væri þreytt og nennti ekki að tala um þetta". Það er sagt að ungur nemur hvað gamall temur. Þetta á við fýrrgreint atriði og einnig þegar Margrét Pála hefur gert að leik sínum að koma inn í kennslustofúr og bjóða upp á töfrabrögð, sem fara þannig fram að hún tekur eldspýmr upp og kveikir á einni. Síðan stingur hún henni upp í sig og kæfír eldin. Skýringin sem hún gefur um hvarf eldsins er að hún hafi gleypt hann. Auk þess sýnir hún fleiri brögð og eldsspýtnafikt kemur þar við sögu. Það virðist sem hagur bama á Reykjakoti skipti ekki máli núorðið, heldur hvað takist að spara í reksti skólans. Á sama tíma og eldhús skólans er lagt niður og mjög hæft starfsfólk, bæði menntað og ómenntað hrakið burt, þá em starfandi leikskólakennarar frá Hjalla fengnir í staðinn. Það fmnst mér ótrúlegt að fólk sem Margrét hefur státað sig af að geta borgað hærri laun skuli fara að vinna á Reykjakoti fýrir minni laun og aukin kostnað við að keyra til Mosfellsbæjar. Staðfest er að allavega einn af þessum starfsmönnum fær auka greiðslur til að mæta þessum kostnaði, þrátt fýrrir að þetta sé eitt atvinnusvæði. Skyldi Mosfellsbær ætla að greiða kennumm annarra leikskóla svona aukagreiðslur. Leikskólakennarar em nú með lausa samninga svo að þetta er ágætt fýrir þá að skoða. Reykjakot hefur verið rekið í anda Hjallastefnunar til margra ára og hefur verið sátt um skólann, en strax og Margrét yfirtók skólann fúðraði allt upp. Hjallastefnan er mjög jákvæð stefna þar sem tönglast er á jákvæðni og réttu hugarfari. Hvaða stefna vill ekki hafa þetta að leiðarljósi. Það sem verra er að böm sem em undir Hjallastefnunni hafa minni aðgang að leikfongunn og búa við kaldara umhverfi en almennt gerist. Til dæmis em kennslustofúr að breytast þannig að hillur og myndir em teknar niður. Flest leikföng tekin og fá böm ekki að handfjatla bækur. Það telst óvirðing að böm fái að leika sér með bamabækur. Þrátt fýrir að bömin okkar séu lögð í hættu við að undirbúa þau undir skólagöngu með undarlegum aðferðum svo sem að láta 4-5 ára böm labba ein með Reykjaveginum og hringin í kringum leikskólann, þá kemur í ljós að „Hjallaböm" em ekkert betur undirbúin að takast á við skólagöngu en önnur böm og vísa ég þá til rannsóknar sem Margrét Pála gerði sjálf. Garðar Skarphéðinsson Kristin Ingvarsdóttir Netfang aðsendra greina: ktomm@isl.is Þ v e r h o 1 t i 2 7 0 Mosfellsb S í m i 5 6 6 8 1 1 0 Sólbaðstola Undipföt Snyrtivörur Opnunartímí Mán-laugard. 10.00 - 23.00 Sunnud. 12.00-18.00 lláholti 14, 2. hæð Sími: 586-8989 Elíá Björk og Hrcfna Vcstmann Bjóðum alla vclkomna alltal' hcitt á könnuni

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.