Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 7

Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 7
Sigurplast fyrirtæki ársins 2000 Net-Albúm sprotafyrirtæki ársins Hvatningarverðlaun fyrir- tækja og sprotafyrirtæki Mosfellsbæjar árið 2000 Afhending hvatningarverðlauna atvinnu- og ferðamálanefndar Mosfellsbæjar fyrir árið 2000 fór fram í Hlégarði þriðjudaginn 19. desember og komu þau í hlut Sigurplasts. Þetta er í annað sinn sem nefndin veitir hvatningarverðlaun. í fyrra komu þau í hlut Flugfélagsins Atlanta, sem er eins og kunnugt er staðsett í Mosfellsbæ. Þá veitti atvinnu- og ferðamálanefnd viður- kenningu til Sprotafyrirtækis Mosfellsbæjar í fyrsta sinn og komu þau í hlut Net-Albúms. Hér á eftir er úrdráttur úr fundargerð atvinnu- og ferðamála- nefndar og umsögn nefndarinnar um þau fyrirtæki sem urðu hlutskörpust: Eftirfarandi fyrirtæki voru tilnefnd til hvatningar- verðlauna fyrir árið 2000: Sigurplast, Flugfélagið Atlanta, ístex, Mottó, Glertækni, Reykjalundur, Nýbrauð, Álafoss Verksmiðjuútsala, í toppfonni, Orgelverkstæði Bjögvins Tómassonar, Kjaminn verslunar- miðstöð, Á. Óskarsson, Reykjagarður, Reykjabúið, Veislugarður, Áslákur, Álafoss-föt bezt og Mosraf. Við val á fyrirtækjum sem tilnefnd eru til Hvatningarverðulaunanna eru eftirfarandi atriði höfð til hliðsjónar: - Nýjungar og nýsköpun hjá fyrirtækinu - Umsvif í bæjarfélaginu - Fjölgun starfsmanna - Starfsmanna og fjölskyldustefna - ímynd og sýnileiki - Umliverfí og aðbúnaður. Flest atkvæði hlaut Sigurplast Umsögn atvinnu- og ferðamála- nefndar er sem hér segir: Sigurplast hélt upp á 40 ára afmæli sitt í október s.l. en fyrirtækið var stoföað 1960. Síðan þá hefur verið unnið mikið þróunarstarf og er fyrirtækið í fremstu röð í framleiðslu plastumbúða á Islandi. Ólafur og Sigrún eigendur Café Króniku voru ein af þeim sem voru tilnefnd. Þau hafa unnið kröftugt starf í Kjarnanum Megin áhersla Sigurplasts hefur verið framleiðsla á ýmiskonar plast- og blikkumbúðum og hefur fyrirtækið kannað ýmsa möguleika í vöruþróun á því sviði, t.d. er hafín framleiðsla umbúða fyrir gosdrykkja- og lyljamarkaðinn. Stærstu eigendur Sigurplasts hf. eru Skeljungur hf., Sigurður B. Guðmundsson, dánarbú Sigurðar Egilssonar ofl.. Stefot er að sameiningu Sigurplasts og Plastprents í nánustu framtíð. Undanfarin ár hefur Sigurplast verið í örum vexti og sýnt þykir að fyrirtækið þurfí að stækka enn frekar við sig og fjölga starfsfólki. Nú vinna um 20 manns hjá Sigurplasti og gert er ráð fyrir að fjölga muni um 6-7 manns fljótlega eftir áramótin, vegna starfa við nýtt vöruhótel, þar sem Sigurplast mun m.a.auki sjá um alla vörudreifingu fyrir Plastprent. Það er stefna Sigurplasts að skipta við fyrirtæki í Mosfellsbæ þegar því verður við komið og með því móti ýta undir atvinnustarfsemi hér í bænum. Sigurplast hefur ekki verið mjög sýnilegt opinberlega og t.d. ekki skráð á hlutabréfamarkaði. Fyrirtækið er að undirbúa átak í að merkja framleiðsluvörur sínar, þannig að neytendur sjái að umbúðimar séu islensk framleiðsla. Mjög snyrtileg aðkoma að fyrir- tækinu og umhverfi allt til sóma. Sigurplast hefur kappkostað að halda umhverfi verksmiðjunnar aðlaðandi. Þó fyrirtækið hafi ekki ákveðna umhverfisstefnu er kapp- kostað að endurvinna og flokka úrgang sem leiðir til mikillar hagræðingar og spamaðar í rekstri fyrirtækisins. Sprotafyrirtæki atvinnu- og ferðamálanefndar árið 2000 Atvinnu- og ferðamálanefnd óskaði eftir tilnefningum um sprota- fyrirtæki Mosfellsbæjar fyrir árið 2000. Eftirtalin fyrirtæki voru tilnefnd: Net-Albúm, Mosfells- bakarí, Café Krónika, Pizzabær, Dýrahald, Rust og Hlín Blómahús. Við val á Sprotafyrirtæki Mosfellsbæjar er eftir- farandi haft til hliðsjónar: - Að fyrirtækið sé yngra en 2. ára eða að um sé að ræða ný sóknartækifæri í eldri rekstri. - Að fyrirtækið hafi vakið eftirtekt og hlotið opinbera umíjöllun. Viðskiptahugmyndin sé ný/ spennandi og vaxtamöguleikar séu fyrir hendi. Fyrirtækið sé skráð og hafi höfoðstöðvar sinar í Mosfellsbæ. Flest atkvæði hlaut fyrirtækið Net- Albúm. Umsögn atvinnu- og ferðamálanefndar er sem hér segir: Fyrirtækið Net-Albúm hóf rekstur 1998 en fluttist til Mosfellsbæjar í byrjun maí 2000. Net-Albúm hlaut þriðju verðlaun í samkeppninni Nýsköpun 1999 og fékk í kjölfarið aðsetur í írumkvöðlasetri IMPRU. Svanþór Einarsson hefur rekið fyrirtæki sitt Pizzabæ af miklum myndarskap Frá stofnun fyrirtækisins hefur megináhersla þess verið á þróun og markaðssetningu hugbúnaðarins Net-Albúm. Forritið á að leysa þörf PC-notenda við geymslu og notkun á margmiðlunarefoi s.s. stalfænum myndum, tónlist, hreyfimyndum og skönnuðum skjölum. Nú er hægt að nálgast forritið á netinu en stefot er á að það verði sett í sölu næsta vor. Nýverið gerði Net-Albúm samning við Digital Now Inc. í USA um dreifingu á forritinu á Bandaríkja- markað. Net-Albúm er hlutafélag og eru hluthafamir orðnir yfir 100 talsins. Stærstu hluthafarnir eru þrír af stofnendum fyrirtækisins. Þá eru Hans Petersen hf., Opin Kerfi hf. Þorvaldur Ingi Jónsson framkvæmdastjóri Net-Albúms og Verðbréfastofan hf. einnig meðal hluthafa. Fyrirtækið hefor alfarið verið fjármagnað af eigin fé. Nú starfa 10 starfsmenn í Mosfellsbæ og stefnt að ljölgun starfsmanna í náinni framtíð. Þá hefur Net-Albúm opnað skrifstofo í Los Angeles þar sem áhersla verður lögð á markaðsrannsóknir. Net- Albúm hefur vakið allmikla athygli fjölmiðla enda um að ræða nýtt og spennandi forrit, byggt á íslensku hugviti, sem felur í sér mikla vaxtarmöguleika í framtíðinni. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2001 Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar var til afgreiðslu í bæjarstjórn í byrjun desember. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum sjálfstæðsimanna. í bókun sem Sjálfstæðismenn lögðu fram i umræðunum gagnrýna þeir hve rekstranitgjöld hafa vaxið umfram almennar verðhækkanir og fjölgun íbúa. Ennfremur gagnrýna þeir skuldasöfnun bæjarsjóðs og segja að í lok ársins verði nettóskuldir bæjarsjóðs orðnar 2,1 milljarður eða 338 þúsund krónur á íbúa. Þegar núverandi meirihluti tók við stjóm bæjarins voru nettóskuldimar 437 milljónir eða um 89 þúsund krónur á hvem ibúa. í rekstrar-og framkvæmdaráætlun bæjarsjóðs er gert ráð fyrir að skatttekjur bæjarsjóðs verði 1.243 milljónir og að hækkunin verði um 13 % milli ára. Áætlunin er byggð á Qölgun fólks og fasteigna hér í bæjarfélaginu.Gert er ráð fyrir að greiðslubyrði lána verði um 8 % af skatttekjum eða 73 milljónir króna sem verður að telja vemlega upphæð. Hitaveita og vatnsveita notaðar til að skattleggja íbúa I bókun sem Sjálfstæðismenn í bæjarstjóm lögðu fram við umræður um þriggja ára áætlun bæjarsjóðs kemur fram að heitt vatn frá Hitaveitu Mosfellsbæjar er selt með 59% hagnaði og kalt vatn frá Vatnsveitu Mosfellsbæjar er selt með 95% hagnaði. Hagnaðurinn er lagður inn í bæjarsjóð til þess greiða niður rekstrarútgjöld bæjarins. Auk þess era veitumar látnar taka lán og lánsféð afhent bæjarsjóði til þess að greiða niður rekstur bæjarins. Með þessum aðgerðum er meirihlutinn að skattleggja bæjarbúa i gegnum verðlagningu á heitu og köldu vatni. Þá er með þessu verið að lagfæra hlutfall rekstrarútgjalda af skatttekjum um 4,5- 5.0%. VÖLUTEIGUR 3, MOSFELLSBÆ. SÍMI 566-8300

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.