Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 8

Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 8
Maður mánaðarins 16 ára mamma Ég er fædd og uppalin Vestmannaeyingur og bjó þar til ársins 1975. Ég náði að ljúka gagnffæða- prófi en fór úr skólanum bamshafandi. Sextán ára gömul var ég orðin mamma og farin að búa það voru svo sætir strákar í Eyjum. Þegar gosið hófst árið 1973 fluttum við tímabundið upp á land en fómm við fyrsta tækifæri afitur út í Eyjar. Húsið okkar skemmdist töluvert og hluti af innbúinu en við gátum Ríkidæmi mitt eru rauðhausamir þrír - segir Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir formaður Aftureldingar Aðalstjóm Aftureldingar frá v. Láms Einarsson, Stefanía Helgadóttir John Allvood, Anna Þóra, Valdimar Friðriksson, Ingvar Hreinsson og Helga Einarsdóttir. samt flutt í það aftur að loknum viðgerðum. Einhvemvegin er það nú þannig að ég fór bara úr Eyjum mér finnst ég aldrei hafa flutt þaðan. Ég er AKP í Mosó (Aðkomu pakk ) eins og Vetmannaeyingar segja um aðflutta. Mér hefúr verið tekið ákaflega vel hér frá fyrstu tíð og kann mjög vel við mig, flutti hingað árið 1985 og hef því búið hér í 16 ár. Hannyrðir eru mitt áhugamál Eflaust sjá fáir mig fyrir sér sitja heima í rólegheitum við hannyrðir en það er nú samt þannig að þær em mitt aðal áhugamál. Heimili mitt er undirlagt hannyrðum. Ég á yndislega fjölskyldu eiginmaður minn er Sigurður Waage húsasmíðameistari og sonur minn heitir Jóhannes Jónsson kona hans er Sigrún Geirsdóttir yndisleg tengdadóttir þau hafa gert mig að þrefaldri ömmu. Bamabömin era 2-4 og 8 ára. Það er ekkert eins gaman og að vera með litlu krílunum mínum Óbilandi áhugi á íþróttum Ég hef alla tíð haft óbilandi áhuga á íþróttum, spilaði bæði og þjálfaði handbolta í Eyjum hef þó alla tíð haft mestan áhuga á fótbolta hann var bara ekki stundaður af stelpum þar í þá daga. Arið 1996 var ég kosin formaður Aftureldingar. Ég er fimmti kvennformaður félagsins og hef nú gengt þessu starfi næstlengst allra. Hugsjónarstarf númer 1, 2 og 3 Afturelding væri ekkert í dag ef ekki kæmi til svo öflugur stuðningur fyrirtækja og kröftugt foreldrastarf. Þótt ótrúlegt megi virðast háir félaginu að vissu leiti aðstöðuleisi, það er ekki nóg að reisa glæsileg mannvirki það þarf lika að vera aðstaða eðavið mannvirkin fyrir starfið í kringum félagið og fyrir áhorf- endur. Nægir að nefha Tungubakka í þeim efnum. Formenska hjá svona félagi er fyrst og fremst hugsjónar- starf rétt eins og hjá flestum sem starfa í kringum íþróttir. Eftir öll þau ár sem ég hef verið í þessu starfí launalaust þá lít ég á það sem mín bestu laun ef einhver einstaklingur hefúr fyrir það eitt að stunda íþróttir komist hjá því að verða óreglumaður. Eins er stórkostlegt til þess að vita að á tímum intemets, tölva og videógláps skuli til að mynda vera biðlisti fimleikadeild, nýstofnuð blakdeild og helmings aukning í ástundun í knattspymu. Ég veðrast upp við tilhugsunina eina. Bíð eftir þeim degi þegar hægt verður að kjósa menn en ekki flokka Pólitík heillar mig talsvert en formennsku- starf Aftur- eldingar meira en sem komið er. Æskuvinir úr Eyjum f.v Gísli Eiríksson, Gústaf Guðmundsson og Beggó. Rauðhausamir þrír f.v. Daníel Óskar 8 ára Ingibjörg Bergrós 4 ára Beggó og Benedikt Geir 2 ára. Ég er sjálfstæðismaður en ég bíð samt eftir þeim degi þegar hægt verður að kjósa menn og málefni en ekki flokk. Kynni mín af Mosfellsbæ hófúst í gegnum JC hreyfinguna þar byijaði ég árið 1986 ég hef alla tíð haft áhuga á ræðumensku og var fyrsti Islendingurinn sem var sendur fyrir hönd landsins á erlenda gmnd í keppni. Eins hef ég þjálfað þrjá íslenska ræðumenn sem urðu allir Evrópumeistarar ég er ákaflega stolt af því. Aldrei unnið dömulegt starf í ágúst 1993 ætlaði ég að hjálpa vinahjónum mínum þeim Eydísi og Áma á Ásláki á opnunarhelgi Ásláks en þar er ég enn 8 ámm síðar. Við Mosfellingar hefðum ekki getað fengið betra fólk til að opna fyrsta pöbbinn í Mosó svo gjafmild og gestrisin sem þau em. Að ég hefði nokkm sinni látið mér detta í hug að ég ætti eftir að verða barfluga nei „biddu fyrir þér" Ég hef annars aldrei unnið við neitt dömulegt starf ég hef unnið við þrjár hvalvertiðar, uppskipun flökun og svo mætti lengi telja. Það er að mörgu leiti jákvætt að vinna á bar þar kynnist maður hinum ýmsu hliðum lífsins sagði þessi einstaklega hressilega, harðduglega, og skemmtilega kona að lokum. Jafnframt vildi hún koma á framfæri nýárskveðjum til allra Mosfellinga með ástar G Þ ( Beggó ) K Tomm. (»H Ö FÐ^KAF FÍT) PORRAHLAÐBORÐ 2ooi ALLT FYRIR. ÞORRArBLOTIf) FÆ5T HJA OKKUR. ÞORKAMATIÁR OG TILHEYRANDl MET>LÆTI - 'SU.'RMATIA.'R. - LANÞAB>ATi<qAR. B>RtNTiAhCOLLAR hf-RÁ TSPUNLjAR BLÓTMÖR LtFRAPyLSA SÁR SVITASALTA HÁKARL htARTFtSKAR NÝ<SVtT Nf SV/ÞASALTA SALTKJÖT H-etTT HANLjtKJÖT SÍLTARRéTTtR 2. T6<T RjOFAS tappa appstáf LjhMFNM BTtSSA LA T SMJÖR RÁLjBRAAT FLATBRAAT KARTÖFLAR. KAR.TÖFLAMÁS 'JJtaTie&átuwœiátmm oMari Juzja, J^micetuu h&Ul aJb (JaÁi í átónutH áem ámóum veiáíum um taudiJb Snýiu veiátu en oj itón ebu oý leutc/t í óuntu {ftni>i o6&m / 'PáÓb uámxni ufrfdýáiuopvi í iímu 527 6075 ebu ieuáib oMun töluufióit. rsog@islandia.is týott ánúej/ui *l/öuctub viuuuónöcjb *Vet útitátob L (.HÖFOAKAFFI') —v ^CUJuÁÖ^C 11 112 TR.ecÁjuvíú Smi 577 6075 5776070 MOSFELLSBÆR Leikskólinn Hlaðhamrar Leikaskólakennarar og aðstoðarfólk óskast til starfa við leikskólann Hlaðhamra. Um er að ræða 50% - 60% stöður efitir hádegi. Stöðumar em lausar strax eða efitir nánara samkomulagi. Kjör leikskólakennara em samkvæmt kjarasamningi FÍL og Launanefndar sveitarfélaga, ásamt sérsamningi leikskólakennara í Mosfellsbæ við bæjaryfirvöld. Kjör annarra starfsmanna eru samkvæmt kjarasamningi STAMOS og Launanefndar sveitarfélaga. í leikskólanum Hlaðhömmm er lögð áhersla á gæði í samskiptum og skapandi starf í anda Reggió stefnunnar. Áhugasamir hafi samband við undirritaða sem veitir allar nánari upplýsingar um störfin í síma 566-6351. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar n.k. Lovísa Hallgrímsdóttir Leikskólastjóri.

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.